Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Ítalía
1
1
Ísland
0-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '3
Valentina Bergamaschi '62 1-1
14.07.2022  -  16:00
Manchester City Academy Stadium
Landslið kvenna - Evrópumótið
Aðstæður: Talsvert þægilegra veður en í síðasta leik. Tæplega tuttugu gráður, smá gola og hálfskýjað. Sólin byrjaði að skína þegar leið á fyrri hálfleikinn.
Dómari: Lina Lehtovaara (Finnland)
Áhorfendur: 4029
Maður leiksins: Sandra Sigurðardóttir
Byrjunarlið:
1. Laura Giuliani (m)
2. Valentina Bergamaschi
3. Sara Gama ('58)
5. Elena Linari
7. Flaminia Simonetti
8. Martina Rosucci
16. Lucia Di Guglielmo
17. Lisa Boattin
18. Arianna Caruso ('46)
19. Valentina Giacinti ('85)
20. Martina Piemonte ('52)

Varamenn:
12. Katja Schroffenegger (m)
22. Francesca Durante (m)
4. Aurora Galli
6. Manuela Giugliano
9. Daniela Sabatino ('85)
10. Cristiana Girelli ('52)
11. Barbara Bonansea ('46)
13. Elisa Bartoli ('58)
14. Agnese Bonfantini
15. Maria Luisa Filangeri
23. Martina Lenzini

Liðsstjórn:
Milena Bertolini (Þ)

Gul spjöld:
Valentina Bergamaschi ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Lina flautar til leiksloka. 1-1 jafntefli niðurstaðan.
93. mín
Girelli reynir skot en það fer framhjá íslenska markinu.
92. mín
Frábærlega gert hjá Alexöndru á miðjunni, vinnur boltann eftir mikla baráttu.

Áslaug Munda er svo dæmd brotleg inná vítateig Ítalíu.
91. mín
Þremur mínútum bætt við leikinn!
89. mín
Flott sending frá Glódísi inn fyrir á Svövu sem er í góðu hlaupi. Svava finnur Sveindísi inná teignum en móttakan svíkur Sveindísi og sóknin rennur út í sandinn.
88. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland) Út:Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland)
Aftur tvöföld breyting.
88. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
87. mín
OHHHHH
Frábær Íslensk sókn!

Sveindís fær boltann inná teignum, nær að koma boltanum á Karólínu en skotið frá Karó fer framhjá!
86. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri væng Ítala, boltinn kemst undir Guðrúnu en boltinn hrekkur til Söndru sem hirðir upp boltann.
85. mín
Inn:Daniela Sabatino (Ítalía) Út:Valentina Giacinti (Ítalía)
83. mín
Bonansea með skot fyrir utan teig sem Guðrún hendir sér fyrir, boltinn hefur svo viðkomu í Glódísi áður en Sandra handsamar boltann.
79. mín
Virkilega vel gert Sandra!

Hornspyrna frá Ítölum sem Girelli skallar inná markteiginn en þar er Sandra og hún rífur boltann til sín og kemur í veg fyrir frekari hættu.
78. mín
Svava fer á hægri vænginn og Karólína er núna fremst á miðjunni.

Elvar Geir Magnússon
78. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
77. mín
Bergamaschi með háa fyrirgjöf sem Sandra er með allan tímann og grípur örugglega.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
76. mín
Ítalía á hornspyrnu sem Glódís skallar í burtu.
74. mín
Það liggur ítalskt mark í loftinu. Ítalir að þjarma að okkur. Nú átti Bonansea skot sem fór rétt framhjá.
73. mín
Sandra!

Bonansea með skot á nærstöngina, Sandra ver boltann, missir hann aðeins undir sig og boltinn fer í stöngina. Glódís nær svo að hreinsa!

Aftur svo hætta eftir innkastið. Simonetti með skot rétt við vítapunktinn en það fer framhjá.
71. mín
Di Guglielmo kemst í boltann eftir að Glódís hreinsar í burtu kross, skotið rétt við íslenska vítateiginn en það er lélegt og fer langt framhjá.
69. mín
Bonansea fær boltann vel fyrir utan íslenka teiginn en hún sér markið og lætur vaða. Sandra ver skotið og heldur boltanum - mikilvægt.
68. mín
Ítalska liðið er líklegra til að bæta við þessa stundina. Liðið á nú aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi íslenska liðsins.

Sú spyrna fer aftur fyrir endamörk, engin hætta.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
65. mín
Ítalía á hornspyrnu. Ekkert kom upp úr þessu fasta leikatriði hjá Ítölunum.
62. mín MARK!
Valentina Bergamaschi (Ítalía)
Ansans!

Boltanum skipt út á Bonansea á vinstri kantinum. Hún kemst inn á teiginn, á tvær fyrirgjafir, fyrri klikkar en sú seinni finnur Bergamaschi inná teignum og hún kemur boltanum í netið.
61. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Hallbera með aukaspyrnuna inná teiginn, Guðrún vinnur fyrsta bolta, boltinn hrekkur svo af Söru fyrir fæturnar á Alexöndru sem skýtur framhjá í dauðafæri!
61. mín


Elvar Geir Magnússon
60. mín Gult spjald: Valentina Bergamaschi (Ítalía)
Sveindís keyrði upp hægri vænginn og Bergamaschi braut á henni. Fínn staður til að gefa fyrir.
59. mín
Ítalía á aukaspyrnu úti á vinstri kantinum.

Fyrirgjöf inn á teiginn sem mér sýnist Karólína skalla í burtu.
58. mín
Inn:Elisa Bartoli (Ítalía) Út:Sara Gama (Ítalía)
Þriðja breyting Ítalíu. Liðið á tvær skiptingar eftir en einungis einn glugga til þess að framkvæma þær skiptingar.
57. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Tvöföld breyting!

Sveindís fer upp á topp og Agla María fer á kantinn. Sara Björk er núna fremst á íslensku miðjuna með Dagnýju og Alexöndru fyrir aftan sig.
57. mín
Inn:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
56. mín
Berglind gerir vel og vinnur aukaspyrnu á vallarhelmingi Íslands. Gama fór í bakið á Berglindi.
55. mín
Glódís dæmd brotleg og Ítalía á aukaspyrnu úti á hægri kantinum. Ekkert kemur upp úr þeirri spyrnu - Hallbera hreinsar í innkast.
54. mín
Langt innkast frá Sveindísi sem Ítalir hreinsa í burtu. Sókninni lýkur ekki alveg því boltinn endar hjá Söru sem lætur vaða fyrir utan teig en skotið fer framhjá ítalska markinu.
53. mín
Sara Björk gerir vel að vinna aukaspyrnu við miðlínu.
52. mín
Inn:Cristiana Girelli (Ítalía) Út:Martina Piemonte (Ítalía)
Önnur ítölsk breyting.
48. mín
Sandra handsamar boltann.

Piemonte átti að fá boltann inná teignum en Glódís er í bakinu á henni og sú ítalska nær ekki að taka á móti boltanum.
48. mín
Smá tölfræði:
Með boltann: Ítalía 60% - 40% Ísland
Marktilraunir: 9-5
Horn: 3-1
Hlutfall heppnaðra sendinga: 80%-64%
Elvar Geir Magnússon
47. mín
Hallbera með slæma hreinsun, tækifæri á fyrirgjöf fyrir Ítalíu en Elísa skallar í burtu og hættan líður hjá í bili.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!

Óbreytt hjá Íslandi. Ítalía byrjar með boltann.
46. mín
Inn:Barbara Bonansea (Ítalía) Út: Arianna Caruso (Ítalía)
Ein skipting hjá Ítölum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Vel stigið út hjá Glódísi inná íslenska teignum. Þær ítölsku reyndu að finna Piemonte inná teignum en Glódís sá til þess að boltinn endaði hjá Söndru í markinu.

Sandra þrumar svo boltanum fram og í kjölfarið flautar Lina til hálfleiks. Ísland leiðir 1-0 eftir mark á 3. mínútu!
43. mín
Ohhhh Berglind svo nálægt því að ná til boltans inná teignum en Giuliani er fyrr til og nær að hreinsa.
43. mín
Guðrún og Glódís búnar að skipta um stöðu í hjarta varnarinnar. Karólína og Sveindís skipta líka um stöðu.
40. mín
Jæja, Ísland á innkast á stað þar sem Sveindís getur hent boltanum inná teiginn.

Allskonar vandræði hjá Ítölunum inná teignum, Guðrún á skalla og svo kemur Giuliani út í teiginn og þarf að slá boltann í burtu.

Elvar Geir Magnússon
37. mín
Lina með flautuna er að fara í taugarnar á okkur þessar síðustu mínútur. Vonandi hættir það sem allra fyrst.
34. mín
Ekki alveg samræmi í dómgæslunni núna. Fyrst brotið á Sveindísi en ekkert dæmt, svo er dæmt á Guðrúnu fyrir mjög svipaðan hlut.
34. mín
Guðrúnr hreinsar hornspyrnu frá Ítalíu í burtu.
33. mín
Góð pæling hjá Ítölunum sem heppnast ekki. Reyna að vippa boltanum inná teiginn úr aukaspyrnu en sendingin er of löng og Sandra handsamar boltann.
32. mín
Alltof mikið stress á íslensku leikmönnunum þegar boltinn vinnst við íslenska teiginn. Hreinsað út í loftið þegar næsti leikmaður er frír rétt hjá.

Elvar Geir Magnússon
30. mín
Giacinti á skot við D-bogann sem fer langt framhjá íslenska markinu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
27. mín
Gunnhildur dæmd brotleg inná vítateig Ítalíu. Sveindís reynir að finna samherja inná teignum, Gunnhildur fer í návígi en brýtur af sér og Ítalir eiga aukaspyrnu í eigin vítateig.
27. mín
Varnarleikurinn að opnast aðeins of mikið núna fyrir smekk Þorsteins Halldórssonar sem hafði setið rólegur á bekknum en rauk út í boðvanginn og lét í sér heyra.
Elvar Geir Magnússon
26. mín
Bergamaschi keyrir að teignum og lætur vaða með hægri fæti við teigslínuna. Sandra lendir í smá brasi með þetta en nær að halda boltanum sem er fyrir öllu og hættan líður hjá.
26. mín
Hjúkk!

Þarna skall hurð nærri hælum.

Piemonte fær boltann á lofti inn á teignum, lætur vaða en skotið er fer framhjá íslenska markinu. Skotið var alls ekki gott en færið var það svo sannarlega.
23. mín
Góð hápressa hjá íslenska liðinu. Elísa gerir fyrst vel að vinna boltann, svo vinnur Sara Björk aftur boltann og sóknin endar á skoti frá Sveindísi úr þröngu færi. Boltinn fer í hliðarnetið.
20. mín
Caruso í fullgóðri stöðu við íslenska vítateiginn, nær að stilla sér upp og koma skoti á markið en Sandra er vandanum vaxin í marki Íslands og ver skotið.
20. mín
Karólína Lea fagnar marki sínu í upphafi leiks




Elvar Geir Magnússon
18. mín
Ítalir fengu annað horn sem Guðrún kemur í burtu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
17. mín
Ítalir fá hornspyrnu - Guðrún kemst fyrir fyrirgjöf.
16. mín
Karólína tekur aukaspyrnu eftir að brotið var á Gunnhildi. Hár bolti inn á teiginn sem Giuliani grípur. Dagný gerði sig líklega en boltinn aðeins of innarlega frá Karó.
15. mín
Sveindís gerir vel að vinna aukaspyrnu við íslenska vítateiginn. Sandra tekur þessa og þrumar væntanlega fram völlinn.
14. mín
Piemonte lætur vaða fyrir utan íslenska vítateiginn en skotið fer hátt yfir.
13. mín
Sara Björk ekki langt frá því að komast í skalla frá Bergamaschi til baka á Giuliani í markinu. Markvörðurinn aðeins á undan.

Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
11. mín
"Ekkert mark er nóóóógu stórt!"

Bergamaschi með bjartsýnistilraun rétt fyrir utan vítateig, lét vaða á lofti en skotið fór langt framhjá.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
10. mín
Caruso fellur við í baráttunni við Elísu inn á íslenska teignum og vill fá meira en ekki neitt. Elísa segir henni að standa upp og lætur dómarann vita að henni hafi fundist þetta leikaraskapur.
9. mín
Sýnist það vera Giacinti sem reynir tilraun inná íslenska teignu en Elísa er alveg ofan í henni og kemur í veg fyrir að hætta myndist.
7. mín
Karólína tekur aukaspyrnu inn á vallarhelmingi Ítala. Boltinn fer inn á teiginn, hrekkur fyrir fætur Glódísar sem á tilraun sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Ísland á horn.

Sara Björk fær fínt færi
Boltinn endar eftir smá barning hjá Söru Björk inn á teignum, hún lætur vaða en skotið fer yfir nærstöngina.
6. mín
Rífandi stemngin á Academy leikvanginum!

ÁFRAM ÍSLAND heyrist hátt.
5. mín
Rangstaða dæmd á Ítali inná íslenska teignum í kjölfar aukaspyrnu.
3. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
JÁJÁJÁ!!!

Ítalarnir ná ekki að hreinsa langt innkast Sveindísar í burtu. Fyrst er skalli frá Ítölunum, svo misheppnuð snerting og Karólína er klár inn á teignum að þruma boltanum uppi í hægra markhornið!

Gunnhildur gerði vel í að stíga út Sara Gama inná teignum sem gaf Karólínu tíma til að láta vaða.

GLÆSILEGT!


3. mín
Berglind dugleg og hjálpar til við að vinna innkast hátt á vellinum. Sveindís tekur.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann. Berglind tekur upphafssparkið!

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin eru komin inn á og búið að taka þjóðsöngvana. Þetta er að fara af stað!

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina á lofti.

Elísabet Gunnarsdóttir er mætt á leikinn. Hún er þjálfari Kristianstad í Svíþjóð

Eva Ben og Margrét Lára fara yfir málin

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Bolton og landsliðsins, er mættur í stúkuna
Fyrir leik
Elísa í byrjunarliðinu
Mætt í upphitun

Þetta er fyrsti leikur Elísu á EM. Hún var í hópnum 2013 en kom ekki við sögu í leikjunum fjórum. Hún meiddist í aðdraganda EM 2017 og var því ekki í hópnum á því móti.
Fyrir leik
Rakel heiðursgetur UEFA
Rakel Hönnudóttir, fyrrum landsliðskona, er heiðursgestur UEFA á leiknum.

Rakel spilaði síðast með Breiðabliki tímabilið 2020. Hún lék á sínum tíma 103 landsleiki fyrir landsliðið, þar af tvö í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót. Hún kom við sögu í öllum fjórum leikjum liðsins á EM 2013 og öllum þremur á EM 2009.

Gunnhildur heilsar upp á Rakel
Fyrir leik
Ítalía í 4-4-2
Það eru fimm breytingar á ítalska liðinu frá 5-1 tapinu gegn Frakklandi! Stjörnur á borð við Bonansea og Girelli taka sér sæti á bekknum. Á vef UEFA er ítalska liðinu stillt upp í leikkerfinu 4-4-2.

Giulani
Di Guglielmo - Gama - Linari - Boatti
Bergamaschi - Simonetti - Rosucci - Caruso
Piemonte - Giacinti
Fyrirliðinn Sara Gama byrjar
Fyrir leik
Forsetinn hitti leikmenn og snæddi hádegisverð með þeim í gær

,,Guðni var bara að peppa okkur. Hann sagði okkur að hann væri stoltur af okkur og að allt fólkið heima á Íslandi væri að styðja okkur. Það er ótrúlega gaman að heyra það. Hann gaf okkur hvatningarorð. Þau sögðu við okkur að við værum góðar fyrirmyndir og við tökum því hlutverki alvarlega. Það er frábært að fá stuðning frá þeim og gaman að heyra að við séum með mikinn stuðning heima þó við vitum það líka vel," sagði Dagný Brynjarsdóttir í gær.
Fyrir leik
Ein breyting á byrjunarliði Íslands!
Það er ein breyting á íslenska byrjunarliðinu. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna fyrir Sif Atladóttur.
Fyrir leik
Aldrei náð í stig í leik tvö á EM
Eins og flestir vita er Ísland að taka þátt í EM í fjórða sinn. Liðið hefur aldrei náð í stig í öðrum leik sínum á EM. Árið 2009 tapaði liðið 1-3 gegn Frakklandi. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði íslenska markið í þeim leik. 2013 tapaði liðið 0-3 gegn Þýskalandi og 2017 tapaði liðið 1-2 gegn Sviss þar sem Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark Íslands.

Áttunda viðureign liðanna
Ísland hefur mætt Ítalíu sjö sinnum til þessa. Síðast í tveimur æfingaleikjum í fyrra.

Ísland hefur unnið einn leik, leik í undankeppni HM 2003 sem fram fór á Laugardalsvelli. Sá leikur fór 2-1 og var það Olga Færseth, sem einmitt ræddi við Fótbolta.net fyrr í dag, sem skoraði bæði mörk Íslands.

Ítalía hefur unnið þrjá leiki og þrisvar sinnum afa liðin gert jafntefli. Í leikjunum í fyrra vann Ítalía einn leik, 1-0, og hinn leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði mark Íslands í þeim leik.
Færseth
Fyrir leik
Búnar að taka mesta skrekkinn úr sér
,,Við erum tilbúnar og hlökkum til. Það er búið að undirbúa okkur vel. Ef eitthvað er, þá er spennustigið örugglega betra. Við erum búnar að taka út mesta skrekkinn eftir fyrsta leikinn og við verðum klárar alveg frá fyrstu mínútu."

,,Við hittum fjölskyldur okkar í gær og það er ótrúlega mikilvægt. Við þurfum að jafna okkur líkamlega og ekki síður andlega. Við fórum út tveimur vikum fyrir fyrsta leik og erum búnar að vera lengi í burtu. Það var gott að hitta fjölskylduna þó það var ekki ótrúlega lengi. Nokkrir klukkutímar eru betri en enginn,"
sagði Dagný Brynjarsdóttir á fréttamannafundinum í gær.
Fyrir leik
Tapið gegn Frakklandi úr þeirra karakter
,,Ítalska liðið er mjög skipulagt og agað varnarlega. Við sáum ekki frábæran fyrri hálfleik á móti Frakklandi. Það var út úr þeirra karakter. Í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum. Þetta lið er mjög agað, lítið svæði á milli lína, þær verjast þétt og það eru ákveðnar leiðir sem við verðum að finna til að opna þær. Þær eru líka góðar að sækja hratt," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson á fréttamannafundi í gær.

,,Þær líta örugglega á þetta sem slys, leikinn á móti Frakklandi. Þær taka ekkert úr fyrri hálfleiknum en líta væntanlega jákvæðari augum á seinni hálfleikinn. Við þurfum að mæta af krafti og vera vel gíruð í að takast á við þær. Við þurfum að vera tilbúin í bardaga á móti þeim."
Fyrir leik
Breyting á landsliðshópnum!
KSÍ hefur tilkynnt um breytingu á landsliðshópnum vegna meisðla markvarðarins Telmu Ívarsdóttur sem meiddist á æfingu í gærmorgun.

Inn í hópinn kemur Íris Dögg Gunnarsdóttir sem er markvörður Þróttar í Bestu deild kvenna.
Fyrir leik
Það var mikil stemning á stuðningsmannasvæðinu (FanZone) á Picadilly Gardens fyrir leikinn. Íslendingar fjölmenntu til að hita upp fyrir leikinn.


Fyrir leik
Dómari sem dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar dæmir
Lina Lehtovaara frá Finnlandi mun dæma þennan mikilvæga leik. Lehtovaara er einn besti kvendómari heims og dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrr á árinu, þar sem Lyon vann Barcelona í Tórínó á Ítalíu.

Í fyrstu umferð Evrópumótsins dæmdi hún leik Noregs og Norður-Írlands en norska liðið vann þar 4-1 sigur.

Aðstoðardómarar á leik Ítalíu og Íslands verða Karolin Kaivoja frá Eistlandi og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi. Fjórði dómari verður Iuliana Demetrescu frá Rúmeníu og VAR dómararnir koma frá Portúgal.
Lina
Fyrir leik
Fyrsta umferðin og staðan í riðlinum
Ísland gerði 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á mótinu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Íslandi yfir gegn Belgíu á 50. mínútu en Belgía náði að jafna leikinn með marki úr vítaspyrnu og þar við sat.

Ítalía steinlá gegn Frakklandi í sínum fyrsta leik í mótinu. Liðið var 5-0 undir gegn Frökkum í hálfleik. Það var svo varamaðurinn Martina Piemonte sem skoraði sárabótamark fyrir Ítalíu á 76. mínútu, minnkaði muninn í 5-1 og þar við sat.

Ef við gerum ráð fyrir því að Frakkland vinni Belgíu seinna í dag þá verður sigurliðið í þessum leik í 2. sæti í lok dags.
Berglind Björg skoraði mark Íslands í fyrsta leik
Fyrir leik
Leikur sem gæti ráðist á einum mistökum
Guðmundur Aðalsteinn, kollegi minn hér á Fótbolti.net, hefur að undanförnu kynnt sér ítalska liðið.

,,Það er alveg líklegt að leikur Íslands og Ítalíu muni enda 0-0 eða 1-0 í aðra hvora áttina eins og æfingaleikirnir voru á síðasta ári. Þetta verður mögulega bara 50/50 leikur sem ræðst á einum mistökum, löngu innkasti eða einhverju svoleiðis. Það mun ekki mikið skilja á milli," skrifaði Guðmundur í grein sem nálgast má hér.

Guðmundur ræddi svo í gær við ítalskan blaðamann í gær.

,,Þetta er fyrsti úrsltaleikurinn fyrir Ítalíu. Fyrsti leikurin var hræðilegur. Seinni hálfleikur var allt í lagi, en leikurinn var heilt yfir hræðilegur. Núna byrjar nýtt mót fyrir Ítalíu. Það eru tveir leikir eftir til að komast áfram," sagði Francesco Cosatti, fréttamaður hjá Sky Sports.

Rætt við ítalskan blaðamann: Mikið talað um Söru á Ítalíu
Cristiana Girelli er ein af stjörnum ítalska liðsins
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá öðrum leik Íslands á EM!

Leikurinn fer fram, líkt og leikur Íslands gegn Belgíu, á heimavelli kvennaliðs Manchester City: Academy Stadium.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma (17:00 á enskum tíma). Seinni leikur dagsins í riðlinum er svo viðureign Frakklands og Belgíu.

Leikurinn er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.

Eftir leikinn gegn Belgíu
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('57)
3. Elísa Viðarsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f) ('78)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('57)
10. Dagný Brynjarsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('88)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir ('88)
18. Guðrún Arnardóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Auður S. Scheving (m)
2. Sif Atladóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('78)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('88)
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('57)
16. Elín Metta Jensen
17. Agla María Albertsdóttir ('57)
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('88)
20. Guðný Árnadóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Dúna

Gul spjöld:

Rauð spjöld: