Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Grótta
4
2
Afturelding
0-1 Marciano Aziz '26 , víti
Luke Rae '50 1-1
1-2 Marciano Aziz '59 , víti
Kjartan Kári Halldórsson '85 2-2
Ívan Óli Santos '87 3-2
Baldvin Jón Hallgrímsson '95
Luke Rae '98 4-2
12.08.2022  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Luke Rae (Grótta)
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Dagur Þór Hafþórsson
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
6. Ólafur Karel Eiríksson ('63)
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Júlí Karlsson ('73)
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
17. Luke Rae
19. Benjamin Friesen ('66)
29. Óliver Dagur Thorlacius ('73)

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
5. Patrik Orri Pétursson ('73)
6. Sigurbergur Áki Jörundsson ('63)
8. Tómas Johannessen
14. Arnþór Páll Hafsteinsson
17. Gunnar Jónas Hauksson ('66)

Liðsstjórn:
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Ívan Óli Santos
Gareth Thomas Owen

Gul spjöld:
Arnar Þór Helgason ('26)
Jón Ívan Rivine ('57)
Ívan Óli Santos ('80)
Kristófer Orri Pétursson ('82)
Luke Rae ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svakalegum leik lokið hér á Seltjarnarnesi! Þvílík dramatík, fullt af mörkum og ég segi bara takk fyrir mig!

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
98. mín MARK!
Luke Rae (Grótta)
Stoðsending: Sigurbergur Áki Jörundsson
Þá er þetta búið!

Afturelding búnir að setja of marga menn fram og þá kemur langur bolti fram sem Sigurbergur setur inn í teig og Luke fær allan tíman í heiminum til þess að velja sér stað og gerir það vel.
95. mín Rautt spjald: Baldvin Jón Hallgrímsson (Afturelding)
Ég sá ekki hver fékk þetta rauða spjald þannig afsakið Baldvin ef þetta er ekki þú ég setti þetta bara á fyrsta aðstoðarmann Magga á skýrslu.
93. mín Gult spjald: Luke Rae (Grótta)
Það sýður allt upp úr hérna!! Luke Rae er að reyna að koma í veg fyrir að Afturelding tekur aukaspyrnu hratt og menn fara að ýta hvor öðrum.
90. mín
Luke Rae er svo nálægt því að gera út um leikinn!

Kjartan Kári kemur með frábæra sendingu inn fyrir vörnina og Luke er einn á móti markmanni en skotið hans er varið.
87. mín MARK!
Ívan Óli Santos (Grótta)
Stoðsending: Luke Rae
Dramatíkin ein!!!

Ég á ekki eitt aukatekið orð! Þvílíka markið!

Boltinn kemur langur yfir til hægri á Luke Rae sem er ekki lengi að og sendir boltan fyrir teig þar sem Ívan tekur hjólhestaspyrnuna og setur boltan í innanvert þaknetið!
85. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Grótta jafnar!!

Esteve Pena fer í enn annað skógarhlaupið og er of seinn til boltans hægra megin í teignum.

Þá berst berst boltinn út til Kjartans við miðjan teig sem skorar í opið markið
84. mín
Vaaaaá hvað ég vildi að þetta hefði verið mark!

Aziz tekur Zidane snúning til að fara framhjá fyrsta manni og hendir svo í rabona sendingu til þess að koma Hrafn inn fyrir vörnina en skotið hans er varið
82. mín Gult spjald: Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Stoppar skyndisókn.
80. mín Gult spjald: Ívan Óli Santos (Grótta)
Reynir að rífa boltan af Esteve til að reyna hraða á hlutunum.

Gerði þetta full aggressívt.
76. mín
Ívan Óli í algjöru dauðafæri eftir að hafa fengið sendinguna frá hægri en hann hittir ekki boltan nógu vel og það fer framhjá.
74. mín
Gróttu menn alveg brjálaðir yfir því að fá ekki víti eftir að maður þeirra fellur við inn í teig.

Ef það hefði verið dæmt hefði það verið mjög soft.
73. mín
Inn:Ívan Óli Santos (Grótta) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
73. mín
Inn:Patrik Orri Pétursson (Grótta) Út:Júlí Karlsson (Grótta)
72. mín
Skot í stöng frá Ásgeir Frank!

Afturelding var í reitarbolta úti hægra megin þar sem Gróttumenn komust ekki nálægt boltanum. Þeir færa svo boltan inn á völlinn þar sem Ásgeir Frank tekur skotið en það fer í utanverða stöngina.
71. mín
Inn:Ýmir Halldórsson (Afturelding) Út:Gunnar Bergmann Sigmarsson (Afturelding)
70. mín
Afturelding með langa sókn þar sem Aziz er blandaður í allt saman. Kemur með flotta hælsendingu á Elmar sem tekur skot í varnarmann og svo endar sóknin með skoti frá Hall sem er varið.
66. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta) Út:Benjamin Friesen (Grótta)
65. mín
Virkilega hættulegur bolti inn í teig frá Elmari Kára en varnarmenn Gróttu gera vel í að hreinsa.
63. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Grótta) Út:Ólafur Karel Eiríksson (Grótta)
62. mín
Inn:Hrafn Guðmundsson (Afturelding) Út:Sigurður Gísli Bond Snorrason (Afturelding)
62. mín
Inn:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding) Út:Guðfinnur Þór Leósson (Afturelding)
60. mín
Aðdragandinn að vítinu var þannig að Ásgeir Frank kemur með frábæra stungusendingu milli hafsenta Gróttu og Robles kemst einn á móti markmanni.

Jón kemur þá út úr markinu og strauar Robles niður en miðað við endursýningar þá er sýnist mér þetta vera rétt fyrir utan teig.
59. mín Mark úr víti!
Marciano Aziz (Afturelding)
Aftur mjög öruggt hjá Aziz! Hann setur boltan fast niður í hægra hornið og Jón fer í rangt horn.
57. mín Gult spjald: Jón Ívan Rivine (Grótta)
57. mín
VÍTI FYRIR AFTURELDINGU AFTUR!!!
56. mín
Robles með flott hlaup upp hálfan völlinn sem endar í skoti fyrir utan teig sem fer framhjá.
50. mín MARK!
Luke Rae (Grótta)
Stoðsending: Ólafur Karel Eiríksson
Frábær stoðsending frá Ólafi!
'
Gróttumenn hreinsa úr eigin teig og Ólafur fær boltan á miðjum eigin vallarhelming. Hann kemur svo með alveg gullfallegan bolta aftur fyrir vörn Aftureldingar.

Það er Luke Rae mun fljótari en varnarmenn Aftureldingar og klárar framhjá Esteve Pena.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið og gestirnir leiða. Það hefur verið frekar gott tempó á leiknum og færin byrjuðu að vera fleiri eftir markið. Vonandi verður þetta opinn og skemmtilegur leikur í seinni.

Sjáumst eftir korter.
45. mín
Fyrstu 45 eru búnar bara einhver smá uppbótartími eftir.
42. mín
Gróttu menn eru oft að komast í fínar stöður til að reyna skapa færi en virðast aðeins tannlausir við vítateigin í þessum fyrri hálfleik.
38. mín
Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé liggjandi mann bakvið vegg taktíkina virka.

Kjartan Kári tekur aukaspyrnuna og hittir boltanum undir vegginn en þar liggur einn Mosfellingurinn og fær boltan í sig.
37. mín Gult spjald: Gunnar Bergmann Sigmarsson (Afturelding)
Þetta er einhverjum nokkrum sentimetrum frá því að vera brit inn í teig.
34. mín
Kjartan Kári hársbreidd frá því að jafna metin

Það kemur lúmskur bolti inn í teig frá vinstri kantinum og Kjartan tekur boltann viðstöðulaust á lofti en Esteve Pena gerir mjög vel í að verja boltan í horn.
32. mín Gult spjald: Marciano Aziz (Afturelding)
Stoppar hraða sókn hjá Gróttu og er svo með einhvern kjaft við varnarmenn og dómara.
28. mín
Dauðafæri fyrir Robles!

Afturelding sækir hratt og Aziz kemur með mjög góðan bolta bakvið vörn Gróttu og Robles er kominn einn á móti markmanni.

Jón er hinsvegar fljótur að koma út úr markinu og loka á færið og Robles á lélegt skot sem fer beint í hann.
26. mín Mark úr víti!
Marciano Aziz (Afturelding)
Virkilega öruggt víti frá Aziz. Jón fer í rétt horn en skotið er of utarlega og of fast.
26. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Ekki viss hvort þetta sé fyrir brotið eða mótmæli.
25. mín
VÍTI FYRIR AFTURELDINGU!!
25. mín
Gísli Martin með frábært skot fyrir utan teig sem Jón Ívan gerir mjög vel í að plaka framhjá markinu.
23. mín
Afturelding sækir hratt í gegnum Sigga Bond á vinstri kantinum. Hann kemur með sendinguna fyrir markið en skotið frá Guðfinn fer í varnarmann og framhjá.
19. mín
Það er mjög hátt tempó í leiknum, bæði lið reyna að sækja eins og þau geta en ekki mikið um opin færi fyrstu 20 mínúturnar.
15. mín
Grótta fær aukaspyrnu í fínni stöðu sem Kristófer tekur. Sendingin fer of nálægt markmanni og Esteve kýlir hann í burtu.
10. mín
Strax eftir á kemur langur bolti fram hjá Gróttu og Esteve Pena fer í algjört skógarhlaup út úr teig og Benjamin Friedsen hefur nægan tíma til að reyna skjóta í opið markið.

Hann ákveður hinsvegar að gefa hann frekar til hægri á Kjartan Kára en sendingin er ekki nógu góð og sóknin rennur út í sandinn.
9. mín
Flott skyndisókn frá Aftureldingu þar sem Elmar Kári fékk boltan úti hægra megin.

Hann setti svo boltan út á Aziz sem á skot fyrir utan teig þar og Jón Ívan þarf að hafa sig allan við í að verja þennan bolta.
8. mín
Grótta byrjar af mkilum krafti, eru að pressa hátt og með miklum hraða. Hafa fengið 3 horn hingað til úr því en ekkert komið úr þeim.
5. mín
Elmar Kári gerir mjög vel í pressuni og kemst inn í sendingu rétt við teiginn. Skotið hans fer síðan yfir markið.
2. mín
Gróttu menn gera sig líklega í byrjun leiks þegar Benjamin keyrir inn á teig frá hægri kanti en fyrirgjöfin hans beint í lúkurnar á Esteve markamnni Aftureldingar.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn farinn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.

Chris Brazell þjálfari Gróttu gerir 4 breytingar á liðinu sem tapaði 2-1 fyrir KV í síðustu viku. Það eru þeir Arnar Þór Helgason, Dagur Þór Hafþórsson, Ólafur Karel Eiríksson og Luke Rae sem koma inn í liðið á kostnað Patrik Orra Pétursson, Arnþór Páll Hafsteinsson, Valtýr Már Michaelsson og Ívan Óli Santos.

Magnús Már þjálfari Aftureldingar gerir 2 breytingar á liðinu sem tapaði 1-0 gegn HK í síðustu viku og það eru þeir Aron Elí Sævarsson og Jökull Jörvar Þórhallson sem koma úr liðinu og fyrir þá koma Hallur Flosason og Sigurður Gísli Bond Snorrason inn í byrjunarliðið.
Siggi Bond
Fyrir leik
Dómari leiksins

Maðurinn með flautuna í kvöld er Gunnar Oddur Hafliðason og honum til halds og trausts verða Bergur Daði Ágústsson og Magnús Garðarsson.

Eftirlitsmaður er Björn Guðbjörnsson
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir

Fyrri leikur þessa liða í deildinni fór 2-2 í Mosfellsbæ þar sem Afturelding var yfir 2-0 eftir 58 mínútur þar sem Andi Hoti og Jökull Jörvar Þórhallsson skoruðu fyrir Aftureldingu en Grótta kom til baka og jöfnuðu metin á 94. mínútu eftir að Júlí Karlsson skoraði til að minnka muninn og Ívan Óli Santos var hetjan og skoraði í blálokin.

Í síðustu 5 viðureignum milli þessara liða hafa liðin skilið jöfn einu sinni og svo hefur Grótta unnið tvisvar og Afturelding líka tvisvar. Samtals markatala úr þessum leikjum er Grótta með 14 mörk og Afturelding með 7 mörk.
Ívan Óli Santos vinstra megin, hetja Gróttu í fyrri leik liðanna.
Fyrir leik
Afturelding á blússandi siglingu

Afturelding er aftur á móti í mun betra formi, þeir hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum og tapað hinum tveimur. Árangur Mosfellinga hefur gjörbreyst síðan Magnús Már og hans teymi fengu inn Javier Robles og Marciano Aziz í sumarglugganum en sá síðarnefndi hefur skorað 5 mörk í 5 leikjum.
Marciano Aziz
Fyrir leik
Gróttu menn tapað síðustu 3

Grótta hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið þar sem þeir hafa bara unnið einn af síðustu fimm leikjum og tapað hinum fjórum. Gróttu menn eiga þó markahæsta leikmann deildarinnar og það er hann Kjartan Kári Halldórsson en hann hefur skorað 13 mörk í sumar.
Kjartan Kári Halldórsson
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Gróttu gegn Aftureldingu á Vivaldi vellinum.

Leikurinn hefst klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Esteve Pena Albons (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson ('71)
7. Sigurður Gísli Bond Snorrason ('62)
7. Hallur Flosason
8. Guðfinnur Þór Leósson ('62)
9. Javier Ontiveros Robles
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Gísli Martin Sigurðsson (f)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson
20. Marciano Aziz
33. Andi Hoti

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Sigurður Kristján Friðriksson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('62)
19. Sævar Atli Hugason
26. Hrafn Guðmundsson ('62)
28. Jordan Chase Tyler
40. Ýmir Halldórsson ('71)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Amir Mehica
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Marciano Aziz ('32)
Gunnar Bergmann Sigmarsson ('37)

Rauð spjöld:
Baldvin Jón Hallgrímsson ('95)