San Marino Stadium
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Skýjað, úrkoma, 13 gráður
Dómari: Michael Fabbri (Ítalíu)
Áhorfendur: Rúmlega 300
Næstum 2 ár à starfi og sigrar á móti Liectenstein og San Marino…. Hvaða djók er þetta?
— Reynir ElÃs* (@Ramboinn) June 9, 2022
Jæja, maður fær þessar 90 mÃnútur ekki aftur.
— Henry Birgir (@henrybirgir) June 9, 2022
Kannski ekkert skrÃtið að staðan sé bara 1-0 þegar bæði lið eru með serÃa c deildar leikmenn #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) June 9, 2022
Ãberandi góðir inná vellinum à dag: enginn
— Jón Kristjánsson (@nonnidk) June 9, 2022
Miðlungs: flest allir.
Slakir: Aron, Valgeir, Mikael og Mikael.
Nú leika sumar þjóðir à Errea búningum à boði UEFA. Ãsland gerði Ãtalska vörumerkið stórt á alþjóðavettvangi. Þessar þjóðir eru bjartsýnar á góðan árangur á næstu árum og vilja feta à fótsporin. Margir leggja mikla áherslu á búninga, en hvort kemur fyrst leikmaður eða búningur?
— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) June 9, 2022
Ég er yfirleitt mjög jákvæður à garð landslið kk. Hef tamið mér að reyna að sjá ljósu punktana og fundist sumt jákvætt átt stað à sÃðustu leikjum. En GUà MINN GÓÃUR hvað þetta er vont. Að liðið skuli ekki vera búið að rúlla yfir þetta arfaslaka lið er mind blowing #fotboltinet
— Mr. Matti Matt-ekki á Rás 2 eða söngvari. Hann/Him (@mattimatt) June 9, 2022
Þetta er slakasti landsleikur sem Ãsland hefur spilað frá upphafi. Þvà miður.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 9, 2022
Vandræðagangur í vörninni og Patrik misreiknar sig rosalega og fer langt út úr markinu. Skyndilega komast heimamenn í dauðafæri en skjóta í hliðarnetið. Markið var opið.
Þarna hefði San Marínó getað jafnað í 1-1!
Afhverju er ég að horfa á þennan landsleik? Þetta er ROSALEGA slappt gegn liði sem gæti verið félagslið à Serie C
— Haukur Heiðar (@haukurh) June 9, 2022
Þetta San Marion lið væri ólÃklegt til að vinna lið à 3. Deild hérna heima #fotboltinet
— Arnaldur Ãrnason (@Arnaldurarnason) June 9, 2022
Svona leikur við San Marino, er frábært tækifæri til að spila á besta liðinu, reyna framkvæma það sem er æft á æfingasvæðinu og talað um á fundum. Ef það er eitthvað sem okkar besta lið vantar, er að finna tilfinnguna á að vinna leiki @Fotboltinet
— Jón Kristjánsson (@nonnidk) June 9, 2022
Albert Guðmundsson fær pláss og tíma og sækir fram, rennir boltanum til vinstri á Mikael Anderson sem á skot sem Simoncini ver í stöngina!
Heimamenn hreinsa út úr teignum en beint á Aron Þrándar sem á hnitmiðað skot í hornið og markvörðurinn kemur ekki vörnum við.
Hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið.
Verð fyrir miklum vonbrigðum ef það verður ekki amk 4 marka sigur à kvöld #fotboltinet
— Mr. Matti Matt-ekki á Rás 2 eða söngvari. Hann/Him (@mattimatt) June 9, 2022
Uppstilling Íslands:
Patrik
Valgeir - Brynjar - Ari - Atli
Stefán - Aron (f) - Albert
Mikael - Sveinn Aron - Mikael
"Ég vil fá orku, sigurvilja og aga frá liðinu í dag. Hlaupagetu. Þetta eru ellefu breytingar frá leiknum gegn Albaníu en allir leikmenn í hópnum vita hvaða hlutverki þeir gegna og hverju við ætlumst til af þeim. Leikurinn í dag er mikilvægur en svo byrjum við að undirbúa leikinn gegn Ísrael."
SkÃtt fyrir San Marinó að Patrik sé à markinu, hafa skorað 1 mark à sÃðustu 9 leikjunum sÃnum og mega alls ekki við þvà að markið sé minna…#fotboltinet
— Hörður Ingi (@horduringi91) June 9, 2022
Mikael Egill bara spilað U19 fótbolta á þessu ári https://t.co/FdhfuAbjAW
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) June 9, 2022
Patrik Sigurður Gunnarsson er í markinu og leikur sinn fyrsta A-landsleik. Patrik er 21 árs gamall og leikur fyrir Viking í Noregi.
Byrjunarlið Íslands er komið inn. Arnar Viðars gerir alls ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá 1-1 jafnteflinu gegn Albaníu í Þjóðadeildinni á mánudaginn. Aron Elís Þrándarson er með fyrirliðabandið og Albert Guðmundsson er meðal byrjunarliðsmanna.
Byrjunarliðið gegn San MarÃnó!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 9, 2022
à beinni útsendingu og opinni dagskrá á Viaplay kl. 18:45!
Our starting lineup against San Marino.#fyririsland pic.twitter.com/27XLPOzlH4
Spilað verður á þjóðarleikvangi San Marínó í Serravalle. Leikvangur sem tekur 6.664 en í San Marínó búa alls tæplega 34 þúsund íbúar.
Albert Guðmundsson hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann var ónotaður varamaður í jafnteflinu gegn Albaníu á Laugardalsvelli. Hann virkaði þó léttur, ljúfur og kátur á æfingu í San Marínó í gær.
Það er reynslumikill ítalskur dómari sem dæmir, Michael Fabbri sem hefur dæmt fjölmarga leiki í efstu deild á Ítalíu.
Lélegasta landslið heims
Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A-landsliðum karla en San Marínó er í 211. sæti á styrkleikalista FIFA, neðsta sæti. Talað hefur verið um San Marínó sem lélegasta landslið í fótboltasögunni en liðið hefur aðeins einu sinni unnið opinberan leik, það var 1-0 gegn Liechtenstein 2004.
Liðið hefur fengið á sig 4,2 mörk að meðaltali í leik.
Leikur San Marínó og Íslands kemur í stað leiks íslenska liðsins við Rússland í B-deild Þjóðadeildar UEFA, sem fara átti fram á morgun.
Inn í hópinn fyrir leikinn við San Marínó koma Jason Daði Svanþórsson, Damir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki, og Júlíus Magnússon úr Víkingi.
Það er komið að þriðja leik Íslands af fjórum í þessum landsleikjaglugga, vináttuleik á útivelli gegn San Marínó sem verður í beinni útsendingu á Viaplay.
Næsta mánudag spilar íslenska liðið seinni leik sinn gegn Ísrael í Þjóðadeild UEFA og verður hann á Laugardalsvelli klukkan 18:45.