Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Buducnost
2
1
Breiðablik
Branislav Jankovic '37 1-0
1-1 Ísak Snær Þorvaldsson '50
Vladan Adzic '86 2-1
28.07.2022  -  18:30
Podgorica City Stadium
Sambandsdeild UEFA (0-2)
Dómari: Tom Owen (Wales)
Byrjunarlið:
1. Milos Dragojevic (m)
7. Lazar Mijovic
11. Zoran Petrovic ('75)
14. Ariel Lucero ('61)
16. Branislav Jankovic
22. Miomir Djurickovic
29. Vasilije Terzic (f) ('75)
33. Vladan Adzic
34. Viktor Djukanovic
35. Damjan Dakic ('46)
36. Petar Vukovic

Varamenn:
21. Filip Domazetovic (m)
31. Djordije Pavlicic (m)
2. Uros Ignjatovic
4. Vladimir Perisic
15. Andjelo Rudovic ('75)
24. Bogdan Milic
28. Aleksa Cetkovic
30. Ivan Novocic ('46)
44. Marko Perovic
45. Vasilije Adzic
87. Marko Mrvaljevic ('75)
99. Stefan Milosevic ('61)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Lazar Mijovic ('22)
Zoran Petrovic ('39)
Miomir Djurickovic ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BLIKAR ERU KOMNIR ÁFRAM Í ÞRIÐJU UMFERÐINA!!!!!!

Tom Owen flautar til leiksloka þrátt fyrir tapið hér í Svartfjallalandi en Blikar vinna einvígið 3-2

Þakka fyrir mig í kvöld.
95. mín
ANTON ARI!!!

Heimamenn lyfta boltanum inn á teiginn en Anton Ari kemur út og kýlir boltann í burtu!!
95. mín
Ein mínúta eftir af uppgefnum uppbótartíma.
93. mín Gult spjald: Miomir Djurickovic (Buducnost)
Fær spjald fyrir að láta aðstoðardómarann heyra það. Komin pirringur í heimamenn sem er skiljanlegt enda eru þeir á leið úr keppni eins og staðan er núna.
91. mín
MIKEL QVIST ER Í RUGLINU!!

Tapar boltanum klaufalega og er dæmdur brotlegur og heimamenn fá aukaspyrnu á góðum stað.

Andjelo lyftir boltanum inn á teiginn en boltinn rúllar allla leið afturfyrir endarmörk.
90. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að lágmarki sex mínúur.

Full mikið fyrir minn smekk en Blikar eru sex mínútum frá því að komast áfram í þriðju umferðina.
86. mín MARK!
Vladan Adzic (Buducnost)
Stoðsending: Andjelo Rudovic
Þetta setur smá pressu á Blika!

Markið kemur beint úr aukaspyrnunni sem Andjelo tekur beint á hausinn á Vladan Adzic sem skallar boltann í grasið og framhjá Antoni Ara.

Mikkel Qvist á þetta mark frá A-Ö. Brýtur í aðdragendanum og gleymir svo Vladan inn á teignum.

HALDA HAUS KOMA SVO!
85. mín
Lazar á leiðinni á ferðinni upp vænginn en Mikkel Qvist kemur á ferðinni og tekur hann niður.
82. mín
STÖNGIN HJÁ HÖSSA!!!!

Viktor Karl fær boltann fyrir utan teig heimamanna og leggur boltann til hliðar á Höskuld sem á skot sem Milos Dragojevic ver í stöngina og í hornspyrnu.
78. mín
Gísli með frábæra tilrun. Fer framhjá Milosevic og hamrar boltann rétt yfir markið.
75. mín
Inn:Marko Mrvaljevic (Buducnost) Út:Vasilije Terzic (f) (Buducnost)
75. mín
Inn:Andjelo Rudovic (Buducnost) Út:Zoran Petrovic (Buducnost)
74. mín
Inn:Mikkel Qvist (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
74. mín
Jason Daði með frábæra takta við teiginn hægramegin og leggur boltann út á Gísla sem nær skoti en það er rétt framhjá.
73. mín
Stefan Milosevic fær boltann inn á teig Blika og nær skoti en það er laust og boltinn beint á Anton Ara.
72. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
72. mín
Leikurinn farinn í gang aftur.

Focuuuus Blikar!
71. mín
Önnur vatnspása!
69. mín
Viktor Örn ætlar að skalla boltann í burtu en misreiknar boltann og skallar boltann afturfyrir í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
65. mín
Heimamenn fá aukspyrnu fyrir utan teig sem Terzic tekur og hann setur boltann framhjá markinu.
65. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
61. mín
Inn:Stefan Milosevic (Buducnost) Út:Ariel Lucero (Buducnost)
61. mín
Dagur Dan með lúmska tilraun og nær fínu skoti með vinstri fæti og boltinn rétt framhjá.
60. mín
Ísak Snær eru svo sterkur!!!

Leikur sér skemmtilega með boltann og það þurfti tvo menn til að brjóta á honum. Blikar fá aukaspyrnu á góðum stað.
59. mín
Heimamenn eru mikið að reyna háa bolta inn á teig Blika en Breiðablik eru að leysa það vel.
52. mín
ANTON ARI!!!

Miomir lyftir boltanum inn á teiginn á Terzic sem nær frábærum skalla á markið en Anton Ari ver frábærlega.
50. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
ÍSAAAAAK SNÆÆÆR!!!!!!!!!!!

Viktor Karl hamrar boltanum upp í hlaup á Ísak Snæ sem tekur gjörsamlega frábærlega við boltanum áður en hann klárar framhjá Milos í marki Buducnost.

Geggjuð sending, geggjuð móttaka og geggjað slútt. RISA MARK!!
47. mín
Davíð Ingvars tapar boltanum við vítateiginn og Buducnost spilar sig vel úr því og boltinn endar hjá Terzic sem fíflar Gísla áður en hann reynir að chippa yfir Anton Ara.
46. mín
Inn:Ivan Novocic (Buducnost) Út:Damjan Dakic (Buducnost)
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farin af stað.
45. mín
Hálfleikur
Tom Owen flautar til hálfleiks. Heimamenn fara með eins marks forskot inn í hálfleikinn.

Staðin í einvíginu er 1-2 fyrir Blikum.
45. mín
Þremur mínútum bætt við.
42. mín
Þarna á staðan að vera 2-0 fyrir heimamönnum.

Budocnost lyftir boltanum upp og Damir missir af boltanum og Viktor Djukanovic stelur boltanum og leikur á Anton Ara en setur boltann framhjá markinu.

Blikar heppnir þarna!
39. mín Gult spjald: Zoran Petrovic (Buducnost)
Fer harkalega í Viktor Karl og aukaspyrna dæmd.
37. mín MARK!
Branislav Jankovic (Buducnost)
Stoðsending: Zoran Petrovic
NEINEINEI

Zoran Petrovic rennir boltanum í gegn á Jankovic sem klárar vel framhjá Antoni Ara.

Focus Blikar!!
35. mín
Davíð Ingvars kemur boltanum inn á teiginn á Ísak Snæ sem tekur of margar snertingar á boltann í staðin fyrir að láta vaða strax og boltinn í hendurnar á Milos.
32. mín
KIDDI STEINDÓRS!!!

Hornspyrnan tekin stutt og Höskuldur lyftir boltanum inn á teiginn á Damir sem flikkar honum á Kristinn Steindórs sem skallar boltann rétt framhjá úr dauðafæri.
31. mín
Viktor Karl keyrir í átt að marki Buducnost og leggur boltann til hliðar á Dag Dan sem vinnur horn fyrir Blika.
29. mín
Dagur Dan gerir vel á hægri vængnum og nær fyrirgjöf en Ísak Snær nær ekki fæti í boltann.
27. mín
VATNSPÁSA!

Vel heitt í Svartafjallalandi en hitinn þar er um 33 gráður.
25. mín
Jankovic kemst full auðveldlega í gott færi inn á teig Breiðabliks en skotið hjá Jankovic er beint á Anton Ara.

Buducnost aðeins að vinna sig inn í leikinn og Blikar þurfa að halda einbeitingu.
22. mín Gult spjald: Lazar Mijovic (Buducnost)
Alltof seinn í Damir og fær réttilega gult spjald.
21. mín
Zoran Petrovic fær boltann inn á teignum og nær skoti sem Anton ver í horn.
20. mín
Blokar fá fyrsta horn leiksins sem Höskuldur tekur en boltinn beint í hendurnar á Milos í marki heimamanna.
19. mín
Ekki mikið fyrir augað fyrstu 20 mínútur leiksins og er það kannski bara það sem Blikar vilja. Buducnost ekki að ógna mikið.
10. mín
Lazar Mijovic fær boltann inn á teignum og skotið hans sem betur fer ömurlegt og boltinn framhjá.

Blikarnir eru búnir að vera betri fyrstu 10.
8. mín
Kristinn Steindórsson gerir afskaplega vel og kemur boltanum inn á Viktor Karl sem nær að halda boltanum inn á og finnur Ísak Snæ sem nær skoti en Milos ver vel.

Fyrsta alvöru sóknin í leiknum.
4. mín
Gísli Eyjólfsson við það að komast í skot á markið fyrir utan teig en leikmenn Buducnost stela boltanum af honum og Ísak Snær dæmdur brotlegur.

Þetta fer rólega af stað.
2. mín
Það er baulað vel á Damir Muminovic úr stúkunni á Podgorica af stuðningsmönnum Bududnost.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Svartfjallalandi.

Áfram Blikar!
Fyrir leik
Tom Owen frá Wolves leiðir liðin inn á og það syttist í upphafssflautið á Podgorica Stadium!
Létt innlit í klefa heimamanna.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir eina breytingu frá byrjunarliðinu í fyrri leiknum. Kristinn Steindórsson, sem kom inn af bekknum og skoraði, kemur inn í stað Jasons Daða Svanþórssonar sem sest á bekkinn.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
25. Davíð Ingvarsson

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hluti af stúkunni í kvöld verður lokaður en það er refsing frá UEFA vegna hegðunar áhorfenda liðsins. Félagið gerir þó allt sem hægt er til að skapa stemningu á leiknum og hefur tilkynnt að aðgangur verði ókeypis.

Það verður allt reynt hjá heimamönnum til að snúa stöðunni í einvíginu við og harðkjarna stuðningsmenn liðsins mættu með blys á síðustu æfingu fyrir leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómaratríóið kemur allt frá Wales

Tom Owen dæmir leikinn hér í kvöld og verður hann með þá Daniel Beckett og Lewiss Edwards sér til aðstoðar. Fjórði dómari í kvöld kemur einnig frá Wales og heitir hann Bryn Markham-Jones.
Fyrir leik


Þrír í banni hjá Buducnost í kvöld.

Það var vægast sagt mikill hiti í Kópavoginum undir lok leiks en þrjú rauð spjöld fóru á loft í seinni hálfleiknum í fyrri leik liðanna. Andrija Raznatovic og Luka Mirkovic verða hvorugir með liði sínu í kvöld ásamt því að þjálfari liðsins Aleksandar Nedovic fékk tvö gul spjöld í Kópavoginum og verður upp í stúku í kvöld.

Þetta er klárlega eitthvað sem ætti að hjálpa Breiðablik að loka þessu einvígi í kvöld en við sjáum hvað setur.

Fyrir leik
BLIKAR Í DAUÐAFÆRI Á AÐ KOMAST ÁFRAM

Þessi tvö lið mættust í Kópavoginum í síðustu viku og vægast sagt rosalegum leik sem bauð upp á allt. Tvö mörk, þrjú rauð spjöld og hita. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Blika þar sem Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir áður en fyrirliðin Höskuldur Gunnlaugsson skoraði annað mark Blika sem gæti reynst dýrmætt í kvöld.


Fyrir leik
EVRÓPUKVÖLD!!

Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur í þessa beinu textalýsingu frá leik Buducnost og Breiðablik sem mætast í seinni leik sínum í Sambandsdeild UEFA. Flautað verður til leiks á Podgorica City stadium í Svartfjallalandi klukkan 18:30 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.


Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic ('74)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('72)
11. Gísli Eyjólfsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('65)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist ('74)
5. Elfar Freyr Helgason
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson ('72)
17. Pétur Theódór Árnason
30. Andri Rafn Yeoman ('65)
67. Omar Sowe

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: