Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Víkingur R.
3
0
Sindri
Adam Ægir Pálsson '21 1-0
Kwame Quee '44 2-0
Viktor Örlygur Andrason '52 3-0
24.06.2021  -  18:00
Víkingsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Því sem næst logn, dropar í lofti og um 12 gráðu hiti
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Viktor Örlygur Andrason
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Adam Ægir Pálsson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('54)
19. Axel Freyr Harðarson
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
77. Kwame Quee ('64)
80. Kristall Máni Ingason
- Meðalaldur 8 ár

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
17. Atli Barkarson ('54)
20. Júlíus Magnússon
30. Ísak Daði Ívarsson ('64)
- Meðalaldur 27 ár

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Kári Árnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingur er áfram í 16 liða úrslit, Gerðu sitt og aðeins það sem þurfti.
93. mín
Ísak Daði með skalla að marki en Róbert með frábæra markvörslu.
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið og aðeins uppbótartími til stefnu.
87. mín
Inn:Birkir Snær Ingólfsson (Sindri) Út:Kristinn Justiniano Snjólfsson (Sindri)
85. mín
Aftur er Ísak að ógna en boltinn af varnarmanni og afturfyrir.
84. mín
Mate með skot fyrir gestina sem fer af varnarmanni og stefnir í netið en Ingvar slær boltann yfir slánna og í horn.
82. mín
Ísak Daði með lipra takta en skot hans yfir markið.
79. mín
Inn:Sævar Gunnarsson (Sindri) Út:Abdul Bangura (Sindri)
79. mín
Inn:Mate Paponja (Sindri) Út:Sorie Barrie (Sindri)
79. mín
Tómas með skalla eftir fyrirgjöf frá Loga en yfir markið.
77. mín
Heimamenn með þrjár hornspyrnur í röð og pressa þungt.
76. mín
Bangura með skot en beint á Ingvar.
74. mín
Inn:Sigursteinn Már Hafsteinsson (Sindri) Út:Einar Karl Árnason (Sindri)
74. mín
Inn:Björgvin Freyr Larsson (Sindri) Út:Kristofer Hernandez (Sindri)
70. mín
Rosalega lítið að frétta úr leiknum. Víkingar halda boltanum en gera mest lítið með hann þessa stundina.
64. mín
Inn:Ísak Daði Ívarsson (Víkingur R.) Út:Kwame Quee (Víkingur R.)
Ísak fæddur árið 2004. Ungviðið að fá séns hjá Arnari í kvöld.
62. mín
Víkingar með tögl og haldir og eru að því er virðist á hálfum snúning en það er að duga.
56. mín
Logi Tómasson leikur inn á teiginn en skot hans í varnarmann og rétt framhjá.
54. mín
Inn:Atli Barkarson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Halldór Smári fær hvíld. Viktor tekur við bandinu.
53. mín
Kwame í færi eftir fyrirgjöf Loga en skot hans yfir markið.
52. mín MARK!
Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Vinnur boltann hátt á vellinum og leikur inn í átt að teignum. Lætur vaða af vítateigslínunni með jörðinni og boltinn syngur í netinu.
50. mín
obertas Freidgeimas með frábært skot á lofti og Ingvar þarf að taka á honum stóra sínum til að slá boltann frá. Gestirnir mjög hressir hér í byrjun.

Sindri fær aðra aukaspyrnu nú á góðum stað til fyrirgjafar.
48. mín
Skotið í varnarmann og afturfyrir. Gestirnir fá horn. Ingvar slær boltann í annað horn.
48. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á álitlegum stað fyrir góðann skotmann.
47. mín
Víkingar í fínu færi í teignum en flaggið á loft.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Það eru heimamenn sem hefja leik hér í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar er ekkert að bæta neinu við og flautar til hálfleiks því sem næst á slaginu.
Heimamenn leiða og eru að sigla þessu heim í rólegheitum.
44. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur R.)
Víkingar fjölmennir í teig Sindramanna sem koma boltanum ekki frá. Boltinn berst til Kwame á markteig sem skilar boltanum af öryggi í netið.

Gestirnir full gjafmildir þarna.
43. mín
Víkingar heppnir

Gengur bölvanlega að koma boltanum frá og Þorlákur Helgi Pálsson nær skotinu en rétt yfir.
39. mín Gult spjald: Kristofer Hernandez (Sindri)
Kristofer Hernandez alltof seinn í tæklingu í teig Víkinga og uppsker fyrir það gult spjald
37. mín
Kristofer Hernandez með skot að marki eftir skyndisókn gestanna en framhjá fer boltinn.
33. mín
Helgi Guðjónsson aleinn loftinu eftir hornið en skalli hans framhjá.
33. mín
Búinn að missa tölu á hornspyrnum Víkinga en þeir fá hér eina enn.
30. mín
Gestirnir fá horn. Bangura finnur Kristofer Hernandez í góðu hlaupi en Ingvar ver skot hans úr þröngu færi vel.

Ekkert verður úr horninu.
30. mín
Axel Freyr með skot eftir hornið en framhjá fer boltinn.
29. mín
Víkingar fá hornspyrnu.
28. mín
Ingvar kýlir boltann frá en gestirnir vinna boltann aftur.
27. mín
Gestirnir fá hornspyrnu. Er með spá Eysteins við hugann núna.
25. mín
Kristall með skalla í varnarmann og afturfyrir eftir fyrirgjöf HJSÞ
23. mín
Kwame í færi í teignum eftir skot Kristals en skot hans í varnarmann og afturfyrir.
21. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Kwame Quee
Kwame fer illa með Sigurjón Loga úti hægra megin, keyrir inn á teiginn og lyftir boltanum inn á miðjan teig þar sem Adam mætir og setur boltann í netið.
20. mín
Víkingar haldið boltanum mun mun mun meira hér á fyrstu 20 en sóknarleikur þeirra verið helst til hægur og fyrirsjáanlegur fyrir skipulagða vörn gestanna.

Maður fær það samt á tilfinninguna að þeir eigi þó nokkra gíra inni.
18. mín
Aukaspyrna tekin inn á teig Víkinga en boltinn í fang Ingvars.
14. mín
Kristall Máni í frábæru færi í teignum en Róbert ver skalla hans með tilþrifum. Hefði reyndar ekki talið því flaggið var farið á loft.
12. mín
Laglegt spil Víkinga upp vinstra meginn en skalli Helga framhjá markinu.
10. mín
Hornspyrna Loga Tómasar beint í þverslánna og út. Gestirnir heppnir og liggur vel á þeim.
10. mín
Viktor Örlygur með lúmskt skot en Róbert vel á verði og ver í horn.
8. mín
Adam Ægir með skot yfir markið af talsverðu færi. Var ekki líklegur þarna.
6. mín
Kristall með skot í varnarmann eftir aukaspyrnu. Hornspyrna sem skölluð er afturfyrir af varnarmanni. Annað horn en mér sýnist það vera Sigurjón Logi sem skallar boltann frá.
3. mín
Fjórar mínútur að detta á klukkuna og Víkingar verið með boltann í 3 mínútur og 50 sekúndur myndi ég áætla. Ekki skapað sér færi fyrir því. Sindramenn þéttir til baka og skipulagðir.
1. mín
30 sekúndur liðnar og Helgi Guðjóns að sleppa í gegn en flaggið á loft. Róbert varði þess utan skot hans.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Heimavelli hamingjunar. Það eru sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Eins og við var að búast eru margir leikmenn hvíldir í herbúðum Víkinga og leikmenn sem minna hafa fengið að spreyta sig fá sénsinn. Gaman er að sjá að Ingvar Jónsson fær tækifærið í marki Víkinga en Þórður Ingason hefur nýtt tækifæri sitt vel eftir að Ingvar meiddist fyrir mót varið mark Víkinga með mikilli prýði.

Ég verð að viðurkenna vankunnáttu mína hvað lið Sindra varðar en geri þó ráð fyrir því að þeir stilli upp sterku liði þó þeirra markahæsti maður í deildinni það sem af er sumri Mate Paponja byrji á bekknum.
Fyrir leik
Leikir kvöldsins í Mjólkurbikarnum
18:00 Víkingur R.-Sindri (Víkingsvöllur)
19:15 Fylkir-Úlfarnir (Würth völlurinn)
19:15 Valur-Leiknir R. (Origo völlurinn)
19:15 Kári-KR (Akraneshöllin)


Liðin sem þegar eru áfram í 16 liða úrslit
KFS
ÍR
KA
Vestri
FH
HK
Keflavík
Fjölnir
ÍA
Haukar
Þór
Völsungur
Fyrir leik
Spámaðurinn

Ég fékk Eysteinn Húna Hauksson annan af þjálfurum Keflavíkur til að spá fyrir mig um úrslit leiksins í kvöld.

Víkingar vinna 3-1 sigur á Hornfirðingum. Sindramenn jafna 1-1 eftir horn, en Víkingarnir klára þetta með tveimur mörkum á síðustu 10 mínútunum.


Fyrir leik
Sagan

Í tvígang hafa liðin mæst í Bikarkeppni KSÍ síðan keppni í henni hófst fyrir hartnær 60 árum. Báðir leikirnir hafa endað með 7-0 sigri Víkinga.

Síðast mættust liðin árið 2010 í Visabikarnum sem þá hét og urðu lokatölur 7-0 eins og áður sagði. Viktor Örn Guðmundsson núverandi leikmaður ÍH sem þá lék með Víkingum skoraði þrennu ú fyrri hálfleik og fjögur mörk alls í þessum stórsigri Víkinga.

Nokkur kunnuleg nöfn voru á skýrslu í þessum leik en Óli Stefnán núverandi þjálfari Sindra var í liðinu í þessum leik ásamt 17 ára ungum og efnilegum leikmanni Alex Frey Hilmarssyni sem síðar lék með Víkingum en er nú á mála hjá KR. Hjá Víkingum var það Halldór Smári Sigurðsson sem var í byrjunarliðinu en mér finnst harla ólíklegt að hann komi mikið við sögu í kvöld þó hann sé að öllu jöfnu fastamaður í liðinu.

Liðin hafa auk bikarleikjanna tveggja mæst fjórum sinnum í B-deild auk bikarleikjanna tveggja Víkingar hafa unnið þrjá leiki alls, tvisvar sinnum hefur niðurstaðan orðið jafntefli og einu sinni hefur Sindri borið sigur úr býtum.
Það gerðist sumarið 2000 á Hornafirði þegar Sindri vann 1-0 sigur á Víkingum en mark þeirra skoraði Ármann Smári Björnsson. Hajrudin Cardaklija núverandi markmannsþjálfari Víkinga varði mark Sindra í leiknum.


Fyrir leik
Víkingur

Eins og önnur úrvalsdeildarfélög eru Víkingar að mæta til leiks í keppninni á þessu stigi. Í deildinni hafa Víkingar verið á ágætu flugi og sitja í 2.sæti Pepsi Max deildarinnar og eru enn taplausir eftir 9 leiki. Það má sterklega búast við því að Arnar Gunnlaugsson nýti leikmannahóp sinn í kvöld og hvíli lykilmenn enda álagði á leikmenn verið talsvert að undanförnu.


Fyrir leik
Sindri

Sindri frá Hornafirði leikur þetta sumarið líkt og undanfarin ár í 3.deild undir stjórn Óla Stefáns Flóventssonar. Gengi liðsins í deildinni það sem af er sumri hefur verið upp og ofan en liðið situr í 7.sæti 3.deildar með 9 stig. Hvað Mjólkurbikarinn varðar tryggði lið gestanna sér leikinn við Víkinga með með 0-2 útisigri á Fjarðabyggð í Austfjarðaslag. Abdul Bangura og Ibrahim Sorie Barrie skoruðu þar mörk Hornfirðinga.


Fyrir leik
Bikarkvöld

Komið þið sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin líkt og alltaf í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Víkings og Sindra í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Byrjunarlið:
1. Róbert Marvin Gunnarsson (m)
2. Robertas Freidgeimas
2. Sigurjón Logi Bergþórsson
3. Kristofer Hernandez ('74)
4. Bjarki Flóvent Ásgeirsson
5. Conor Patrick O Callaghan
7. Abdul Bangura ('79)
10. Kristinn Justiniano Snjólfsson ('87)
10. Sorie Barrie (f) ('79)
20. Einar Karl Árnason ('74)
21. Þorlákur Helgi Pálmason (f)

Varamenn:
12. Júlíus Aron Larsson (m)
12. Joaquin Ketlun Sinigaglia (m)
3. Hermann Þór Ragnarsson
5. Kjartan Jóhann R. Einarsson
8. Birkir Snær Ingólfsson ('87)
18. Björgvin Freyr Larsson ('74)
19. Jose Tomás Barboza Antipuy
20. Mate Paponja ('79)
22. Sigursteinn Már Hafsteinsson ('74)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Patrekur Darri Ólason
Jóhann Bergur Kiesel
Sævar Gunnarsson
Steindór Sigurjónsson

Gul spjöld:
Kristofer Hernandez ('39)

Rauð spjöld: