Slavia Prag
0
0
Valur
28.09.2022 - 13:00
Stadion Na Chvalech
Meistaradeild kvenna (1-0)
Aðstæður: Blautt gras og moldarpollar í markteigunum
Dómari: Eszter Urban (Ungverjaland)
Áhorfendur: 753
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Stadion Na Chvalech
Meistaradeild kvenna (1-0)
Aðstæður: Blautt gras og moldarpollar í markteigunum
Dómari: Eszter Urban (Ungverjaland)
Áhorfendur: 753
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Byrjunarlið:
1. Olivie Lukasova (m)
6. Michaela Khyrova
7. Simona Necidova
10. Martina Surnovska
('90)
11. Franny Cerna
12. Denisa Vesela
('80)
16. Tereza Szewieczkova
17. Gabriela Slajsova
20. Diana Bartovicova
25. Tereza Krejvirikova
27. Tereza Kozarova
('90)
Varamenn:
24. Barbora Sladká (m)
26. Tereza Fuchsova (m)
4. Denisa Tenkratova
8. Kristýna Ruzickova
14. Lucie Bendova
('80)
15. Sejde Abrahamsson
18. Albína Goretkiova
19. Petra Divisova
('90)
77. Alika Keene
('90)
Liðsstjórn:
Karel Piták (Þ)
Gul spjöld:
Tereza Szewieczkova ('77)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er því miður búið. Ísland mun ekki eiga fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þetta tímabilið.
Maður þarf að bíta í það súra epli að sjá tvö íslensk lið tapa 0-0 á tveimur dögum hér í Tékklandi.
Takk fyrir samfylgdina.
Maður þarf að bíta í það súra epli að sjá tvö íslensk lið tapa 0-0 á tveimur dögum hér í Tékklandi.
Takk fyrir samfylgdina.
90. mín
Hættuleg sending frá Elísu sem lendir við fjærstöngina en þetta endar í markspyrnu. Fróðlegt að sjá hversu mikill viðbótartíminn verður frá þeim ungversku.
89. mín
Lucie Bendova með marktilraun vel yfir. Vlur ekki að ná nægilega mikilli pressu.
83. mín
Inn:Mariana Sofía Speckmaier (Valur)
Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
Síðasta skipting Vals... í venjulegum leiktíma allavega.
78. mín
Anna með hættulega aukaspyrnu í teiginn og þarna var Elín Metta í HÖRKUFÆRI en nær ekki að stýra boltanum á rammann!
77. mín
Gult spjald: Tereza Szewieczkova (Slavia Prag)
Brýtur á Ásdísi. Valur fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
76. mín
Anna Rakel með hættulegan bolta inn í teiginn og munar litlu að Sólveig nái snertingunni.
75. mín
Stundarfjórðungur eftir. Sólin skín og vonandi nær Valur að koma þessu í framlengingu að minnsta kosti! Vandræðagangur í vörn Slavia og Valur fær horn...
69. mín
Loksins gerði Valur eitthvað sóknarlega. Elín Metta með flottan sprett og á skot í hliðarnetið. Þetta var gott færi.
64. mín
Hefur vantað mikið uppá gæðin í sendingum og ákvarðanatökum hjá Val núna. Slavia líklegra til að skora eins og þetta hefur verið að spilast.
Allir á bekknum hjá Slavia stóðu upp og heimtuðu vítaspyrnu en fá bara horn frá ungverska dómaranum.
Allir á bekknum hjá Slavia stóðu upp og heimtuðu vítaspyrnu en fá bara horn frá ungverska dómaranum.
62. mín
AFTUR KEMUR SLAVIA BOLTANUM Í NETIÐ EN MARKIÐ TELUR EKKI! Dæmt sóknarbrot í aðdragandanum.
60. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur)
Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Elín Metta að koma inn.
59. mín
Slavia liðið verið betra síðustu minútur. Lítið verið að frétta hjá Val á þessum kafla leiksins.
58. mín
Gult spjald: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
Fyrir brot. Fyrsta áminning leiksins.
57. mín
SLAVIA SKORAR EN BÚIÐ AÐ FLAGGA RANGSTÖÐU!! Þær hlupu allar að fagna en tóku ekki eftir því að flaggið var löngu farið á loft.
56. mín
Slavia fær aukaspyrnu. Pétur allt annað en sáttur við ungversku dómarana þarna og lætur óánægjuna í ljós við fjórða dómarann. Skil hann vel.
55. mín
Elísa með tæpa sendingu til baka á Söndru, leikmaður Slavia mætir í pressuna en sem betur fer nær Sandra í boltann á undan.
55. mín
Slavia að reyna einhverja misheppnuðustu aukaspyrnuútfærslu sem ég hef séð. Boltanum sparkað afturfyrir. Þurfa aðeins að fínpússa þetta á æfingasvæðinu.
51. mín
Rosalegur vandræðagangur við marklínu Vals!!!! Arna endar á því að bjarga á línu. Einhver svakalegur misskilningur þarna í gangi milli leikmanna og boltinn endaði í drullupollinum á marklínunni.
49. mín
Ásdís með sendingu á Sólveigu sem er ein rétt fyrir utan teig en móttakan svíkur hana.
47. mín
Veðrið hefur verið ansi breytilegt hérna. Heitt og gott þegar sólin skín, áðan mætti rigning og svo kom smá vindur um tíma. Pétur Pétursson skiptir á milli þess að vera í skyrtu og úlpu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Cyera Hintzen með upphafsspyrnu seinni hálfleiks. Sömu 22 leikmenn og hófu leikinn sem hefja seinni hálfleik.
45. mín
Valsliðið hefur verið betri aðilinn. En það þarf að koma þessum blessaða bolta inn í markið. Það verður að sjálfsögðu leikið til þrautar í dag. Munum við fara í framlengingu?
45. mín
Hálfleikur
Tereza Szewieczkova og Lára Kristín með einhver orðaskipti sín á milli. Enn eitt tiltalið frá ungverska dómaranum. Í þessum skrifuðu orðum flautar hún til hálfleiks.
42. mín
ÁSDÍS KAREN!!! Hörkuskot. Hitti boltann frábærlega og Lukasova þurfti að hafs sig alla við að verja þetta í horn.
41. mín
Þetta Slavia lið hefur alls ekki heillað mig. Það eru svo sannarlega möguleikar hér að slá það út á þeirra heimavelli.
38. mín
Anna Rakel með hættulega aukaspyrnu. Sending inn í teiginn sem Arnar Sif kemst næstum því í, boltinn flýgur framhjá stönginni.
33. mín
BESTA FÆRI LEIKSINS TIL ÞESSA! Anna Rakel með baneitraða sendingu. Cyera Hintzen tekur skot í teignum en Lukasova nær að verja.
28. mín
Ásdís Karen með frábæran varnarleik og hirðir boltann af Martinu Sornovsku sem var í góðri skotstöðu.
26. mín
Brotið á Önnu Rakel, þarna hefði leikmaður Slavia átt að fá gult spjald en sleppur með tiltal. Pétur hristir hausinn.
24. mín
Góð hornspyrna sem Lukasova misreiknar en hefur heppnina með sér að hann endar ekki hjá Valskonu.
23. mín
Elísa vinnur hornspyrnu fyrir Val þegar hún tekur fyrirgjöf sem er hreinsuð afturfyrir.
22. mín
Pétur Pétursson kallar eftir meira spili frá sínu liði. "Látið boltann ganga á milli"
21. mín
Leikmaður Slavia með ansi mikla bjartsýni og reynir skot af löngu færi. Sandra var aðeins komin af línunni en ekki svo langt.
19. mín
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kemst í góða stöðu í teignum en á sendingu/mögulega skot sem Lukasova handsamar.
18. mín
"Sprengja þetta upp!" hrópar Guffi bílasali. Pétur Pétursson horfir í stúkuna og glottir.
17. mín
Ásdís með hættulega sendingu. Cyera Hintzen kemst í álitlega stöðu í teignum en á lausa marktilraun sem markvörður Slavia grípur auðveldlega.
16. mín
Cyera Hintzen með góða pressu. Það er ágætis hópur af stuðningsmönnum Vals í stúkunni. Lif í þeim svo sannarlega.
12. mín
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir með háa sendingu inn í teiginn sem Lukasova í marki Slavia grípur undir engri pressu.
11. mín
Elísa með fyrirgjöf sem Bartovicova hreinsar í horn. Fyrsta hornspyrna Vals. Koma svooo!
10. mín
Fréttamannaaðstaðan hérna á skemmtilegum stað. Erum nánast ofan á varamannabekknum hjá Slavia og heyrum hvert orð sem Karel Piták þjálfari liðsins segir. Skiljum reyndar ekkert orðin svo við græðum lítið á því.
9. mín
Ásdís fær langt tiltal frá ungverska dómaranum. Sumovska síðan með fyrirgjöf sem fór í hausinn á Örnu og svo afturfyrir. Hornspyrna.
4. mín
Martina Surnovska með skot í varnarmann, Lára Kristín kemst fyrir, og svo skýtur Gabriela Slajsova talsvert hátt yfir.
3. mín
Martina Surnovska með fyrirgjöf sem Sandra slær út úr teignum. Það rignir aðeins en er samt sól. Skemmtileg blanda.
Fyrir leik
Vallarþulurinn fær svona 4 fyrir framburð sinn á íslensku nöfnunum. Ekki jafn sleipur og þessi sem kynnti U21 landsleikinn í gær.
Fyrir leik
Valskonur fá stuðning frá Guffa bílasala sem keyrði hingað frá Vín ásamt unnustu sinni. Frúin hlær svo sannarlega í betri bíl frá bílasölu Guðfinns.
Valskonur fá stuðning frá Guffa bílasala sem keyrði hingað frá Vín ásamt unnustu sinni. Frúin hlær svo sannarlega í betri bíl frá bílasölu Guðfinns.
Fyrir leik
Það er búist við um 700 áhorfendum á þennan leik hér í útvhverfi Prag. Hálftíma Über ferð sem við fórum frá Pýramída hótelinu okkar. Ef þið eruð á leið til Prag er óhætt að mæla með því hóteli. Hefur meðal annars fengið meðmæli frá Gunnari Birgissyni íþróttafréttamanni.
Kabina pÅ™ipravena, proti Valuru v ÄervenobÃlém! 😻 #UWCL #slaval @slaviaofficial
— SK Slavia Praha ženy (@SlaviaZeny) September 28, 2022
📸: @jsemkulhy pic.twitter.com/5j7HUsUVFI
Fyrir leik
Viðhafnarútsending hjá tékkneska sjónvarpinu í þessum leik. Ein myndavél og þeirra reyndasti maður heldur um stýrið.
Viðhafnarútsending hjá tékkneska sjónvarpinu í þessum leik. Ein myndavél og þeirra reyndasti maður heldur um stýrið.
Fyrir leik
Það hefur rignt í Prag í dag en núna er sólin farin að skína. Liðin eru að hita upp á þessum heldur fábrotna velli. Kvennaliðið spilar ekki á aðalleikvangi Slavia Prag og þessi leikur fer fram á Stadion Na Chvalech sem tekur rúmlega 3 þúsund áhorfendur. Það eru moldarpollar í markteigunum. Aðstæður af gamla skólanum fyrir þennan leik.
Slavia Prag - Valur à forkeppni Meistaradeildar kvenna. Moldarpollar à markteigunum og allt eins og það á að vera #fotboltinet pic.twitter.com/mv5TJv92B0
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) September 28, 2022
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, stillir upp sama byrjunarliði og í fyrri leik liðanna. Frá síðasta leik liðsins gegn Aftureldingu fara Elín Metta Jensen og Þórdís Elva Ágústsdóttir á bekkinn og inn koma Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, stillir upp sama byrjunarliði og í fyrri leik liðanna. Frá síðasta leik liðsins gegn Aftureldingu fara Elín Metta Jensen og Þórdís Elva Ágústsdóttir á bekkinn og inn koma Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Fyrir leik
"Mér líst vel á þetta verkefni. Mér finnst við eiga séns á að setja eitt mark á þær til að byrja með. Þá er staðan orðin 1-1. Við eigum möguleika, en auðvitað þarftu að eiga góðan leik gegn þeim," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, á dögunum.
"Við eigum að fara út með kassann úti og ætlum okkur að sækja sigur. Við sýndum það þegar við pressuðum þær á réttum stöðum að við getum hæglega sett á þær og skorað. Það verður erfitt að fara til Tékklands en við þurfum bara að mæta með sjálfstraustið í botni og spila til sigurs," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Rætt var um leikinn sem framundan er í Heimavellinum í gær. Þar voru Aníta Lísa Svansdóttir og Óskar Smári Haraldsson, þjálfarar Fram, gestir.
"Ég held að þær vinni þær og fari áfram," sagði Óskar Smári. "Mér finnst þær nægilega góðar til að vinna þetta lið og fara áfram. Þær eiga inni, þær voru slakar í fyrri hálfleik í síðasta leik. Svo sáu þær að þetta lið er ekkert betra en þær."
"Þær eru með sjálfstraustið í botni, búnar að vinna titilinn. Ég held að þær fari alla leið með þetta."
"Núna er næsta markmiðið þeirra að klára þetta," sagði Aníta Lísa.
"Mér líst vel á þetta verkefni. Mér finnst við eiga séns á að setja eitt mark á þær til að byrja með. Þá er staðan orðin 1-1. Við eigum möguleika, en auðvitað þarftu að eiga góðan leik gegn þeim," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, á dögunum.
"Við eigum að fara út með kassann úti og ætlum okkur að sækja sigur. Við sýndum það þegar við pressuðum þær á réttum stöðum að við getum hæglega sett á þær og skorað. Það verður erfitt að fara til Tékklands en við þurfum bara að mæta með sjálfstraustið í botni og spila til sigurs," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Rætt var um leikinn sem framundan er í Heimavellinum í gær. Þar voru Aníta Lísa Svansdóttir og Óskar Smári Haraldsson, þjálfarar Fram, gestir.
"Ég held að þær vinni þær og fari áfram," sagði Óskar Smári. "Mér finnst þær nægilega góðar til að vinna þetta lið og fara áfram. Þær eiga inni, þær voru slakar í fyrri hálfleik í síðasta leik. Svo sáu þær að þetta lið er ekkert betra en þær."
"Þær eru með sjálfstraustið í botni, búnar að vinna titilinn. Ég held að þær fari alla leið með þetta."
"Núna er næsta markmiðið þeirra að klára þetta," sagði Aníta Lísa.
Fyrir leik
Úr skýrslunni úr fyrri leiknum:
"Frammistaða Vals í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings og var það sanngjarnt að Slavia Prag væri yfir í hálfleik. Valur var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og fékk fjölda færi til að jafna en inn vildi boltinn ekki. Að lokum voru Íslandsmeistararnir óheppnar að fá ekki að minnsta kosti jafntefli úr leiknum." skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson en Slavia Prag bjargaði á línu í lokin og fer með 1-0 sigur inn í seinni leikinn.
"Fremstu þrjár hjá Val voru ekki alveg á deginum sínum. Cyera fékk dauðafæri til að jafna og hafa bæði Sólveig og Þórdís átt betri daga."
"Frammistaða Vals í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings og var það sanngjarnt að Slavia Prag væri yfir í hálfleik. Valur var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og fékk fjölda færi til að jafna en inn vildi boltinn ekki. Að lokum voru Íslandsmeistararnir óheppnar að fá ekki að minnsta kosti jafntefli úr leiknum." skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson en Slavia Prag bjargaði á línu í lokin og fer með 1-0 sigur inn í seinni leikinn.
"Fremstu þrjár hjá Val voru ekki alveg á deginum sínum. Cyera fékk dauðafæri til að jafna og hafa bæði Sólveig og Þórdís átt betri daga."
Fyrir leik
Heil og sæl!
Teymi Fótbolta.net var á U21 landsleiknum í gær og hentugt að ná þessum leik í sömu ferð!
Velkomin með okkur til Prag þar sem Valur leikur gegn Slavia Prag í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópug. Leikurinn fer fram hér í Tékklandi og hefst hann klukkan 13:00, eða 15 að staðartíma.
Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Slavia Prag á Hlíðarenda og þarf Valur því tveggja marka sigur til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Spenna framundan.
Teymi Fótbolta.net var á U21 landsleiknum í gær og hentugt að ná þessum leik í sömu ferð!
Velkomin með okkur til Prag þar sem Valur leikur gegn Slavia Prag í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópug. Leikurinn fer fram hér í Tékklandi og hefst hann klukkan 13:00, eða 15 að staðartíma.
Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Slavia Prag á Hlíðarenda og þarf Valur því tveggja marka sigur til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Spenna framundan.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
('73)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen
('73)
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
('83)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
('60)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen
('60)
15. Hailey Lanier Berg
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
('73)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
('73)
22. Mariana Sofía Speckmaier
('83)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir
Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Matthías Guðmundsson
Gul spjöld:
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('58)
Bryndís Arna Níelsdóttir ('90)
Rauð spjöld: