Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
Í BEINNI
U19 karla - Undank. EM 2025
Ísland U19
LL 1
0
Moldóva U19
Valur
1
4
KA
Birkir Már Sævarsson '5 1-0
1-1 Sebastiaan Brebels '25
1-2 Nökkvi Þeyr Þórisson '63
1-3 Sebastiaan Brebels '76
1-4 Elfar Árni Aðalsteinsson '81
19.09.2021  -  18:30
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Steinþór Már Auðunsson, KA
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
8. Arnór Smárason ('75)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('75)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
13. Rasmus Christiansen
20. Orri Sigurður Ómarsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Johannes Vall
15. Sverrir Páll Hjaltested ('75)
17. Andri Adolphsson
21. Magnus Egilsson
33. Almarr Ormarsson ('75)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('24)
Arnór Smárason ('35)
Rasmus Christiansen ('47)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1 - 4 sigri KA. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
91. mín
Nökkvi með skot í varnarmann og yfir.
90. mín
Tvær mínútur í viðbótartíma.
90. mín
Birkir Heimisson með aukaspyrnu að marki KA en framhjá.
83. mín
Inn:Ívar Örn Árnason (KA) Út:Mikkel Qvist (KA)
81. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Mark Gundelach
Þriðja stoðsendingin hjá Mark Gundelach, lagleg sending innfyrir á Elfar Árna sem renndi honum í markið. Frábær leikur hjá Gundelach.
80. mín
Fast skot hjá Hallgrími yfir markið.
79. mín
Rasmus braut á Elfari rétt fyrir utan teig. KA menn vilja fá spjald líka sem hefði þýtt rautt spjald á Rasmus sem slapp með skrekkinn.
78. mín
Sverrir Páll með skalla að marki en Stubbur ver auðveldlega.
76. mín MARK!
Sebastiaan Brebels (KA)
Stoðsending: Mark Gundelach
Gundelach lék í átt að Hannesi, gat skotið en renndi boltanum til hliðar á Brebels sem átti auðvelt skot í markið.
75. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Arnór Smárason (Valur)
75. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
75. mín
Siggi Lár í dauðafæri í teignum en setti boltann framhjá.
75. mín
Elfar Árni með skalla eftir hornspyrnu en gripið af Hannesi.
74. mín
Hallgrímur Mar skeiðaði upp völlin og fór framhjá nokkrum Valsmönnum og skaut að marki en Hannes varði.
72. mín
Rasmus með skalla framhjá marki KA.
72. mín
Siggi Lár með skot í varnarmann og horn.
69. mín
Elfar Árni aftur í dauðafæri, nú sendi Hallgrímur hann á fjær þar sem Elfar var fyrir opnu marki en hitti ekki boltann. Þvílíkt dauðafæri.
69. mín
Fast skot hjá Birki Heimissyni sem stubbur varði.
69. mín
Hallgrímur Mar lyftin boltanum yfir vörn Valsmanna á Elfar sem skaut í stöngina.
67. mín Gult spjald: Mikkel Qvist (KA)
Braut á Kidda út við hliðarlínu.
66. mín
Tryggvi Hrafn með hættulegan bolta inn í teig, Siggi Lár var að komast í boltann en Stubbur mætti þá og lét vita að hann á þennan teig og kýldi boltann í burtu. Frábær leikur hjá Stubbi.
63. mín MARK!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Fyrsta snerting hjá Nökkva ratar í markið. Gott skot í teignum beint í bláhornið. Góð afgreiðsla.
62. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
62. mín
Inn:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
61. mín
Frábær markvarsla hjá Stubbi, Tryggvi Freyr í dauðafæri en Stubbur át hann.
60. mín
KA menn bjarga á línu eftir hraða sókn Valsmanna og skot Kristins Freys. Sigurður Egill reyndi að fylgja eftir en gestirnir komu í veg fyrir það.
56. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
51. mín
Eftir góða sókn Vals kemst Tryggvi Hrafn í gott skotfæri, skotið er gott en fer í Kristinn Frey samherja hans. Þvílíkur klaufaskapur.
47. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
Braut á Jakobi út við hliðarlínu.
46. mín
Leikur hafinn
Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Origo-vellinum. Nú skreppa áhorfendur yfir í Fjósið og fá sér borgara og drykki á meðan leikmenn kasta mæðinni.
45. mín
Það er einni mínútu bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik.
43. mín
Patrick Pedersem með skot að marki en beint á Stubb.
38. mín
Tryggvi Hrafn með gott skot að marki sem Stubbur nær að verja í horn.
36. mín
Arnór Smárason með skot vel yfir mark KA manna.
35. mín Gult spjald: Arnór Smárason (Valur)
Brot fyrir utan teig.
32. mín
Stórhættulegt færi, Ásgeir brunaði upp völlinn og lagði boltann til hliðar á Jakob Snæ sem var í dauðafæri en setti boltann í Hannes markvörð og þaðan stöngina. Hann lenti þó í samstuði við Hannes í leiðinni og Hannes þarf aðhlynningu. Hann heldur þó leik áfram og KA fær horn.
31. mín
Það kom fyrirgjöf inn í teiginn og Siggi Lár fór hátt upp með fótinn og setti takkana í andlitið á Gundelach sem lá eftir. Hann virðist ekkert hafa meitt sig mikið og stóð fljótt upp.
30. mín
Búið að vera rólegt yfir þessu síðustu mínúturnar. Menn eru að dunda sér með boltann á miðjum vellinum og ógna ekki teigunu mikið.
25. mín MARK!
Sebastiaan Brebels (KA)
Stoðsending: Mark Gundelach
Gundelach var úti hægra megin, lagði boltann til hliðar í teignum þar sem Brebels tók hann viðstöðulaust í bláhornið. Gott mark.
24. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Of seinn í tæklingu á Rodrigo.
22. mín
Þorri Mar með skot með jörðinni á markið sem Hannes átti nokkuð auðvelt með að verja.
17. mín
Menn virðast vera að taka þátt í Íslandsmótinu að sparka sem hæst yfir markið. Núna tók Hallgrímur Mar aukaspyrnu sem fór yfir háa steypta vegginn og út á götu.
15. mín
Ásgeir Sigurgeirsson með fallegt skot sem setti stefnuna á markvinkilinn en rétt framhjá.
13. mín
Brebels fékk boltann í teiginn og skaut rétt framhjá markinu.
9. mín
Arnór Smárason með skot utan af velli sem fór svo hátt yfir að það fór yfir malbikaða bílastæðið og yfir á malarstæðið fyrir neðan.
7. mín
Hallgrímur Mar með skot úr aukaspyrnu en vel framhjá markinu.
5. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
Patrick renndi boltanum inn í teiginn þar sem bakvörðurinn Birkir Már var á auðum sjó og renndi boltanum undir Stubb í marki KA. Fram að þessu hafði þetta farið frekar rólega af stað.
1. mín
Leikur hafinn
Valur byrjar með boltann og sækir í átt að kapellu Friðriks.
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn og spila í sínum hefðbundnu búningum i dag. Valur í rauðum peysum og hvítum buxum en KA gulir og bláir.
Fyrir leik
Leikurinn er í næst síðustu umferð deildarinnar og staða liðanna í töflunni er nánast sú sama. Bæði lið eru komin með 36 stig úr 20 leikjum og í 4. - 5. sæti. KA er ofar, í 4. sæti, með betri markatölu, 13 mörk í plús meðan Valur er með 8 mörk í plús.

Liðin eiga ekki möguleika á að enda í öðru tveggja efstu sæta deildarinnar sem gefa sæti í Evrópukeppni en gætu þó horft til þriðja sætisins sem gefur sæti í Evrópukeppni ef Víkingur verður bikarmeistari og endar í öðru tveggja efstu sæta deildarinnar.
Fyrir leik
Liðin mættust á Dalvík í fyrri umferðinni 20. júní síðastliðinn fyrir framan 752 áhorfendur.

Þá unnu Valsmenn með einu marki gegn engu, Patrick Pedersen skoraði markið.
Fyrir leik
Egill Arnar Sigurþórsson dæmir leikinn í dag og er með þá Birki Sigurðarson og Smára Stefánsson sér til aðstoðar á línunum. Ívar Orri Kristjánsson er varadómari á skiltinu og KSÍ sendi Einar Örn Daníelsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Egill Arnar dæmir leikinn í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og KA í Pepsi Max-deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 á Origo vellinum að Hlíðarenda.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Sebastiaan Brebels
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('56)
20. Mikkel Qvist ('83)
26. Mark Gundelach
27. Þorri Mar Þórisson
29. Jakob Snær Árnason ('62)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('62)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
5. Ívar Örn Árnason ('83)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('56)
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('62)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('62)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Árni Björnsson
Steingrímur Örn Eiðsson

Gul spjöld:
Mikkel Qvist ('67)

Rauð spjöld: