Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Stjarnan
1
0
ÍBV
Bjarki Björn Gunnarsson '95
Sindri Þór Ingimarsson '122 1-0
19.04.2023  -  17:30
Samsungvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson ('90)
5. Guðmundur Kristjánsson (f) ('113)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson ('86)
23. Joey Gibbs ('73)
32. Örvar Logi Örvarsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('86)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('73)
30. Kjartan Már Kjartansson ('90)
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('113)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Sigurbergur Áki Jörundsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Kjartan Már Kjartansson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan er komið áfram í 16 liða úrslit!

Hádramatískur endir hérna skilar Garðbæingum áfram. Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
123. mín
Eyjamenn eiga skot yfir Lokaspyrna leiksins er skot frá Eyjamönnum sem fer rétt yfir.
122. mín MARK!
Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
Hádramatískt mark á lokamínútunum! Stjarnan búið að vera miklu betra liðið í framlengingunni og eru verðskuldað komnir yfir.

Boltinn kemur inn í teig þar sem Sindri fær að skalla á markið alveg óáreittur og klárar í markið.

121. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
119. mín
Stjarnan er algjörlega dominerandi núna en eru ekki að ná loka boltanum.
115. mín
Guðmundur aftur í frábæru færi Ísak hleypur upp kantinn og kemur með góðan bolta fyrir en skotið frá Guðmundi varið og aftur er hornspyrna.
114. mín
Guðmundur Baldvin aftur kominn í fínt færi en hann skýtur í varnarmann og Stjarnan fær horn.

Ekkert kom úr því.
113. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
110. mín
Guðmundu Baldvin svo nálægt því að koma Stjörnunni yfir Kjartan hleypur upp vinstri kantinn og gerir mjög vel í að fara framhjá einum og setja svo boltan fyrir.

Guðmundur fær þá boltan og tekur skotið í upplögðu færi en skýtur framhjá.
106. mín
Dauðafæri fyrir Stjörnuna Eggert hleypur með boltan upp vinstri kantinn og kemur með frábæra sendingu fyrir markið en enginn bláklæddur er mættur til að pota boltanum í opið markið.
106. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
106. mín
Inn:Ólafur Haukur Arilíusson (ÍBV) Út:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
105. mín
Fyrri hálfleikur búinn Vilhjálmur Alvar flautar til loks fyrri hálfleiks
105. mín
Uppbótartíminn er 1 mínúta.
105. mín
Kjartan í mjög góðu færi fyrir Stjörnuna en hann skýtur í varnarmann og heimamenn fá horn.
104. mín
Gummi Kristjáns á hér skot fyrir utan teig sem er nokkuð gott en ekki nógu fast og Jón Kristinn ver.
103. mín
Stjörnumenn keyra upp í skyndisókn og Ísak kemst í gott skotfæri en skotið hans fer hátt yfir markið.
99. mín
Breki Ómarsson á hér fínt skot fyrir utan teig en boltinn fer framhjá.
95. mín Rautt spjald: Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Bjarki er að fá sitt annað gula spjald hérna! Hann reyndi að stoppa skyndisókn Stjörnumanna. Hárréttur dómur.
93. mín
Eyjamenn í fínu færi inn á teig en skotið fer í varnarmann.
91. mín
Framlengingin er hafin!
90. mín
Við erum á leiðinni í framlengingu! +6

Vilhjálmur flautar leikinn af og það er ljóst að við þurfum auka 30 mínútur til að fá sigurvegara.
90. mín
+6

Stjarnan fær hornspyrnu á lokamínútum leiksins en þeir ná ekki að gera nætt með það.
90. mín Gult spjald: Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
90. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
+5
90. mín
Átti þetta að vera víti? Þessi mynd náðist áðan þegar Stjarnan bjargaði á línu. Þetta lítur út fyrir að hafa verið víti.

90. mín
Stjörnumenn vilja aftur víti +2

Ísak Andri hleypur með boltan inn á teig og fellur svo við. Stjörnumenn vilja víti en þetta lítur frekar út fyrir að vera bara öxl í öxl.
90. mín
Uppbótartíminn er 5 mínútur.
89. mín
Jóhann með gott skot fyrir utan teig Stjarnan kemst í góða sókn sem endar með að Jóhann Árni fær boltan fyrir utan teig og hann á gott skot sem er varið af Jóni Kristni.
87. mín
Stjörnumenn bjarga á línunni! Eyjamenn eiga aukaspyrnu og þeir setja boltan inn í teig þar sem Eiður nær skallanum á markið og boltinn er á leiðinni inn. En mér sýnist það hafa verið Örvar sem nær að bjarga boltanum á línunni.
86. mín
Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
83. mín
Inn:Filip Valencic (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
81. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
80. mín
Enn og aftur kemst Ísak í góða stöðu á vinstri kantinum en í þetta skipti gerir Elvis mjög vel og nær að vísa honum bara útaf vellinum og niðurstaðan er markspyrna.
73. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Joey Gibbs (Stjarnan)
72. mín
Stjarnan heldur áfram að komast í hættulegar stöður. Í þetta skipti er það Eggert sem kemst upp kantinn en fyrirgjöfin fer í varnarmann og þeir fá horn.
69. mín
Svakalegt skallafæri fyrir Gibbs Stjarnan fær aðra aukaspyrnu og í þetta sinn setur Jóhann boltan inn í teig.

Spyrnan er alveg frábær og fer beint á kollinn á Joey Gibbs sem er alveg óáreittur en skallinn er lélegur og fer framhjá.
68. mín
Jóhann Árni með skot úr aukaspyrnu en spyrnan er arfaslök og fer hátt yfir.
67. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
62. mín
Stjörnumenn vilja víti Ísak hleypur með boltan inn á teig og fellur síðan við. Vilhjálmur gefur merki um að ekkert brot hafi átt sér stað en heimamenn verða alveg brjálaðir.

Miðið við endursýningar þá hefði alveg verið hægt að dæma á þetta en líka alveg skiljanlegt að hann sleppti þessu.
59. mín
Stangarskot hjá Ísak Enn og aftur ná Stjörnumenn að búa til fínt færi frá vinstri kantinum þar sem Jóhann kemur með frábæran bolta yfir á Ísak sem á skot í stöng.
55. mín
Leikurinn búinn að vera stopp í töluverðan tíma núna þar sem það gengur eitthvað svakalega brösulega fyrir Sigurð að reima skóna.
50. mín
Hættuleg hornspyrna hjá ÍBV en þeir skalla rétt framhjá.
48. mín
Þrumuskot hjá ÍBV Sigurður Arnar fær boltan rétt fyrir utan teig og skotið hans fer rétt yfir markið.

Eyjamenn byrja þennan hálfleik vel.
46. mín
Dauðafæri hjá Alex Frey ÍBV á hornspyrnu sem Stjörnumenn skalla frá en boltinn fer ekki lengra en á á Alex sem er aleinn á teignum og hann tekur skotið en það eru of margir varnarmenn fyrir.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Landsliðsþjálfarinn er á staðnum Gaman er að segja frá því að Age Haareide er mættur á staðinn til að skoða mögulega einhverja leikmenn.
Hér situr hann fyrir leik
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik en búið að vera slatti af fínum færum. Byðjum bara um betri færanýtingu í seinni hálfleik.
45. mín
Uppbótartíminn er 1 mínúta.
42. mín
Örvar og Ísak spila virkilega vel saman upp vinstri kantinn og ná að búa til hálffæri fyrir Ísak en hann skýtur yfir markið.
38. mín
Jóhann Árni með stórhættulega hornspyrnu sem Jón Kristinn er í bullandi vandræðum með en nær að kíla boltan yfir markið.
38. mín Gult spjald: Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
Frekar ljótt brot á Ísak.
37. mín
ÍBV fær aukaspyrnu við hlið teigsins og eru því í fínni fyrirgjafarstöðu.

Bjarki tekur spyrnuuna en hún er skölluð frá.
34. mín
Eggert með frábæra sendingu inn fyrir á Ísak sem tekur full langan tím í að ákveða hvað hann á að gera. Það verður að því að skotfærið þrengist og hann skýtur því hátt yfir.
27. mín
ÍBV með fína hornspyrnu sem Árni þarf að kýla frá. Boltinn endar hjá Elvis sem er aleinn inn í teig en skotið hans fer hátt yfir.
26. mín
Felix Örn með fast skot fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.
21. mín
Skrítinn rangstöðu dómur hérna.

Sverrir Páll var sloppinn í gegn eftir að Sindri hittir ekki boltan og gefur hann eiginlega beint á hann. Aðstoðardómari flaggar hinsvegar rangstöðu sem ég skil ekki alveg þar sem það var Stjörnumaður sem snerti síðast boltan.
18. mín Gult spjald: Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Fyrir brot sem gerðist fyrr.
17. mín
Dauðafæri fyrir Stjörnuna Eggert gerir vel í að færa boltan upp völlin og kemur svo með frábæra sendingu á Ísak sem er sloppinn í gegn. Ísak stígur svo út einn varnarmanninn og tekur skotið sem er á leiðinni í niður í hornið en Jón Kristinn ver vel.

15. mín
Eyjamenn í fyrstu álitlegu sókninni sinni þar sem Elvis kemur með fína fyrirgjöf en Árni er vel á verði í markinu og kemur út til að handsama boltan.
12. mín
Ísak Andri með alveg svakalega takta til að færa Stjörnu liðið hærra upp völlinn. Hann færir boltan síðan yfir á Örvar sem reynir fyrirgjöfina en hún fer í varnarmann og úr verður hornspyrna sem ekkert kemur úr.
7. mín
Leikurinn stöðvaður þar sem Sindri og Bjarki hoppa upp í skallabolta en enda á að skalla hvorn annan í stað boltans. Þeir standa báðir upp á endanum og virðast ætla að halda áfram leik.
6. mín
Eyjamenn í bullandi veseni í vörninni þar sem Adolf og Ísak reyna að prjóna sig í gegnum hana. Það munar ekki miklu en gestunum tekst að hreinsa frá á endanum.
4. mín
Uppstilling ÍBV: Jón Kristinn
Elvis - Eiður - Jón
Guðjón - Bjarki - Sigurður - Alex - Felix
Sverrir - Hermann
4. mín
Uppstilling Stjörnunnar: Árni
Heiðar - Daníel - Sindri - Örvar
Jóhann - Guðmundur - Eggert
Adolf - Gibbs - Ísak
3. mín
Jóhann Árni tók spyrnuna en skaut rétt yfir markið.
3. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og eru í góðu skotfæri.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er stórleikur umferðarinnar í Mjólkurbikarnum farinn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarlið ÍBV Hermann Hreiðarsson gerir einnig tvær breytingar á sínu liði en þeir töpuðu í síðasta leik 3-0 gegn KA á Akureyri. Það eru þeir Sverrir Páll Hjaltested og Hermann Þór Ragnarsson sem kom inn í liðið á kostnað Filip Valencic og Tómas Bent Magnússonar.

Sverrir Páll Hjaltested
Fyrir leik
Byrjunarlið Stjörnunnar Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar gerir tvær breytingar á liðinu sem tapaði 1-0 gegn FH um síðustu helgi. Það eru þeir Heiðar Ægisson og Daníel Laxdal sem koma inn í liðið á kostnað Hilmars Árna Halldórssonar og Björns Berg Bryde.

Hilmar Árni Halldórsson
Fyrir leik
Dómari leiksins Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður dómari þessa leiks og línuverðirnir verða Andri Vigfússon og Eðvarð Eðvarðsson.

Eftirlitsmaður er Ingvar Örn Gíslason og varadómari er Arnar Ingi Ingvarsson
Fyrir leik
ÍBV einnig stigalausir ÍBV hefur ekki byrjað tímabælið mikið betur þar sem þeir hafa líka tapað báðum leikjunum sínum í Bestu deildinni og síðast var það 3-0 tap gegn KA á Akureyri.
Fyrir leik
Stjarnan byrjar tímabilið illa Stjarnan hefur tapað báðum leikjunum sem þeir hafa spilað í Bestu deildinni á þessu tímabili og síðast var það 1-0 tap gegn FH á útivelli.
Dúllubarinn opinn
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
32-liða úrslit Mjólkurbikarsins! Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsing frá viðureign Stjörnunnar og ÍBV í Mjólkurbikar karla. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður spilaður á heimavelli Stjörnunnar í Garðabænum
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason ('83)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
10. Sverrir Páll Hjaltested ('106)
18. Bjarki Björn Gunnarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Hermann Þór Ragnarsson ('81)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
6. Jón Jökull Hjaltason
10. Filip Valencic ('83)
17. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Breki Ómarsson ('81)
24. Ólafur Haukur Arilíusson ('106)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson
Björgvin Eyjólfsson
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Nikolay Emilov Grekov

Gul spjöld:
Bjarki Björn Gunnarsson ('18)
Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('38)
Sigurður Arnar Magnússon ('67)

Rauð spjöld:
Bjarki Björn Gunnarsson ('95)