Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
4
0
KR
Viktor Karl Einarsson '24 1-0
Höskuldur Gunnlaugsson '39 , víti 2-0
Ísak Snær Þorvaldsson '55 3-0
Jason Daði Svanþórsson '59 4-0
23.06.2022  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Bölvað rok en sólin skín
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1679
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
3. Oliver Sigurjónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson ('68)
14. Jason Daði Svanþórsson ('83)
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('68)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Elfar Freyr Helgason
10. Kristinn Steindórsson ('68)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('83)
15. Adam Örn Arnarson
24. Galdur Guðmundsson
30. Andri Rafn Yeoman
67. Omar Sowe ('68)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Óskar Hrafn Þorvaldsson ('30)
Dagur Dan Þórhallsson ('47)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórsigur Blika hér í kvöld, tveir sigrar í röð hjá Grænum gegn KA og núna KR eftir tapið gegn Val, sterkt.

Þakka samfylgdina í kvöld, minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir !
90. mín
Hefur verið lítið að frétta ansi lengi, Blikarnir bara saddir held ég og KR ekki náð að gera mikið
90. mín
Ljubisic með sendingu á fjær þar sem að Kjartan Henry vinnur skallaeinvígi við Höskuld en skallar beint í hendurnar á Antoni Ara
88. mín
85. mín
Beitir að leika sér að eldinum!

Fær boltann aftast og er alltof lengi að hamra fram og Anton Logi pressar hann vel og Beitir hreinsar í Anton og yfir markið!
83. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
80. mín
Inn:Stefan Ljubicic (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
77. mín
Fyrirgjöf inn á teig þar sem að boltinn er skallaður út í teiginn á Kjartan Henry sem reynir skot í fyrsta á lofti en skotið er yfir!

Góð tilraun samt, hitti hann ágætlega!
75. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
72. mín
1679 áhorfendur mættir!

Vel gert miðað við það sé ekkert spes veður úti!
69. mín
Atli Sigurjóns með frábært skot fyrir utan teig sem Anton Ari ver vel í markinu!

Atli verið lang lang lang besti maður KR
68. mín
Inn:Pontus Lindgren (KR) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
68. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
68. mín
Inn:Omar Sowe (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
68. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
65. mín
Kennie í dauðafæri!!!

Atli Sig með eina utanfótar snuddu inn fyrir á Kennie sem er ekki rangstæður og kemst einn gegn Antoni Ara, Kennir reynir skot með jörðinni en Anton Ari ver þetta virkilega vel!
62. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Hallur Hansson (KR)
Það sést bara á Kjartani Henry hvað hann nennir ekkert að koma inn á hérna

Ef ég kann eitthvað að lesa í líkamstjáningu...
62. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Það sést bara á Kjartani Henry hvað hann nennir ekkert að koma inn á hérna

Ef ég kann eitthvað að lesa í líkamstjáningu...
60. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (KR)
59. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
ÞAÐ FELLUR ALLT MEÐ BREIÐABLIK!!!

Dagur Dan er fyrir utan teiginn, gefur á Oliver sem gefur á Ísak sem gefur boltann á Jason og Jason á skot sem fer í Arnór Svein og lekur þaðan í fjærhornið í stöngina og inn!!!

ÞAÐ ER 4-0 DÖMUR OG HERRAR!!
55. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Mikkel Qvist
ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞESSU!!!

Höggi með hornspyrnu sem Mikkel skallar í átt að marki, það verður klafsl í teignum sem endar svo á því að Ísak mokar boltanum yfir línuna!!

Óumflýjanlegt að þessi gaur! væri að fara skora í þessum leik
53. mín
FÆRI!

Gísli með bestu óvart sendingu sem ég hef séð á Dag Dan sem kemst einn gegn Arnóri, fer einn á teiginn á vinstri fótinn sinn og á skot sem Beitir ver, Viktor Karl reynir að fylgja á eftir en er dæmdur rangstæður!
49. mín
Jason Daði prjónar sig í gegnum tvo varnarmenn KR-inga og á skot sem Arnór Sveinn Aðalsteinsson fer fyrir!
47. mín Gult spjald: Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
46. mín
Seinni farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Jæja þá flautar Erlendur til hálfleiks og staðan 2-0 fyrir grænum, bæði lið búin að fá færi það er klárt!

Byrjum aftur eftir korter!
44. mín
40. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
39. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
FYRIRLIÐINN!!!!

Setur boltann fast í vinstra hornið, Beitir fer í rétt horn en það er bara ekki nógu gott, frábær spyrna hjá Högga!!

2-0
37. mín
BLIKAR FÁ VÍTI!!!!!

Viktor Karl keyrir í átt að teignum og reynir sendingu ætlaða Jasoni, Jason missir af honum en Ísak heldur áfram og kemst á undan Beiti í boltann og Beitir keyrir hann niður!!!
36. mín
KR-ingar færast nær!

Atli með hornspyrnu á nærsvæðið beint inn á markteig og pálmi skallar yfir
32. mín
Atli Sigurjóns kemst einn gegn Mikkel Q í teignum og reynir skot með hægri en fer af Mikkel í hliðarnetið!

KR búnir að skapa sér góða sénsa!
31. mín Gult spjald: Hallur Hansson (KR)
30. mín Gult spjald: Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðablik)
Óskar allt annað en sáttur við Erlend
29. mín
Ja hérna hér það er bara skrítið að Finnur Tómas sé ekki farinn út af, fer í 50/50 bolta gegn Gísla Eyjólfs en er bara aðeins of seinn í Gísla en fær ekki gult þar sem Finnur lenti sjálfur í höggi...
27. mín
Alfreð Finnboga meðal manna á Kópavogsvelli, goðsögn í Smáranum auðvitað
24. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Dagur Dan Þórhallsson
Finnur Tómas í braaaasi !!!!

Finnur Tómas fær boltann í vörninni og ætlar að koma með ´diagonal´ bolta yfir á Aron Kristófer Lárusson en gefur beint á Jason Daða sem keyrir í átt að teignum, rennir boltanum einum til hliðar á Viktor Karl sem á skot sem Beitir ver í vinkilinn í netið!!!

Blikar komnir hér yfir!!!
22. mín
Atli Sig með hornspyrnu frá vinstri inn á teig sem Hallur Hansson skallar að marki Blika en Anton Ari handsamar þetta!

Blikarnir verið hikstandi hingað til meðan að KR-ingar eru að sækja í sig veðrið!
16. mín
Atli Sigurjóns reynir skot frá miðju þar sem Anton Ari var nokkuð framarlega en skotið er ekki nógu gott!

Um að gera að reyna þetta!
11. mín
Kr-ingar vinna boltann af Blikum rétt fyrir utan teig Blika, Ægir Jarl fær boltann inn í teig en á laust skot framhjá markinu

Ekki mikil sannfæring í þessu skoti
10. mín
Eftir að skoðað þetta í sjónvarpinu þá leit þetta ansi illa út og ég er ekki frá því ef það væri 67. mínúta frekar en 7. mínúta hefði þetta verið rautt spjald...
7. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Blikar vilja rautt!!!!

Dagur Dan með stungusendingu á Ísak sem kemst eiginlega einn fyrir og Finnur Tómas fer bara ofan á bakið á honum og rífur hann niður

Blikar alls ekki sáttir með Erlend þarna og viltu annan lit á spjaldið!!
5. mín
SLÁIN!!!

Höskuldur fer inn á völlinn og reynir sendingu inn á teiginn þar sem Gísli er, boltinn hrekkur af varnarmanni KR-inga og þaðan hrekkur boltinn til Ísaks Snæs sem á skot í slánna!!

Kr-ingar hreinsa svo burt...
2. mín
KR Í FÆRI!

Sigurður Bjartur keyrir upp vinstri vænginn og á fyrirgjöf á Kennie sem er aleinn í teignum og á hörkuskot beint á Anton Ara sem ver þetta!

Blikarnir sofandi..
1. mín
Leikur hafinn
Þessi stórleikur er farinn af stað!

Megi þessi leikur vera algjör veisla!
Fyrir leik
Líklegar uppstillingar:
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Byrjunarliðin: Qvist byrjar og Kjartan Henry á bekknum
Breiðablik vann 4-1 sigur gegn KA á mánudag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, gerir tvær breytingar á liði sínu. Damir Muminovic tekur út leikbann og þá tekur Anton Logi Lúðvíksson sér sæti á bekknum. Inn í liðið koma þeir Mikkel Qvist og Oliver Sigurjónsson. Mikkel er að byrja sinn fyrsta keppnisleik fyrir Breiðablik. Kristinn Steindórsson snýr til baka í leikmannahóp Blika eftir meiðsli.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn Stjörnunni á mánudag. Grétar Snær Gunnarsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og inn í liðið kemur Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Sigurður Bjartur Hallsson kemur þá inn í liðið fyrir Kjartan Henry Finnbogason sem tekur sér sæti á bekknum.
Sigurður Bjartur byrjar
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Erlendur með flautuna
Erlendur Eiríksson er með flautuna í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Sveinn Þórður Þórðarson. Halldór Breiðfjörð Jóhannsson er eftirlitsmaður KSÍ og Egill Arnar Sigurþórsson er skiltadómari.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Atli skorað í tveimur leikjum í röð
Atli Sigurjónsson hefur skorað tvö mörk í sumar í liði KR og hafa þau komið í síðustu tveimur leikjum.

Fyrst skoraði hann með föstu vinstri fótar skoti á nærstöngina þegar KR gerði jafntefli við ÍA fyrir rúmri viku síðan. Svo, eins og fyrr segir, skoraði hann jöfnunarmark KR gegn Stjörnunnar í síðustu umferð. Það kom eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni. Atli reis upp á fjærstönginni og skoraði með glæsilegum skalla.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Damir í banni - Omar snýr til baka
Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er kominn með fjögur gul spjöld í Bestu deildinni í sumar og tekur út leikbann í kvöld. Líkur eru á því að Mikkel Qvist byrji því sinn fyrsta leik í sumar við hlið Viktors Arnar Margeirssonar í hjarta varnarinnar.

Omar Sowe hefur tekið út tveggja leikja bann hjá Blikum og má því taka þátt í leiknum í kvöld.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Tveir meiddust hjá KR og Blikum hrósað
Í viðtali eftir síðasta leik greindi Rúnar Kristinsson frá því að þeir Kristinn Jónsson og Grétar Snær Gunnarsson hefðu orðið fyrir hnémeiðslum í leiknum gegn Stjörnunni.

Grétar og Kristinn glíma við hnémeiðsli - Missa af leiknum gegn Blikum

Í viðtölum eftir sigur Blika gegn KA var sérstaklega spurt út í Ísak Snæ Þorvaldsson og Gísla Eyjólfsson.

Á engin orð yfir þessum leik sem Ísak bauð upp á hérna í dag"
Gísli er ómissandi leikmaður í þessu liði"

Ísak Snær er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar og skrifaði Guðmundur Aðalsteinn áhugaverða grein í vikunni um hans frammistöðu byggða á tölfræði.

Hvernig Ísak Snær varð óvænt langbestur í deildinni
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
KR-ingar ósáttir
Í aðdraganda sigurmarksins voru KR-ingar á því að Gísli Eyjólfsson hefði gerst brotlegur í návígi við Kennie Chopart.

,,Ég er mest svekktur með markið sem við fáum á okkur því það átti aldrei að standa," sagði Rúnar við Fótbolta.net eftir leikinn í apríl.

,,Það er engin spurning að mínu viti. Það sem ég sé beint fyrir framan varamannaskýlið en það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér en það breytir því ekki að þeir nýttu það og skoruðu úr góðri skyndisókn upp úr því og það er það sem skilur liðin að í dag," sagði Rúnar ennfremur um atvikið.

Markið má sjá hér að neðan.

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Staðan í deild og síðustu leikir
Breiðablik er í efsta sæti deildarinnar með 27 stig eftir tíu leiki. Liðið hefur unnið alla leiki sína fyrir utan einn. Liðið tapaði gegn Val í þarsíðustu umferð en svaraði með 4-1 heimasigri gegn KA í síðustu umferð.

KR er í sjötta sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir Blikum. KR er taplaust síðan í 3. umferð þegar liðið tapaði gegn Val. KR hefur gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum. Í síðasta leik tryggði Atli Sigurjónsson KR stig með marki í uppbótartíma gegn Stjörnunni.

Í fyrsta leik liðanna í sumar, í 2. umferð, vann Breiðablik 0-1 sigur á Meistaravöllum. Jason Daði Svanþórsson skoraði þá sigurmarkið.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Veriði velkomnir lesendur góðir í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og KR. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kópavogsvelli.

Um er að ræða viðureign í 12. umferð Bestu deildarinnar sem er flýtt vegna þátttöku þessara tveggja liða í Sambandsdeild Evrópu. Hinir leikirnir í 12. umferð fara fram dagana 9.- 11. júlí.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('68)
4. Hallur Hansson ('62)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('68)
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('62)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('80)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('68)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('62)
15. Pontus Lindgren ('68)
17. Stefan Ljubicic ('80)
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson ('62)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('7)
Hallur Hansson ('31)
Pálmi Rafn Pálmason ('40)
Aron Kristófer Lárusson ('60)
Aron Þórður Albertsson ('75)

Rauð spjöld: