Kórinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Leikurinn er spilaður innanhúss
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1246
Maður leiksins: Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
Ég þakka fyrir mig, viðtöl og skýrsla koma inn síðar í kvöld.
Hassan Jalloh með geggjaðan bolta inn á teig og Örvar skallar yfir Anton og í markið.
Ég fékk það sent að þetta væri hárréttur dómur.
HK nálægt þvà að jafna metin alveg à blálok leiksins en rangstaða dæmd. 1-0 sigur Blika niðurstaðan og þeir fara áfram à undanúrslit Mjólkurbikarsins. pic.twitter.com/RaTSF9UHt9
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 19, 2022
Jason á svo skot í varnarmann.
Mynd: RÚV
Það þarf aftur að binda um sár Damir. Blikar eru einum færri þessa stundina.
Viktor Karl Einarsson.
Oliver liggur og heldur um höfuð sitt. HK vill fá víti, en ég held að það sé hárrétt að dæma ekkert á það þarna. Anton fer fyrst í boltann.
Breiðablik brýtur Ãsinn með þessu marki hér frá Omar Sowe á 55. mÃnútu, staðan orðin 1-0. pic.twitter.com/ZUZ3fjLkG0
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 19, 2022
‘55. Mark! Omst Setur hann eftir fyrirgjöf frá hægri. Jason Daði með stoðsendinguna. Staðan à Kórnum 0:1. pic.twitter.com/YSEwdD7QHo
— Blikar.is (@blikar_is) August 19, 2022
Come on Omar Sowe
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) August 19, 2022
Score some goals for Blikar
We go wild wild wild
Wild wild wild 💚💚💚
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
Frábær sókn hjá Blikum. Frá aftasta varnarmanni og upp völlinn. Fer út til hægri á Jason Daða sem á flotta sendingu fyrir og Omar skilar þessu í markið.
Blikar eru búnir að taka forystuna.
FH - KA
Sigurvegarinn úr þessum leik mætir ríkjandi meisturum Víkings. FH og KA mætast í Kaplakrikanum.
Stuðningsmenn HK hafa sungið: Damir er 'pedo' allan fyrri hálfleikinn. Oftar en einu sinni, oftar en tvisvar og oftar en þrisvar. Ég trúi ekki öðru en að eftirlitsmaður KSÍ punkti þetta hjá sér.
'Pedo' er sem sagt enskt slanguryrði fyrir orðið barnaníðingur.
Þetta er langt yfir strikið.
Birkir Sveinsson, hinn íslenski Marchetti, er mættur í Kórinn með skálina og kúlurnar fjórar.
Víkingur, KA og FH eru þegar búin að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.
Undanúrslitin verða leikin 31. ágúst og 1. september. Úrslitaleikurinn verður svo laugardaginn 1. október á Laugardalsvelli.
Dregið verður STRAX eftir auglýsingahlé sem er í gangi á RÚV.
Hahahahahhahahahahahahhahahahahahhahahahahahahahhahahaha þetta er svo typiskur Lucio à fyrsta byrjunarliðsleik. Skalla út á lÃnunni. Takk@elffhel
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) August 19, 2022
HK NÆSTUM ÞVÍ KOMIÐ YFIR. Örvar með langt innkast inn á teiginn og Teitur á skalla í slána. Oliver nær frákastinu og Elfar BJARGAR Á LÍNU.
Ásgeir á svo skot sem fer fram hjá markinu.
Drögum à undanúrslit bikarsins à hálfleik, allt à þráðbeinni á RÚV 2.
— Gunnar Birgisson (@grjotze) August 19, 2022
Hey ma, I made it!#Kópavogsbardaginn pic.twitter.com/9urxRiUAP4
Breiðablik Í ALGJÖRU DAUÐAFÆRI eftir hornspyrnu. Gísli fær boltann á línunni nánast en tekst einhvern ekki að setja boltann í markið. Ótrúlegt færi!
Klárlega yfir strikið - allavega mjög stór orð - ef ég og aðrir í fjölmiðlastúkunni erum að heyra rétt.
Blikar sækja hratt og eru komnir í geggjaða stöðu. Boltinn berst frá hægri til vinstri á Sölva sem er í algjöru dauðafæri en Arnar Freyr gerir FÁRÁNLEGA vel í að verja. Þetta var langbesta færi leiksins til þessa.
Heimamenn eflaust mjög sáttir með byrjunina.
Algjörlega geggjað!
Mikið er ég stoltur af þessari stemmningu à Kórnum. #fotboltinet
— Hafsteinn Ãrnason (@h_arnason) August 19, 2022
Ãslandsmet og lÃklega heimsmet hjá Blikum à kvöld. 4x Viktor á bekknum pic.twitter.com/SSeof3OMZz
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) August 19, 2022
Heyrist alla leið á Reyðarfjörð hvað það er mikil stemning à Kórnum 💚💚💚
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) August 19, 2022
Víkingur, KA og FH eru þegar búin að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en dregið verður í undanúrslitin í hálfleik í Kórnum, líklega um klukkan 20:50.
Fylgst verður með drættinum í þessari textalýsingu í hálfleik
Anton Ari
Andri Rafn - Damir - Elfar Freyr - Davíð
Anton Logi
Gísli - Dagur Dan
Sölvi Snær - Omar - Jason Daði
Arnar Freyr
Eiður Atli - Teitur - Leifur - Ívar
Arnþór Ari - Ívar Orri
Örvar - Ásgeir - Bjarni Páll
Oliver
Elfar Freyr byrjar í hjarta varnarinnar hjá Blikum. Hann er að koma til baka eftir erfið meiðsli.
Korter à þessa veislu! pic.twitter.com/zvWW4wJrAL
— Guðmundur Ãsgeirsson (@gummi_aa) August 19, 2022
75 mÃnutur à leik og öll stæði við Kórinn full. Mæli með að fólk mæti snemma á þennan. #HK_Breiðablik #Kórinn #fotboltinet
— Baldur Mar Bragason (@BaldurMB) August 19, 2022
Battle of Kópavogur 🔜
— Guðmundur Ãsgeirsson (@gummi_aa) August 19, 2022
Gulli Gull þekkir bæði þessi félög mjög vel 🧤 Hann var fyrstur út á völl à Kórnum, hann getur ekki beðið ⚽
Textalýsing hérna: https://t.co/sWQubIs5JG pic.twitter.com/63hf5f7QuO
Birkir Valur Jónsson
Annars er Anton Ari mættur út á gras og byrjaður að hita upp með Gulla.
HK gerir þrjár breytingar frá síðasta deildarleik sínum sem var 2-0 tap gegn Þór í Lengjudeildinni. Birkir Valur Jónsson er meiddur og er Bruno Soares í banni. Hassan Jalloh fer á bekkinn. Inn koma Bjarni Páll Linnet Runólfsson, Eiður Atli Rúnarsson og Teitur Magnússon.
Óskar Hrafn gerir fimm breytingar. Anton Ari, Damir, Gísli Eyjólfs, Jason Daði, Dagur Dan og Davíð Ingvars halda sæti sínu. Aðrir koma nýir inn.
Gísli er með fyrirliðabandið hjá Blikum í dag þar sem Höskuldur Gunnlaugsson byrjar á bekknum.
Gísli Eyjólfsson.
Síðasti leikur Breiðabliks var toppbaráttuslagur gegn Víkingum í Bestu deildinni. Það var hart barist í þeim leik og var niðurstaðan 1-1 jafntefli.
Blikar eru búnir að eiga stórkostlegt sumar og eru á toppnum í Bestu deildinni með sex stiga forskot á næsta lið.
Kollegi hans hjá Blikum, Óskar Hrafn Þorvaldsson, hefur upplifað nokkra Kópavogsslagi.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Síðasti leikur HK var gegn Þór í Lengjudeildinni. HK-ingar gerðu ekki góða ferð á Akureyri og töpuðu 2-0. Ion Perelló Machi og Alexander Már Þorláksson gerðu mörk Þórsara í þeim leik.
"Nei, ekki vanmat. Kannski ofmat á eigin ágæti gagnvart því að við þyrftum ekki að leggja jafn mikið á okkur og við eigum að þurfa að gera. Held við höfum ekki vanmetið þá, frekar að við lögðum einfaldlega ekki jafn hart að okkur í fyrri hálfleik til að eiga neitt annað skilið og þá var þetta alltaf erfitt," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn gegn Þór.
Hann talaði um að það hafi verið versta frammistaða HK í sumar. Þeir þurfa svo sannarlega að spila betur í kvöld.
Þess má geta að Stefán Ingi Sigurðarson er markahæsti leikmaður Mjólkurbikarsins í ár - ásamt nokkrum öðrum - með sex mörk. Hann skorar þó ekki fleiri mörk þar sem hann er farinn til Bandaríkjanna í háskóla.
Hann er samningsbundinn Breiðabliki en er búinn að vera á láni hjá HK í sumar.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Bæði lið voru upp í efstu deild á síðustu leiktíð og þá unnu Blikar báða leikina.
Þeir unnu 2-3 sigur í Kórnum eftir að hafa lent tvisvar undir. Miðjumaðurinn Andri Rafn Yeoman gerði þar sigurmarkið í leiknum.
Breiðablik vann svo mjög svo þægilegan 3-0 sigur í heimaleik sínum á Kópavogsvelli.
Andri Rafn Yeoman.
Mér þykir ólíklegt að það verði tekin áhætta með Ísak Snæ Þorvaldsson, einn besta leikmann Íslandsmótsins, til þessa í kvöld. Ísak fékk slæmt höfuðhögg á dögunum og er að jafna sig eftir það.
Þetta er síðasti leikurinn í átta-liða úrslitunum. Hvernig komust liðin hingað? Góð spurning. Svona var leið þeirra á þetta stig keppninnar.
Leið HK:
Þróttur R. 0 - 3 HK
HK 3 - 1 Grótta
HK 6 - 0 Dalvík/Reynir
Leið Breiðabliks:
Breiðablik 6 - 2 Valur
ÍA 2 - 3 Breiðablik
HK verður án miðvarðarins Bruno Soares í þessum leik, hann er í leikbanni. Þá eru HK-ingar búnir að missa Valgeir Valgeirsson í atvinnumennsku og Stefán Inga Sigurðarson út í skóla.
Valgeir fór til Örebro.
Þetta verður svo sannarlega áhugaverður leikur, eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast. Montrétturinn í Kópavogi er í húfi.
Breiðablik er sem stendur á toppi Bestu deildarinnar en HK er í öðru sæti Lengjudeildarinnar. Blikar eru auðvitað sigurstranlegri en þegar er í Kórinn komið - þá getur allt gerst.
Kópavogsslagur á morgunâ—ï¸
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 18, 2022
âš½ï¸ HK - Breiðablik
ðŸ“Kórinn
🆠Mjólkurbikarinn
â° 20:00
Miðasala hér: https://t.co/JU7b00OlBo pic.twitter.com/bpZ9aGFlxh
🔴 LEIKDAGUR ⚪ï¸
— HK (@HK_Kopavogur) August 19, 2022
Kópavogsslagurinn à kvöld 20:00 à Kórnum, skyldumæting.
ÃFRAM HK â¤ï¸ðŸ¤
🔠Djúsà Börgers á grillinu ðŸ”
🕛 20:00
ðŸ†šï¸ @blikar_is
🆠Mjólkurbikarinn
📠Kórinn
🎟 Stubbur
🔴 #LiðFólksins âšªï¸ pic.twitter.com/04SdCzNB5I