Fylkir
0
1
Víkingur R.
Orri Hrafn Kjartansson '49 , misnotað víti 0-0
Orri Sveinn Stefánsson '91 , sjálfsmark 0-1
15.09.2021  -  19:15
Würth völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: 12 gráður, logn og skýjað
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 632
Maður leiksins: Ingvar Jónsson - Víkingur
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Jordan Brown ('91)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('90)
22. Dagur Dan Þórhallsson
72. Orri Hrafn Kjartansson ('97)

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
17. Birkir Eyþórsson ('91)
20. Hallur Húni Þorsteinsson
21. Malthe Rasmussen ('97)
22. Ómar Björn Stefánsson
77. Óskar Borgþórsson ('90)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Hilmir Kristjánsson
Arnar Þór Valsson

Gul spjöld:
Arnór Gauti Jónsson ('24)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Víkingar þakka lukkudísunum og Ingvari
Hvað réði úrslitum?
Það var spennuþrungið andrúmsloft í þessum bikarslag undir flóðljósum og rigningu í Árbænum. Fylkismenn hafa átt afar erfitt sumar en spiluðu virkilega vel á löngum köflum í kvöld. Þeir fóru hinsvegar illa að ráði sínu, fengu gríðarlegan fjölda góðra færa og þar á meðal vítaspyrnu. En ekki kom markið... nema jú reyndar sjálfsmark í framlengingu sem réði úrslitum.
Bestu leikmenn
1. Ingvar Jónsson - Víkingur
Arnar Gunnlaugsson þakkaði markverði sínum hreinlega fyrir það að liðið sé komið áfram. Skiljanlega. Ingvar átti geggjaða frammistöðu, bjargaði oft vel og varði vítaspyrnu.
2. Dagur Dan Þórhallsson - Fylkir
Var hrikalega líflegur og krækti í vítaspyrnuna sem Orri Hrafn nýtti hinsvegar ekki. Skemmtilegur fótboltamaður.
Atvikið
Þegar Fylkir klúðraði víti í upphafi seinni hálfleiksins.
Hvað þýða úrslitin?
Bikarmeistarar Víkings eru komnir í undanúrslit þar sem þeir heimsækja Vestra á Ísafjörð í byrjun október. Víkingar eru klárlega sigurstranglegasta lið keppninnar og á möguleika á því að vinna tvöfalt í ár. Fylkir einbeitir sér nú að því að reyna að koma sér upp úr fallsæti í þeim tveimur umferðum sem eru eftir í Pepsi Max-deildinni.
Vondur dagur
Sóknarmönnum Fylkis gekk illa að reka endahnútinn og Orri Hrafn Kjartansson, sá ljómandi flotti leikmaður, klúðraði vítaspyrnu í venjulegum leiktíma. Nafni hans, Orri Sveinn Stefánsson, skallaði boltann svo í eigið net. Tímabil Fylkis í hnotskurn sagði einhver.
Dómarinn - 8
Erfiður leikur að dæma og þá er gott að hafa reynslumesta dómara landsins með flautuna.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson ('91)
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('55)
77. Kwame Quee ('71)
80. Kristall Máni Ingason ('71)

Varamenn:
3. Logi Tómasson
9. Helgi Guðjónsson ('55)
11. Adam Ægir Pálsson ('71)
23. Nikolaj Hansen ('71)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Benedikt Sveinsson
Kári Árnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('54)
Sölvi Ottesen ('112)
Kári Árnason ('118)

Rauð spjöld: