Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
ÍA
1
1
FH
Kaj Leo Í Bartalstovu '49 1-0
1-1 Matthías Vilhjálmsson '76
Davíð Snær Jóhannsson '77
21.06.2022  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Kalt, hvasst og blautt. Eins og það á vera upp á skaga
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
7. Christian Köhler ('46)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
16. Brynjar Snær Pálsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('84)
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson
4. Hlynur Sævar Jónsson
5. Wout Droste ('46)
8. Hallur Flosason
20. Guðmundur Tyrfingsson
22. Benedikt V. Warén
32. Garðar Gunnlaugsson ('84)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Arnar Már Guðjónsson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Oliver Stefánsson ('62)
Brynjar Snær Pálsson ('82)
Wout Droste ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið í miklum hitaleik. Líkast til sanngjörn úrslit en báðir þjálfarar örugglega fúlir að hafa ekki náð að klára þetta.

Skýrslur og viðtöl koma seinna í kvöld.
93. mín
Brynjar Snær með algjört þrumu skot sem fer frekar beint á Arla Gunnar en hann þarf samt að hafa sig allan við að verja því það var bara það fast.
90. mín
Það vera að minnsta kosti 3 mínútur í uppbótartíma.
89. mín Gult spjald: Wout Droste (ÍA)
Mjög snyrtilega gert hjá Birni hvernig hann fer famhjá honum.
88. mín
Matti Vill alveg brjálæður vill fá víti eftir að Oliver dettur niðrí teig. Mér fannst þetta rétt dæmt hjá Pétri.
86. mín
Hvernig fór þetta ekki inn

Atli Gunnar í stökustu vandræðum eftir horn frá Kaj Leo sem er mjög nálægt markinu. Boltinn skoppar eiginlega meðfram línunni áður en FH nær að hreinsa.
85. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Mikill hiti kominn í leikinn hérna.
84. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
Reynslunni er treyst fyrir því að reyna að krækja í sigurinn.
83. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
82. mín
Skagamenn herja að marki FH og skapa gott færi fyrir Gísla Laxdal en FH-ingar eru fljótir að loka og skotið hans í varnarmann.
82. mín Gult spjald: Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
77. mín Rautt spjald: Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Þetta var ljótt og hárrétt dæmt!

Davíð er að reka boltann á miðjum vellinum, missir hann síðan of langt frá sér og fer svo með sólan á undan sér í Steinar þegar hann er að reyna ná boltanum aftur.
76. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
Þarna nýttu FH-ingar loksins fast leikatriði

Björn Daníel tekur hornspyrnuna beint á kollinn á Matta og skallinn hans er frábær í hornið.
74. mín
FH fær aukapsyrnu hægra megin við teginn. Fyrsti séns á færi í töluverðan tíma.

Björn Daníel setur boltann fyrir en það er skallað aftur fyrir. Horn.

Davíð tekur hornið og það fer beint afturfyrir. Markspyrna.
71. mín
Gísli Laxdal með skelfilegt skot fyrir utan teig. Hefði líkast til ekki farið inn þó að markið hefði verið tvöfalt.
68. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Eitthvað þarf Eiður að gera til að breyta stöðunni
68. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
64. mín
Eyþór Wöhler með mjög lúmskt skot fyrir utan teig sem Atli Gunnar þarf að hafa svolítið fyrir að verja.
62. mín Gult spjald: Oliver Stefánsson (ÍA)
Of seinn í Kidda.
58. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Stoppar Gísla Laxdal en þeir voru hvorugir nálægt boltanum. Algjör óþarfi.
53. mín
FH-ingar alveg með allt niðrum sig eins og stendur.

Eggert reynir sendigu fram völlinn en hún er alveg skelfileg og Gísli kemst inn í hana. Hann geysist svo upp kantinn og kemur með sendinguna fyrir en það var enginn skagamaður í teignum til að klára.
49. mín MARK!
Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
Það hreinlega gerist ekki klaufalegra!!!

Gummi Kri sendir boltann til baka á Atla Gunnar í markinu og hann tekur svo rosalega þunga snertingu að hann gefur boltann hreinlega á Kaj Leo sem krullar svo boltann framhjá honum.

Nú hljóta FH-ingar að sakna Gunnars Nielsen
46. mín
Inn:Wout Droste (ÍA) Út:Christian Köhler (ÍA)
Eina skiptingin í hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn farinn af stað og við vonumst eftir mörkum.
45. mín
Hálfleikur
Þá er þessi fyrri hálfleikur búinn og ég hef séð þá skemmtilegri. FH dominerar boltann og skagamenn reyna að skapa hættu með skyndisóknum en það gengur erfiðlega hjá báðum liðum í þessum aðstæðum þar sem það er bæði mjög blautt og mikill vindur.

Við sjáumst eftir korter.
42. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri kantinum sem Vuk reynir að pota í netið en hann dettur aðeins úr jafnvægi og kemur bara sólanum í boltann og
boltinn fer þá eiginlega aftur fyrir hann.
38. mín
FH fær aukaspyrnu hægra megin við teginn.

Davíð tekur spyrnuna sem endar Kidda Frey en hann rennur á blauta grasinu og skagamenn ná að hreinsa.
33. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Groddaraleg tækling á Kaj Leo
30. mín
ÍA nær annari fínni sókn sem endar í skoti fyrir utan teig í þetta sinn frá Gísla Laxdal en Atli Gunnar ver það auðveldlega.
28. mín
Kaj Leo með skot fyrir utan teig sem fer framhjá. Fín skyndisókn frá ÍA
26. mín
FH fær hornspyrnu sem skapar svakalegan darraðadans inn í teig. Sóknin endar með skoti frá Matta Vill sem er varið af Árna í markinu.
25. mín
FH er komið á ágætt ról þegar kemur að því að halda boltanum. Þeir hafa ekki skapað neitt mjög hættulegt hingað til en líkur á því að það komi bráðum.
21. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er FH-inga.

FH spilar það stutt og þeir taka eina fléttu beint af æfingasvæðinu. Sundurspila ÍA vörnina og þegar komið er nálægt markinu þá dettur Lennon við og biður um víti en það hefði verið rangur dómur.
17. mín
Leikurinn búinn að vera nokkuð lokaður hingað til. Gengur erfiðlega að búa til góð færi.
12. mín
Nú fá Skagamenn aukaspyrnu í góðri fyrirgjafastöðu hægra megin við teginn.

Kaj leo tekur og spyrnan er fantagóð en boltinn siglir framhjá öllum og fer afturfyrir í markspyrnu.
8. mín
FH fær aukaspyrnu vinstra megin við teginn. Fín fyrigjafa staða.

Davíð Snær tekur spynruna og boltinn færist á Ástbjörn sem á fast skot en það eru of margir skagamenn fyrir og ÍA nær að hreinsa.
5. mín
Grasið er mjög blautt hér á skaganum eftir rigningu í dag og menn eru enn aðeins að átta sig á hvernig er best að takast við það.
3. mín
Lið ÍA:
Árni
Jón Gísli-Davey-Oliver-Vall
Steinar-Köhler-Brynjar Snær
Kaj Leo-Eyþór-Gísli
3. mín
Lið FH:
Atli Gunnar
Ástbjörn-Eggert-Guðmundur-Ólafur
Matthías-Logi-Kristinn
Davíð-Lennon-Vuk

Áhugavert að Matthías Vilhjálmsson virðist vera á miðjunni.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er veislan hafin í kuldanum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og Eiður gerir breytingar

Jón Þór þjálfari ÍA breytir liði sínu ekki neitt frá jafnteflinu við KR enda spiluðu þeir góðan leik. Það er þó athyglisvert að Árni Snær Ólafsson byrji leikinn í markinu þar sem hann fékk ljótt högg rétt undir augað í síðasta leik.

Eiður Smári gerir 4 breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Leikni í síðustu umferð. Það eru þeir Ástbjörn Þórðarson, Steven Lennon, Davíð Snær Jóhannsson og Vuk Óskar Dimitrijevic sem koma inn í liðið og þá setjasta Lasse Petry, Finnur Orri Margeirsson, Baldur Logi Guðlaugsson og Máni Austmann Hilmarsson á bekkinn.
Eiður setur traust sitt í Ástbjörn
Fyrir leik
Dómari leiksins

Pétur Guðmundsson er með flautuna í kvöld og honum til halds og trausts verða Oddur Helgi Guðmundsson og Kristján Már Ólafs með flöggin.

Eftirlitsmaður er Viðar Helgason og varadómari er Þorvaldur Árnason.
Fyrir leik
6 stiga leikur?

FH lítur ekki á sjálfa sig eins og fallbaráttulið en staðreyndin er sú að þeir sitja í 9.sæti með 8 stig eftir 9 leiki. ÍA er einu stigi á eftir FH í 10. sæti.

Það er bjartsýni í Krikanum eftir ráðninguna á Eiði Smára en það er stórt verk að vinna. Það er kominn 8 stiga munur á FH og liðinu í 6. sæti sem er KR og það hlýtur að vera markmið FH að vera í efri hlutanum.

ÍA hefur líka verið í basli í sumar en þó líklega með aðeins hógværarari markmið. Þeir eru 3 stigum frá fallsæti og með sigri í dag gætu þeim farið að líða aðeins betur í fallbaráttunni.
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir

Þessi lið mættust þrisvar á síðasta tímabili en þá vann FH báða leikina í deild en þeir fóru 0-3 og 5-1 og því kannski von á markaleik í dag. Hinsvegar tók ÍA bikarsigur en sá leikur fór 1-0.
Fyrir leik
Eiður Smári tekinn við í krikanum

FH gerði 2-2 jafntefli við Leikni síðastliðinn fimmtudag og það var nóg til þess að Óli Jóh og Sigurbjörn Hreiðarsson voru látnir taka poka sinn á dramatískan hátt strax eftir leik.

Stjórnin í FH voru fljótir að ráða nýjan mann inn en það er goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen sem tekur við. Aðstoðarmaður hans verður Sigurvin Ólafsson sem hefur verið aðstoðarþjálfari í KR og aðalþjálfari KV hingað til í sumar.

Eiður Smári var þjálfari FH á þarsíðasta tímabili þar sem hann ásamt Loga Ólafssyni náðu góðum árangri. Þeir unnu 11 af 15 leikjum auk þess að Eiður var mjög vel liðinn af leikmönnum liðsins. Eiður hætti hjá FH til þess að verða aðstoðarþjálfari landsliðsins eftir það tímabil.

Fyrir leik
Skagamenn að finna skotskónna

ÍA gerði 3-3 jafntefli í síðasta leik gegn KR og þóttu betra liðið af mörgum. Fremstu 3 voru sérstaklega góðir fyrir ÍA í þeim leik en varnarvinnan lék þá aftur grátt þar sem þeir hafa fengið á sig 20 mörk í 9 leikjum sem er næst versti árangurinn í deildinni í ár.

Eyþór Aron Wöhler skoraði tvisvar gegn KR og lagði einu sinni upp.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA gegn FH frá Skipaskaga.

Leikurinn hefst klukkan 19:15
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon ('83)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson ('68)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Davíð Snær Jóhannsson
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('68)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Heiðar Máni Hermannsson (m)
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Björn Daníel Sverrisson ('68)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('68)
19. Lasse Petry
22. Oliver Heiðarsson ('83)
23. Máni Austmann Hilmarsson

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('33)
Davíð Snær Jóhannsson ('58)
Eggert Gunnþór Jónsson ('85)

Rauð spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('77)