Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Breiðablik
0
1
Valur
0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir '55
Melina Ayres '83 , misnotað víti 0-1
24.05.2022  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Blautt en nánast logn
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 586
Maður leiksins: Sandra Sigurðardóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Natasha Anasi (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('83)
17. Karitas Tómasdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
22. Melina Ayres ('83)
25. Anna Petryk ('74)

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('74)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('83)
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason

Gul spjöld:
Natasha Anasi ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3

Valur tekur stigin þrjú og skilur Blika eftir í rykinu, 6 stigum á eftir sér.

Viðtöl og skýrsla seinna í kvöld!
90. mín
+3

Kristjana fær bolta upp hægri vænginn og keyrir í átt að markinu en skotið er beint á Söndru.
90. mín
+2

Þetta er að fjara út. Blikar ekki að ná að skapa sér neitt hér í lokin.
90. mín
Erum komin í uppbótartíma sem eru 3 mínútur.
90. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) Út:Cyera Hintzen (Valur)
88. mín
Valur að fá hornspyrnu.
87. mín
Taylor lætur vaða fyrir utan teig en nær ekki nógu góðu skoti og boltinn framhjá.
86. mín
Þórdís Elva kemst í skotfæri inn á teig en Telma ver vel.
85. mín
Cyera kemst í skot sem Telma ver örugglega.
83. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
83. mín
Inn:Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Breiðablik) Út:Melina Ayres (Breiðablik)
Ekki hennar besti leikur, tekur vítið og fer svo beint útaf. Skiptingin var þó að koma áður en hún fór á punktinn.
83. mín Misnotað víti!
Melina Ayres (Breiðablik)
Hún klikkar!!

Sandra les hana og ver!!
82. mín
Blikar að fá víti???

Já! Blikar fá víti, ekki hugmynd hvað hann er að dæma á!
81. mín
Blikar fá hornspyrnu.
80. mín
Breiðablik að fá aukaspyrnu í góðri fyrirgjafarstöðu. Anna Rakel brotleg.

Taylor með góðan bolta á fjær og Alexandra nálægt því að koma kollinum í boltann en missir af honum.
79. mín Gult spjald: Elín Metta Jensen (Valur)
Togar í Karen Maríu.
76. mín
Nú kemur Ásta Eir upp hægri vænginn og á fyrirgjöf sem Alexandra skallar á markið en Sandra sér við henni.
75. mín
Blikar í fínu færi!

Áslaug með góða fyrirgjöf sem ratar á Hildi á fjær, hún nær ekki nægilega góðri snertingu á boltann.
74. mín
Inn:Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik) Út:Anna Petryk (Breiðablik)
Blikar gera sína fyrstu breytingu.
71. mín
Blikar í dauðafæri!!

Hildur setur boltann út í teiginn á Áslaugu Mundu sem tekur snertingu og á gott skot með hægri sem Sandra ver glæsilega!
68. mín
Fín sókn hjá Blikum og Hildur reynir að koma boltanum út í teiginn en Arna Sif vel á verði og rennir sér í boltann. Blikar fá horn!

Hætta í teignum en Arna Sif kemur þessu frá, boltinn berst á Önnu Petryk fyrir utan teig sem reynir að skot sem Sandra á ekki í miklum vandræðum með að grípa.
65. mín
Valskonur fá hornspyrnu.

Ásdís setur boltann yfir allan teiginn og aftur fyrir endalínu.
64. mín
Melina reynir skot sem fer rétt framhjá/yfir markið! Ekki galin hugmynd.
62. mín
Nú vilja Blikar fá hendi á Örnu Sif en ég sá þetta ekki nægilega vel héðan, hún virtist vera með höndina alveg límda við líkamann sinn allavega.
60. mín
Valskonur vilja víti!!

Elísa með fyrirgjöfina og boltinn skoppar í hendina á Ástu Eir. Héðan úr blaðamannastúkunni virtist þetta augljós hendi en Vilhjálmur er ekki á sama máli.
57. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
57. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Hailey Lanier Berg (Valur)
55. mín MARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
ARNA SIF!!

Sterkust í loftinu, stangar hornspyrnu Ásdísar í netið og kemur Val í forystuna!
55. mín
Ásdís Karen með boltann fyrir utan teig, fær svolítið mikinn tíma og kemur boltanum yfir á hægri og á skot í varnarmann og aftur fyrir. Valur fær hornspyrnu. Þeirra þriðja að ég held.
53. mín
Áslaug tekur hornspyrnuna og finnur Natöshu á fjær sem nær lausum skalla en það er mikið klafs í teignum áður en Valskonur koma þessu frá.
53. mín
Blikar fá hornspyrnu.

Áslaug aftur með boltnan á hægri vængnum með nóg pláss, hún kemur sér inn á teig og lætur vaða en skotið af varnarmanni og aftur fyrir.

Níunda hornspyrna Blika í leiknum!
52. mín Gult spjald: Natasha Anasi (Breiðablik)
Natasha ber boltann upp völlinn og fær að komast nálægt vörn Vals. Arna Sif stígur út og tekur af henni boltann og Natasha brýtur á henni.
50. mín
Úfffff!

Blikar í góðri stöðu! Gott uppspil á milli Melinu og Hildar sem kemur boltanum á Áslaugu Mundu sem keyrir upp að endalínu og kemur boltanum fyrir markið framhjá Söndru en Hildur rétt missir af boltanum!
48. mín Gult spjald: Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Tekur Áslaugu Mundu niður.

Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað beint fyrir utan teig hægra megin!

Áslaug tekur aukaspyrnuna sjálf og lætur bara vaða á markið. Góð spyrna en hárfínt yfir markið.
47. mín
Ásdís Karen kemst upp hægra megin og setur boltann fyrir en Natasha skallar þetta frá.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar flautar til leikhlés!

Markalaust í fyrri hálfleik sem hefur þó verið fjörugur.

Blikar byrjuðu betur og áttu nokkur færi á fyrsta korterinu en þetta hefur aðeins jafnast út þegar liðið hefur á leikinn. Bæði lið gætu hæglega verið búin að setja mark!
44. mín
Heiðdís tapar boltanum klaufalega í öftustu línu og Ásdís kemur boltanum í gegn á Cyeru en Natasha er snögg að hlaupa undir og kemur boltanum frá.
41. mín
Valur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika. Arna Sif og Mist skokka inn í teig og gera sig klárar.

Natasha sterkust í teignum nær skallanum og þetta fjarar út.
39. mín
Vóó!!

Natasha stekkur hæst í teignum og nær góðum skalla á fjær sem fer rétt framhjá. Blikar fá annað horn, Lára með snertingu á boltann.
38. mín
Áslaug Munda kemst inn í teig og reynir að leggja boltann út í teiginn en Elísa kemst fyrir og Blikar fá hornspyrnu.

Anna Petryk með spyrnuna á nær, Karítas í baráttunni nær í aðra spyrnu.
35. mín Gult spjald: Hailey Lanier Berg (Valur)
Tekur Karítas niður á miðjum vellinum. Frekar mikill óþarfi!
34. mín Gult spjald: Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Hárrétt. Er að missa Áslaugu Mundu upp völlinn en togar í hana og stoppar skyndisókn Blika. Skynsamlegt brot hjá Ásdísi.
31. mín
Taylor með skemmtilega sendingu upp hægri vænginn á Hildi sem hefur mikið pláss. Fyrirgjöfin frá Hildi hinsvegar of föst og flýgur í innkast.
30. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á góðum stað fyrir utan teig í vinstra horninu. Elísa braut á Áslaugu Mundu en er alls ekki sátt. Sýndist þetta vera ódýrt.

Anna Petryk tekur aukaspyrnuna en hún er ekki nógu góð og Sandra grípur auðveldlega.
27. mín
Valur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika.

Anna Rakel með spyrnuna inn á teig, smá klafs en boltinn endar hjá Ásdísi fyrir utan teig sem kemur sér í skotfæri en skotið beint á Telmu.
27. mín
Ásdís Karen nálægt því að sleppa ein í gegn!

Ída Marín með góða sendingu bakvið varnarlínu Blika en Heiðdís eltir hana og kemur með frábærlega tæklingu. Geggjuð varnarvinna hjá Heiðdísi!
25. mín
Áslaug Munda fær boltann út til vinstri og kemur með fastann bolta fyrir markið en Taylor missir af boltanum.
23. mín
Alexandra með hættulegan bolta út í teiginn en Valskonur koma þessu frá.
22. mín
Blikar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals.

Taylor með slaka spyrnu sem Valskonur hreinsa.
21. mín
Ásta Eir tapar boltanum klaufalega á miðjum vellinum, Þórdís Hrönn ein á móti þremur og lætur bara vaða en Telma er snögg að bakka og nær að verja.
20. mín
Blikar fá enn eina hornspyrnuna.

Ekkert kemur út úr þessu.
18. mín
Valskonur fá hornspyrnu.

Ásdís Karen með háa spyrnu sem ratar á kollinn á Örnu Sif sem nær ekki almennilegum skalla og Telma hendir sér á boltann.
16. mín
Blikar fá hornspyrnu eftir góða sókn.

Áslaug Munda með hættulega hornspyrnu, Sandra slær boltann út í teiginn og Alexandra reynir að koma skalla á markið en varnarmenn Vals eru þéttar og Ásdís Karen kemur boltanum út úr teignum.
13. mín
Blikar í færi!!

Hildur með geggjaðan bolta í gegn á Karítas sem kemst ein gegn Söndru en Sandra sér við henni og ver! Skotið ekki nægilega gott.

Sandra varið þrisvar mjög vel á fyrstu 13 mínútum leiksins.
11. mín
Brookelyn lætur vaða fyrir utan teig en Taylor kemst fyrir skotið.

Blikar sækja þá hratt, Hildur með boltann úti hægra megin og reynir að koma boltanum yfir á Karítas en sendingin ratar ekki yfir.
9. mín
Valur fær aukaspyrnu rétt fyrir innan vallarhelming Blika.

Mist tekur spyrnuna sem ratar ekki yfir fyrsta varnarmann Blika.
6. mín
Nú fá Valskonur sína fyrstu hornspyrnu.

Ásdís Karen tekur spyrnuna lága í gegnum allan pakkann en endar í innkasti fyrir Blika. Ída Marín rétt missir af boltanum!
5. mín
Melina kemur boltanum í netið en það er búið að flagga rangstöðu!

Boltinn berst út fyrir teig eftir hornið á Taylor sem á hörkuskot sem Sandra ver frábærlega í slánna og Melina fylgir á eftir en er rangstæð.

Mikill kraftur í Blikum í upphafi leiks!
4. mín
Karítas komin upp að endalínu og reynir að koma boltanum fyrir markið en Arna Sif kemst fyrir og Blikar fá sína þriðju hornspyrnu.
1. mín
Blikar ná í fyrstu hornspyrnu leiksins.

Mikill darraðadans í teignum. Sandra missir af boltanum og Natasha nær skoti á markið sem Sandra ver vel. Áfram þjarma Blikar að markinu en Valskonur ná að vera fyrir og Blikar fá aðra hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Blikar sem hefja leik!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn og það styttist í upphafsflautið!

Áslaug Munda er heiðruð fyrir leik og fær afhendan blómvöll, fyrir 100 leiki heyrðist mér.
Fyrir leik
Byrjunarliðin!

Lið Breiðabliks er óbreytt frá tapinu gegn ÍBV en Valur gerir tvær breytingar frá stórsigrinum á KR. Cyera Makenzie Hintzen og Brookelynn Paige Entz koma inn í liðið og það eru þær Elín Metta og Þórdís Elva sem fá sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í Meistarakeppni KSÍ þann 18. apríl s.l. en þar var staðan 0-0 eftir venjulegan leiktíma.

Valur skoraði 4 mörk gegn 2 mörkum Blika í vítaspyrnukeppni og tryggðu sér titilinn meistarar meistaranna.
Fyrir leik
Dómararnir


Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður á flautunni í kvöld og honum til aðstoðar verða Rúna Kristín Stefánsdóttir og Eydís Ragna Einarsdóttir. Varadómari er Breki Sigurðsson og eftirlitsmaður Skúli Freyr Brynjólfsson.
Fyrir leik
Fyrstu fimm umferðirnar

BREIÐABLIK
Sigur á Þór/KA
Tap gegn Keflavík
Sigur á Stjörnunni
Sigur á KR
Tap gegn ÍBV



VALUR
Sigur á Þrótti
Tap gegn Þór/KA
Sigur á Keflavík
Sigur á Stjörnunni
Sigur á KR



Valur kemur inn í þennan leik eftir 9-1 stórsigur á KR en Breiðablik tapaði 1-0 á heimavelli gegn ÍBV í síðustu umferð.
Fyrir leik
Staðan í deildinni

Bæði lið hafa verið að misstíga sig í upphafi móts og tapað stigum. Valur tapað einum leik og Breiðablik tveimur.

Valskonur sitja í 2. sæti deildarinnar með 12 stig, einu stigi á eftir Þrótti sem sigraði Keflavík í gær. Með sigri í kvöld kemst Valur því í toppsætið.

Blikar eru sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 9 stig, en geta með sigri jafnað Val á stigum.
Fyrir leik

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli!

Hér fer fram risaslagur Breiðabliks og Vals í 6. umferð Bestu-deildarinnar en leikurinn fer af stað kl. 19:15.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen ('90)
15. Hailey Lanier Berg ('57)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('57)

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('57)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('57)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('90)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Ásdís Karen Halldórsdóttir ('34)
Hailey Lanier Berg ('35)
Anna Rakel Pétursdóttir ('48)
Elín Metta Jensen ('79)

Rauð spjöld: