Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Valur
1
1
Breiðablik
0-1 Karitas Tómasdóttir '32
Cyera Hintzen '41 1-1
13.09.2022  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Skýjað, örlítil gola og 9 gráður
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 826
Maður leiksins: Cyera Hintzen
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('79)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('85)

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('79)
15. Hailey Lanier Berg
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
22. Mariana Sofía Speckmaier ('85)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Anna Rakel Pétursdóttir ('24)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur Eiríksson flautar hér til leiksloka.
Valskonur komnar í mjög góða stöðu, 3 leikir eftir og með 6 stiga forystu á toppnum.
Viðtöl og skýrsla koma innan skams.
91. mín
Birta hefði getað klárað þetta þarna!
Vigdís kemur með frábæra fyrirgjöf á Birtu sem er við markteig en nær ekki góðri snertingu við boltann og boltinn fer framjhá.
Gæti verið dýrt klúður.
90. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
88. mín
Mariana kemur sér í skot inn í teig Breiðabliks en skotið er ekki nógu gott og Eva ver boltann örugglega.
85. mín
Inn:Mariana Sofía Speckmaier (Valur) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
84. mín
Vigdís Lilja tekur lúmskt skot sem fer rétt framhjá marki Vals.
79. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur) Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
Getur Elín Metta sett mark sitt á leikinn?
79. mín
Birta Georgs komin í fína stöðu reynir fyrirgjöf en Arna Sif kemst fyrir boltann og boltinn í horn.
75. mín
Elísa Viðars tekur skot fyrir utan teig Breiðabliks en boltinn fer hátt yfir markið.
67. mín
Agla María á skottilraun langt fyrir utan vítateig Vals, boltinn endar rétt yfir markinu.
65. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik)
65. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
64. mín
Breiðablik fær horn, þær taka það stutt en koma með fyrirgjöf sem Karitas kemst í en boltinn fer framhjá.
58. mín
Valur að fá mikið af hornspyrnum en ná ekki að nýta þær nægilega vel.
57. mín
Anna Rakel á hörkuskot langt fyrir utan teig sem Eva ver vel og boltinn í horn.
55. mín
Valur fær hornspyrnu, boltinn berst manna á milli en fyrir rest koma Blikar boltanum burt.
50. mín
Valskonur byrja þennan síðari hálfleik af miklum krafti!
48. mín
Ásdís með langskot, Eva þarf að hafa sig alla við til að verja skotið og í horn.
Ekki galin tilraun.
47. mín
Stöngin!!

Cyera Hintzen fær boltann í teig Breiðabliks og kætur vaða og neglir boltanum í stöngina og út.
46. mín
Erlendur Eiríksson flautar síðari hálfleik af stað og eru það heimakonur sem byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Erlendur Eiríksson flautar hér til hálfleiks.
Bæði lið með sitthvort markið, leikurinn var að opnast síðustu mínúturnar af hálfleiknum eftir að hafa verið frekar lokaður.
41. mín MARK!
Cyera Hintzen (Valur)
Cyera að jafna metin rétt fyrir hálfleik!!

Elísa Viðars lyftir boltanum inn fyrir vörn Breiðabliks á Cyeru Hintzen, Eva stýgur nokkur skref fram í marki Blika og Cyera nýtir sér það með að lyfta boltanum snyrtilega yfir Evu og í fjærhornið.
Afar huggulegt mark!
36. mín
Þegar liðin mættust í bikarúslitunum í lok ágúst, komst Breiðablik yfir með marki á 35. mínútu en Valskonur komu til baka og unnu leikinn 2-1.
Hvernig bregst Valur við að þessu sinni?
32. mín MARK!
Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Karitas að koma Blikum yfir!!!

Anna Petryk kemur með fyrirgjöf á fjærstöng frá hægri kanti. Þar er Karitas og skýtur hún viðstöðulaust á mark Vals og boltinn endar í netinu!
Gífurlega mikilvægt mark fyrir Breiðablik.
30. mín
Aftur fá Valskonur horn, Mist kemst í boltann og skallar boltann í varnarmann Breiðabliks yfir og í annað horn sem Blikar koma frá.
26. mín
Valur fær horn en Heiðdís skallar boltann aftur fyrir endamörk og í annað horn sem Natasha skallar frá.
24. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Taylor tekur en boltinn fer beint útaf og í markspyrnu.
24. mín Gult spjald: Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Anna fær að líta gula spjaldið eftir að hafa haldið í Öglu Maríu.
22. mín Gult spjald: Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
16. mín
Valur fær hér horn og er það sýnist mér ískaldur Bliki sem kassar boltann í fangið á Evu í marki Breiðabliks.
12. mín
Arna Sif á skalla í slánna en hún er réttilega flögguð rangstæð.
11. mín
Sólveig keyrir inn í teig Breiðabliks, komin að endalínu og kemur með boltann út í teiginn á Cyeru en Heiðdís er fljót að kveikja á perunni og kemur boltanum í horn.
8. mín
Sláin!

Það kemur fyrirgjöf inn í teiginn og Natasha nær að skalla boltann sem fer yfir Söndru í marki Vals og boltinn hafnar í þverslánni!
7. mín
Breiðablik fær hér fyrsta horn leiksins en Arna Sif skallar boltann burt, Breiðablik fær annað horn í kjölfarið.
1. mín
Leikur hafinn
Erlendur Eiríksson dómari leiksins flautar leikinn af stað og er það Anna Petryk sem á upphafsspark leiksins.
Fyrir leik
Besta-stefið komið í gang og liðin ganga inn á völlinn, nú er aðeins mínútuspursmál í að þessi toppslagur hefjist!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn!

Valur heldur byrjunarliði sýnu óbreyttu, en þetta er áttundi leikurinn í röð sem Pétur Pétursson og Matthías Guðmundsson stilla upp með þetta byrjunarlið.

Síðasti leikur Breiðabliks var markalaust jafntefli gegn ÍBV, Ásmundur Arnarsson gerir eina breytingu á sínu liði frá þeim leik.
Anna Petryk kemur inn í lið Breiðabliks í stað Helenu Ósk.

Fyrir leik
Síðasta viðureign liðanna

Liðin mættust síðast í úrslitum Mjólkurbikarsins í lok ágústmánaðar. Valur vann leikinn 2-1 með mörkum frá Cyera Hintzen og Ásdísi Kareni Halldórsdóttur eftir að Birta Georgsdóttir hafði komið Breiðablik yfir.

Síðustu 5 innbyrðis leikir liðanna

Valur - 4 sigrar
Breiðablik - 1 sigur


Fyrir leik
Breiðablik

Blikar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, 5 stigum á eftir toppliði Vals og er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir Breiðablik til að halda sér inn í titilbarráttunni. Breiðablik byrjaði tímabilið ekki sterkt en hafa náð að rétta úr kútnum það sem líður á tímabilið.



Tölfræði

Staða: 2.sæti
Leikir: 14
Sigrar: 9
Jafntelfi: 2
Töp: 3
Sigurhlutfall: 64%
Mörk skoruð: 35
Mörk fengin á sig: 7
Markatala: 28

Síðustu deildarleikir

ÍBV 0-0 Breiðablik
Stjarnan 2-2 Breiðablik
Breiðablik 3-0 Keflavík
KR 0-0 Breiðablik
Þór/KA R. 1-2 Breiðablik

Markahæstu leikmenn:

Karitas Tómasdóttir - 4 mörk
Hildur Antonsdóttir - 4 mörk
Clara Sigurðardóttir - 4 mörk
*Aðrir minna

Fyrir leik
Valur

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistararnir er í 1. sæti deildarinnar með 34 stig, með 5 stiga forystu á Breiðablik sem er í 2. sæti deildarinnar. Valskonur hafa verið á frábærri siglingu í sumar en síðasti leikur liðsins sem tapaðist var þann 3. maí.
Valsliðið er það lið sem hefur skorað flestu mörkin í deildinni en þær hafa einnig fengið fæstu mörkin á sig.



Tölfræði

Staða: 1.sæti
Leikir: 14
Sigrar: 11
Jafntelfi: 2
Töp: 1
Sigurhlutfall: 78.5%
Mörk skoruð: 42
Mörk fengin á sig: 6
Markatala: 36

Síðustu deildarleikir

KR 0-6 Valur
Keflavík 0-5 Valur
Valur 3-0 Þór/Ka
Valur 0-0 Stjarnan
Þróttur R. 1-2 Valur

Markahæstu leikmenn:

Elín Metta Jenssen - 6 mörk
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir - 6 mörk
Cyera Makenzie Hintzen - 5 mörk
Ásdís Karen Halldórsdóttir - 5 mörk
*Aðrir minna

Fyrir leik
Stórleikur!

Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá stórleik á Origo-vellinum, þar sem Valur tekur á móti Breiðablik í 15. umferð Bestu-deild kvenna.

Byrjunarlið:
1. Eva Nichole Persson (m)
2. Natasha Anasi (f)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('65)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('65)
17. Karitas Tómasdóttir
25. Anna Petryk
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('65)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('65)
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Taylor Marie Ziemer ('22)

Rauð spjöld: