Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
HK
0
1
Breiðablik
0-1 Omar Sowe '55
Sandor Matus '68
19.08.2022  -  20:00
Kórinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Leikurinn er spilaður innanhúss
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1246
Maður leiksins: Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('72)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Oliver Haurits
10. Ásgeir Marteinsson ('72)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('60)
16. Eiður Atli Rúnarsson
21. Ívar Örn Jónsson
24. Teitur Magnússon

Varamenn:
2. Kristján Snær Frostason
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('60)
15. Hákon Freyr Jónsson ('72)
18. Atli Arnarson
23. Hassan Jalloh ('72)
28. Tumi Þorvarsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson

Gul spjöld:
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('37)
Eiður Atli Rúnarsson ('40)
Ólafur Örn Eyjólfsson ('62)
Ásgeir Marteinsson ('71)

Rauð spjöld:
Sandor Matus ('68)
Leik lokið!
Þetta er búið, Blikar vinna 1-0 sigur og mæta Víkingum í undanúrslitum. Það verður alvöru leikur!

Ég þakka fyrir mig, viðtöl og skýrsla koma inn síðar í kvöld.

90. mín
ÖRVAR SKORAR EN ER DÆMDUR RANGSTÆÐUR

Hassan Jalloh með geggjaðan bolta inn á teig og Örvar skallar yfir Anton og í markið.

Ég fékk það sent að þetta væri hárréttur dómur.


90. mín
Stuðningsmenn Blika láta vel í sér heyra, þeirra menn eru að landa sigrinum.
90. mín
Bolti inn á teig og Örvar með skalla en hann var í litlu jafnvægi og boltinn fer langt fram hjá markinu.
90. mín
Við erum komin fram í uppbótartíma. Ég veit ekki alveg hversu miklu er bætt við.
90. mín
HK-ingar farnir að ýta mjög hátt upp og stuðningsmenn þeirra eru að taka við sér.
89. mín
Boltinn aftur fyrir endamörk og Blikar fá markspyrnu. Arnar hleypur til baka.
89. mín
ARNAR KEMUR FRAM Í HORNSPYRNU!
88. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
87. mín
Næstum því stórslys hjá HK! Dagur Dan með langan bolta upp völlinn og eru Arnar og Teitur ekki samstíga. Þeir tala ekki saman og kemst Omar næstum því í boltann með hraða sínum. Arnar bjargar þessu á endanum!
84. mín
Davíð Ingvars með hættulega tilraun en inn fer boltinn ekki.
84. mín
Damir er kominn aftur inn á völlinn.
83. mín
Það er ekkert sem bendir til þess að HK muni jafna, en það hafa ótrúlegri hlutir gerst í fótbolta.
82. mín
Blikar eiga hornspyrnu sem Höskuldur tekur. Hann leggur boltann niðri með jörðinni út á Gísla sem kemur á ferðinni og ætlar að hamra boltanum á markið, en hann missir bara af honum.

Jason á svo skot í varnarmann.
81. mín
Blikar eiga stúkuna þessa stundina. Það heyrist lítið í HK-ingum.
80. mín

Mynd: RÚV

Það þarf aftur að binda um sár Damir. Blikar eru einum færri þessa stundina.
79. mín
Gísli fær að valsa inn á teig HK en á skot sem Teitur gerir vel í að koma sér fyrir.
77. mín
Sturluð staðreynd. Það eru komnir þrír varamenn inn hjá Blikum með nafnið Viktor. Spurning hvort við fáum þann fjórða, það er möguleiki á því.


Viktor Karl Einarsson.
75. mín
Vallarþulurinn er að reyna að segja frá skiptingum. Ég heyri ekkert, hávaðinn er það mikill.
74. mín
Inn:Viktor Elmar Gautason (Breiðablik) Út:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik)
74. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
72. mín
Inn:Hákon Freyr Jónsson (HK) Út:Ívar Orri Gissurarson (HK)
72. mín
Inn:Hassan Jalloh (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
72. mín
Áhorfendafjöldi: 1246
71. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (HK)
Enn eitt gula spjaldið. Stöðvar hraða sókn og þetta er hárréttur dómur.
71. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
69. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Klaufalegt brot.
68. mín Rautt spjald: Sandor Matus (HK)
Var að fá upplýsingar um að Sandor Matus, markvarðarþjálfari HK, hafi fengið rautt spjald áðan. Vildi fá víti.
63. mín
Arnar Freyr með mjög langan bolta upp völlinn og kemur Anton Ari langt út úr marki sínu til þess að vinna boltann. Hann setur höndina út, í boltann og svo í höfuðið á Oliver.

Oliver liggur og heldur um höfuð sitt. HK vill fá víti, en ég held að það sé hárrétt að dæma ekkert á það þarna. Anton fer fyrst í boltann.
62. mín Gult spjald: Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
Fljótur að koma sér í svörtu bókina. Hárréttur dómur.
61. mín
Það skal tekið fram að HK-ingar eru hættir að syngja um Damir. Þeir fengu tiltal í hálfleik.
Hér má sjá markið:

Elvar Geir Magnússon
60. mín
Inn:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (HK)
60. mín
Blikar fá aukaspyrnu á svona 27 metrunum. Í staðinn fyrir að skjóta þá sendir Dagur Dan til baka. Þarna hefði ég viljað sjá skot!
57. mín
HK-ingar höfðu byrjað seinni hálfleikinn ágætlega en fá svo þetta mark í andlitið. Stuðningsmenn Blika gleðjast mjög.
56. mín

Það var Omar Sowe sem skoraði.
55. mín MARK!
Omar Sowe (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
FYRSTA MARKIÐ ER KOMIÐ!
Frábær sókn hjá Blikum. Frá aftasta varnarmanni og upp völlinn. Fer út til hægri á Jason Daða sem á flotta sendingu fyrir og Omar skilar þessu í markið.

Blikar eru búnir að taka forystuna.
53. mín
Myndast smá barátta inn á teignum en boltinn aftur fyrir endamörk. Markspyrna Blika.
53. mín
HK-ingar hafa verið flottir heilt yfir í þessum leik. Þeir eru núna að ýta upp völlinn. Örvar tekur langt innkast.
51. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Braut á Örvari.
48. mín
Það verður áhugavert að sjá hvernig seinni hálfleikurinn spilast. Það er með hreinum ólíkindum að það hafi ekki verið skorað mark í fyrri hálfleiknum.
46. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
46. mín
LEIKUR ER HAFINN!
45. mín

Þessir þrír með allt á hreinu og drátturinn gekk framúrskarandi vel.
Elvar Geir Magnússon
45. mín
HK/BREIÐABLIK - VÍKINGUR
FH - KA


Sigurvegarinn úr þessum leik mætir ríkjandi meisturum Víkings. FH og KA mætast í Kaplakrikanum.
Elvar Geir Magnússon
45. mín
FH fær einnig heimaleik.
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Byrjað er að draga heimalið. HK/Breiðablik fær heimaleik, sigurvegarinn úr þessum leik sem er í gangi.
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Það er frábær stemning í Kórnum en lögin sem stuðningsmenn HK hafa sungið eru að setja dökkan blett á þetta allt saman.

Stuðningsmenn HK hafa sungið: Damir er 'pedo' allan fyrri hálfleikinn. Oftar en einu sinni, oftar en tvisvar og oftar en þrisvar. Ég trúi ekki öðru en að eftirlitsmaður KSÍ punkti þetta hjá sér.

'Pedo' er sem sagt enskt slanguryrði fyrir orðið barnaníðingur.

Þetta er langt yfir strikið.
45. mín
Hálfleikur í Kórnum og þá er komið að drættinum í undanúrslitin!


Birkir Sveinsson, hinn íslenski Marchetti, er mættur í Kórinn með skálina og kúlurnar fjórar.

Víkingur, KA og FH eru þegar búin að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Undanúrslitin verða leikin 31. ágúst og 1. september. Úrslitaleikurinn verður svo laugardaginn 1. október á Laugardalsvelli.

Dregið verður STRAX eftir auglýsingahlé sem er í gangi á RÚV.
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Búið að flauta til hálfleiks. Geggjaður fyrri hálfleikur að baki og bæði lið hefðu hæglega getað skorað. Staðan er þó enn markalaus.
45. mín
Damir fékk gat á hausinn í þessum darraðadans inn á teignum. Hann mætir aftur inn á völlinn og það er búið að vefja á honum hausinn.
44. mín
Þetta var rosalegt færi fyrir HK.
43. mín
HVERNIG VAR ÞETTA EKKI MARK??
HK NÆSTUM ÞVÍ KOMIÐ YFIR. Örvar með langt innkast inn á teiginn og Teitur á skalla í slána. Oliver nær frákastinu og Elfar BJARGAR Á LÍNU.

Ásgeir á svo skot sem fer fram hjá markinu.

40. mín Gult spjald: Eiður Atli Rúnarsson (HK)
Tekur niður Omar sem var á harðaspretti.
37. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (HK)
35. mín
HVERNIG GÍSLI?????
Breiðablik Í ALGJÖRU DAUÐAFÆRI eftir hornspyrnu. Gísli fær boltann á línunni nánast en tekst einhvern ekki að setja boltann í markið. Ótrúlegt færi!

33. mín
Áfram halda HK-ingar að syngja ljóta söngva um Damir, sem er uppalinn í félaginu en leikur núna með Breiðabliki og hefur gert lengi.

Klárlega yfir strikið - allavega mjög stór orð - ef ég og aðrir í fjölmiðlastúkunni erum að heyra rétt.

31. mín
Fyrir skyndisóknina átti HK aukaspyrnu sem fór inn á teiginn. Tveir leikmenn HK féllu inn á teignum og einhver köll um vítaspyrnu. Sá þetta ekki nægilega vel en mér er sagt að það hefði verið ódýrt ef vítaspyrna hefði verið dæmd.
30. mín
GEGGJUÐ VARSLA
Blikar sækja hratt og eru komnir í geggjaða stöðu. Boltinn berst frá hægri til vinstri á Sölva sem er í algjöru dauðafæri en Arnar Freyr gerir FÁRÁNLEGA vel í að verja. Þetta var langbesta færi leiksins til þessa.

29. mín
Það kemur ekkert úr þessari hornspyrnu.
28. mín
Andri Rafn breyttist í Messi um stutta stund, sólaði mann og annan. Vinnur svo hornspyrnu.
27. mín
Það sem stuðningsmenn HK eru að syngja um Damir er ekki fallegt.
24. mín
Mikið af feilsendingum hjá Blikum á þessum fyrstu 24 mínútunum. Þeir eru ekki búnir að vinna sig almennilega inn í þennan leik, þeir grænklæddu.

Heimamenn eflaust mjög sáttir með byrjunina.
23. mín
Gísli tekur boltann á lofti fyrir teig og lætur vaða. Þetta leit mjög vel út en hann hittir boltann ekki sérstaklega. Niðurstaðan: Skot langt fram hjá.
21. mín
HK nær að skapa sér hættulega stöðu eftir slaka sendingu frá Sölva. Bjarni Páll gerir mjög vel og finnur Örvar úti hægra megin. Hann reynir sendingu fyrir en hún er ótrúlega slöpp og beint í hendurnar á Antoni Ara.
20. mín
Það er ótrúlega gaman að fá að upplifa þessa stemningu. Ekki oft sem maður verður vitni að svona mikilli stemningu og miklum látum á fótboltaleik á Íslandi.

Algjörlega geggjað!
19. mín
Elfar með slaka sendingu út úr vörninni en HK-ingar tapa boltanum um leið. Þarna var tækifæri fyrir heimamenn að gera eitthvað. Klaufalegt.
17. mín
Elfar með geggjaðan bolta inn á teiginn en Erlendur dæmir brot á Omar í baráttunni. Afskaplega 'soft' dómur þegar hætta var að skapast.
16. mín
Varamenn HK-inga eru allir farnir að hita upp. Eru í samhæfðum upphitunaræfingum fyrir aftan endalínu. Allir varamenn Blika sitja enn.
14. mín
Boltinn fellur fyrir Gísla inn á teignum í kjölfarið á aukaspyrnunni. Hann reynir skot en það fer í Teit. Blikar kalla eftir víti en ég held að það hafi ekki verið nokkur skapaður hlutur í þessu.
13. mín
Blikar fá aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Brotið á Sölva Snæ.
Það er fáránlega góð stemning!
11. mín
Ekkert færi enn sem komið er.
10. mín
Í sumar finnst mér Dagur Dan Þórhallsson vera farinn að sýna sitt rétta andlit - loksins. Hann er ógeðslega góður í fótbolta og er greinilega með sjálfstraustið í botni.

9. mín
Dregið í undanúrslit í hálfleik
Víkingur, KA og FH eru þegar búin að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en dregið verður í undanúrslitin í hálfleik í Kórnum, líklega um klukkan 20:50.

Fylgst verður með drættinum í þessari textalýsingu í hálfleik
Elvar Geir Magnússon
8. mín
Tempóið í leiknum er mjög hátt til að byrja með. Það er mikið undir hér í dag.
6. mín
"Litla systir hvar ert þú? Í LENGJUDEILD," syngja stuðningsmenn Blika um HK-inga.
6. mín
Áhugavert að Andri Rafn Yeoman er í hægri bakverði. Maður sem getur leyst allar stöður á vellinum.
4. mín
SVONA STILLAR BLIKAR UPP
Anton Ari

Andri Rafn - Damir - Elfar Freyr - Davíð

Anton Logi

Gísli - Dagur Dan

Sölvi Snær - Omar - Jason Daði
3. mín
SVONA STILLIR HK UPP
Arnar Freyr

Eiður Atli - Teitur - Leifur - Ívar

Arnþór Ari - Ívar Orri

Örvar - Ásgeir - Bjarni Páll

Oliver
1. mín

Elfar Freyr byrjar í hjarta varnarinnar hjá Blikum. Hann er að koma til baka eftir erfið meiðsli.
1. mín
Leikur hafinn
Það er HK sem tekur fyrstu spyrnu leiksins. Þetta er farið af stað. Litla stemningin!
Fyrir leik
Við erum að fara af stað!
Fyrir leik
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks tjáir sig um Ísak Snæ Þorvaldsson í viðtali á RÚV og segir allt stefna í að Ísak geti spilað á mánudaginn. "Ég yrði mjög hissa ef hann gæti ekki spilað þá," segir Óskar. Ísak er að jafna sig eftir höfuðhögg og er ekki í hóp í kvöld en Breiðablik á deildarleik gegn Fram á mánudaginn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er að verða troðfullt í stúkunni og mikil læti. Geggjað að sjá þetta. Það væri gaman að sjá þetta oftar á fótboltaleikjum á Íslandi.
Fyrir leik
Stuðningsmenn HK eru að syngja mikið um Damir, en hann er einn af þeim leikmönnum sem hefur spilað fyrir bæði þessi félög.

Fyrir leik
Það er föstudagskvöld og greinilegt að það eru allir léttir á því.
Fyrir leik
Það væri nú skemmtilegra ef þessi leikur væri úti, en svona er þetta - getum ekki breytt því núna.
Fyrir leik
Það eru strax farin að myndast mikil læti hérna, stuðningsfólk beggja liða er mætt tímalega og því ber að hrósa. Þetta verður stuð!
Fyrir leik
Bæði lið eru komin út á völl í upphitun.
Fyrir leik
Ísak Snær er ekki í hóp hjá Blikum vegna meiðsla. Hjá HK er bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson fjarverandi eftir að hafa viðbeinsbrotnað í síðasta leik Þórsurum.


Birkir Valur Jónsson
Fyrir leik
Fólk er strax farið að mæta í stúkuna. Ég býst við mikill stemningu og látum. Ég vona það allavega.

Annars er Anton Ari mættur út á gras og byrjaður að hita upp með Gulla.

Fyrir leik
Óskar Hrafn og Gunnleifur Gunnleifsson, markvarðarþjálfari Blika, eru fyrstir út á gras í Kórnum. Óskar er að skoða hvernig gervigrasið lítur út. Lítur ágætlega út frá mínu sjónarhorni.
Fyrir leik
Búið er að opinbera byrjunarliðin
HK gerir þrjár breytingar frá síðasta deildarleik sínum sem var 2-0 tap gegn Þór í Lengjudeildinni. Birkir Valur Jónsson er meiddur og er Bruno Soares í banni. Hassan Jalloh fer á bekkinn. Inn koma Bjarni Páll Linnet Runólfsson, Eiður Atli Rúnarsson og Teitur Magnússon.

Óskar Hrafn gerir fimm breytingar. Anton Ari, Damir, Gísli Eyjólfs, Jason Daði, Dagur Dan og Davíð Ingvars halda sæti sínu. Aðrir koma nýir inn.

Gísli er með fyrirliðabandið hjá Blikum í dag þar sem Höskuldur Gunnlaugsson byrjar á bekknum.


Gísli Eyjólfsson.
Fyrir leik
Blikar gerðu jafntefli í toppbaráttuslag
Síðasti leikur Breiðabliks var toppbaráttuslagur gegn Víkingum í Bestu deildinni. Það var hart barist í þeim leik og var niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Blikar eru búnir að eiga stórkostlegt sumar og eru á toppnum í Bestu deildinni með sex stiga forskot á næsta lið.

Fyrir leik
Þetta verður fyrsti Kópavogsslagurinn hjá Ómari Inga sem aðalþjálfara meistaraflokks karla hjá HK. Hann tók við liðinu fyrr í sumar og hefur gert vel hingað til.

Kollegi hans hjá Blikum, Óskar Hrafn Þorvaldsson, hefur upplifað nokkra Kópavogsslagi.


Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Fyrir leik
Þurfa að stíga upp eftir verstu frammistöðuna í sumar
Síðasti leikur HK var gegn Þór í Lengjudeildinni. HK-ingar gerðu ekki góða ferð á Akureyri og töpuðu 2-0. Ion Perelló Machi og Alexander Már Þorláksson gerðu mörk Þórsara í þeim leik.

"Nei, ekki vanmat. Kannski ofmat á eigin ágæti gagnvart því að við þyrftum ekki að leggja jafn mikið á okkur og við eigum að þurfa að gera. Held við höfum ekki vanmetið þá, frekar að við lögðum einfaldlega ekki jafn hart að okkur í fyrri hálfleik til að eiga neitt annað skilið og þá var þetta alltaf erfitt," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn gegn Þór.

Hann talaði um að það hafi verið versta frammistaða HK í sumar. Þeir þurfa svo sannarlega að spila betur í kvöld.

Fyrir leik

Erlendur Eiríksson er dómari í dag.
Fyrir leik
FH, KA og Víkingar eru komin áfram í undanúrslitin. Annað hvort þessara liða fer með þeim þangað.
Fyrir leik
Ég hvet fólk endilega til að taka þátt í umræðunni í kringum leikinn á Twitter. Mæli með því að nota kassamerkið #fotboltinet.
Fyrir leik
Stefán Ingi er markahæstur
Þess má geta að Stefán Ingi Sigurðarson er markahæsti leikmaður Mjólkurbikarsins í ár - ásamt nokkrum öðrum - með sex mörk. Hann skorar þó ekki fleiri mörk þar sem hann er farinn til Bandaríkjanna í háskóla.

Hann er samningsbundinn Breiðabliki en er búinn að vera á láni hjá HK í sumar.


Stefán Ingi Sigurðarson.
Fyrir leik
Breiðablik vann báða leikina á síðasta tímabili
Bæði lið voru upp í efstu deild á síðustu leiktíð og þá unnu Blikar báða leikina.

Þeir unnu 2-3 sigur í Kórnum eftir að hafa lent tvisvar undir. Miðjumaðurinn Andri Rafn Yeoman gerði þar sigurmarkið í leiknum.

Breiðablik vann svo mjög svo þægilegan 3-0 sigur í heimaleik sínum á Kópavogsvelli.


Andri Rafn Yeoman.
Fyrir leik
Verður Ísak Snær með?
Mér þykir ólíklegt að það verði tekin áhætta með Ísak Snæ Þorvaldsson, einn besta leikmann Íslandsmótsins, til þessa í kvöld. Ísak fékk slæmt höfuðhögg á dögunum og er að jafna sig eftir það.

Fyrir leik
Leið liðanna á þetta stig
Þetta er síðasti leikurinn í átta-liða úrslitunum. Hvernig komust liðin hingað? Góð spurning. Svona var leið þeirra á þetta stig keppninnar.

Leið HK:
Þróttur R. 0 - 3 HK
HK 3 - 1 Grótta
HK 6 - 0 Dalvík/Reynir

Leið Breiðabliks:
Breiðablik 6 - 2 Valur
ÍA 2 - 3 Breiðablik
Fyrir leik
Það verður áhugavert að sjá hversu mikið Blikarnir munu rótera. Það er búið að vera mikið álag á þeim upp á síðkastið, en þetta er hættulegur leikur að hvíla í. Ég er viss um að HK-ingar munu mæta dýrvitlausir í þennan leik.

HK verður án miðvarðarins Bruno Soares í þessum leik, hann er í leikbanni. Þá eru HK-ingar búnir að missa Valgeir Valgeirsson í atvinnumennsku og Stefán Inga Sigurðarson út í skóla.


Valgeir fór til Örebro.
Fyrir leik
Montrétturinn í Kópavogi
Þetta verður svo sannarlega áhugaverður leikur, eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast. Montrétturinn í Kópavogi er í húfi.

Breiðablik er sem stendur á toppi Bestu deildarinnar en HK er í öðru sæti Lengjudeildarinnar. Blikar eru auðvitað sigurstranlegri en þegar er í Kórinn komið - þá getur allt gerst.

Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá síðasta leiknum í átta-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Það er alvöru veisla framundan því það er Kópavogsslagur á dagskrá!

Endilega fylgist með!

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('46)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('74)
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('74)
30. Andri Rafn Yeoman ('71)
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('71)
7. Viktor Andri Pétursson
8. Viktor Karl Einarsson ('74)
21. Viktor Örn Margeirsson ('46)
27. Viktor Elmar Gautason ('74)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('51)
Anton Logi Lúðvíksson ('69)
Höskuldur Gunnlaugsson ('88)

Rauð spjöld: