Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
3
0
Stjarnan
Dagur Dan Þórhallsson '12 1-0
Gísli Eyjólfsson '69 2-0
Jason Daði Svanþórsson '90 3-0
03.10.2022  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Þorvaldur Árnason og Vilhjálmur Alvar Þórarinson
Áhorfendur: 1226
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('92)
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('86)
30. Andri Rafn Yeoman ('92)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist
5. Elfar Freyr Helgason
10. Kristinn Steindórsson ('86)
18. Davíð Ingvarsson ('92)
27. Viktor Elmar Gautason ('92)
67. Omar Sowe

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vilhjálmur Alvar flautar leikinn hér af. Sigur Blika var aldrei í neinn hættu.

Viðtöl og skýrla væntanleg.

Það er konfettí og læti í stúkunni.
92. mín
Inn:Viktor Elmar Gautason (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
92. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
91. mín
Við fáum +3 í uppbót.
90. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
BLIKAR LOKA ÞESSU ENDANLEGA!

Höskuldur með frábæran bolta fyrir markið á Jason Daða sem var aleinn og í stað þess að skjóta strax pikkaði hann boltanum létt framhjá Halla og setti hann svo í autt markið.
88. mín
Dagur Dan reynir að senda fyrir markið en Halli kemur út og handsamar boltann.
86. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Fyrsta breyting Blika.
81. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
81. mín
Blikar stýra þessum leik þægilega og ættu sennilega að vera með fleirri mörk ef eitthvað er.
77. mín
Ísak Snær að keyra í átt að marki en skotið beint á Halla.
74. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Fellur í teignum og Vilhjálmur Alvar metur þetta sem svo að þetta sé dýfa.
69. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Damir Muminovic
BLIKAR TVÖFALDA!!

Taka hornspyrnunna stutt og Höskuldur á frábæra fyrirgjöf fyrir markið sem Damir skallar niður fyrir Gísla sem skorar!
68. mín
Oliver Sigurjóns með aukaspyrnu sem fer af veggnum og aftur fyrir.
67. mín
Það er hálf ótrúlegt að það sé bara komið eitt mark í þennan leik.
67. mín
Damir með skalla framhjá markinu.
62. mín
Stjörnumenn fá aukaspyrnu sem Blikar eru ekki sáttir með og stúkan syngur ,,Inná með Þorvald."
60. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan)
60. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
60. mín
Áhugaverður dómur hjá Vilhjámli Alvar þarna. Virkaði sem klárt brot á Gísla Eyjólfs þegar boltanum er spyrnt í átt að Ísak Snær sem var rangstæður og rangstæðan fær að standa.
56. mín
Anton Ari með langt spark sem Ísak Snær nær að taka með sér einn í gegn en virðist missa boltan svolítið frá sér og skellur svo á Halla í marki Stjörnumanna og er dæmdur brotlegur.
51. mín
Viktor Karl með skot í utanverða stöngina og framhjá.
49. mín
Jóhann Árni missir boltann á slæmum stað og Blikar ekki lengi að ýta öllu upp en blessunarlega fyrir Stjörnumenn slapp þetta.
46. mín
Engar breytingar sýnilegar nema umbúðirnar utan um kálfa Þorvaldar Árnasonar eru minni. Annað óbreytt.
46. mín
Við erum farinn af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Blikar með þunga pressu að marki Stjörnumanna en Stjörnumenn ná að verjast því og henda sér fyrir alla bolta.

Vilhjálmur Alvar flautar svo til loka fyrri hálfleiks.
45. mín
Við fáum +2 í uppbót.
44. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
43. mín
Dagur Dan með flotta aukaspyrnu rétt framhjá.
35. mín
Jason Daði með frábæran bolta fyrir markið sem Daníel Laxdal potar í horn áður en Höskuldur næði til hans sem var að koma á fjærstönginni.

Ekkert kemur svo úr horninu.
33. mín
Jason Daði með alvöru sprett og finnur loks Dag Dan sem reynir skot en Stjörnumenn komast fyrir.
31. mín
Alvöru kraðak í teig Stjörnumanna!

Byrjaði allt með stórkostlegum bolta frá Oliver Sigurjónssyni sem náði á fjærstöng þar sem boltanum var potað fyrir markið og inn í þvögu sem var ómögulegt að sjá hver væri hvað að gera hvað en ég get þó staðfest að Haraldur Björnsson varði stórkostlega bolta sem leit út fyrir að vera á leið inn áður en Stjörnumenn náðu svo að koma hættunni frá.
30. mín
Ísak Snær fer niður í teignum og Jason Daði á svo skot sem Halli ver í horn.

Blikar vilja víti en nýr dómari leiksins er ekki á sama máli.
26. mín
Það er skipting.

Útaf fer dómari númer 1 = Þorvaldur Árnason og inná í hans stað kemur dómari númer 4 = Vilhjálmur Alvar Þórarinson.

Vonum að Þorvaldur Árnason sé í lagi en það er búið að vefja á honum kálfan.
20. mín
Klaufagangur í vörn Stjörnumanna en sem betur fer fyrir þá nýttu Blikar sér það ekki.
18. mín
Dagur Dan er að spila virkilega vel og finnur Ísak Snær sem virkaði rangstæður en flaggið fór ekki upp sem kom þó ekki að sök því Halli varði frá honum laust skot.
12. mín MARK!
Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
BLIKAR KOMAST YFIR!!!

HANN HÓTAÐI ÞESSU ÁÐAN!

Nánast sama skotfæri og hann hótaði áðan! Þurfti greinilega bara að stilla miðið örlítið og Blikar komast yfir!
12. mín
Blikar að reyna spila sig inn í mark Stjörnumanna en Stjörnumenn bjarga.
10. mín
Dagur Dan með skot beint á Halla.
9. mín
Menn eru alveg að láta finna fyrir sér.
7. mín
Áhugaverð uppstilling hjá Stjörnumönnum sem virðast vera í 4-4-2.
Halli Björns
Daníel Laxdal-Björg Berg-Sindri Þór-Þórarinn Ingi
Jóhann Árni-Einar Karl-Guðmundur Baldvin-Ísak Andri
Óskar Örn-Eggert Aron
4. mín
Anton Ari með tvöfalda vörslu frá Eggert Aron og Guðmundi Baldvin eftir að Stjörnumenn spila sig skemmtilega í gegn!

Blikar þjóta fram og Gísli Eyjólfs fer beint í gengum hjarta varnarinnar og leggur boltann hárfínt framhjá.
1. mín
Það eru Stjörnumenn sem sparka þessu af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar!

Breiðablik stilla upp sterku liði í kvöld og geta með sigri haldið 8 stiga forskoti frá 2.sæti deildarinnar en Stjörnumenn hafa verið Blikum erfiðir í sumar.

Stjörnumenn stilla sömuleiðis upp sterku liði vopnaðir Guðmundi Baldvin Nökkvasyni sem hefur reynst Blikum erfiður viðreignar í sumar. Eggert Aron Guðmundsson er einnig í liðinu en hann fór illa með Blika í Garðabæ.
Þá er Óskar Örn Hauksson í sjalgæfu byrjunarliðssæti.
Fyrir leik
Dómarateymið

Þorvaldur Árnason heldur utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Bergur Daði Ágústsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinson verður í boðvagnum vopnaður skilti og til taks ef eitthvað skyldi koma uppá hjá tríóinu.
Björn Guðbjörnsson punktar leikinn niður hjá sér og hefur eftirlit með störfum dómara.


Fyrir leik
Kjartan Kári Halldórsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í ár er spámaður umferðarinnar.

Breiðablik 3 - 0 Stjarnan
Blikar ætla að klára deildina strax og taka Stjörnuna þægilega. Ísak Snær með tvö og Gísli Eyjólfs með eina sleggju, 3-0 lokatölur.


Fyrir leik
Markahæstu menn liðanna

Breiðablik

Ísak Snær Þorvaldsson - 13 Mörk
Jason Daði Svanþórsson - 9 Mörk
Kristinn Steindórsson - 6 Mörk
Viktor Karl Einarssn - 5 Mörk
Höskuldur Gunnlaugsson - 5 Mörk
Dagur Dan Þórhallsson - 5 Mörk
Sölvi Snær Guðbjargarson - 3 Mörk



Stjarnan

Emil Atlason - 11 Mörk
Jóhann Árni Gunnarsson - 6 Mörk
Ísak Andri Sigurgeirsson - 5 Mörk
Guðmundur Baldvin Nökkvason - 3 Mörk
Eggert Aron Guðmundsson - 3 Mörk
Adolf Daði Birgisson - 3 Mörk


Fyrir leik
Stöðutafla úrslitakeppninnar

1.Breiðablik 51 stig
2.KA 46 stig
3.Víkingur R 43 stig
4.Valur 32 stig
5.KR 31 stig
6.Stjarnan 31 stig

1.Umferð

02.10 KA 1-0 KR (Leik lokið)
03.10 Breiðablik - Stjarnan
05.10 Víkingur R. - Valur
Fyrir leik
Síðasti leikur liðanna

Síðasti leikur liðanna var svo lyginni líkast á Samsungvellinum í Garðabæ.

Það voru ekki margir sem áttu von á sigri Stjörnumanna í þeim leik og enn færri sem gerðu ráð fyrir svona sannfærandi sigri.
Eggert Aron Guðmundsson opnaði leikinn með góðu marki strax á upphafsmínútum leiksins. Kristinn Steindórsson jafnaði leikinn eftir rúmlega hálftíma leik en það lifði þó ekki lengi því Emil Atlason var búin að endurheimta forystu Stjörnumanna stuttu síðar og rétt fyrir hlé var Eggert Aron Guðmundsson svo aftur á ferðinni og Stjörnumenn leiddu 3-1 í hálfleik.
Stjörnumenn bættu við tveimur mörkum í viðbót í síðari hálfleik en þar voru Guðmundur Baldvin Nökkvason og Elís Rafn Björnsson á ferðinni áður en Viktor Karl Einarsson lagaði stöðuna örlítið í uppbótartíma og stórkostlegur 5-2 sigur Stjörnumanna því staðreynd.


Fyrir leik
Við erum mætt í úrslitakeppnina

Í fyrstu umferð úrlsitakeppninnar mætast topplið Breiðabliks og ,,botnlið" Stjörnunnar í úrslitakeppni efri hlutans.

Þegar þessi lið mættust síðast á þessum velli höfðu Blikar betur í afar áhugaverðum leik þar sem Stjörnumenn voru síður en svo síðari aðilinn með þremur mörkum gegn tveimur.
Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 áður en Stjörnumenn jöfnuðu metinn með mörkum frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni og Emil Atlasyni áður en Viktor Örn Margeirsson tryggði Blikum svo sigurinn undir lok leiks.


Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar frá Kópavogsvelli.


Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
7. Einar Karl Ingvarsson ('60)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('81)
9. Daníel Laxdal
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Óskar Örn Hauksson ('60)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
10. Hilmar Árni Halldórsson
17. Ólafur Karl Finsen ('60)
21. Elís Rafn Björnsson
30. Kjartan Már Kjartansson ('60)
31. Henrik Máni B. Hilmarsson
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('81)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('44)

Rauð spjöld: