
6


1





Víkingsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Þungskýjað og smá gola.
Dómari: Peter Kralovic (Slóvakía)
Maður leiksins: Kristall Máni Ingason







Í kjölfarið er flautað til leiksloka. Víkingar leiða með tveimur mörkum eftir þennan fyrri leik liðanna!
Pask skallar spyrnuna frá Pablo í burtu.
Tekið stutt, Logi reynir að finna Pablo inná teignum en gestirnir koma boltanum í burtu.

Vona að #EuroVikes hafi sett góða klásúlu à sölusamninginn við Rosenborg um % af þvà þegar Kristall Máni verður seldur à topp deild à Evrópu. Ekki ef, heldur þegar. #fotboltinet
— Matti Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) July 21, 2022
Og það í tvígang. Ari með frábæran sprett inná teiginn, finnur Kristal sem á skot sem Pask kemst fyrir. Birnir Snær á svo þrumuskot sem Pask kemst fyrir.
Mcmanus nálægt því að koma seinni á markið með höfðinu en stýrir boltanum of mikið til hliðar og sóknin rennur út í sandinn.
Slök sending sem varð til þess að gestirnir komust í skyndisókn.
Þeir fá hornspyrnu en ekkert kom upp úr henni, boltinn beint í hendurnar á Ingvari.

Lítið gengið hjá Mcmanus í dag.

2-0!
Kristall Máni fer niður og fær víti!
Pask dæmdur brotlegur, þetta var ansi harður dómur fannst mér.
Astles skallar í burtu, Kristall á svo fyrirgjöf sem Roberts grípur.
Spyrnan frá Cieslewicz en Ekroth skallar í burtu.
Tekur spyrnuna stutt á Pablo og reynir fyrirgjöf sem fer í varnarmann og út fyrir hliðarlínu.

Pablo með háa fyrirgjöf en hún er of há og fer afturfyrir.
Dómari leiksins flautar til hálfleiks þegar Roberts sparkar fram.
Logi Tómasson var klár á fjærstönginni, vinstri bakvörðurinn hefur verið líklegur í sóknarleik Víkinga í fyrri hálfleik.
Svo á Júlíus skot sem Astles kemst fyrir.
Marriott tekur spyrnuna inn á teiginn en Ingvar er í engum vandræðum með þetta.
Skömmu síðar á Mcmanus tilraun vel fyrir utanteig og það fer langt framhjá.
Boltinn endar, eftir fyrirgjöf frá Karli, á hægri löppinni á Loga inn á teignum, hann lætur vaða en skotið fer af Davies og þaðan afturfyrir.
Víkingur á horn.
Með þrumuskot úr teignum eftir fyrirgjöf frá Ara. Pask komst fyrir og kom sennilega í veg fyrir mark.
EuroKristall með 4 mörk à 4 Evrópuleikjum.
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 21, 2022
Miðað við þennan fyrsta hálftÃma væri sjokk ef VÃkingar klára þetta einvÃgi ekki nokk þægilega #fotboltinet
Cieslewicz tók spyrnuna en gestirnir dæmdir brotlegir þegar boltinn er í loftinu.

Virkilega verðskuldað miðað við síðustu tuttugu mínútur af leiknum.

VÃkingur hefði ekki fengið þetta vÃti hjá Ãslenskum dómara. 1-0 #fotboltinet
— Palli á Fiskhól (@Palli18) July 21, 2022
Brotið á Ara! Víkingur á víti. Smith brýtur á Ara inná vítateignum eftri að Logi flikkaði boltann áfram inná teignum.
Kristall tekur!
Gæti verið kominn með þrennu! Erlingur röltir framhjá Astles inná teignum, rennir boltanum á Kristal sem leggur boltann fyrir sig og lúðrar svo á markið. Hægri bakvörðurinn Davies hendir sér fyrir skotið og boltinn fer afturfyrir.
Frábærir taktar inná teignum, tekur snúning eftir sendingu frá Erlingi, kemur sér í skotfæri en Roberts ver!
Víkingur á horn.
Marriott með fyrirgjöfina inná teiginn en Ingvar ekki í neinum vandræðum og grípur boltann.
Gott skot með vinstri fæti fyrir utan teigeftir sendingu frá Júlíusi. Roberts í markinu nær að verja og Víkingur á horn.
'An absolute unit' eins og Bretinn myndi segja.
Ekkert kom upp úr henni.
Fyrsta hornspyrna leiksins.
Virkilega skemmtileg tilraun fyrir utan teig eftir sendingu frá Erlingi.
Reynir að skrúfa boltann í fjærhornið en boltinn fer rétt yfir!
Gestirnir reynt langar sendingar innfyrir sem Ingvar og varnarmenn Víkings hafa leyst úr.
Færir Daniels gjöf sem hann ákvað að nýta ekki. Ingvar kom út á móti og lokaði á Daniels og leysti svo úr stöðunni.
Ingvar
Karl - Oliver - Kyle - Logi
Ari - Júlíus - Pablo - Birnir
Erlingur
Kristall
Maður velti því fyrir sér þegar maður sér engan Nikolaj Hansen í byrjunarliði Víkings hver pælingin sé.
Arnar sagði við Stöð 2 Sport að hugmyndin væri að vera með meira léttleikandi sóknarmenn þar sem miðverðir þeirra séu stórir og þungir. Ryan Astles er alvöru stykki.
Sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir sigurvegaranum úr einvígi Lech Poznan og Dinamo Butami. Fyrri leik þeirra er lokið og vann Poznan risasigur, 5-0 á heimavelli.
Peter Kralovic er dómari leiksins og kemur hann frá Slóvakíu eins og allt dómarateymið. Hann hefur áður dæmt á Íslandi. Það gerði hann árið 2018 þegar hann dæmdi leik FH og Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sá leikur fór 0-1 fyrir Maribor og fóru alls tíu gul spjöld á loft í leiknum, fimm á leikmenn FH og fimm á Maribor.

We’ve arrived at VÃkingsvöllur ahead of tonight’s game. #VikingurTNS | #UECL pic.twitter.com/ZlGZ8CsgmT
— The New Saints FC (@tnsfc) July 21, 2022
Starting 11
— VÃkingur (@vikingurfc) July 21, 2022
🆚 @tnsfc
#ConferenceLeague #fotboltinet #st2sport #vikestns pic.twitter.com/QssIJTrzI0
Limbrick gerir fjórar breytingar frá seinni leiknum gegn Linfield. Williams, Brobbel, Routledge og Davies taka sér sæti á bekknum. Inn koma Pask, Cieslweicz, Clark og Daniels.
Roberts
Marriott - Davies - Astles - Pask
Clark
Smith - Daniels
Cieslweicz - - - - Redmond
Mcmanus
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir tvær breytingar frá sigrinum gegn FH í Bestu deildinni. Nikolaj Hansen og Viktor Örlygur Andrason taka sér sæti á bekknum. Inn í liðið koma þeir Birnir Snær Ingason og Kyle McLagan.
Á vef UEFA er Birni Snæ stilt upp í fremstu víglínu við hlið Kristals Mána í leikkerfinu 4-4-2.
🇮🇸 The New Saints are in Iceland for their second chance in Europe following their Champions League exit
— BBC Sport Shropshire (@BBCShropSport) July 21, 2022
âš½ï¸ VÃkingur ReykjavÃk v @tnsfc
â° KO: Tonight, 20:30
📻 Updates on @BBCShropshire #UECL pic.twitter.com/244DCfGc2G
Dagskrá kvöldins
— VÃkingur (@vikingurfc) July 21, 2022
🆚 @tnsfc #fotboltinet #ConferenceLeague #vikestns pic.twitter.com/Xr4AhotJYo
,,Já, þetta eru miklu meiri 'details' einhvern veginn, við þekkjum orðið það mikið þessa stráka sem eru að spila hérna heima og hvernig liðin spila. Þannig fundirnir fyrir þá leiki eru kannski meira til að skerpa á ýmsum atriðum. En í Evrópuleikjum þekkjum við ekki neitt og þetta fer bara í smáatriði varðandi allt; varðandi innköst, hornspyrnur, hvernig þessi hreyfir sig og hvað ef eitthvað ákveðið gerist."
,,Þetta er meiri svona tölvuleikur. Við reynum bara að hlaða strákana eins miklum upplýsingum og hægt er og svo er það þeirra að 'delivera' þegar leikurinn byrjar," sagði Arnar.
Smelltu hér til að sjá viðtalið í heild sinni
,,Það eru allir heilir, Halli (Halldór Smári Sigurðsson) verður á bekknum en er ekki alveg byrjaður að æfa aftur á fullu. En allir aðrir eru heilir, við fáum Kyle (McLagan) til baka og það er erfitt verkefni að velja byrjunarliðið. Það verða nokkrir sem verða súrir og svekktir."

Miðverðirnir Kyle og Oliver.
Eins og fyrr segir féll Víkingur úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðustu viku eftir einvígi gegn Malmö. Malmö vann einvígið 6-5 og sýndu Víkingar góða frammistöðu í leikjunum tveimur. Var erfitt að ná svekkelsinu úr kerfinu?
,,Það tók smá tíma, það fóru margir klukkutímar í að hugsa 'ef og hefði' en fyrst og fremst tókum við bara mjög jákvætt úr þessu held ég allir, hvernig við tókum á þessu verkefni og hversu vel við stóðum okkur."
,,Ég vil ekki segja hversu vel við stóðum okkur eftir þennan leik ef við komumst ekki áfram. Núna er engin gulrót eftir ef við föllum úr leik, erum bara úr leik ef við töpum þessu einvígi - engin fallhlíf lengur. Við verðum að ná góðum úrslitum á heimavelli til að eiga séns á að fara áfram."

,,Þetta er spennandi, þetta er allt önnur ella þessir Evrópuleikir og við erum að fara spila við andstæðinga sem eru með þekkingu úr Evrópuleikjum - náðu góðum árangri í fyrra," sagði Arnar.
TNS féll úr leik gegn Norður-Írska liðinu Linfield í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir viku síðan. TNS er velskur meistari sem komst í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Þar féll liðið úr lek eftir vítaspyrnukeppni gegn Viktoria Plzen. Velska deildin byrjar eftir þrjár vikur og er TNS því á undirbúningstímabili núna.
,,Við erum að fara mæta allt öðruvísi liði, var að segja við strákana áðan að þetta væri svona 'nineties' breskt lið. Ég ólst upp við að horfa á þannig fótbolta og hafði mjög gaman af, það er allt öðruvísi fótbolti en er spilaður í dag en þeir geta líka spilað. Þeir eru í þeim 'business' að vinna leiki og kunna það mjög vel."
Arnar telur sigurlíkur Víkings mjög góðar. ,,Ég held að leikirnir á móti Malmö, Levadia og Inter hafi gefið okkur mikið sjálfstraust og þekkingu hvernig á að spila Evrópuleiki - hvernig á að nálgast það verkefni. Það eru miklu fleiri smáatriði sem þarf að hafa í huga og við erum orðnir nokkuð sjóaðir eftir þessa fjóra Evrópuleiki. Ég tel möguleika okkar vera mjög góða."

Víkingur var líka í forkeppni Meistaradeildarinnar og þar lá liðið gegn sænsku meisturunum í Malmö.
Um er fyrri leik liðanna er að ræða í 2. umferð. Seinni leikurinn fer svo fram í Wales á þriðjudag.
Liverpool vann báða leiki 3-0 og skoraði Gerrard 5 af 6 mörkum Liverpool.
— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) July 19, 2022
Seinni leikurinn er svo á þriðjudaginn kemur og fer liðið utan á sunnudag. Sigurvegarinn à þessari viðureign mætir annað hvort Lech Poznan frá Póllandi eða Dinamo Batumi frá GeorgÃu. 2/3








