Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz til Bayerrn
HK
2
3
Breiðablik
Arnþór Ari Atlason '22 1-0
1-1 Kristinn Steindórsson '44
Birnir Snær Ingason '71 , víti 2-1
2-2 Thomas Mikkelsen '84 , víti
2-3 Andri Rafn Yeoman '87
27.06.2021  -  19:15
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Alltaf það sama í Kórnum, logn og gervigrasið flott
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Andri Rafn Yeoman
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('89)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason ('84)
8. Arnþór Ari Atlason
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
28. Martin Rauschenberg
30. Stefan Ljubicic ('76)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson
7. Örvar Eggertsson ('89)
10. Ásgeir Marteinsson ('84)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Jón Arnar Barðdal ('76)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Þjóðólfur Gunnarsson
Matthías Ragnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('29)
Birkir Valur Jónsson ('52)
Valgeir Valgeirsson ('61)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mögnuðum fótboltaleik lokið hér í Kórnum þar sem Blikar koma til baka eftir að hafa lent tvisvar undir!!!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni og ég þakka fyrir samfylgdina í kvöld!
90. mín
5 mínútur í uppbót!! Nægur tími fyrir HK að jafna!!
89. mín
Inn:Örvar Eggertsson (HK) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
88. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
87. mín MARK!
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
ÞVÍLIKT MARK HJÁ YEOMAN!!!!!!!!!

Viktor Karl lyftir boltanum snyrtilega inn í teig, Andri lætur boltann skoppa einu sinni og á svo gjörsamlega geggjað skot í fjær sem fer stöngin inn!!!!

SENUR Í KÓRNUM!!!!
84. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
MIKKELSEN SKORAR

Setur hann fast í vinstra hornið og Arnar Freyr fer í vitlaust horn!!

5 mínútur eftir + uppbót og 3 stig í boði fyrir bæði lið!!!!
84. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (HK) Út:Birnir Snær Ingason (HK)
83. mín
BLIKAR FÁ VÍTI!

Viktor Karl fær boltann fyrir utan teig og á skot sem fer i hönd varnarmanns og dómarinn dæmir víti!!
82. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
80. mín
76. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (HK) Út:Stefan Ljubicic (HK)
76. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
75. mín
Ljubisic fær fínt tækifæri eftir hornspyru, gott færi en slakur skalli!!
74. mín
HK fá hornspyrnu frá vinstri!

Ívar Örn tekur hana, og boltinn fer af Blika og rétt frmhjá markinu!!!

Önnur hornspyrna
71. mín Mark úr víti!
Birnir Snær Ingason (HK)
BIRNIR HAMRAR HONUM UPP Í VINSTRA HORNIÐ!!!

Anton Ari fer í vitlaust horn!

2-1 HK og 20 mínútur eftir!!!
69. mín
HK FÁ VÍTI

Blikar eru allt annað en sáttir! Dómari leiksins ætlaði ekki að flauta á þetta en svo allt í einu dæmir hann víti!
66. mín
Thomas Mikkelsen með skemmtileg tilþrif!

Virkilega flottur einna snertinga fótbolti hjá Blikum sem endar á hægri kantinum hjá Viktori Karli, Viktor kemur með háa fyrirgjöf inn á teig og Mikkelsen reynir hjólhestarspyrnu en skotið fer í varnarmann!

Spicy!
62. mín
61. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (HK)
60. mín
Það er ekki alveg sama andrúmsloft yfir leiknum og í fyrri hálfleik, ekki jafn mikið um færi, minni læti í stúkunni!

HK verið betri aðilinn þessar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks!
56. mín
HK fá hornspyrnu frá vinstri!

Birnir tekur hornspyrnuna, hún er virkilega góð á fjær þar sem Birkir Valur fær fínan séns en skallar þetta rétt framhjá!
53. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Blikar gera hér skiptingu, Árni Vill fer meiddur af velli og inn á kemur Oliver!
52. mín Gult spjald: Birkir Valur Jónsson (HK)
50. mín
ÉG SÁ ÞENNAN INNI!!

Aukaspyrnu Ívar með geggjaða aukapsyrnu inn á teig og þar mætir Gummi Júl sem fær frían skalla og skallar boltann rétt framhjá!!

Þvíkt færi sem HK fær hér í byrjun seinni hálfleiks!!
46. mín
Seinni er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Geggjuðum fyrri hálfleik lokið hér í Kórnum!

Mikið um færi, æsing og mörk frá báðum liðum! Meira svona í seinni TAKK.
44. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
BLIKAR JAFNA!!!!!

Hornspyrna frá vinstri á nær svæðið og þar kemur Kiddi Steindórs og á geggjaðan skalla í fjærhornið! Þetta mark gæti reynst Blikum mjög dýrmætt og mikið eldsneyti inn í hálfleikinn!!!

GAME ON!
41. mín
Binni Bolti í fínu færi!

Fær boltann rétt fyrir utan teig, setur boltann á hægri fótinn sinn og á fast skot en beint á Anton Ara sem grípur skotið!
38. mín
Blikar fá aukaspyrnu á geggjuðum stað bara einum meter fyrir utan teig!

Alexander Helgi tekur hana en hún er bara drullu léleg og vel yfir markið...

Blikar þurfa að fara nýta sénsana sína..
36. mín
Blikar fá enn eitt færið!

Geggjuð hornspyrna frá Högga á fjær en þar vantaði bara einhvern Blika til að skalla boltann í netið...
34. mín
Viktor Karl þarf að gera betur þarna!

Höskuldur leggur boltann fyrir Viktor Karl sem er í góðu skotfæri rétt fyrir utan teig en skotið er hátt hátt hátt yfir....
30. mín
FÆRI!!!!

Birkir Valur með sturlaða sendingu inn á miðjan teig Blika, þar kemur Atli Arnarson á fleygiferð og á skot sem lekur réééétt framhjá!!

Blikar heppnir þarna!!
29. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
29. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
28. mín
Blikar fá hornspyrnu frá vinstri!

Hornspyrnan er föst á nær en HK-ingar skalla þetta frá!!
22. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (HK)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
FYRRUM BLIKINN SKORAR!!!!

Birnir Snær Ingason fær boltann rétt fyrir utan teiginn og leggur hann til hliðar á Arnþór Ara sem leggur boltann fyrir sig og á sturlað skot í nærhornið!!

Þetta kom upp úr því að Anton Ari gaf beint á HK-ing úr marki sínu.

HK KOMAST YFIR Í NÁGRANNASLAGNUM!!!
20. mín
VILJA BLIKAR EKKI SKORA??

Höskuldur með geggjaða sendingu á fjær og Kiddi Steindórs aftur fyrir opnu marki en skallar boltann yfir markið???

Ótrúlegt að Blikar hafi ekki skorað
14. mín
Fyrsta fína færi HK!!

Valgeir keyrir upp hægri kantinn og á frábæra sendingu fyrir markið þar sem Stefan Ljubisic var að fara stýra boltanum í netið en Viktor Örn fer fyrir þetta skot!!

Geggjaðar fyrstu 15 mínútur, sturluð læti í stúkunni sem er fagnaðarefni!!
11. mín
HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM GERÐIST ÞARNA?????

Davíð finnur Andra Yeoman í teignum sem á skot sem fer af varnarmanni, boltinn fer til Mikkelsen sem skallar boltann í slánna og þaðan til Árna Vill sem er fyrir opnu marki, þá meina ég nánast inn í markinu en boltinn fer af stönginni, í Árna og HK ná að hreinsa burt...

Þetta minnti á R. Lewandowski um daginn, alveg galið!!
9. mín
FÆRI!!!

Viktor Karl kemst einn upp að endamörkum og gefur fasta fyrirgjöf með jörðinni fyrur mark HK, Arnar Freyr ver þetta með löppunum, boltinn dettúr til Alexanders Helga sem er rétt fyrir utan teig og á fast skot en boltinn fer yfir markið!
7. mín
"DAMIR ELSKAR HK" öskra stuðningsmenn HK-inga en Damir auðvitað með HK og Ými (venslalið HK) frá 2008-2011.

Skemmtilegt
4. mín
Blikar tryllast!!

Anton Ari grípur hornspyrnu frá HK og hamrar honum í gegn á Árna Vill, Arnar Freyr kemur út á móti þeir lenda í samstuði!!

Einar dæmir hins vegar ekki neitt og Blikar allt annað en sáttir!
2. mín
Fyrsta skotið á markið er komið!

Blikar fara í einn langann á Árna Vill sem skallar hann beint fyrir Thomas M. sem á fast skot en skoppar nokkrum sinnum á leiðinni og Arnar Freyr í engum vandræðum með þetta skot!
1. mín
Leikur hafinn
Þessi nágrannaslagur er farinn af stað

Vonast eftir mörkum, æsing og kannski einu rauðu spjaldi

Eins og í alvöru DERBY leik!

Blikar byrja með boltann.
Fyrir leik
Eitt besta stuðningsmannalag landsins "Áfram HK" með king Stebba Hilmars er í max volume í Kórnum og það er mjög vel mætt í Kórinn!

Þessi leikur verður algjör veisla!!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin

Thomas Mikkelsen kemur inn í byrjunarliðið ásamt Andra Rafn Yeoman.

Ásgeir Marteinsson og Leifur Andri Leifsson eru á bekknum hjá HK
Fyrir leik
Breiðablik og HK eiga að baki 29 mótsleiki auk góðgerðarleikja enda hefur samstarf Kópavogsfélaganna verið mjög gott.

Leikurinn á sunnudagskvöld verður því 30. mótsleikur liðanna frá upphafi og 9.leikur liðanna í efstu deild, en heimaleikurinn okkar gegn HK í fyrra var feldur niður vegna Covid-19.

Ég læt eina frábæra mynd fylgja frá 2007 þegar Blikar unnu 3-0 og það var slagur milli stuðningsmanna beggja liða í stúkunni!


Fyrir leik
Geggjað upphitunarmyndband Hjá Blikar TV

Blikar TV gáfu út í gær 16 mínútna myndband tileinkað þessum nágrannaslag en þar fer Heiðar Bergmann (Heisi) á kostum og mæli ég með fyrir alla Kópavogsbúa (sem og aðra að kíkja á þetta myndband til að hita upp fyrir leikinn. Ég læt hér Link fylgja af þessu myndbandi.http://www.blikar.is/tv/hk_breiablik_2021_upphitun
Fyrir leik
Einar Ingi Jóhannsson er dómari leiksins í kvöld, honum til aðstoðar eru Egill Guðvarður Guðlaugsson (AD1) og Smári Stefánsson (AD2). Ég get rétt svo ímyndað mér að dómaratríóið muni hafa mikið að gera í kvöld enda mikill rígur á milli þessara liða!


Fyrir leik
HK kemur inn í leikinn með sigur á bakinu en Blikar koma inn í leikinn með tap á bakinu

Blikar töpuðu óvænt 2-0 fyrir Keflavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

HK vann Gróttu 2-1 á miðvikudaginn síðastliðin.

Fyrir leik
Þegar þessi lið áttust við í Kórnum sumarið 2020 fóru HK-ingar af hólmi með frábæran 1-0 heimasigur þar sem mikil dramatík var í leiknum! Mark HK skoraði Birnir Snær Ingason.

Þess má einnig geta að Blikar hafa aldrei sigrað í Kórnum eftir að HK komust aftur upp í efstu deild árið 2019 en leikurinn 2019 endaði með ósanngjörnu 2-2 jafntefli þar sem HK áttu að vinna þann leik en Viktor Örn jafnaði þegar nokkrar sekúndur voru eftir.

Fyrir leik
Dömur mínar og herrar verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu úr Kórnum þar sem það er DERBY DAY! En HK fá Breiðablik í heimsókn í blíðuna í Kórnum!

Það er veisluleikur framundan!
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('76)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
10. Kristinn Steindórsson ('88)
10. Árni Vilhjálmsson ('53)
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('53)
13. Anton Logi Lúðvíksson
17. Benoný Breki Andrésson
18. Finnur Orri Margeirsson ('88)
24. Davíð Örn Atlason ('76)
31. Benedikt V. Warén

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('29)

Rauð spjöld: