Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
Þór
0
2
Fram
0-1 Alexander Már Þorláksson '45
0-2 Indriði Áki Þorláksson '89
27.07.2021  -  18:00
SaltPay-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Þungt yfir, nokkrir dropar, gott fyrir grasið
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Albert Hafsteinsson
Byrjunarlið:
1. Daði Freyr Arnarsson (m)
Orri Sigurjónsson
Liban Abdulahi ('62)
2. Elmar Þór Jónsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
15. Petar Planic
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('62)
23. Dominique Malonga ('46)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Steinar Logi Kárason
3. Birgir Ómar Hlynsson
6. Ólafur Aron Pétursson ('62)
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('62)
9. Jóhann Helgi Hannesson ('46)
18. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Sölvi Sverrisson
Perry John James Mclachlan
Stefán Ingi Jóhannsson

Gul spjöld:
Liban Abdulahi ('34)
Elmar Þór Jónsson ('36)
Petar Planic ('39)
Jóhann Helgi Hannesson ('60)
Orri Freyr Hjaltalín ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 2-0 sigri Fram. Leikur tveggja hálfleika. Fram með verðskuldaða forystu í fyrri hálfleik en Jóhann Helgi kom inn af bekknum í síðari hálfleik af miklum krafti og Þ'orsarar voru svo sannarlega í færunum. Viðtöl og skýrsla kemur inn seinna í kvöld.
90. mín
Inn:Jökull Steinn Ólafsson (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
Heiðursskipting! Albert frábær hér í dag.
90. mín
Þórsarar kvörtuðu í sókninni á undan, vildu fá dæmt hættuspark gegn Jóhanni Helga inn í vítateignum.
89. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
Frábær skyndisókn, löng sending fram á Albert sem á sprettinn í átt að teignum, sendir boltann yfir á Indriða sem setur boltann yfir línuna! 2-0.
86. mín
Fram fékk aðra hornspyrnu en Hlynur með skallan vel yfir úr seinna horninu.
85. mín
Már sýndist mér kominn í gott færi en Daði sér við honum og ver í horn.
83. mín
Fram með hornspyrnu, sendingin fyrir í átt að McLagan, hann nær ekki til hans, Daði kemur út á móti og kýlir í átt að McLagan, það er mótmælt í stúkunni en ekkert dæmt.
82. mín
Inn:Aron Kári Aðalsteinsson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
79. mín
Sigurður Marinó með skot að marki inn í teig Frammara en tveir varanarmenn ná að komast fyrir skotið.
77. mín
Aron Þórður í dauðafæri hinumegin en skallar yfir.
76. mín
Jóhann Helgi í dauðafæri, á einhvern ótrúlegan hátt nær hann ekki krafti í skallann og boltinn dettur bara fyrir Ólaf.
75. mín
Þór fær hornspyrnu.
69. mín Gult spjald: Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Petar lá hérna eftir, staðinn upp og heldur í kinnina á sér, vill meina að hann hafi fengið olnboga í sig. Orri Freyr kvartar og fær gult spjald fyrir.
68. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Alexander Már Þorláksson (Fram)
68. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
65. mín
Fram skalla boltann í burtu.
64. mín
Skot af löngu færi hjá Hermanni, fer í varnarmann og í horn.
62. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór ) Út:Ásgeir Marinó Baldvinsson (Þór )
62. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (Þór ) Út:Liban Abdulahi (Þór )
60. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
59. mín
Fyrirgjöf frá Hermanni Helga sem Jóhann Helgi nær og skallar að marki en boltinn rúllar framhjá.
57. mín
Guðmundur fær boltann inn í D-boganum og hann ákveður að henda í hjólhest, boltinn rétt framhjá markinu.
56. mín
Fram fær hornspyrnu eftir fína sókn en góð vörn Þórsara.
51. mín
Jóhann Helgi með lúmskt skot en Ólafur sér við honum.
48. mín
Albert með skot vel yfir markið.
47. mín
Fram fær aukaspyrnu rétt við miðjan D-bogann.
46. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Dominique Malonga (Þór )
Ein breyting á liði Þórs í hálfleik
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til loka fyrri hálfleiks.
45. mín MARK!
Alexander Már Þorláksson (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
MAAARK!

Fyrsta markið er komið. Skalli frá Alexander eftir hornspyrnu! Fram með verðskuldaða forystu!
42. mín
Hörku færi hjá Fram, Orri í vandærðum í vörninni og missir boltann, fyrirgjöf og Indriði með skallann en Daði ver vel.
41. mín Gult spjald: Alexander Már Þorláksson (Fram)
Alexander eitthvað að kvarta og fær gult spjald
40. mín
Albert gerði sig líklegan til að senda fyrir en hann ætlaði að leggja boltann í nærhornið. Boltinn fer í vegginn og í horn.
39. mín Gult spjald: Petar Planic (Þór )
Fram fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
38. mín
Sýndist það vera bræðurnir sem spiluðu vel saman þarna. Alexander lagði boltann skemmtilega á Indriða á lofti með hælnum en skot Indriða framhjá markinu.
36. mín Gult spjald: Elmar Þór Jónsson (Þór )
34. mín Gult spjald: Liban Abdulahi (Þór )
Tæklar Albert á miðjunni sem var á leið í skyndisókn.
31. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Fram)
Tekur Sigurð Marinó niður á miðjum vellinum.
29. mín
Fannar Daði vildi fá aukaspyrnu og reyndi að skýla boltum með búknum en fékk í staðin dæmda á sig hendi, það mátti reyna.
25. mín
Daði er staðinn upp og leikurinn kominn í gang að nýju.
23. mín
Skot af löngu færi sem Daði ver út í teiginn og hann skutlar sér á eftir boltanum en lendir í samstuði, í annað sinn í leiknum á örstuttum tíma. Í fyrra skiptið lá hann í smá stund og hélt áfram. Nú þarf hann aðhlynningu.
18. mín
VÁÁÁ! Sending til baka á Daða, Guðmundur fer í pressuna og nær að komast í boltann. Boltinn skoppar í stöngina og Þór bjarga í horn, Daði heppinn þarna.
16. mín
veik köll um hendi víti, hann var með höndina uppvið líkamann, ekki víti. annað horn sem Ólafur Íshólm grípur.
15. mín
Þór fær hornspyrnu
14. mín
Þór fær aukaspyrnu á miðjum vellinum eftir að Hlynur fór af fullum krafti í Malonga sem stekkur uuppúr þessu, stuðningsmenn Þórs láta vel í sér heyra en ekkert spjald dæmt.
14. mín
Skemmtilegt spil milli Alexanders og Guðmundar inní vítateig Þórsara, boltinn endar hjá Guðmundi sem á skot vel yfir markið.
12. mín
Furðuleg bakfallsspyrnu tilraun hjá Fred sýndist mér vel yfir markið.
10. mín
Fram fara upp hægri kantinn, skot í átt að marki sem vörn Þórs tekur en Frammarar baða út höndum heimta vítaspyrnu, ekkert dæmt.
8. mín
Skot af löngu færi frá Fred sem Daði ver vel.
7. mín
Fram hélt boltanum og fékk síðan aukaspyrnu sem ekkert varð úr.
6. mín
Mikill atgangur inná teig Þórsara, boltinn yfir allan pakkann, Framarar halda boltanum og ná þversendingu yfir markteiginn en í gegnum allan pakkann.
5. mín
Fram fær hornspyrnu. Þeir kalla eftir aukaspyrnu, jafnvel víti, Liban tók sýndist mér Alexander niður eftir að hann var búinn að losa sig við boltann.
1. mín
Albert Hafsteins með fyrirgjöf meðfram jörðinni en Þórsrar koma boltanum frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Guðmundur Magnússon kemur þessu af stað.
Fyrir leik
Liðin ganga hér saman út á völlinn. Engin handabönd hinsvegar. Liðin í sínum aðalbúningum. Þórsarar í hvítum treyjum og sokkum og rauðum buxum. Framarar í bláum treyjum og sokkum og hvítum buxum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Þór vann Gróttu 4-2 hér á heimavelli í síðustu umferð. Orri Freyr þjálfari liðsins gerir tvær breytingar í kvöld frá þeim leik. Orri Sigurjónsson og nýjasti framherji liðsins, Dominique Malongan koma inn í liðið. Jóhann Helgi Hannesson og Vignir Snær Stefánsson setjast á bekkinn.

Fram gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 1-1 jafntefli gegn ÍBV í síðustu umferð. Hlynur Atli Magnússon fyrrum leikmaður Þórs kemur inn í liðið og ber fyrirliðabandið, Alexander Már Þorláksson og Guðmundur Magnússon koma einnig inn. Þórir Guðjónsson sest á bekkinn en Tryggvi Snær Geirsson og Gunnar Gunnarsson eru ekki í hóp.
Fyrir leik
Liðin mættust í fyrri umferðinni á Framvellinum þann 21. maí og Frammarar sigruðu þann leik nokkuð örugglega 4-1 þar sem Þór minnkaði muninn á 94. mínútu með marki frá Bjarna Guðjóni Brynjólfssyni. Indriði Áki Þorláksson skoraði tvö fyrir Fram og Kyle McLagan og Fred með sitt markið hvor.
Fyrir leik
Fram er langbesta lið deildarinnar en þeir eru á toppnum með 10 sigra og tvö jafntefli. Sex stigum á undan ÍBV sem eru í öðru sæti og eiga leik til góða á þá. Fram og ÍBV mættust í síðustu umferð og skyldu jöfn 1-1.
Fyrir leik
Heimamenn hafa verið á fínu skriði í síðustu leikjum og meðal annars spilað tvo af síðustu þremur leikjum sínum hér á heimavelli og markatalan í þeim leikjum 9-3. Sigrar gegn Þrótti 5-1 og Gróttu 4-2 í síðustu umferð.

Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 13 leiki.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Þórs og Fram í Lengjudeild karla.

Leikurinn er liður í 14. umferð. Hann fer fram á SaltPay vellinum á Akureyri og hefst kl 18:00.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Kyle McLagan
7. Guðmundur Magnússon (f) ('68)
8. Aron Þórður Albertsson
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
8. Albert Hafsteinsson ('90)
10. Fred Saraiva ('82)
14. Hlynur Atli Magnússon
21. Indriði Áki Þorláksson
33. Alexander Már Þorláksson ('68)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
9. Þórir Guðjónsson ('68)
11. Jökull Steinn Ólafsson ('90)
23. Már Ægisson ('68)
26. Aron Kári Aðalsteinsson ('82)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Guðmundsson
Marteinn Örn Halldórsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('31)
Alexander Már Þorláksson ('41)

Rauð spjöld: