Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
ÍBV
2
1
Breiðablik
Halldór Jón Sigurður Þórðarson '38 1-0
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson '45
Eiður Aron Sigurbjörnsson '94 , víti 2-1
23.04.2023  -  16:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Alls ekkert frábærar en hátið miðað við Miðvöllinn í Kaplakrika
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 312
Maður leiksins: Felix Örn Friðriksson
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('71)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason ('86)
10. Sverrir Páll Hjaltested
16. Tómas Bent Magnússon ('78)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Hermann Þór Ragnarsson ('78)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('71)
10. Filip Valencic ('86)
17. Sigurður Grétar Benónýsson
18. Eyþór Daði Kjartansson
18. Bjarki Björn Gunnarsson ('78)
19. Breki Ómarsson ('78)
24. Ólafur Haukur Arilíusson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Arnar Breki Gunnarsson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Nikolay Emilov Grekov

Gul spjöld:
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('31)
Elvis Bwomono ('54)
Jón Ingason ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV með sigur! Lokatölur 2-1 fyrir ÍBV. Fyrstu stig Eyjamanna í hús og annað tap Breiðabliks á tímabilinu staðreynd!
94. mín Mark úr víti!
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Stoðsending: Sverrir Páll Hjaltested
FYRIRLIÐINN SKORAR!! Rennir boltanum í netið, Anton Ari fór í hina áttina.
93. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Fyrir mótmæli.
92. mín
VÍTI!!!! ÍBV fær vítaspyrnu!

Sverrir Páll reynir fyrirgjöf, Viktor Örn rennir sér fyrir og fær boltann í höndina.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.

ÍBV líklegra liðið þessar mínúturnar.
90. mín
ÍBV á horn.

Sýnist Bjarki Björn eiga skalla sem rúllar framhjá.
86. mín
Davíð Ingvarsson reynir skot í þröngu færi. Hittir ekki á markið.
86. mín
Inn:Filip Valencic (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
84. mín
Skottilraun af eigin vallarhelmingi Felix lætur vaða vel inn á eigin vallarhelmingi. Anton Ari grípur þetta. Skemmtileg tilraun samt.
82. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
Alltaf spjald, mögulega annar litur samt! Rennir sér og missir stjórn á tæklingunni.

Jón var nýbúinn að eiga skottilraun sem fór beint á Anton Ara.
80. mín
DAUÐAFÆRI! Felix þrumar boltanum fyrir og Breki fer í boltann inn á markteignum og mokar honum einhvern veginn yfir. En var þessi bolti frá Felix á leiðinni inn áður en Breki fór í hann???
78. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
78. mín
Inn:Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV) Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
74. mín
Stefán grípur í Elvis á sprettinum og aukaspyrna dæmd. Spjaldlykt af þessu.
73. mín
Sverrir Páll gerir vel að vinna hornspyrnu.

Spyrnan frá Felix fer upp í vindinn og aftur fyrir hinu megin.
71. mín
Inn:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
70. mín
Spyrnan frá Tómas Bent framhjá fjærstönginni.
70. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Alex Freyr Elísson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Ágúst fer á hægri vænginn og Stefán út vinstra megin.
69. mín
Hermann vinnur aukaspyrnu vinstra megin við vítateig Breiðabliks.

Halldór Jón er að fara af velli.
68. mín
Stefán og Davíð að koma inn á hjá Blikum.
67. mín
Halldór Jón liggur eftir návígi við Damir. Halldór hefur virkað alveg á síðustu dropunum síðustu mínútur og mögulega er þetta bara þreyta. Virkaði allavega ekki eins og brot við fyrstu sýn.

Við endursýningu vilja menn meina að það sé lykt af þessu (brot).
66. mín
Ekkert alltof mikið að gerast síðustu mínútur. Blikar verið betri í seinni hálfleik heilt yfir.
61. mín
Höskuldur með hornspyrnu, Damir kemst í boltann og reynir að flikka honum í fjær hornið. Rétt framhjá!
59. mín
Gísli með skot við vítateigslínuna sem fer tiltölulega beint á Jón í markinu sem handsamar boltann í annarri tilraun.
58. mín
Smá hiti eftir návígi Tómasar og Viktors Karls. Tómas eitthvað ósátur en þetta er stormur í vatnsglasi.
55. mín
Felix með sendingu inn á teiginn og Alex Freyr Elísson skallar aftur fyrir, pínu skrítinn skalli.

ÍBV er með vindi og maður sér það á löngu sendingunum, þær eru eiginlega allar búnar að vera of langar.
54. mín Gult spjald: Elvis Bwomono (ÍBV)
Fer af krafti í þessa tæklingu á Alex Frey. Alex hoppar upp úr henni. Elvis nokkuð heppinn að þessi lenti ekki í fætinum á Alex.
52. mín
312 áhorfendur samanlagt í stúkunum í dag. Ekkert sérstaklega mikið...
50. mín
Elvis bjargar! Frábær flétta hjá Blikum og Viktor Karl er í góðri fyrirgjafarstöðu í teignum. Hann reynir að koma boltanum á fjær en þar er Elvis sem hreinsar í horn.
47. mín
Það er einhver vindur, ég geri mér ekki grein fyrir því hovrt það sé að hafa mikil áhrif á leikinn.
46. mín
Jason með fyrirgjöf en Sigurður nær til boltans og kemur honum út úr teignum.
46. mín
Breiðablik byrjar með boltann í seinni
45. mín
Hálfleikur
Eftir að miðjan var tekin flautaði Jóhann til hálfleiks.

Eyjamenn heilt yfir verið ívið betri en það er allt jafnt í hálfleik.
45. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Blikar jafna í blálok fyrri! Jón Ingason brýtur á Jasoni Daða og er ósáttur við dóminn. Blikar taka aukaspyrnuna hratt úti á kantinum og Jón er ekki klár, Jason finnur Viktor í hlaupinu og hann kemur með fyrirgjöfina. Höskuldur var kominn inn á teiginn, boltinn beint á pönnuna á honum á nærstönginni og hann stýrir honum í fjærhornið.

Allt jafnt.
45. mín
45+1

Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
42. mín
Eyjamönnum gengur illa að hreinsa og Höskuldur nær til boltans rétt fyrir utan vítateig heimamanna. Fyrirliðinn lætur vaða, skotið er fast en það fer talsvert framhjá marki heimamanna.
41. mín
Jón Kristinn! Oliver Sigurjónsson með spyrnuna inn á vítateig ÍBV. Patrik nær til boltans, flikkar honum í átt að marki og Jón Kristinn rétt nær að blaka boltanum yfir.

41. mín
Elvis dæmdur brotlegur í návígi við Ágúst Hlyns. Ekkert spjald á loft en aukaspyrna fyrir Breiðablik á vallarhelmingi ÍBV.
38. mín MARK!
Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Stoðsending: Sverrir Páll Hjaltested
MAAAARK!!! Felix með glæsilega fyrirgjöf inn á teiginn eftir að hornspyrnan var tekin stutt, Sverrir Páll nær fyrsta skalla, Anton Ari ver boltann til hliðar en þar er Halldór Jón klár og kemur boltanum í netið! Dekkningin eitthvað skrítin og Damir allt annað en sáttur við liðsfélaga sína.

Eyjamenn leiða og það verðskuldað!
38. mín
Smá bras í varnarleik Breiðabliks eftir langt innkast. Viktor Örn setur boltann í hornspyrnu, skrítin ákvörðun.
34. mín
Hætta inn á teig ÍBV og aftur fær Breiðablik horn. Ekkert kom úr tveimur fyrirgjöfum frá Viktori Karli og svo missir Jason Daði boltann aftur fyrir endamörk.
33. mín
Oliver með skottilraun fyrir utan teig í kjölfar hornspyrnu frá Höskuldi. Blikar fengu tvö horn í röð, hvorug spyrnan frábær.
31. mín Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Brýtur á Alex Frey sem liggur eftir. Eyjamenn ekki sáttir að þeir séu að fá fyrsta spjald leiksins. Þetta var klárt spjald sýndist mér.
29. mín
Eiður Aron nokkuð kaldur að þora að skalla boltann til baka þó að hann viti af Jasoni í sníkjunni fyrir aftan sig. Skallinn er nægilega fastur svo að Jón Kristinn komist í boltann.
28. mín
Felix með fasta fyrirgjöf sem Hermann náði ekki að hemja og missti boltann aftur fyrir endamörk. Þarna var möguleiki!
23. mín
Heimamönnum finnst halla á sig í dómgæslunni til þessa. Hafa held ég eitthvað aðeins til síns máls.
20. mín
Dauðafæri Atgangur inn á vítateig gestanna. Hermann með skalla í samskeytin (sé ekki hvort Anton Ari náði fingri á boltann), Eiður Aron hitti ekki boltann í frákastinu, boltinn barst til Hermanns í dauðafæri sem á tilraun sem Oliver kemst fyrir.

19. mín
Víti??? Halldór Jón fellur við eftir návígi við Höskuld og Eyjamenn vilja víti. Erfitt að meta þetta.
16. mín
Eyjamenn allt annað en sáttir að fá ekki aukaspyrnu. Virtist klárlega brotið á Sverri í miðjuhringnum en ekkert dæmt.
11. mín
Tómas Bent með skemmtilega sendingu inn fyrir vörn Blika. Halldór Jón nálægt því að komast í dauðafæri en Viktor Örn nær að stíga fyrir hann og Blikar hreinsa.
9. mín
Línubjörgun! Felix með hornspyrnuna, Tómas Bent á skallann og Anton Ari nær að handsama boltann á línunni. Þarna var hætta!

Það var Viktor Karl sem bjargaði á línunni og Anton Ari náði svo til boltans.
9. mín
Sverrir Páll með skot sem Viktor Örn kemst fyrir og Eyjamenn eiga hornspyrnu.

Heimamenn náð að halda pressu á gestunum síðustu mínútur.
7. mín
Mikill dugnaður í Halldóri Jóni og Viktor Örn neyðist til að setja boltann í innkast.
6. mín
Breiðablik Anton
Höskuldur - Damir - Viktor - Alex
Viktor - Oliver - Gísli
Jason - Patrik - Ágúst
5. mín
Hætta inn á vítateig Blika eftir langt innkast. Halldór er dæmdur brotlegur gegn Antoni Ara.
4. mín
Alex Freyr með góða sendingu í gegn, Patrik reynir að ná til boltans en Jón Kristinn er vel vakandi og nær til boltans.
3. mín
ÍBV Jón Kristinn
Sigurður - Eiður - Jón Inga
Elvis - Tómas - Felix
Alex
Halldór - Sverrir - Hermann
1. mín
Atgangur inn á teig Eyjamanna, Ágúst Hlynsson með tilraun í varnarmann og í kjölfarið fer svo flaggið á loft.
1. mín
Blikar fá strax horn!
1. mín
Leikur hafinn
Eyjamenn byrja með boltann Sverrir Páll með upphafssparkið.
Fyrir leik
Blikar í grænu og ÍBV í hvítu Þar sem heimabúningur ÍBV er hvítur leikur Breiðablik í sínum grænu heimabúningum í dag.
Fyrir leik
Verður fróðlegt að sjá orkustig leikmanna Breiðablik gerði eins og fyrr segir níu breytingar fyrir leikinn gegn Fjölni í bikarnum, vann þann leik 2-0 og eru sjö breytingar frá því liði. ÍBV fór alla leið í framlengingu gegn Stjörnunni og einungis tvær breytingar frá þeim leik. Báðir leikirnir fóru fram á miðvikudag.
Fyrir leik
Aðstæður Það rigndi í morgun í Eyjum, það er skýjað núna, úrkomulaust og fimm gráðu hiti. Hæg austanátt segja menn sem eru kunnugir staðhátum. Myndir af vellinum hér neðar.
Fyrir leik
Klæmint aftur utan hóps Klæmint Olsen, lánsmaður hjá Breiðabliki frá NSÍ Runavík í Færeyjum, er áfram utan hóps í deildinni.
Fyrir leik
Guðjón Ernir á bekknum Það vekur athygli að Guðjón Ernir er á bekknum hjá ÍBV. Hann lék allar mínúturnar í fyrstu 22 umferðunum á síðasta tímabili og missti einungis af einum leik allt tímabilið - það var vegna leikbanns í úrslitakeppninni.
Fyrir leik
Nokkrar myndir af vellinum



Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Stjörnunni í bikarnum. Halldór Jón Sigurður og Tómas Bent koma inn í byrjunarliðið. Bjarki Björn Gunnarsson og Guðjón Ernir Hrafnkelsson taka sér sæti á bekknum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson gerði níu breytingar fyrir leikinn gegn Fjölni í bikarnum og því miðum við síðasta deildarleik í því tilviki. Frá sigrinum gegn Val eru tvær breytingar. Alex Freyr kemur inn fyrir Arnór Svein Aðalsteinsson og Oliver Sigurjónsson byrjar í stað Antons Loga Lúðvíkssonar. Hvorki Arnór né Anton Logi eru í hóp. Stefán Ingi Sigurðsson er áfram á bekknum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Skiptu ekki leiknum út af grasinu Kristján Yngvi Karls­son, vall­ar­stjóri Há­steinsvall­ar, ræddi við mbl.is í liðinni viku.

„Ég hefði viljað spila síðasta sunnu­dag í stað þess að skipta leikn­um. Ástæðan fyr­ir því að við skipt­um þess­um leik er ekki út af gras­inu á vell­in­um held­ur vegna þess að það fuku all­ar girðing­ar síðasta haust og það er verið að færa þær aft­ar þannig að ef við mynd­um setja gervi­gras værum við með lög­lega stærð."

,,Svo er verið að steypa upp fyr­ir nýrri vall­ar­klukku og það er verið að laga fyr­ir fram­an skýl­in hjá okk­ur, setja dren og svo­leiðis. En grasið hérna er bara grænt og er búið að vera það í svona eina og hálfa viku,“
sagði Kristján Yngvi við mbl.is.
Fyrir leik
Fyrsti heimaleikur ÍBV Leikurinn í dag er fyrsti heimaleikur Eyjamanna á tímabilinu. Liðið átti að spila geng KA á Hásteinsvelli í 2. umferð en víxlaði á heimaleikjum við þá gulu og bláu og eiga því heimaeleikinn gegn KA seinna í sumar.
Fyrir leik
Dómarateymið
Jóhann Ingi Jónsson er með flautuna í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Jón Magnús Guðjónsson er eftirlitsmaður KSÍ og
Arnar Þór Stefánsson er fjórði dómari.
Fyrir leik
Felix eini markaskorari ÍBV - Tveir skorað tvö hjá Blikum Felix Örn Friðriksson er eini markaskorari ÍBV til þessa á tímabilinu. Hann skoraði fyrsta mark leiksins gegn Val en Valsarar komu til baka og unnu sigur.

Breiðablik hefur skorað fimm mörk í deildinni til þessa. Stefán Ingi Sigurðarson og Gísli Eyjólfsson hafa skorað tvö mörk hvor og Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað eitt.
Fyrir leik
Spáir jafntefli Skagamaðurinn Arnór Smárason spáir í leiki umferðarinnar.

ÍBV 1 - 1 Breiðablik
Þetta verður leikurinn þar sem eyjapeyjar ná í sitt fyrsta stig í ár. Búnir að byrja á 2 töpum í deild, detta út í bikar eftir erfiðar 120 mín, hópurinn lítill og það er akkurat þá sem Hemmi og co. stíga upp og stela stigi af Íslandsmeisturunum. Hjaltested vélin byrjar að malla (LOKSINS!!)
Fréttir um ÍBV 2/2
Fréttir um Breiðablik 2/2
Fyrir leik
Blikar áfram í bikarnum Í miðri viku var leikið í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Breiðablik heimsótti Grafarvoginn og fór þaðan með 0-2 útisigur. Ágúst Orri Þorsteinsson og Oliver Sigurjónsson skoruðu mörk liðsins.

ÍBV heimsótti Garðabæinn og tapaði 1-0 eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni og er því úr leik í bikarnum.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla. Sem stendur er ÍBV í neðsta sæti með núll stig og -4 í markatölu. Breiðablik er í sjötta sæti með þrjú stig og +1 í markatölu.

Breiðablik vann Val í síðustu umferð, 0-2 á Origo vellinum eftir að hafa tapað gegn HK í fyrstu umferðinni í sjö marka leik, 3-4. ÍBV tapaði sannfærandi gegn KA í síðustu umferð, 3-0 á Greifavellinum fyrir norðan. Í fyrstu umferð tapaði liðið 2-1 á Origo vellinum.


(Svona leit Hásteinsvöllur út í júlí í fyrra)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Alex Freyr Elísson ('70)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('70)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Davíð Ingvarsson ('70)
18. Eyþór Aron Wöhler
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('70)
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('93)

Rauð spjöld: