
Keflavík
1
0
Stjarnan

Elín Helena Karlsdóttir
'47
1-0
14.06.2022 - 19:15
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Skýjað, smá blástur og hiti um 12 gráður. Völlurinn ágætur
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Maður leiksins: Samantha Leshnak Murphy
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Skýjað, smá blástur og hiti um 12 gráður. Völlurinn ágætur
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Maður leiksins: Samantha Leshnak Murphy
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
Amelía Rún Fjeldsted
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Elfa Karen Magnúsdóttir
('79)

7. Silvia Leonessi
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)

14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir

24. Anita Lind Daníelsdóttir
34. Tina Marolt
Varamenn:
13. Sigrún Björk Sigurðardóttir (m)
3. Gyða Dröfn Davíðsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
13. Kristrún Blöndal
20. Saga Rún Ingólfsdóttir
('79)

22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ljiridona Osmani
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Tanía Björk Gísladóttir
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
Gul spjöld:
Kristrún Ýr Holm ('88)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík vinnur sinn fyrsta sigur frá því í annari umferð gegn liði Stjörnunar sem mun naga sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin sín í dag.
Viðtöl og skýrsla væntanleg í kvöld.
Viðtöl og skýrsla væntanleg í kvöld.
96. mín
Caroline með tvær rosalegar tæklingar og setur boltann út af. Keflavík að verja stigin með öllu sem þær eiga.
94. mín
Tina fær boltann í andlitið af stuttu færi frá Elínu markaskorara og steinliggur. Fljót á fætur samt eftir að hafa unnið nokkrar sekúndur.
93. mín
Gyða Kristín að sleppa í gegnum vörn Keflavíkur en Samantha með frábærlega tímasett úthlaup og handsamar boltann af tánum á henni.
91. mín
Skotið beint í vegginn frá Önu sem fær boltann aftur, keyrir inn á teiginn og leggur hann fyrir Amelíu sem rétt missir af boltanum í úrvalsfæri.
90. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað, komið fram í uppbótartíma sem við skjótum á að sé klassískar þrjár mínútur.
88. mín
Gult spjald: Kristrún Ýr Holm (Keflavík)

Brot á miðjum vellinum og stöðvar skyndisókn. Skynsamt spjald að taka á sig.
83. mín
Tina Marholt með fínasta skotfæri af 20 metrum en skotið helst til laust og Chante vel á verði.
81. mín
Gult spjald: Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)

Lætur Steinar aðeins heyra það og uppsker gult spjald.
79. mín

Inn:Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík)
Út:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík)
Keflavík fyrst til að skipta
77. mín
Jasmin finnur Katrínu í teignum sem nær að snúa og skjóta en boltinn framhjá markinu.
Gestirnir verið að finna færin en ekki nýtt þau.
Gestirnir verið að finna færin en ekki nýtt þau.
77. mín
Aftur Gyða, nú með skot úr D-boganum en boltinn beint á Samönthu sem fyrr sem staðsetur sig vel.
75. mín
Gyða Kristín í dauðafæri inn í markteig en setur boltann beint í hendurnar á Samönthu!
Svona færi verða að nýtast.
Svona færi verða að nýtast.
72. mín
Aftur Samantha!
Að mér sýnist Málfríður með skallann eftir hornið en Samantha með alvöru viðbragð og ver með tilþrifum.
Að mér sýnist Málfríður með skallann eftir hornið en Samantha með alvöru viðbragð og ver með tilþrifum.
71. mín
Úlfa Dís með skot af löngu færi sem Samantha gerir vel í að verja í horn. Stefndi í bláhornið.
69. mín
Hár bolti frá Silvíu stefnir í fjærhornið á marki Stjörnunar, það hár samt að Chante stendur og bíður heillengi eftir því að geta gripið boltann næsta örugglega.
67. mín
Darraðadans í teig Keflavíkur eftir fínan sprett Betsy en boltinn á endanum í fang Samönthu.
63. mín
Gestirnir að reyna auka sóknarþunga sinn, ekki að undra missa 2.sæti deildarinnar til ÍBV um stund í það minnsta fari leikurinn svona og missa annað hvort Breiðablik eða Þótt uppfyrir sig sömuleiðis eftir því hvernig sá leikur fer.
52. mín
Betsy með skot sem ég fæ ekki betur séð en fari í hendi varnarmanns en Steinar gerir enga athugasemd. Líkamsstaða og allt það eðlileg líklega að hans mati.
51. mín
Elfa Karen með stórhættulegan bolta inn á markteig en Amelía hársbreidd frá því að ná að sneiða boltann í netið.
Það er meira fjör hér í upphafi síðari hálfleiks.
Það er meira fjör hér í upphafi síðari hálfleiks.
49. mín
Arna Dís lá í teignum eftir markið og þurfti aðhlynningu, er komin á fætur og virðist í lagi.
47. mín
MARK!

Elín Helena Karlsdóttir (Keflavík)
Hornspyrnan tekinn inn á markteiginn, dettur þar niður dauður í teignum og Elín fljótust að átta sig. Setur boltann af stuttu færi í netið á milli fóta tveggja varnarmanna.
Þökkum kærlega fyrir leiðréttingu úr stúkunni en það var Elín Helena sem skoraði fyrir Keflavík en ekki Caroline. Rétt skal vera rétt
Þökkum kærlega fyrir leiðréttingu úr stúkunni en það var Elín Helena sem skoraði fyrir Keflavík en ekki Caroline. Rétt skal vera rétt
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik hér í Keflavík. Gestirnir heilt yfir verið líklegri en Keflavík átt sínar sóknir.
Leikurinn þó eins og stundum vill verða svona næstum því leikur. Vantar þessu síðustu sendingu eða góða móttöku til þess að skapa afgerandi færi.
Leikurinn þó eins og stundum vill verða svona næstum því leikur. Vantar þessu síðustu sendingu eða góða móttöku til þess að skapa afgerandi færi.
45. mín
Katrín liggur eftir viðskipti við Kristrúnu, sá nú ekki að það væri neitt brot í þessu en Kristrún fór sannarlega í hana af hörku.
Katrín fljót á fætur þó.
Katrín fljót á fætur þó.
35. mín
Kristrún Ýr bjargar á línu frá Jasmín, sú síðarnefnda reyndar vel rangstæð og flaggið þar með fljótt á loft en Kristrún tekur enga sénsa og neglir boltanum frá.
33. mín
Dröfn með hættulegan bolta fyrir markið, Amelía skallar en boltinn í varnarmann og afturfyrir.
Keflavík með horn sem ekkert verður úr.
Keflavík með horn sem ekkert verður úr.
27. mín
Sú hornspyrna beint í hliðarnetið.
Gestirnir mikið líklegri þennan fyrsta tæpa hálftíma.
Gestirnir mikið líklegri þennan fyrsta tæpa hálftíma.
26. mín
Aftur Katrín eftir klaufagang í öftustu línu Keflavíkur en skotið í varnarmann og afturfyrir. Stjarnan með hornspyrnu.
Hár bolti dettur niður á fjærstöng en varnarmenn fyrstir að átta sig og koma boltanum í annað horn.
Hár bolti dettur niður á fjærstöng en varnarmenn fyrstir að átta sig og koma boltanum í annað horn.
25. mín
Dugnaður Katrínar skilar skotfæri fyrir Stjörnuna, berst með kjafti og klóm fyrir boltanum gegn Caroline og Elínu og hefur betur, en skot hennar yfir markið.
22. mín
Ágæt sóknarlota Keflavíkur sem heldur boltanum hátt á vellinum, sóknin endar með skoti frá Önu í varnarmann og þaðan í fang Chante í marki Stjörnunar.
16. mín
Skyndisókn Keflavíkur, Ana Paula finnur Silviu í svæði úti til vinstri, hún finnur Amelíu við teiginn sem lætur vaða í átt að marki en skotið vel framhjá markinu.
14. mín
Enn Stjarnan, Katrín í úrvalsfæri í teignum eftir undirbúning Betsy en hittir ekki boltann. Keflavík hreinsar í kjölfarið.
13. mín
Gestirnir fá að rúlla boltanum sín á milli við teig Keflavíkur, Jasmín að endingu með skot að marki en boltinn framhjá stönginni.
5. mín
Betsy í færi eftir flikk innfyrir frá Katrínu en Samantha sem fyrr vel á verði og ver.
2. mín
Jasmín Erla ein í gegn en Samantha ver!
Frábært spil Stjörnunar sendir Jasmín í gegnum um miðja vörn Keflavíkur en henni tekst ekki að koma boltanum fram hjá Samönthu.
Gestirnir halda pressunni og setja boltann aftur inn á teiginn en laust skot Katrínar endar í fangi markvarðarins.
Frábært spil Stjörnunar sendir Jasmín í gegnum um miðja vörn Keflavíkur en henni tekst ekki að koma boltanum fram hjá Samönthu.
Gestirnir halda pressunni og setja boltann aftur inn á teiginn en laust skot Katrínar endar í fangi markvarðarins.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimakonur sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir i A-deild
Fjórtán sinnum hafa liðin leikið sín á milli í A-deild frá aldamótum.
Fjórum sinnum hefur Keflavík tekið öll stigin, þrisvar sinnum hafa liðin sæst á skiptan hlut og sjö sinnum hafa stigin þrjú farið í Garðabæinn.
Markatalan er svo 32-25 Stjörnunni í vil.
Í fyrra gerðu liðin 0-0 jafntefli í fyrri leik sínum en þann seinni vann Garðarbæjarliðið 2-1 þar sem Arna Dís Arnþórsdóttir gerði sigurmark Stjörnunar undir lok leiks.
Fjórtán sinnum hafa liðin leikið sín á milli í A-deild frá aldamótum.
Fjórum sinnum hefur Keflavík tekið öll stigin, þrisvar sinnum hafa liðin sæst á skiptan hlut og sjö sinnum hafa stigin þrjú farið í Garðabæinn.
Markatalan er svo 32-25 Stjörnunni í vil.
Í fyrra gerðu liðin 0-0 jafntefli í fyrri leik sínum en þann seinni vann Garðarbæjarliðið 2-1 þar sem Arna Dís Arnþórsdóttir gerði sigurmark Stjörnunar undir lok leiks.

Fyrir leik
Helena spáir
Helena Ólafsdóttir fyrrum landsliðsþjálfari og núverandi þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport var fengin til þess að spá í spilin fyrir þessa níundu umferð deildarinnar. Um leikinn í Keflavík sagði hún.
Stjarnan hefur verið á flugi og mun vera það áfram. Held að þær muni varla hvernig er að tapa leik enda hafa þær unnið síðustu fjóra leiki sína eftir að hafa átt erfiða leiki gegn Val og Breiðablik. Þær vita hvað er undir því liðið sem er á toppnum Valur á leik gegn Selfossi og gæti tapað stigum þar. Það gæti sett Stjörnuna í góða stöðu ef þær vinna í Keflavík og þær vilja ekki klikka á sínum leik. Keflavík sem byrjaði þetta mót að krafti mun að ég held ekki komast á sigurbraut í dag.
Helena Ólafsdóttir fyrrum landsliðsþjálfari og núverandi þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport var fengin til þess að spá í spilin fyrir þessa níundu umferð deildarinnar. Um leikinn í Keflavík sagði hún.
Stjarnan hefur verið á flugi og mun vera það áfram. Held að þær muni varla hvernig er að tapa leik enda hafa þær unnið síðustu fjóra leiki sína eftir að hafa átt erfiða leiki gegn Val og Breiðablik. Þær vita hvað er undir því liðið sem er á toppnum Valur á leik gegn Selfossi og gæti tapað stigum þar. Það gæti sett Stjörnuna í góða stöðu ef þær vinna í Keflavík og þær vilja ekki klikka á sínum leik. Keflavík sem byrjaði þetta mót að krafti mun að ég held ekki komast á sigurbraut í dag.

Fyrir leik
Tríóið
Steinar Berg Sævarsson er dómari leiksins og honum til halds og trausts eru þeir Guðmundur Valgeirsson og Hreinn Magnússon. Með þeirra störfum fylgist svo eftirlitsmaður KSÍ Ólafur Ingi Guðmundsson.
Steinar Berg Sævarsson er dómari leiksins og honum til halds og trausts eru þeir Guðmundur Valgeirsson og Hreinn Magnússon. Með þeirra störfum fylgist svo eftirlitsmaður KSÍ Ólafur Ingi Guðmundsson.

Fyrir leik
Keflavík
Eftir fína fyrstu leiki í mótinu hefur Keflavík fatast flugið, góðu fréttirnar eru þó þær að liðið er farið að skora mörk að nýju og finni það leið til að loka vörninni eru þær til alls líklegar.
Liðið hefur þó ekki unnið leik síðan í annari umferð og þarf að fara að setja fleiri stig á töfluna og freista þess að slíta sig lengra frá liðunum í fallsætum.
Eftir fína fyrstu leiki í mótinu hefur Keflavík fatast flugið, góðu fréttirnar eru þó þær að liðið er farið að skora mörk að nýju og finni það leið til að loka vörninni eru þær til alls líklegar.
Liðið hefur þó ekki unnið leik síðan í annari umferð og þarf að fara að setja fleiri stig á töfluna og freista þess að slíta sig lengra frá liðunum í fallsætum.

Fyrir leik
Stjarnan
Gestirnir úr Garðabæ geta vel við unað nú þegar mótið er að verða hálfnað. Annað sæti deildarinnar með sextán stig þremur á eftir toppliði Vals eftir 8 leiki er vel viðunandi árangur að svo stöddu.
Liðið hefur spilað vel að undanförnu og hefur unnið fjóra leiki í röð og á góðan möguleika á að bæta þeim fimmta í safnið í kvöld og halda pressunni á Val sem er á leið í erfiðan leik á Selfossi.
Gestirnir úr Garðabæ geta vel við unað nú þegar mótið er að verða hálfnað. Annað sæti deildarinnar með sextán stig þremur á eftir toppliði Vals eftir 8 leiki er vel viðunandi árangur að svo stöddu.
Liðið hefur spilað vel að undanförnu og hefur unnið fjóra leiki í röð og á góðan möguleika á að bæta þeim fimmta í safnið í kvöld og halda pressunni á Val sem er á leið í erfiðan leik á Selfossi.

Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
('89)

8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
('85)

10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
('89)

18. Jasmín Erla Ingadóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir

30. Katrín Ásbjörnsdóttir
- Meðalaldur 15 ár
Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir
('89)

5. Eyrún Embla Hjartardóttir
9. Birna Jóhannsdóttir
9. Alexa Kirton
('85)

14. Snædís María Jörundsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir
('89)

25. Rakel Lóa Brynjarsdóttir
- Meðalaldur 22 ár
Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Gul spjöld:
Málfríður Erna Sigurðardóttir ('81)
Rauð spjöld: