Víkingsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Rigning og blankalogn! Völlurinn rennblautur.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Pablo Punyed
Stoðsending: Pablo Punyed
Hann er að innsigla sigurinn fyrir Víking. Þeir eru á leið í undanúrslit bikarsins!
Sigurður, sem er átján ára, á skot á milli fóta Arnórs og Beitir ræður ekki við þetta.
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
Helgi ískaldur og leggur boltann í netið!
Danijel fellur í teignum. Það tók góðan tíma að dæma þetta víti. Pontus dæmdur brotlegur.
KR-ingar skora en Pétur er búinn að taka ákvörðun að dæma vítaspyrnu.
Hvar er hagnaðurinn? KR-ingar eru allt annað en sáttir.
Danijel með hornspyrnuna en samherjar ná ekki að koma boltanum að marki Víkinga og boltinn endar í markspyrnu.
Atli á svo hornspyrnu en hún fer yfir allan pakkann.
Stefán nálægt því að vera í dauðafæri eftir sendingu frá Sigurði Bjarti. Aron Kristófer á svo tilraun sem fer í varnarmann og Atli reynir að teygja sig í boltann á fjærstönginni en nær ekki að koma boltanum á mrkið.
Ari á skot sem Beitir ver.
Þetta mark gefur KRingum byr undir báða vængi #Fotboltinet
— Johann Holmgrimsson (@Johannthor21) August 18, 2022
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
Flottur sprettur hjá Stefáni Árna á vinstri kantinum og fyrirgjöfin er frábær.
Atli er aleinn í teignum og skorar með skalla.
KR-ingar bjarga á línu!
Aron Kristófer bjargar eftir tilraun frá Helga Guðjónssyni.
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
Slúttar vinstra megin úr teignum, leggur boltann í fjærhornið. Virkilega vel klárað. Birnir og Danijel gerðu vel í undirbúningnum.
Í kjölfarið er Júlíus Magnússon brotlegur og er hann alveg á síðasta séns varðandi að fá gult spjald.
Í kjölfarið kemur svo fyrirgjöf inn á teiginn sem Sigurður Bjartur skallar að marki en Ingvar er vel vakandi og hirðir boltann upp.
Ari Sigurpálsson leggur boltann út á Helga sem á skot í varnarmann og Víkingur á annað horn.
Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
Theodór Elmar skorar eftir fyrirgjöf frá hægri. Kennie Chopart á fyrirgjöfina, Ægir Jarl reynir hjólhestaspyrnuna en boltinn endar hjá Elmari sem klárar með skoti undir Ingvar.
KR-ingar ná að skalla hornspyrnu Danijels í burtu.
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 18, 2022
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Helgi með flotta fyrirgjöf inná vítateig KR, þar er Birnir í flottu hlaupi og klárar vel.
Virðist vera Kennie sem týnir Birni og skilar honum ekki nægilega vel frá sér á næsta varnarmann.
Fá aukaspyrnu út á vinstri kantinum, fínasta fyrirgjafarstaða.
Erlingur Agnarsson kom bikarmeisturum VÃkings á bragðið gegn KR à leik liðanna à 8 liða úrslitum bikarkeppni karla. Erlingur skoraði 1-0 á 31. mÃnútu. pic.twitter.com/ZUjPyScAif
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022
Stoðsending: Pablo Punyed
Pablo með flotta fyrirgjöf af vinstri kantinum eftir sendingu frá Danijel.
Erlingur kemst í boltann, sem fór aðeins yfir Helga, á fjærstönginni og kemur boltanum í netið.!
Helgi kemur á hægri kantinn og Erlingur færist inn á miðjuna.
Biður núna um skiptingu.
Þetta er rangstöðudómurinn. Ægir dæmdur rangur þarna à aðdraganda marksins #fotboltinet pic.twitter.com/feauXk5Nve
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 18, 2022
Föst spryrna frá Danijel sem fer af Kennie sem er stálheppinn að boltinn fari ekki af sér og í eigið net!
Ingvar handsamar svo fyrirgjöfina frá Atla.
Úff. pic.twitter.com/00Pkk7KiOL
— Siggi OK (@SiggiOrr) August 18, 2022
AD2 à ruglinu þarna. Þvà miður.😮
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 18, 2022
Ha?
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 18, 2022
Hallur Hansson er dæmdur rangstæður. Hann kom boltanum í netið en eftir talsverðan tíma fer flaggið á loft og rangstaða dæmd.
Lýsararnir á RÚV sjá ekki rangstöðu í þessu atviki við fyrstu sýn!
Virðist bara alls ekki vera rangstaða, mögulega á Ægi í fyrri fyrirgjöfinni frá Atla.
Danijel Djuric átti öflugan sprett á undan og ætlaði að finna Birni í gegn en Arnór Sveinn stoppaði það, boltinn barst á Karl sem leitaði á vinstri löppina en skotið fór framhjá.
Danijel tók spyrnuna, flott fyrirgjöf inn á Erling sem sneiðir boltann framhjá en er dæmdur rangstæður.
Viktor skallar fyrirgjöf Atla í burtu. Atli fær boltann aftur og kemur boltanum fyrir. Ingvar í brasi inn á teignum, boltinn berst á Hall en skotið frá Halli fer í Karl Friðleif og aftur fyrir. Annað horn.
Föst spyrna frá Danijel sem skölluð er út fyrir teig, Viktor reynir að vippa boltanum inn á teig en Kennie hreinsar.
Beitir
Kennie - Arnór - Pontus - Aron Kristófer
Hallur - Aron Þórður - Ægir
Atli - Sigurður - Elmar
Ingvar
Karl - Oliver - Kyle - Viktor
Júlíus
Pablo - Ari
Erlingur - Danijel - Birnir
Jújú. ég mættur à Fossvoginn lÃka. Staðfest huggulegt.
— Siggi OK (@SiggiOrr) August 18, 2022
Tók lÃka (aaaaðeins ódýrari) mynd.
Hörkuleikur vonandi. https://t.co/3ZrqoQADuf pic.twitter.com/bIWVfzBEgO
Það vekur athygli að Arnór Borg Guðjohsnen er ekki í leikmannahópi Víkings í dag.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í Bestu deildinni á mánudag. Tvær þeirra eru vegna meiðsla því Logi Tómasson og Davíð Örn Atlason fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik á Kópavogsvelli.
Pablo Punyed kemur inn í liðið fyrir Loga en líklegt er að Viktor Örlygur Andrason færist af miðsvæðinu og í vinstri bakvörðinn líkt og hann gerði gegn Blikum. Þá kemur Karl Friðleifur Gunnarsson inn í hægri bakvörðinn og Birnir Snær Ingason kemur inn fyrir Helga Guðjónsson sem sest á bekkinn. Helgi hefur skoraði fimm mörk fyrir Víking í bikarnum í ár og er markahæsti leikmaður liðsins í þeirri keppni.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar á sínu liði eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík á mánudag. Stefán Árni Geirsson og Þorsteinn Már Ragnarsson taka sér sæti á bekknum og inn í liðið koma þeir Theodór Elmar Bjarnason og Aron Kristófer Lárusson sem voru í leikbanni á mánudag. Þá er Pálmi Rafn Pálmason mættur aftur á varamannabekk KR.
Ein breyting frá líklegu byrjunarliði eins og það var birt hér að neðan. Helgi Guðjónsson byrjar á bekknum!
BYRJUNARLIÃÂ
— VÃÂkingur (@vikingurfc) August 18, 2022
🆚 @KRreykjavik
@mjolkurbikarinn
#Mjolkurbikarinn #fotboltinet #vikeskr pic.twitter.com/LnkRAJ30S2
Þessi kick off tÃmi kl 20 á Ãslandi hentar okkur Skandinövum illa. VÃkingur- KR byrjar kl 22 hjá okkur. KSà greinilega ekkert að hugsa um okkur þegar þeir setja leikina á😥
— Einar Guðnason (@EinarGudna) August 18, 2022
Bikarleikur à kvöld kl 20:00 á VÃkingsvelli.
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) August 18, 2022
KR-ingar hittumst á Ljóninu og tökum rútuna saman á völlinn.
Rútan fer kl 19:15 frá Rauða Ljónið
Ãfram KR!! pic.twitter.com/4qnV0dvdDG
DAGSKRÃ
— VÃkingur (@vikingurfc) August 18, 2022
vs @KRreykjavik #fotboltinet #mjolkurbikarinn #vikeskr pic.twitter.com/xDJVOhZE5O
Fótbolti.net spáir þremur breytingum á liði Víkings frá leiknum gegn Breiðabliki. Bakverðirnir Logi Tómasson og Davíð Örn Atlason eru meiddir og þá er líklegt að Arnar Gunnlaugsson geri eina breytingu framar á vellinum og setji Birnir Snæ Ingason í liðið. Pablo Punyed kæmi inn á miðsvæðið, Viktor Örlygur Andrason færi í vinstri bakvörðinn og Karl Friðleifur Gunnarsson kæmi inn í hægri bakvörðinn.
Hjá KR er líklegt að þeir Theodór Elmar Bjarnason og Aron Kristófer Lárusson komi inn í liðið eftir leikbann. Líklegast er að þeir Þorsteinn Már Ragnarsson og Stefán Árni Geirsson munu taka sér sæti á bekknum.
Bikarmeistararnir byrjuðu á því að vinna 0-7 útisigur á Haukum í 32-liða úrslitunum áður en þeir fóru svo á Selfoss og unnu 0-6 sigur í 16-liða úrslitunum. Helgi Guðjónsson skoraði fimm mörk í þeim leikjum og er hann einu marki á eftir markahæstu mönnum keppninnar fyrir leikinn í kvöld.
KR byrjaði á því að slá út Stjörnuna í Garðabænum, 0-3, í 32-liða úrslitum áður en liðið vann torsóttan 0-1 sigur í Njarðvík í 16-liða úrslitunum. Hallur Hansson skoraði í báðum þessum leikjum og er markahæstur KR-inga í keppninni.
Liðin léku bæði í Bestu deildinni á mánudag og gerðu bæði jafntefli. Víkingur fór í Kópavoginn og gerði 1-1 jafntefli við Breiðablik. Danijel Dejan Djuric skoraði mark Víkings í leiknum.
KR fór til Keflavíkur og gerði þar markalaust jafntefli.
Víkingur er í 3. sæti deildarinnar á meðan KR er í sjötta sæti, sex stigum á eftir Víkingi sem á einnig leik til góða.
En staðan í deildinni skiptir svo sem engu máli í dag!
Pétur Guðmundsson er með flautuna í kvöld og honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson.
Björn Guðbjörnsson er eftirlitsmaður KSÍ og Einar Ingi Jóhannsson er fjórði dómari.
Pétur Guðmunds
Tveimur leikjum er lokið í 8-liða úrslitunum.
FH lagði Kórdrengi í síðustu viku og KA lagði Ægi að velli. Fjórði og síðasti leikur 8-liða úrslitanna fer svo fram á morgun þegar Breiðablik heimsækir nágranna sína í HK í Kórnum.
Víkingur er ríkjandi bikarmeistari og KR hefur ,,unnið bikarinn oftast, oftar en allir aðrir" eins og segir í laginu.