Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
San Marínó
0
1
Ísland
0-1 Aron Elís Þrándarson '11
09.06.2022  -  18:45
San Marino Stadium
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Skýjað, úrkoma, 13 gráður
Dómari: Michael Fabbri (Ítalíu)
Áhorfendur: Rúmlega 300
Byrjunarlið:
1. Aldo Junior Simoncini (m)
3. Mirko Palazzi
5. Michele Cevoli
6. Enrico Golinucci ('46)
7. Matteo Vitaioli ('60)
11. Dante Carlos Rossi ('68)
13. Andrea Gandoni
14. Tommaso Zafferani ('68)
15. Luca Censoni ('46)
16. Danilo Ezequiel Rinaldi ('84)
22. Marcello Mularoni

Varamenn:
12. Simone Benedettini (m)
23. Elia Benedettini (m)
2. Alessandro D'Addario ('68)
4. Luca Ceccaroli ('84)
8. Michael Battistini ('46)
9. Nicola Nanni
10. Fabio Ramon Tomassini ('60)
17. Alessandro Golinucci ('46)
18. Davide Cesarini ('68)
19. David Tomassini
20. Adolfo Jose Hirsch
21. Lorenzo Lunadei

Liðsstjórn:
Fabrizio Costantini (Þ)

Gul spjöld:
Mirko Palazzi ('6)
Tommaso Zafferani ('43)
Alessandro D'Addario ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þannig fór um sjóferð þá... sigur var það. En þrátt fyrir það sárafátt jákvætt sem hægt er að taka úr þessum leik. Þetta var alls ekki burðug frammistaða. Ekki til útflutnings.
94. mín
Mikael Anderson með skot yfir markið.
94. mín Gult spjald: Alessandro D'Addario (San Marínó)
93. mín
Markvörður San Marínó hefur aðeins átt tvær markvörslur í leiknum...
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
89. mín
Stefán Teitur tók við fyrirliðabandinu.
87. mín
Inn:Damir Muminovic (Ísland) Út:Brynjar Ingi Bjarnason (Ísland)
87. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
87. mín
Inn:Júlíus Magnússon (Ísland) Út:Aron Elís Þrándarson (Ísland)
84. mín
Inn:Luca Ceccaroli (San Marínó) Út:Danilo Ezequiel Rinaldi (San Marínó)
83. mín
Já ég verð að viðurkenna að ég er spenntur að heyra hvað Kári Árna og félagar segja eftir þennan leik... og hvað menn segja í viðtölunum eftir leik.
78. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Jasoni Daða sem hefur komið öflugur inn. Andri Lucas tekur flugskalla en nær ekki til boltans.
77. mín
Það er alveg ljóst að örlítið betri andstæðingur væri klárlega búinn að refsa okkur. Þetta hefur verið mjög dapurt í kvöld.
76. mín
Fyrirgjöf hjá San Marínó en Atli Barkarson skallar frá. Heimamenn eru að komast í fínar stöður til að geta náð inn jöfnunarmarki.
75. mín
Jason Daði skýtur framhjá, flaggaður rangstæður. Þetta hefði ekki talið.
70. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Mikael Egill Ellertsson (Ísland)
70. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Ísland) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
Jason Daði, leikmaður Breiðabliks, kemur hér inn í sínum fyrsta landsleik. Óskum honum til hamingju með það.
70. mín
San Marínó með hornspyrnu en hún er slök og beint á Valgeir Lunddal.
68. mín
Inn:Davide Cesarini (San Marínó) Út:Dante Carlos Rossi (San Marínó)
68. mín
Inn:Alessandro D'Addario (San Marínó) Út:Tommaso Zafferani (San Marínó)
65. mín
Alessandro Golinucci með fyrstu marktilraun San Marínó á rammann. Beint á Patrik sem á ekki í nokkrum vandræðum.
60. mín
Inn:Fabio Ramon Tomassini (San Marínó) Út:Matteo Vitaioli (San Marínó)
60. mín
San Marínó að eiga fínan kafla hérna núna. Skot af löngu færi langt framhjá núna. En Arnar hlýtur að fara að gera skiptingu. Þetta er alls ekki gott.
58. mín
VÓ!!! HREINLEGA STÁLHEPPNIR AÐ SAN MARÍNÓ HAFI EKKI JAFNAÐ!

Vandræðagangur í vörninni og Patrik misreiknar sig rosalega og fer langt út úr markinu. Skyndilega komast heimamenn í dauðafæri en skjóta í hliðarnetið. Markið var opið.

Þarna hefði San Marínó getað jafnað í 1-1!
55. mín
Afskaplega rólegt yfir þessum leik núna.
51. mín
Arnar Viðars var í mynd, grafalvarlegur á svip. Virkar ekkert of hrifinn af því sem hann hefur séð. Skil hann vel.
49. mín
Danilo Ezequiel Rinaldi með fyrirgjöf en enginn í liði heimamanna nær að koma sér í boltann.
48. mín
Aron Þrándar með sendingu fram en boltinn of fastur fyrir Mikael Egil. Simoncini handsamar knöttinn.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað - Íslenska liðið er óbreytt.
46. mín
Inn:Alessandro Golinucci (San Marínó) Út:Enrico Golinucci (San Marínó)
46. mín
Inn:Michael Battistini (San Marínó) Út:Luca Censoni (San Marínó)
45. mín
Kári og Rúrik ekki hrifnir eftir þennan fyrri hálfleik og Rúrik setur spurningamerki við hvort menn væru að ná að gíra sig í þetta verkefni. Kári talar um að ef menn geta ekki gírað sig í landsleik, sérstaklega þegar menn eru að berjast um sæti í liðinu, þá geti þeir alveg eins setið heima.

45. mín
Hálfleikur
Ísland einu marki yfir í hálfleik. Vonandi fjölgar íslensku færunum og mörkunum frekar í seinni hálfleik.
45. mín
Hættulegur bolti inn á teiginn. Mikael Egill nær ekki til boltans. Nafni hans átti sendinguna.
45. mín
Smá tölfræði:
Með boltann: 32% - 68%
Marktilraunir: 1-8
43. mín Gult spjald: Tommaso Zafferani (San Marínó)
Brotið á Mikael Anderson.
41. mín
"Það vantar herslumuninn í sóknaraðgerðir okkar manna hér," segir Gunnar Ormslev sem lýsir leiknum á Viaplay.
39. mín
Aftur finnur Albert sendingu á Mikael Anderson sem á skot en Simoncini lokar á hann og ver.

36. mín
Albert Guðmundsson í afskaplega góðu færi eftir lipran undirbúning frá Mikael Anderson en skalli Alberts framhjá.
34. mín
Danilo Ezequiel Rinaldi með skottilraun af löngu færi þar sem Patrik var kominn út úr markinu en skotið vel framhjá.
33. mín
Stefán Teitur með fína skottilraun frá vítateigboganum, rétt yfir markið.
32. mín
Hornspyrna. Ari Leifsson með skalla framhjá.
29. mín
Valgeir Lunddal með fyrirgjöf sem Mirko Palazzi kemur í burtu.
24. mín
VARIÐ Í STÖNGINA!

Albert Guðmundsson fær pláss og tíma og sækir fram, rennir boltanum til vinstri á Mikael Anderson sem á skot sem Simoncini ver í stöngina!
21. mín
Rautt spjald á markvarðaþjálfara San Marínó! Var eitthvað að láta í sér heyra á hliðarlínunni og Michael Fabbri dómari lyftir einfaldlega upp rauða spjaldinu!
17. mín
Atli Barkarson með fyrirgjöf en hittir boltann afleitlega og hann flýgur afturfyrir.
16. mín
San Marínó fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Matteo Vitaioli sem tekur spyrnuna stutt, fær boltann aftur en fyrirgjöf hans flýgur afturfyrir.
11. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Ísland)
Ísinn er brotinn og það er maðurinn með fyrirliðabandið!

Heimamenn hreinsa út úr teignum en beint á Aron Þrándar sem á hnitmiðað skot í hornið og markvörðurinn kemur ekki vörnum við.

Hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið.
11. mín
Ísland miklu meira með boltann en við höfum enn ekki fengið almennilegt marktækifæri í þennan leik.
7. mín
Aðeins rúmlega 300 miðar seldir á þennan leik í San Marínó.
6. mín Gult spjald: Mirko Palazzi (San Marínó)
Setti handlegginn út og stöðvaði Mikael Egil. Ísland fær aukaspyrnu.
4. mín
Andrea Gandoni með fyrirgjöf frá vinstri sem Patrik á ekki í nokkrum vandræðum með að grípa.
3. mín
Mikael Anderson með skottilraun en varnarmaður San Marínó náði að kasta sér fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn hófu leikinn. Fáum við markasúpu frá okkar liði í kvöld?

Uppstilling Íslands:
Patrik
Valgeir - Brynjar - Ari - Atli
Stefán - Aron (f) - Albert
Mikael - Sveinn Aron - Mikael
Fyrir leik
Verið að leika þjóðsöngvana. Íslenska liðið í hvítum treyjum og hvítum stuttbuxum í leiknum í kvöld. Allt að verða klárt fyrir fyrsta landsleik Íslands og San Marínó í sögunni.
Fyrir leik
Arnar Viðarsson þjálfari í viðtali við Viaplay:
"Ég vil fá orku, sigurvilja og aga frá liðinu í dag. Hlaupagetu. Þetta eru ellefu breytingar frá leiknum gegn Albaníu en allir leikmenn í hópnum vita hvaða hlutverki þeir gegna og hverju við ætlumst til af þeim. Leikurinn í dag er mikilvægur en svo byrjum við að undirbúa leikinn gegn Ísrael."
Fyrir leik
Allir búast við stórum sigri hjá Íslandi gegn neðsta liði heimslistans. "Stórslys" ef þessi leikur myndi tapast segir Kári Árnason í settinu hjá Viaplay.

Fyrir leik


Patrik Sigurður Gunnarsson er í markinu og leikur sinn fyrsta A-landsleik. Patrik er 21 árs gamall og leikur fyrir Viking í Noregi.
Fyrir leik
Aron Þrándar með fyrirliðabandið
Byrjunarlið Íslands er komið inn. Arnar Viðars gerir alls ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá 1-1 jafnteflinu gegn Albaníu í Þjóðadeildinni á mánudaginn. Aron Elís Þrándarson er með fyrirliðabandið og Albert Guðmundsson er meðal byrjunarliðsmanna.

Fyrir leik
Ég var að renna yfir leikmannahóp San Marínó. Landsleikjahæstur er sóknarmaðurinn Matteo Vitaioli sem spilar fyrir Tropical Coriano. Hann hefur spilað 74 leiki og skorað eitt mark. Reyndar er enginn í hópnum hjá San Marínó sem hefur skorað meira en eitt landsliðsmark.
Fyrir leik


Spilað verður á þjóðarleikvangi San Marínó í Serravalle. Leikvangur sem tekur 6.664 en í San Marínó búa alls tæplega 34 þúsund íbúar.
Fyrir leik


Albert Guðmundsson hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann var ónotaður varamaður í jafnteflinu gegn Albaníu á Laugardalsvelli. Hann virkaði þó léttur, ljúfur og kátur á æfingu í San Marínó í gær.
Fyrir leik


Það er reynslumikill ítalskur dómari sem dæmir, Michael Fabbri sem hefur dæmt fjölmarga leiki í efstu deild á Ítalíu.
Fyrir leik


Lélegasta landslið heims
Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A-landsliðum karla en San Marínó er í 211. sæti á styrkleikalista FIFA, neðsta sæti. Talað hefur verið um San Marínó sem lélegasta landslið í fótboltasögunni en liðið hefur aðeins einu sinni unnið opinberan leik, það var 1-0 gegn Liechtenstein 2004.

Liðið hefur fengið á sig 4,2 mörk að meðaltali í leik.

Leikur San Marínó og Íslands kemur í stað leiks íslenska liðsins við Rússland í B-deild Þjóðadeildar UEFA, sem fara átti fram á morgun.
Fyrir leik
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi Íslands fyrir þennan leik. Birkir Bjarnason, Hörður Björgvin Magnússon og Alfons Sampsted fara ekki með liðinu til San Marínó og Bjarki Steinn Bjarkason var með U21 landsliðinu í gær.

Inn í hópinn fyrir leikinn við San Marínó koma Jason Daði Svanþórsson, Damir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki, og Júlíus Magnússon úr Víkingi.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn,

Það er komið að þriðja leik Íslands af fjórum í þessum landsleikjaglugga, vináttuleik á útivelli gegn San Marínó sem verður í beinni útsendingu á Viaplay.

Næsta mánudag spilar íslenska liðið seinni leik sinn gegn Ísrael í Þjóðadeild UEFA og verður hann á Laugardalsvelli klukkan 18:45.
Byrjunarlið:
12. Patrik Gunnarsson (m)
2. Atli Barkarson
4. Ari Leifsson
6. Brynjar Ingi Bjarnason ('87)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('70)
10. Albert Guðmundsson ('87)
15. Aron Elís Þrándarson ('87)
16. Stefán Teitur Þórðarson
17. Valgeir Lunddal Friðriksson
18. Mikael Anderson
23. Mikael Egill Ellertsson ('70)

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
6. Damir Muminovic ('87)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('87)
8. Arnór Sigurðsson
10. Ísak Bergmann Jóhannesson
10. Hákon Arnar Haraldsson
11. Jón Dagur Þorsteinsson
11. Jason Daði Svanþórsson ('70)
19. Júlíus Magnússon ('87)
20. Daníel Leó Grétarsson
20. Þórir Jóhann Helgason
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('70)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: