Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
1
1
Breiðablik
Davíð Ingvarsson '60
Valgeir Lunddal Friðriksson '63
0-1 Róbert Orri Þorkelsson '76
Birkir Már Sævarsson '90 1-1
27.09.2020  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 8° og léttur vindur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Róbert Orri Þorkelsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('72)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
4. Einar Karl Ingvarsson ('83)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('65)
13. Rasmus Christiansen ('83)
14. Aron Bjarnason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('83)
15. Kasper Hogh ('83)
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson ('72)
26. Sigurður Dagsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('65)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Valgeir Lunddal Friðriksson ('60)
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('68)

Rauð spjöld:
Valgeir Lunddal Friðriksson ('63)
Leik lokið!
Þá flautar Vilhjálmur til leiksloka. Stórmeistarajafntefli.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Viktor Karl með skot fyrir utan teig en það er beint á Hannes.
90. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Heimisson
VALSARAR JAFNA!!!!!!!!

Birkir Heimisson með geggjaða sendingu eftir innkast þar sem að Birkir Már laumar sér á fjær og setur hann í netið. Rétt fyrir innkastið flaggaði línuvörðurinn rangstöðu sem að Vilhjálmur hundsaði og Blikarnir eru brjálaðir.
88. mín
Úff þarma munaði ekki miklu. Kasper með góðan sprett inná teig og stórhættulega fyrirgjöf sem að Patrick nær ekki að renna sér í.
87. mín
Orri Sigurður með skot frá vítateigshorninu en það er hátt yfir.
85. mín
Birkir Heimsson með skottilraun eftir hornspyrnu en hún er hátt yfir.
83. mín
Inn:Kasper Hogh (Valur) Út:Rasmus Christiansen (Valur)
Sóknarskiptingar.
83. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Sóknarskiptingar.
82. mín
Brynjólfur rennir boltanum hér inná teiginn þar sem Alexander Helgi lúrir en skot hans fer í varnarmann og afturfyrir. Ekkert verður úr horninu.
76. mín MARK!
Róbert Orri Þorkelsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
BLIKARNIR ERU KOMNIR YFIR!!!!!

Höskuldur fer hérna illa með Kaj Leo út á kanti og kemur boltanum fyrir. Boltinn fer yfir allann pakkan á fjærstöng og þar er Róbert Orri einn og óvaldaður og setur boltann auðveldlega í netið.
75. mín
Kaj Leo tekur spyrnuna með in-swing en Anton Ari er grimmastur og grípur boltann.
75. mín
Aron Bjarnason vinnur aukaspyrnu 5 metrum frá vítateigshorninu.
72. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Fyrirliðinn fer hér útaf.
71. mín
Haukur Páll þarfnast hér aðhlynningar. Virðist vera á leiðinni útaf.
69. mín
Brynjólfur með skot úr aukaspyrnu sem að Hannes á ekki í neinum stökustu vandræðum með.
68. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
66. mín
HANNES ÞÓR MEÐ GEGGJAÐA VÖRSLU!!!!

Thomas Mikkelsen kemur sér í góða stöðu utan teigs og neglir honum að marki en Hannes ver gríðarlega vel. Nú er þetta leikur.
65. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
63. mín Rautt spjald: Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur)
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!!!???

Valgeir virðist hafa fengið gult spjald í látunum áðan. Nú fer Brynjólfur illa með hann og Valgeir hangir á honum og hrindir honum. Heimskt brot og jafnvel hægt að réttlæta seinna gula.
60. mín Gult spjald: Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur)
60. mín Rautt spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
BEINT RAUTT Á DAVÍÐ!!!!!

Missir boltann of langt frá sér og straujar Hauk Pál. Myndast smá hópæsingur og er þetta hárrétt hjá Vilhjálmi. Glórulaust.
56. mín
Alexander Helgi tekur spyrnuna en rennur beint á bossann og neglir boltanum yfir.
54. mín
Blikar fá hér aukaspyrnu á hættulegum stað við litla hrifningu Vals. Sá ekki alveg hvað gerðist.
53. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Blikar sparka boltanum út til að skipta Gísla útaf. Leit ekkert út fyrir það að hann væri meiddur.
51. mín
Valgeir Lunddal með skot í kjölfar hornspyrnu en það er beint á Anton Ara.
49. mín
Patrick Pedersen fer hérna illa með þrjá Blika þar til að Höskuldur rífur í hann. Ef allt hefði verið eðlilegt hefði hann fengið gula spjaldið þarna.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Valsmenn buðu mér uppá kjötsúpu í hálfleik og er það klárlega hápunktur þessa leiks. Kalla eftir þessu frá fleiri félögum.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Vilhjálmur Alvar til hálfleiks í þessum tíðindalitla leik.
45. mín
Einni mínútu bætt við.
45. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Of seinn í tæklingu á Hauk Pál.
44. mín
Valgeir Lundal í besta færi leiksins hingað til. Fær boltann inní teig frá Patrick en skot hans er beint í fangið á Antoni.
40. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
39. mín
Róbert Orri með rosalega langa sendingu inná teig Vals þar sem að Thomas kemur á ferðinni en hann nær ekki að taka við honum.
39. mín
Aron Bjarnason með skot frá vítateigshorninu en það er hátt yfir. Aðeins komið líf í þetta.
38. mín
Blikar skalla hornspyrnu Arons útúr teignum þar sem að Einar Karl lúrir en skot hans er afleitt og langt framhjá.
38. mín
Sigurður Egill tekur spyrnuna en Anton Ari slær honum útaf hinum meginn.
37. mín
Aron Bjarnason sleppur hér skyndilega í gegn en Róbert Orri fylgir honum vel á eftir og nær að pota boltanum í horn.
35. mín
Blikar bruna hér upp í skyndisókn. Oliver kemur boltanum á Brynjólf sem að á góða sendingu á Viktor Karl inná vítateig. Hann reynir að framlengja boltanum á Thomas Mikkelsen en það misheppnast og sóknin rennur út í sandinn.
33. mín
Úff þarna munaði nú ekki miklu. Sigurður Egill tekur góða hornspyrnu á fjær sem að Patrick nær að skalla en boltinn virðist fara svo í Damir sem að kemur boltanum frá.
33. mín
Valsarar grimmari þessa stundina. Birkir Már með fyrirgjöf sem að Blikar hreinsa í horn.
28. mín
Brynjólfur með þrususkot af 20 metrunum en Hannes á ekki í miklum vandræðum með það. Blikar líklegri en samt ekkert svo líklegir.
25. mín
Gísli með enn eitt skotið fyrir utan teig en það er vel framhjá.
25. mín
Aron Bjarnason tekur hér hornspyrnu sem að endar bara beint á þaknetinu. Ætlar sér greinilega að skora gegn sínum gömlu félögum.
20. mín
Boltinn dettur fyrir Oliver 20 metrum frá marki og hann tekur hann í fyrsta en Hannes er vel á verði og ver vel.
19. mín
Gísli Eyjólfs með skot fyrir utan teig en það er framhjá. Lítið að frétta.
13. mín
Höskuldur með góða fyrirgjöf sem að Mikkelsen skallar framhjá.
11. mín
Blikar geysast hér upp í skyndisókn. Davíð rennir honum inná teiginn þar sem að Brynjólfur nær honum og leggur hann fyrir Gísla á vítateigslínunni en skot hans er beint í Rasmus.
10. mín
Það er fátt um fína drætti hér á fyrstu mínútunum og við bíðum enn eftir fyrsta alvöru færinu.
5. mín
Einar Karl með fína sendingu inná Sigga sem að er hins vegar kolrangstæður.
1. mín
Leikur hafinn
Villhjálmur Alvar flautar leikinn á og Blikar byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl og þessi stórleikur getur hafist!
Fyrir leik
Heimir og Óskar ræða hér málin út á velli á meðan að liðin hita upp. Mestu mátar þessir tveir.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru nú klár. Valur gerir eina breytingu á liði sínu frá 4-1 sigrinum gegn FH í síðustu umferð. Lasse Petry tekur út leikbann í dag og kemur Einar Karl Ingvarsson inn í hans stað.

Blikar gera tvær breytingar á liði sínu frá 2-1 sigrinum gegn Stjörnunni síðasta fimmtudag. Elfar Freyr Helgason er í banni og þá er Andri Rafn Yeoman meiddur. Inn fyrir þá koma þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Örn Margeirsson. Liðin má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, hefur verið duglegur að spila með þriggja manna varnarlínu í sumar og hefur fengið einhverja gagnrýni fyrir það. Hann byrjaði hins vegar 4-3-3 gegn Stjörnunni í vikunni þar sem að Damir Muminovic spilaði í hægri bakverði, og gerði það vel. Það verður áhugavert að sjá hvernig Óskar stillir upp liðinu í kvöld.
Fyrir leik
Útvarpsmaðurinn Rikki G er sérstakur spámaður Fótbolta.net þessa umferðina og þetta hafði hann um þennan leik að segja:

Valur 3 - 2 Breiðablik
Markaleikur af bestu gerð. Blikar sýndu frábæra frammistöðu gegn Stjörnunni og svöruðu gagnrýni á vellinum eins og á að gera. Valur er hinsvegar langbesta liðs landsins þetta tímabil.
Fyrir leik
Heimamenn í Val hafa verið á frábæru skriði undanfarið og hafa unnið 10 síðustu deildarleiki sína og eru með 11 stiga forskot á toppnum. Blikar höfðu tapað þremur leikjum í röð þangað til að þeir unnu 2-1 sigur gegn Stjörnunni í síðustu umferð.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag lesendur góðir og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á stórleik Vals og Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
10. Brynjólfur Willumsson
11. Gísli Eyjólfsson ('53)
16. Róbert Orri Þorkelsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('53)
13. Anton Logi Lúðvíksson
17. Atli Hrafn Andrason
19. Hlynur Freyr Karlsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson
62. Ólafur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Jökull I Elísabetarson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('40)
Oliver Sigurjónsson ('45)

Rauð spjöld:
Davíð Ingvarsson ('60)