Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Keflavík
0
2
KR
0-1 Kristinn Jónsson '59
0-2 Benoný Breki Andrésson '80
15.04.2023  -  14:00
Nettóhöllin-gervigras
Besta-deild karla
Aðstæður: 9°c og smá gola frá Njarðvík til Keflavíkur.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Simen Kjellevold (KR)
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('78)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f) ('46)
6. Sindri Snær Magnússon
10. Dagur Ingi Valsson
11. Stefan Ljubicic ('78)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Sami Kamel
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('65)

Varamenn:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
7. Viktor Andri Hafþórsson ('78)
9. Daníel Gylfason ('65)
18. Ernir Bjarnason
19. Edon Osmani ('78)
22. Ásgeir Páll Magnússon
50. Oleksii Kovtun

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Daníel Gylfason ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Mikael flautar af! KR með sterkan 0-2 sigur.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
93. mín
Þetta er að fjara út. KR tekur þrjú stig hér í Keflavík.
90. mín
Við fáum fjórar mínútur í uppbót.
89. mín
Bóas rífur upp rauða spjaldið í stúkunni! Sindri Snær brýtur á Jóa Kidda og í kjölfarið verður einhver æsingur, brot og búið.
88. mín Gult spjald: Daníel Gylfason (Keflavík)
Tæklar Kennie á miðjum vellinum.
85. mín
Viktor Andri í dauðafæri! Boltinn fellur fyrir fætur Viktors sem ætlar að hamra í netið en Simen Kjellevold hendir sér fyrir og virðist fá hann í punginn því hann liggur óvígur eftir að boltanum er komið frá.

Stórkostleg varsla.
84. mín
KR-ingar í stórsókn! Atli fyrst í dauðafæri en Mathias ver vel, svo fær Olav gott skotfæri en aftur ver Mathias!
82. mín
Kiddi Jóns með ömurlega sendingu til baka en Simen bjargar! Kiddi ætlar að spila til baka á Simen en sendir Viktor Andra í gegn sem ætlar að leggja boltann í gegnum klof Simen en hann lokar.
80. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
Debut goal! KR brunar upp í skyndisókn, Kennie keyrir upp völlinn og leggur boltann svo til hægri á Flóka, Flóki sendir út í teiginn og Benoný mætir og smellir boltanum í vinstra hornið, glæsilegt mark!

Róðurinn þungur fyrir heimamenn úr þessu.


78. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík)
78. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík) Út:Stefan Ljubicic (Keflavík)
74. mín
SINDRI ÞÓR Í DAUÐAFÆRI!!! Gerir frábærlega í leið sinni inn á teiginn, prjónar sig í gegnum vörn KR og kominn einn gegn Simen en hamrar í hann, hefði þurft að vera talsvert yfirvegaðari í færinu.

Klaufi að jafna ekki leikinn.
72. mín
Kiddi Jóns í færi! Benoný Breki gerir frábærlega, keyrir í átt að marki Keflvíkinga og leggur boltann svo til vinstri á Kidda Jóns sem fer á hægri og lætur vaða en boltinn í Gulla.
67. mín
Það liggur við slagsmálum í stúkunni. KR-ingar eru með fána í stúkunni sem truflar Keflvíkingana eitthvað og menn fara haus í haus sem endar í hópamyndum og sumir ábyrgari en aðrir rífa menn í sundur.

Ótrúleg atburðarás…

Kominn hiti í stúkuna í kjölfarið, söngvarnir dynja yfir hvorn hópinn á fætur öðrum, lítill fókus á leiknum.
66. mín
SINDRI ÞÓR FELLUR Í TEIGNUM EN EKKERT DÆMT! Vítaspyrnulykt af þessu en Helgi Mikael dæmir ekki við litla hrifningu Keflvíkinga.

KR-ingar bruna upp í skyndisókn og fá hornspyrnu sem ekkert verður úr.
65. mín
Inn:Daníel Gylfason (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
63. mín
Finnur Tómas tapar boltanum á miðjunni! Sindri Snær með frábæra pressu, keyrir af stað og leggur boltann til hægri á Ljubicic sem tekur skotið í fyrsta en Jakob Franz með stórkostlegan varnarleik og hendir sér fyrir!

Dauðafæri fór forgörðum þarna og Finnur Tómas stálheppinn.
60. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Benóný Spilar sinn fyrsta deildarleik fyrir KR, kemur á vinstri kantinn.
60. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
59. mín MARK!
Kristinn Jónsson (KR)
Stoðsending: Sigurður Bjartur Hallsson
Kiddi Jóns vippar boltanum fyrir og upp í samskeytinn fer hann! Jói Kiddi með góðan sprett en fellur við, mér sýnist Sigurður Bjartur leggja boltann til vinstri á Kidda sem lyftir boltanum svona skemmtilega upp í samskeytinn fjær.

Þetta var alltaf fyrirgjöf samt.

55. mín
Jói Kiddi í fyrirgjafastöðu en Nacho verst vel. KR fær hornspyrnu sem Atli Sigurjóns tekur, góður bolti fyrir og Sigurður Bjartur skalla yfir.
53. mín
Sami Kamel lætur vaða! Fær boltann út fyrir teiginn og hamrar að marki en yfir fór boltinn.
52. mín
Kennie Chopart með fyrirgjöf! Hamrar boltann fastan niðri í gegnum teiginn, vantar bara tá til að koma honum yfir línuna.
46. mín
Inn: () Út:Magnús Þór Magnússon (f) ()
Hálfleiksskipting. Úkraínumaðurinn spilar sinn fyrsta leik.
46. mín
Seinni farinn af stað! Sami Kamel setur seinni hálfleikinn af stað.

Keflvíkingar sækja nú í átt að Njarðvík og á móti vindinum.
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar þennan fyrri hálfleik af.

KR-ingar verið sterkari en Keflvíkingar komist næst því að skora.

Fáum vonandi meira líf í seinni.
45. mín
Sóknarlota KR-inga. Atli sendir fyrir, Mathias kýlir frá og Sindri Þór skallar svo í hornspyrnu.

Atli tekur þessa frá vinstri.

Boltinn stuttur en í aðra hornspyrnu.

Atli setur boltann þá alla leið út á Olav sem reynir skot en það fer í innkast.
43. mín
Atli Sigurjóns með hornspyrnu frá hægri. Virkar á mig eins og skot sem Mathias rétt nær að blaka frá, boltinn í þvögu en endar í fanginu á Mathias.
42. mín
Nú reif Dagur Ingi í Kennie Chopart sem var kominn framhjá honum en Helgi Mikael sleppir spjaldinu þarna.
40. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Togar Ljubicic niður sem er að bruna upp í skyndisókn.
39. mín
Aukaspyrna frá vinstri og Keflvíkingar heimta hendi og víti. Sami Kamel sendir boltann fyrir, frá fjær er skallað yfir á nærstöngina þar sem Nacho er í baráttunni og vill hendi en er flaggaður rangstæður.
37. mín
KR-ingar með hornspyrnu frá vinstri og svo þrumuskot Atla! Olav sendir fyrir, Keflvíkingar koma boltanum útfyrir teiginn þar sem Atli Sigurjóns lætur vaða í fyrsta og boltinn stefnir í hornið en fer í múrinn sem er fyrir markinu, í kjölfarið verður pingpong inná teignum og Helgi Mikael dæmir hendi á KR-inga.
35. mín
Dagur Ingi með stórhættulega fyrirgjöf! Berst alla leið í gegnum pakkann fyrir framan markið og endar hjá Kennie sem bjargar með bakinu, Sami Kamel var í baráttunni. Kennie bakaði hættuna frá.
32. mín
Þá fá gestirnir hornspyrnu hinumegin. Atli sendir fyrir og Nacho skallar frá.
30. mín
GUNNLAUGUR FANNAR MEÐ SKALLA Í SLÁNNA! Sami Kamel með frábæra sendingu fyrir úr hornspyrnunni beint á ennið á Gulla sem stangar boltann í slánna og niður, fær svo sjálfur reboundið og skallar beint á Simen í markinu, þarna voru Keflvíkingar óheppnir að komast ekki yfir.

Það var eins og Gulli hafi sparkað með enninu, þetta var svo fast!
29. mín
Axel keyrir upp hægra megin og fær hornspyrnu! Fær boltann frá Mathias og tekur á rás upp vænginn, Kiddi Jóns eltir og setur boltann afturfyrir.
26. mín
Sigurður Bjartur klaufi! Kiddi Jóns fær boltann í frábærri stöðu vinstra megin, fer upp að endamörkum og sendir fyrir, Sigurður Bjartur reynir að taka móttöku frekar en að setja boltann bara strax á markið og tapar boltanum.
24. mín
Jói Kiddi með skot fyrir utan teig! Elmar finnur Kidda út til vinstra sem tíar boltann út á Jóa Kidda, Jói lætur bara vaða en Mathias ekki í neinum vandræðum.
21. mín
Kennie sækir aukaspyrnu á hætttulegum stað, svolítið til hægri, líklega skotfyrirgjöf frá Atla myndi ég giska á.

Neinei Olav sendir fyrir og Maggi hreinsar.
19. mín
KR-ingar sækja. Olav Öby með frábæra utanfótar sendingu upp á Kidda Jóns sem reynir að klobba Axel Inga en boltinn í hornspyrnu.

Olav með spyrnuna og Mathias slær í horn hinumegin frá sem Atli Sigurjóns tekur.

Keflvíkingar skalla það aftur til Atla sem fær aðra tilraun og hana skalla þeir í innkast.
15. mín
Mathias Rosenörn með sturlaða markvörslu! KR-ingar spila sig vel upp vinstra megin, Kiddi Jóns sendir geggjaðan bolta fyrir markið og Jói Kiddi kemur á ferðinni og ætlar að stanga boltann inn en Mathias tekur einhverskonar handboltakrossfisk og ver þetta stórkostlega, Maggi skallar boltann svo í horn sem ekkert varð úr.
10. mín
KR-ingar fá sína fyrstu hornspyrnu. Olav Öby röltir út í horn til að taka spyrnuna.

Heimamenn skalla frá, Atli kemur Kennie í góða fyrirgjafastöðu og aftur koma heimamenn boltanum frá, þá tapar Jói Kiddi boltanum á hættulegum stað og Keflvíkingar bruna í skyndisókn, Sami Kamel finnur Stefán Ljubicic til hægri sem fer í skotið og Simen ver.
6. mín
Sigurður Bjartur skallar framhjá! Jói Kiddi með gott samspil við Elmar upp vinstra megin og sendir fyrir á kollinn á Sigurði en skallinn framhjá markinu.
5. mín
Keflvíkingar fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Sami sendir fyrir og reynir að nota vindinn en KR-ingar koma boltanum frá.
2. mín
Þversláin! Kennie keyrir upp hægra megin og fær brot.

KR-ingar negla boltanum yfir til vinstri þar sem boltinn berst á Kidda Jóns, hann lætur bara vaða og hamrar í slánna!
1. mín
Leikur hafinn
Jói Kiddi setur 2. umferðina í gang! KR-ingar sækja í átt að Njarðvík.
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn! Ég sé ekki hver vinnur hlutkestið þar sem Gunnar Freyr fjórði dómari stóð fyrir mér, ekkert rosalega praktískt að hafa okkur fjölmiðlamennina í jarðhæð upp á yfirsýn, en við vinnum eitthvað með þetta...

KR-ingar byrja með boltann sýnist mér.
Fyrir leik
Korter í leik og liðin hita upp. KR-ingar eru að skjóta á Aron Snæ meðan Simen sparkar með Luke Rae.

Keflvíkingar eru í svipuðum gír áður en liðin fara inn til búningsklefa.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar! Keflvíkingar gera engar breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Fylki, KR-ingar gera eina breytingu frá jafnteflinu gegn KA, Jói Kiddi kemur inn á miðjuna fyrir Aron Þórð sem sest á bekkinn.

Báðir nýju leikmenn liðanna eru meðal varamanna.
Fyrir leik
Fyrsta umferðin! Keflvíkingar gerðu hrikalega vel í fyrstu umferð þar sem þeir snéru við taflinu í Árbænum og sóttu 1-2 sigur í lok leiks gegn Fylkismönnum, þeim liðum er einmitt spáð á svipuðu reiki og því mikilvægt fyrir Keflvíkinga að sækja þrjú stig þar.

KR-ingar aftur á móti fóru norður á hrikalega erfiðan útivöll gegn KA þar sem gestirnir komust yfir seint í leiknum en tókst ekki að halda út, 1-1 niðurstaðan þar og eflaust svekkjandi fyrir KR-inga að ná ekki sigrinum úr því sem komið var. KR og KA er einmitt einnig spáð á svipuðum slóðum í þeirri Bestu.
Fyrir leik
Dómarateymið! Helgi Mikael fær það verðuga verkefni að flauta þennan leik.

Honum til halds og trausts verða Egill Guðvarður og Eysteinn Hrafnkelsson.

Fjórði dómari er Gunnar Freyr Róbertsson og eftirlitsmaður er Björn Guðbjörnsson.

Hér má sjá Helga Mikael og Egil Guðvarð glæsilega gula:

Fyrir leik
KR nældi sér einnig í leikmann í vikunni! KR hefur gengið frá kaupum á Benoný Breka Andréssyni en hann hefur fengið leikheimild hjá félaginu.

Benoný kemur frá Bologna en þetta hefur legið í loftinu lengi. Hann hefur þegar spilað æfingaleiki með KR en hefur ekki fengið leikheimild til að spila keppnisleik þar til núna.
Hann verður því löglegur um helgina þegar KR heimsækir Keflavík á laugardaginn í Bestu deildinni.
Benoný er sautján ára sóknarmaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki en fór til Ítalíu haustið 2021.


Segir í fréttinni um Benoný Breka Andrésson, sem gekk til liðs við KR-inga á þriðjudaginn.
Fyrir leik
Oleksyi Kovtun genginn í raðir Keflavíkur! Oleksiy Kovtun er kominn með leikheimild með Keflavík og getur því spilað með liðinu þegar KR kemur í heimsókn til Keflavíkur á laugardag í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Það hefur legið fyrir í talsverðan tíma að Kovtun myndi ganga í raðir Keflavíkur, rúmlega tvær vikur eru frá því að hann lék æfingaleik með liðinu en búið er að bíða eftir leikheimil síðan.

Hann er 28 ára úkraínskur miðvörður sem hefur ekki spilað í heilt ár eftir að hafa yfirgefið úrvalsdeildarfélagið Desna Chernigiv í heimalandinu í janúar á síðasta ári.

Á sínum tíma lék hann tvo leiki fyrir U20 landslið Úkraínu og var í hópnum þegar liðið fór á HM í þeim aldursflokki árið 2015.


Segir í frétt sem birtist á miðlinum í fyrradag.
Fyrir leik
Hvað segir Einar Bragi, spámaður vikunnar? Keflavík 1 - 1 KR
Þessi leikur er mjög 1-1 legur. Óvanalega jákvæð umræðu um KR- ingana fyrir þetta mót og mér finnst ekki alveg vera innistæða fyrir því. Jafntefli, 1-1, verður niðurstaðan og minn maður Sindri Snær skorar fyrir Kef.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur! Verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá leik Keflavíkur og KR í gjánni milli Keflavíkur og Njarðvíkur, nánar tiltekið á nýjum og flottum gervigrasvelli fyrir aftan Nettóhöllina (Reykjaneshöllina).
Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('60)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('60)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
9. Benoný Breki Andrésson ('60)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('60)
15. Pontus Lindgren
17. Luke Rae
29. Aron Þórður Albertsson
30. Rúrik Gunnarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('40)

Rauð spjöld: