Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
Breiðablik
0
2
KR
0-1 Óskar Örn Hauksson '11
0-2 Kennie Chopart '15
02.05.2021  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Hæg norðanátt, sólin skín og hiti um 7 gráður
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Stefán Árni Geirsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('85)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson ('75)
14. Jason Daði Svanþórsson ('66)
18. Finnur Orri Margeirsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('85)
10. Kristinn Steindórsson ('75)
10. Árni Vilhjálmsson ('66)
16. Róbert Orri Þorkelsson
17. Atli Hrafn Andrason
31. Benedikt V. Warén

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Jökull I Elísabetarson

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('33)
Viktor Örn Margeirsson ('44)
Oliver Sigurjónsson ('61)
Finnur Orri Margeirsson ('63)
Davíð Ingvarsson ('88)
Viktor Karl Einarsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur KR-inga á Kópavogsvelli þar sem Blikar voru afar bitlausir.

Þakka samfylgdina í dag og minni á viðtöl og skýrlsu á eftir.
94. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
93. mín
KR eru að sigla þessum 3 punktum heim
92. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
90. mín
+4 +i uppbót

Það er núna eða aldrei fyrir Blika
89. mín
KR eru að undirbúa tvöfalda skiptingu, Aron Bjarki og Alex Freyr að koma inn
88. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
86. mín
Blikar fá hornspyrnu frá hægri, Davíð spyrnir inn á teig og úr því verður darraðardansinn frægi og KR-ingar bomba boltanum frá..
85. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
80. mín
KR fá hornspyrnu út á kanti, Kiddi Jóns kemur með geggjaða fyrirgjöf sem fer í gegnum allan pakkann og endar hjá Grétari Snæ sem á skot á nær en Anton ver í horn..
79. mín
KR fá hornspyrnu frá vinstri, Kennie Chopart tekur hana

Hornspyrnan hins vegar léleg
77. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
Varnarskipting hjá KR
76. mín
Það er mark í loftinu hjá Blikum!

Boltinn dettur út í teiginn þar sem Viktor Karl á skotið en það fer af varnarmanni og í hornspyrnu..
75. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
73. mín
Inn:Guðjón Baldvinsson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
71. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
68. mín
Stefán Árni fer illa með leikmenn Blika!

Fer frmhjá tveimur og hefði svo sannarlega getað látið sig detta og fengið víti, Stefán stóð í lappirnar og sendi fyrir en boltinn fór af varnarmanni og í horn...
66. mín
Inn:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Árni Vill er mættur
65. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (KR)
Það er að koma hiti í leikinn
63. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik)
62. mín
"Hvar er KR treyjan Ívar Orri" heyrist mikið úr stúkunni
61. mín
Tvöföld skipting á leiðinni, Árni Vill og Róbert Orri eru að koma inn á sýnist mér
61. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
60. mín
Lítið gerst seinustu mínútur nema það að Stefán Árni var aðeins að gera grín af stuðningsmannasveit Blika þegar þeir voru að mótmæla innkasti...
53. mín
ÚFFF þarna voru Blikar heppnir...

Viktor Örn fær boltann á lofti í teig Blika og ætlar að skalla boltann fyrir sig en hann misreiknar þetta einhvað og Atli Sig kemst einn gegn Antoni, rennir boltanum fyrir markið en Flóki náði ekki að setja stóru tá í boltann..
49. mín
GÍSLI Í DAUÐAFÆRI!!

Jason Daði fær boltann á kantinum, sendir upp að endamörkum á Höskuld sem á geggjaða sendingu á ú teiginn þar sem Gísli Eyjólfs er gapandi frír í teignum og á skot í fyrsta sem sleikir stöngina og boltinn endar í markspyrnu...
46. mín
Seinni er farinn af stað og Árni Vill er strax farinn að hita, það styttist greinilega í skiptingu hjá Blikum
45. mín
Hálfleikur
KR fara með sanngjarna 0-2 forystu inn í hálfleikinn. Óskar Hrafn hlýtur að gera breytingar í hálfleik..
44. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
44. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
38. mín
Stefán Árni vinnur boltann á miðjum vellinum á baráttu við Viktor Karl, leikur svo framhjá 3 Blikum og potar boltanum á Óskar Örn sem á fast skot rétt fyrir utan teig en yfir fer boltinn!!
37. mín
Blikar gera vel og leysa pressu KR, boltinn endar hjá Damir úti hægra megin sem á fyrirgjöf á fjær þar sem Thomas Mikkelsen skallar í átt að marki en framhjá fer boltinn..
35. mín
KR fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.

Óskar á fast skot en það er beint á markið og Anton slær boltann til hliðar..
33. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
30. mín
Blikar eru að lifna við!!

Skemmtilega spilað alveg frá markmanni þar sem Blikar leysa pressuna frábærlega, Jason keyrir upp hægri kantinn og finnur Gísla sem fær boltann rétt fyrir utan teig.

Gísli reynir skot með vinstri sem fer rééétt framhjá... Betra frá Blikum.
28. mín
23. mín
HENDI VÍTI???

Gísli kemst upp að endamörkum og á fasta sendingu fyrir markið þar Jason Daði tæklar boltann í höndina á Arnóri Sveini og allt verður vitlaust á vellinum og Blikar heimta víti en Ívar dæmir ekki...
19. mín
Skot frá miðju!

Oliver er að rekja boltann á miðjunni og fær pressu frá Flóka sem fer aftan í Oliver sem missir boltann og boltinn dettur til Óskars sem reynir skot frá miðju þar sem Anton Ari var langt frá teignum!
15. mín MARK!
Kennie Chopart (KR)
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti!!

Kristján Flóki fer upp í skallaeinvígi á miðjum vallarhelmingi Blika, boltinn dettur Kennie Chopart og það leit út eins og hann ætlaði að gefa fyrirgjöf fyrir markið, Anton í markinu er að búast við fyrirgjöf. Viti menn... fyrirgjöfin endar í markinu...

Anton leit alls ekki vel út þarna...
11. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
HANN ER ALLTAF JAFN ÖFLUGUR!!

Stefán Árni fær boltann á miðsvæðinu og rennir boltanum út til hægri á Óskar Örn sem keyrir inn að marki og á frábært skot rétt fyrir utan teig sem endar í nærhorninu!!

KR eru komnir yfir!!!
10. mín
Blikar vilja víti!!

Gísli Eyjólfs skallar boltann inn á teig í átt að Viktori Karli sem kemst inn á teig sem rennur og fær bakhrindingu á sama tíma.

Blikar heimtuðu víti en Ívar Orri dómari dæmir ekki.
8. mín
Stuðningsmannasveit Blika, Kópacabana eru mættir í stúkuna og láta vel í sér heyra.

Alltaf gaman að sjá stuðningsmannasveitir mæta að syngja og tralla.
5. mín
Blikar í basli við að spila út frá marki, KR vinna boltann á vallarhelmingi Blika, Stefán Árni keyrir upp að endamörkum og reynir fyrirgjöf en Viktor Örn Margeirs tæklar í horn.
2. mín
Lúmsk tilraun!!

KR-ingar fá aukaspyrnu út á kanti, Kennie Chopart reynir bara skotið sem er mjög lúmkst og Anton gerir vel og ver í horn.
1. mín
Leikurinn er farinn af stað

KR-ingar byrja með boltann.
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin!

Jason Daði Svanþórsson nýr leikmaður Blika sem kom frá Aftureldingu byrjar þennan leik. Jason Daði hefur verið öflugur á undirbúningstímabilinu.

Grétar Snær Gunnarsson, sem kom frá Fjölni, byrjar í miðverði hjá KR en hann fyllir skarð Finns Tómasar Pálmasonar sem gekk til liðs við Norrköping í Svíþjóð.

Nýir framherjar liðanna, Árni Vilhjálmsson og Guðjón Baldvinsson, eru báðir á bekknum í dag í fyrsta leik.
Fyrir leik
Þetta verður rosalegur leikur, munu KR-ingar halda áfram að vinna Blika eða munu Óskar Hrafn og hans leikmenn stoppa þessa KR krísu.

Það er veisla framundan!!
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Blikum var spáð 2. sæti í spá Fótbolta.net og KR í því 4.

Í Pepsi-Max spánni hjá Stöð 2 Sport var Blikum spáð Íslandsmeistaratitlinum og KR 3. sæti.
Fyrir leik
Blikar misstu Brynjólf Willumsson og aðra góða leikmenn og styrktu sig rosalega.

Komnir
Árni Vilhjálmsson frá Úkraínu
Davíð Örn Atlason frá Víkingi R.
Finnur Orri Margeirsson frá KR
Jason Daði Svanþórsson frá Aftureldingu

Farnir
Brynjólfur Andersen Willumsson til Kristiansund
Guðjón Pétur Lýðsson til ÍBV
Gunnleifur Gunnleifsson hættur
Karl Friðleifur Gunnarsson í Víking R. á láni
Fyrir leik
KR-ingar misstu 6 leikmenn og fengu aðeins 2 til sín fyrir leiktíðina.

Komnir
Grétar Snær Gunnarsson frá Fjölni
Guðjón Baldvinsson frá Stjörnunni

Farnir
Ástbjörn Þórðarson í Keflavík
Finnur Orri Margeirsson í Breiðablik
Finnur Tómas Pálmason til Norrköping
Gunnar Þór Gunnarsson hættur
Jóhannes Kristinn Bjarnason til Norrköping
Pablo Punyed í Víking R.
Fyrir leik
Síðan að Óskar Hrafn tók við liði Blika er óhætt að segja að Rúnar Kristinsson og hans menn í Vesturbænum hafa verið með gjörsamt tak á Blikum.

3 leikir spilaðir í fyrra milli þessara liða.

3-1 sigur KR
0-2 sigur KR
2-4 sigur KR (Mjólkurbikarinn)
Fyrir leik
Dömur mínar og herrar, verið hjartanlega velkomin að viðtækjunum í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik fá KR-inga í heimsókn í stærsta leik 1. umferðar Pepsi-Max deildarinnar.

Það er veisla framundan.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Stefán Árni Geirsson ('77)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('73)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('94)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('77)
7. Guðjón Baldvinsson ('73)
8. Emil Ásmundsson
17. Alex Freyr Hilmarsson ('94)
18. Aron Bjarki Jósepsson
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('44)
Grétar Snær Gunnarsson ('65)
Kristján Flóki Finnbogason ('71)

Rauð spjöld: