Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KR
4
0
Fylkir
Atli Sigurjónsson '9 1-0
Óskar Örn Hauksson '38 2-0
Kristján Flóki Finnbogason '56 3-0
Ægir Jarl Jónasson '78 4-0
26.07.2021  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Ekki hægt að kvarta. Byrjaði að rigna í seinni hálfleik
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 412
Maður leiksins: Stefán Árni Geirsson (KR)
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('86)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Stefán Árni Geirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason ('72)
11. Kennie Chopart (f) ('86)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('72)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('72)
7. Finnur Tómas Pálmason
14. Ægir Jarl Jónasson ('72)
15. Lúkas Magni Magnason ('86)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('86)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson
Silja Rós Theodórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR upp í þriðja sæti, fimm stigum frá toppnum. Frábær frammistaða hjá A-Ö hjá KR-ingum. Fylkismenn þurfa að taka góðan fund eftir þetta. Þeir eru í bullandi fallbaráttu og svona frammistaða er ekki boðleg.

Viðtöl og skýrsla koma svo inn á eftir!
91. mín
Stórkostlega varið hjá Aroni
Kemur í veg fyrir fimmta markið eftir góða sókn KR.
90. mín
Ein mínúta í uppbótartíma.
90. mín
Aron Snær kominn langt út úr markinu og Arnþór reynir frá miðlínu nánast. Ekki galin tilraun en fram hjá.
90. mín
Fer að detta í uppbótartíma. Í svona leik er óþarfi að bæta miklu við. Í raun væri í allt í lagi að bæta engu við.
89. mín
Þetta er ekki dagurinn hans Guðmundar Steins. Engan veginn. Fékk hér algjört dauðafæri til að minnka muninn en setur boltann á einhvern óskiljanlegan hátt í þaknetið.
86. mín
Inn:Lúkas Magni Magnason (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
86. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
85. mín
KR er að negla boltanum mikið fram í stað þess að róa leikinn bara.
84. mín
Varamaðurinn Ægir Jarl skoraði fjórða markið.


83. mín
Kristján Flóki gerði þriðja markið.

81. mín
Kæmi mér ekki á óvart ef KR myndi skora fimmta markið.
80. mín
Atli með skemmtilega tilraun en fram hjá markinu. Varnarmenn Fylkis út á þekju í þessum leik. Þeir ráða ekkert við fremstu þrjá hjá KR.
79. mín
Arnór Borg virkar mjög pirraður. Það er enginn andi í Fylkismönnum.
78. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Grétar Snær Gunnarsson
Fjórða markið komið!
Grétar með fínan bolta fyrir. Ægir nær honum ekki á markið í fyrsta en boltinn fellur aftur fyrir hann og þá klárar hann frábærlega.
77. mín
Nú er Óskar Örn að spila sem fremsti maður KR og Atli kominn út á hægri kant.
74. mín
Hjólhestaspyrna!!!
Pálmi Rafn reynir hjólhestaspyrnu en rétt fram hjá markinu. Mjög skemmtileg tilraun!
72. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir) Út:Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
72. mín
Inn:Birkir Eyþórsson (Fylkir) Út:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
72. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
72. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
72. mín
ÓSKAR ÖRN
Óskar Örn með stórkostlegt skot sem hafnar í stönginni!!! Þessi leikmaður, þetta er ekki hægt...
71. mín
Það eru margir leikmenn að koma inn á hjá KR.
70. mín
Besta færi Fylkis
Fylkir geysist í sókn. Dagur Dan fær boltann úti vinstra megin og fer yfir á hægri. Hann er kominn vel inn á teiginn þegar hann á skot yfir markið. Ég myndi segja að þetta hafi verið besta færi Fylkis.
69. mín
Kennie á skalla fram hjá markinu eftir ágætis sókn. KR er í mjög góðum gír og ég held að fjórða markið komi fyrr eða síðar.
67. mín
Helgi Valur var áðan kominn fremstur í pressuna. Það verður aldrei þreytt að minnast á að hann er orðinn fertugur. Þvílíkur kóngur!
67. mín
KR sækir á mörgum mönnum. Stefán Árni - eins og svo oft áður - keyrir á vörnina og reynir sjálfur skotið. Það er ekki gott. Auðvelt fyrir Aron.
65. mín
Helgi Valur með skot í fyrsta fyrir utan teig en yfir markið. Lítil hætta sem stafaði af þessu.
64. mín
Þetta KR-lið er að spila ansi huggulega, það verður bara að segjast. Mótspyrnan reyndar ekki mjög mikil.
63. mín
SLÁIN!!!
Theódór Elmar með ansi huggulega sendingu í hlaupaleiðina fyrir Kiddi Jóns. Kiddi hleypur með boltann inn á teiginn og leggur hann svo frábærlega út á Óskar. Fyrirliðinn setur hann í fyrsta, en í slána og yfir!

Þarna munaði ekki miklu. Frábær sókn!
61. mín
Fylkismenn aðeins að vakna kannski. Vinna hornspyrnu og halda pressu áður en Guðmundur Steinn brýtur af sér.

Kannski of seint að sýna eitthvað lífsmark þegar þú ert 3-0 undir.
60. mín
Leikmenn númer 21, 22 og 23 búnir að skora fyrir KR.
59. mín
Hellirigning núna.
58. mín
Guðmundur Steinn gerir vel í teignum og á skot sem fer af varnarmanni og fram hjá. Fylkir á horn, það skapast hætta en KR nær að bægja henni frá.
56. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
AFSKAPLEGA EINFALT!

Pálmi Rafn fljótur að taka aukaspyrnu, Stefán Árni fer auðveldlega fram hjá Torfa og Flóki nær að stýra boltanum í netið.

Einföld uppskrift en hún virkaði einstaklega vel.
55. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Þetta er vont; að þurfa að taka varamann út af. Samt ekki amalvegt að eiga leikmann eins og Arnór Borg á bekknum.
55. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Stoppar skyndisókn.
55. mín
Það er byrjað að rigna í Vesturbænum.
54. mín
Hætta!
Flóki rennir boltanum á Óskar í hættulegri stöðu, en Óskar er aðeins of lengi að athafna sig og færið rennur út í sandinn.
53. mín
Þórður Gunnar er bara búinn sýnist mér. Leggst í jörðina. Nýkominn inn á. Hann fékk eitthvað högg áðan.
49. mín
Óskar Örn fer yfir á vinstri fótinn og á skot að marki, við vítateigslínuna. Himinhátt yfir.
48. mín
Kennie ætlaði að leika eftir afrek landa síns, Oliver Haurits, frá því í gær. Hann reynir skottilraun af 60 metrunum en Aron Snær grípur. Heiðarleg tilraun!
47. mín
Theódór Elmar, velkominn í íslenska boltann!

Treyja hans orðin drullug. Fengið nokkrar byltur í dag. Fékk eina slíka núna eftir að aukaspyrna var dæmd.
46. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Óskar Borgþórsson (Fylkir)
46. mín
Leikur hafinn
Farið aftur af stað. Fylkir verður heldur betur að rífa sig í gang ef þeir ætla sér að fá eitthvað úr þessu.
45. mín
Hálfleikur
KR-ingar mættir út á völl langt á undan Fylkismönnum.
45. mín
Hálfleikur
Tölfræðin:
Skottilraunir: 8 - 2
Á mark: 5 - 1
Hættulegar sóknir: 42 - 15


45. mín
Hálfleikur
Stefán Árni búinn að vera geggjaður í fyrri hálfleiknum. Þú vilt ekki lenda í því að fá hann á þig einn á móti einum. Þessi strákur þarf að fá að spila meira. Engin spurning um það. Gamli skólinn myndi samt segja honum að standa aðeins meira í fæturnar.


45. mín
Hálfleikur
Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks. Þessi staða er fyllilega verðskulduð.

Bubbi í græjurnar og svo hefjum við aftur leik eftir 15 mínútur.
42. mín
Held að Rúnar sé svona 9/10 sáttur núna.
41. mín
DAUÐAFÆRI!!
Atli með virkilega flotta fyrirgjöf á Stefán sem er einn og óvaldaður í teignum. Hann hittir boltann hins vegar ekki nægilega vel og fram hjá fer hann.
40. mín
Óskar Örn potaði honum yfir línuna.

38. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
ÞAÐ ER STEMMARI!!!

Frábær skyndisókn hjá KR. Kristján Flóki gerir frábærlega í að skilja boltann eftir fyrir Stefán Árni sem geystist upp völlinn á ógnarhraða. KR-ingar eru þrír á tvo.

Stefán tekur svo hárrétta ákvörðun á hárréttum tíma að finna Atla. Miðjumaðurinn sýnir mikla yfirvegum og rennir boltanum á Óskar Örn. Aron Snær ver stórkostlega en svo hrekkur boltinn út á Kennie sem klárar vel.

Uppfært: Það var Óskar Örn sem skoraði. Skot Kennie varið á línu og Óskar potaði honum yfir línuna.
36. mín
Ef ég ætti að giska, þá er Rúnar Kristins svona 7/10 sáttur með þessar fyrstu 36 mínútur. Atli Sveinn og Óli Stígs svona 2/10 sáttir.

33. mín
Stefán Árni mikið að sleikja grasið. Hann vinnur aukaspyrnu úti vinstra megin. Kennie spyrnir boltanum inn á teiginn en beint í lúkurnar á Aroni Snæ.
30. mín
Daði Ólafs með spyrnuna en hún fer í varnarvegginn.

Pálmi skallaði boltann og liggur eftir. Hann stendur strax aftur upp og er góður.
29. mín
Beitir með skelfilegt kast upp völlinn. Dagur vinnur boltann og keyrir á vörnina. Hann uppsker aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
28. mín
Mikið eru menn æstir hér í stúkunni. Það er ástríða og það kunnum við að meta.
27. mín
Stefán Árni hendir sér í jörðina. Vill meina að Arnór hafi slegið sig. Mér fannst persónulega afar lítið í þessu. Dýfa ef þú spyrð mig.

Sigurður Hjörtur stöðvar leikinn og gefur KR boltann.
26. mín
Óskar er staðinn upp og hann harkar þetta af sér.
26. mín
Óskar Örn rennur á grasinu og fær hné í bak. KR reynir að sækja hratt á meðan Óskar liggur. Sigurður Hjörtur flautar og biður menn um að slaka á.
24. mín
Guðmundur Steinn í fínni stöðu en skot hans langt fram hjá. Orri Hrafn bjó til þetta færi fyrir hann. Fyrsta skot Fylkis í leiknum.
23. mín
Stórhættuleg sókn hjá KR endar með því að Elmar á skot yfir markið við D-bogann.

Þarna hefði KR getað gert mun betur. Stefán Árni og Flóki voru tveir á einn en sending Stefáns var ekki nægilega góð; of föst fyrir Flóka og það hægði mikið á sókninni.
22. mín
Guðmundur Steinn ekki búinn að komast í neinn takt við þennan leik. Ekki neinn.
21. mín
RÉTT FRAM HJÁ!!

Óskar fer inn á völlinn og yfir á vinstri fótinn. Fær mikinn tíma og lætur vaða. Skot hans rétt fram hjá!
19. mín
Stefán Árni með utanfótar snuddu á Óskar frá vinstri til hægri. Óskar með mikið pláss og keyrir inn á teiginn. Hann sendir svo fyrir enn enn eina ferðina kemst varnarmaður á vegum Fylkis í veg fyrir Flóka.
17. mín
Seðlabankastjórinn, Ásgeir Eyþórs, með eina lúxustæklingu. Fyrst í boltann og ekkert á þetta. Theódór Elmar féll í jörðina og vildi fá eitthvað en verðskuldaði ekkert þarna.

Geggjuð tækling!
16. mín
Ragnar Bragi á fyrirgjöf langt utan af velli en auðvelt fyrir Beiti að grípa hana. Mögulega það fyrsta sem Fylkir gerir sóknarlega í þessum leik. Ég held það.
14. mín
Fínasta sókn hjá KR!

Óskar Örn á fyrst fyrirgjöf sem Flóki hittir ekki nægilega vel. Boltinn berst til Kidda Jóns sem á aðra fyrirgjöf. Atli nær skallanum en hann er laus og auðveldur viðureignar fyrir Aron.
13. mín
Það væri búið að senda Sigurð Hjört, dómara, tvisvar í sturtu ef Bóas fengi að rauða. Óhræddur við að nota rauða spjaldið í stúkunni. KR-ingarnir í stúkunni eru ekkert alltof sáttir með dómarann en það hefur nú svo sem ekkert mikið gerst til að æsa sig yfir.
10. mín
Þvílíkt mark!


10. mín
Þetta mark hófst á því að Fylkismenn voru alltof rólegir í öftustu línu. Smá kæruleysi að mínu mati. KR fékk boltann hátt upp á vellinum og það leið ekki á löngu áður en Atli skoraði.
9. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Arnór Sveinn Aðalsteinsson
VÁÁÁÁÁÁÁÁ

Ég var eitthvað að skrifa en ég þurfti að stroka það allt út því Atli ákvað að skora bara eitthvað geggjað mark.

Fylkismenn eru að leika sér með boltann í öftustu línu. KR pressar og Aron Snær sparkar fram en spyrna hans er ekki góð. Arnór Sveinn kemur boltanum svo út á Atla sem er við hægra vítateigshornið. Atli fer yfir á vinstri og neglir þessu bara í markið.
8. mín
Óskar rúllar boltanum á Kennie sem sparkar í átt að marki. Spyrnan er ömurleg og beint í varnarmann.
7. mín
KR fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Bóas með rauða spjaldið á lofti í stúkunni.
7. mín
KR spilar sig tiltölulega auðveldlega í gegnum miðjupressu Fylkismanna. Atli setur boltann út á Kidda Jóns sem á lága fyrigjöf. Ásgeir Eyþórs kemur í veg fyrir að Kristján Flóki nái til boltans.
5. mín
KR svona 97 prósent með boltann þessar fyrstu fimm mínútur.

Atli Sigurjóns tekur hornspyrnu sem Helgi Valur verst vel. Atli er svo dæmdur rangstæður þegar boltinn berst til hans í kjölfarið.
2. mín
Lið Fylkis (4-2-3-1):
Aron Snær
Ragnar Bragi - Torfi - Ásgeir - Daði
Arnór Gauti - Helgi Valur
Óskar - Orri Hrafn - Dagur Dan
Guðmundur Steinn
1. mín
Lið KR (4-3-3):
Beitir
Kennie - Arnór Sveinn - Grétar - Kiddi Jóns
Atli - Pálmi - Theódór
Óskar - Flóki - Stefán
1. mín
Leikur hafinn
Liðin mætt út á völl og núna getum við byrjað þetta.

Fylkismenn mæta fyrst út á völl og svo KR-ingar. Engin handabönd út af Covid. Fylkir byrjar með boltann og sækir í átt að félagsheimili KR.


Fyrir leik
Ég var að fatta það að þetta verður ekki Óskar Örn - Djair slagurinn. Djair er því miður ekki með hér í dag. Ætla að giska á að hann sé meiddur en ég kemst að því eftir leik.

Þetta er í staðinn Óskar Örn - Orri Hrafn slagurinn. Orri Hrafn, það er leikmaður!


Fyrir leik
Tíu mínútur í leik. Tími fyrir þjálfara að gefa lokaræður sínur áður en haldið er út á völlinn í bardaga.
Fyrir leik
Stúkunni á KR-vellinum er skipt í þrjú hólf. Það komast fyrir 600 hérna ef miðað er við nýjar reglur stjórnvalda.
Fyrir leik
Arnór Borg á bekknum
Arnór Borg Guðjohnsen byrjar á bekknum hjá Fylki. Hann hefur verið orðaður við Breiðablik, FH og Víking en klárar tímabilið í Fylki. Hann byrjaði síðast fyrir Fylki í deildinni í 4-2 sigri á Keflavík 21. maí.


Fyrir leik
Finnur Tómas ekki náð upp takti
Finnur Tómas og Ægir Jarl sparka boltanum sín á milli. Ægir hefur verið í stóru hlutverki í sumar en fer á bekkinn í dag. Finnur Tómas gekk í raðir Norrköping í Svíþjóð eftir síðustu leiktíð en var svo lánaður aftur í KR. Hann hefur komið við sögu í fimm leikjum í sumar; sá síðasti 21. júní. Meiðsli hafa verið að stríða Finni sem hefur ekki náð upp takti.


Fyrir leik
KR-ingarnir mættir út og bæði lið á fullu í upphitun.
Fyrir leik
Fylkismenn mættir út á völl að hita upp. KR-ingar láta bíða aðeins eftir sér.
Fyrir leik
Átti stórleik í Krikanum
Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, átti sannkallaðan stórleik þegar Fylkir tapaði 0-1 gegn FH í Kaplakrika í síðasta leik.

'Án nokkurs vafa besti maður vallarins. Þrátt fyrir að vera markmaður í tapliðinu í kvöld, varði Aron ítrekað í dauðafærum sem FH fékk og hélt Fylkismönnum á lífi eftir fyrri hálfleikinn' skrifaði Matthías Freyr Matthíasson í skýrslu sinni.

Spurning hvort hann geti skilað svipaðri frammistöðu hér í kvöld.


Fyrir leik
Guðmundur Steinn beint inn
Guðmundur Steinn Hafsteinsson er mættur aftur til landsins og hann spilar hér sinn fyrsta leik í sumar; hann kemur beint inn í byrjunarlið Fylkis. Í fyrra gerði hann sex mörk í 17 leikjum með KA í efstu deild.


Fyrir leik
Enginn Kjartan Henry. Enginn Raggi Sig. Ákveðin vonbrigði.
Fyrir leik
Kjartan Henry í banni
Kjartan Henry Finnbogason er búinn að næla sér í fjögur gul spjöld í sumar og er því í leikbanni í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason byrjar væntanlega sem fremsti maður og Óskar Örn og Stefán Árni á köntunum.


Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN:
Theódór Elmar Bjarnason byrjar sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni í sumar en félagi hans Kjartan Henry Finnbogason er í leikbanni. Elmar kemur inn fyrir Ægi Jarl og Stefán Árni Geirsson kemur inn fyrir Kjartan Henry.

Hjá Fylki byrjar Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Hann er að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Ásamt honum koma Ragnar Bragi Sveinsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson inn fyrir Orra Svein Stefánsson, Þórð Gunnar Hafþórsson og Birki Eyþórsson.


Hitaðu upp fyrir leikinn!
Fyrir leik
Ég hvet auðvitað fólk til að skella sér á völlinn ef það getur. Fátt betra að gera á mánudagskvöldi en góður fótboltaleikur.
Fyrir leik
Ég minni auðvitað á að nota myllumerkið #fotboltinet í umræðunni í kringum leikinn á Twitter. Ég mun reyna að fylgjast með eftir bestu getu og birta tíst í lýsingunni.
Fyrir leik
Síðasti leikur umferðarinnar
Þetta er síðasti leikur 14. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

Það fóru fimm leikir fram í gær og voru úrslitin svona:

ÍA 0 - 3 FH
Leiknir R. 0 - 1 KA
Keflavík 2 - 0 Breiðablik
Víkingur R. 3 - 2 Stjarnan
HK 0 - 3 Valur
Fyrir leik
Sigurður Hjörtur dæmir leikinn
Sigurður Hjörtur Þrastarson fær það verkefni að flauta leikinn í Vesturbænum. Sigurður Hjörtur hefur átt gott sumar í dómgæslunni.

KR tapaði 1-2 fyrir Stjörnunni síðast þegar hann dæmdi á Meistaravöllum, í 10. umferð deildarinnar.


Fyrir leik
Ég ætla að setja þetta upp sem Óskar Örn - Djair slagurinn.

Gæði.
Fyrir leik
Lykilmaður Fylkis:
Djair Parfitt-Williams er lykilmaður Fylkis. Frábær leikmaður sem mér finnst ef eitthvað er vanmetinn. Ef hann er á deginum sínum, þá er erfitt að stöðva hann.


Fyrir leik
Lykilmaður KR:
Það er bara klassískt. Óskar Örn Hauksson verður lykilmaður KR þangað til skórnir fara upp á hillu. Mikil gæði en hann vill örugglega fara að reima á sig markaskóna aftur. Skoraði síðast í Pepsi Max-deildinni 30. maí gegn ÍA í 3-1 sigri.


Fyrir leik
Ég ætla að gera ráð fyrir að leikmenn liðanna muni eftir þessum leik sem var í fyrra. Vonandi fáum við eins skemmtilegan, ef ekki skemmtilegri, leik hér í kvöld.

Fréttir eftir leikinn í fyrra:

Bálreiður Rúnar Kristins: Hann hagar sér eins og hálfviti

Skúli kallar Ólaf Inga 37 ára barn

Óli Skúla hrósar dómaranum: Rekur bara olnbogann í andlitið á mér
Fyrir leik
Leikur liðanna í fyrra stórskemmtilegur
Þegar liðin mættust hér á Meistaravöllum í fyrra, þá buðu þau upp á mikla skemmtun.

Fylkir vann þar 1-2 endurkomusigur þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Beitir Ólafsson, markvörður KR, var rekinn af velli undir lokin og Sam Hewson, þáverandi miðjumaður Fylkis, skoraði úr vítaspyrnu á 97. mínútu.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var öskuillur í viðtali eftir leik.

Við erum bara rændir hérna.

Þeir fá bara gefins rautt spjald og víti sem er algjört kjaftæði, þetta er bara fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inn á vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður. Hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti sem er löngu búinn að kasta boltanum út og þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta.


Fyrir leik
Raggi Sig ekki með Fylki
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson verður ekki með Fylki í leiknum í kvöld þó hann hafi fengið félagaskipti í Árbæinn í síðustu viku.

Ég kem ekki heim fyrr en í næstu viku og verð ekki í leikheimild fyrr en í ágúst ef ég skil umboðsmanninn rétt. Það er út af því ég fór til Úkraínu í eitthvað djók þar. Ef ég hefði ekki verið þar þá hefði ég getað komið heim og spilað strax sagði Ragnar í samtali við Fótbolta.net í síðustu viku.

Ég er ekkert búinn að vera æfa fótbolta í tvo eða þrjá mánuði þannig að ég get ekki haldið því fram að ég sé í leikformi akkúrat núna. Ég er búinn að halda mér ágætlega við, búinn að vera hlaupa mikið í Köben og búinn að vera í ræktinni.

Miðvörðurinn öflugi hefur átt flottan feril í atvinnumennsku; hann hefur spilað með Gautaborg, FC Kaupmannhöfn, Krasnodar, Fulham, Rubin Kazan, Rostov og Rukh Lviv.


Fyrir leik
Inn í þennan leik
KR kemur inn í þennan leik eftir að hafa ekki tapað í síðustu þremur. Liðið gerði jafntefli í síðasta leik sínum við Breiðablik, 1-1. Síðasta tap KR kom gegn Stjörnunni á heimavelli gegn Stjörnunni 28. júní.

Fylkir tapaði síðasta leik sínum gegn FH, 1-0, í leik þar sem ekki vantaði færin. Fylkir lagði KA að velli 13. júlí en tapaði óvænt fyrir HK á heimavelli þar áður.


Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða
Fyrri leikur þessara liða í sumar - í Árbænum - endaði með 1-1 jafntefli. Fylkismenn komust snemma yfir þegar Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði sjálfsmark, en Grétar Snær Gunnarsson jafnaði skömmu síðar. Svo gerðist ekki mikið meira eftir það.


Fyrir leik
Staðan?
Fyrir þennan leik er KR í fimmta sæti með 22 stig og Fylkir er í níunda sæti með 14 stig. Bæði lið hafa spilað 13 leiki.

KR getur blandað sér í Evrópu/toppbaráttuna með sigri hér. Fylkir þarf að fara að safna stigum til að forðast fallsvæðið.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Fylkis hér á Meistaravöllum.

Hér verður flautað til leiks klukkan 19:15.

Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Arnór Gauti Jónsson ('72)
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
22. Dagur Dan Þórhallsson
28. Helgi Valur Daníelsson ('72)
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
77. Óskar Borgþórsson ('46)

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('72)
9. Jordan Brown
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('46) ('55)
17. Birkir Eyþórsson ('72)
20. Hallur Húni Þorsteinsson
23. Arnór Borg Guðjohnsen ('55)

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Hilmir Kristjánsson

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('55)

Rauð spjöld: