Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Víkingur R.
3
0
KR
Logi Tómasson '31 1-0
Birnir Snær Ingason '67 2-0
Arnór Borg Guðjohnsen '73 3-0
24.04.2023  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 7° logn og þurrt. Frábærar aðstæður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1570
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth ('35)
6. Gunnar Vatnhamar
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason ('73)
19. Danijel Dejan Djuric ('73)
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason ('54)
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('73)
9. Helgi Guðjónsson ('73)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('35)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('54)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Verðskuldaður sigur Víkinga er raunin. Þeir í raun völtuðu yfir KR í þessum leik.

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
91. mín
KR-ingar reyna að byggja upp sókn hérna en hún endar í frekar máttlausu skoti frá Aroni Þórði.
90. mín
Uppbótartími er 3 mínútur.
84. mín
Víkingar halda bara áfram að sækja. Pablo kemur með lúmska sendingu inn á Arnór sem á fínt skot en það er varið af Kjellevold.
78. mín
Inn:Rúrik Gunnarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
78. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
76. mín
Kjellevold nálægt því að gera svakaleg mistök. Hann hittir ekki boltan almennilega og boltinn stekkur næstum til Víkinga en hann nær að kasta sér á boltan.
73. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
73. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
73. mín MARK!
Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.)
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
Víkingar eru að valta yfir þá! Víkingar sækja hratt og Danijel setur langan bolta á Arnór. Hann er þá sloppinn einn gegn markmanni og hann setur boltan snyrtilega yfir Kjellevold

KR ræður ekkert við þessar skyndisóknir.
71. mín
Víkingar sækja hratt og Birnir er kominn í góða stöðu einn á móti einum varnarmanni. Hann gerir hinsvegar ekki alveg nógu vel og skýtur frekar langt framhjá.
69. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
67. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
Víkingar tvöfalda forystuna!! Alveg stórkostleg sending frá Niko Hansen! KR-ingar voru ekki vakandi fyrir henni en Birnir var það og það þýddi bara að hann var sloppinn einn gegn markmanni.

Hann kláraði síðan færið snyrtilega í nærhornið.
66. mín
KR skapa fína sókn hérna í fyrsta sinn í töluverðan tíma. Skotið frá þeim endar hinsvegar í markspyrnu.
64. mín
Skot frá Arnóri fyrir utan teig. Það er frekar máttlaust og beint á Kjellevold.
62. mín
KR hefur varla farið yfir miðju hérna síðustu 5 mínúturnar. Víkingar fengið þó nokkuð horn og allt virðist frekar opið í vörn KR
60. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
58. mín
Birnir með frábæra takta Karl Friðleifur kemur hratt upp hægri kantinn og gefur hann svo á Birni sem leikur listir sínar og kemst framhjá sínum varnarmanni. Hann tekur síðan skotið en það fer af varnarmanni og í horn.
55. mín
Danijel fær enn og aftur bara að rölta upp vinstri kantinn og núna setur hann góðan bolta inn á teig fyrir Birni Snær sem nær ekki að gera nógu vel úr færinu og KR fær markspyrnu.
54. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Davíð Örn fer meiddur útaf.
52. mín
KR-ingar vilja víti! Kristján Flóki fellur við í teignum en Pétur dæmir ekkert. Leikurinn heldur síðan áfram og sóknin endar í fínu skoti frá Elmari en Ingvar ver.

Líkast til rétt dæmt hjá Pétri virtist ekki vera mikil snerting.
50. mín
Danijel fær alveg að rölta hér upp vinstri kantinn og koma sér í gott skotfæri en hann skýtur framhjá.

Varnarleikur KR hefur oft ekki verið merkilegur í dag.
48. mín
Dauðafæri fyrir Víkinga! Pablo setur boltan inn á teig og hann fellur beint fyrir lappirnar á Danijel en honum tekst að skjóta beint á Kjellevold bara einhverjum örfáum metrum frá marki.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (KR) Út:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Tvöföld skipting hjá Rúnari í hálfleik.
45. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Tvöföld skipting hjá Rúnari í hálfleik.
45. mín
KR-ingar hafa verið góðir í stúkunni en þurfa kannski að bæta sig aðeins inn á velli.
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða í hálfleik eftir virkilega spennandi hálfleik. Bæði lið hafa átt færi og líkur á því að við fáum fleiri mörk í þeim seinni.
45. mín
+2
Kennie með fínt skot fyrir utan teig sem er varið í horn.

KR heldur pressuni í sókninni áfram sem endar í að Kennie fær frábært skallafæri en hann setur boltan yfir.
45. mín
Uppbótartími er 4 mínútur.
44. mín
Virkilega hættulegt skot frá Atla KR-ingar fá að valsa upp völlinn undir lítilli pressu. Kennie setur boltan á Atla sem tekur dúndur skot á markið en Ingvar ver vel frá honum.
41. mín
KR-ingar með fína sókn í gegnum Elmar sem setur góðan bolta inn á teig. Víkingar eiga í smá erfiðleikum með að hreinsa boltan og það skapast smá hætta en þeir ná að hreinsa á endanum.
41. mín
Virðast vera í góðu lagi með báða.
40. mín
Niko Hansen og Öby liggja núna báðir í grasinu eftir samstuð. vonandi er í lagi með þá báða.
36. mín
Með þessari skiptingu virðist Gunnar Vatnhamar færa sig niður í vörnina og miðjan breytist aðeins þannig að Matthías færir sig aftar til að gera pláss fyrir Arnór.
35. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Út:Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Ekroth getur ekki haldið áfram
34. mín
Var þetta víti?? Víkingar eru alveg brjálaðir eftir að Danijel fer illa með tvo leikmenn og ætlar svo að reyna að fara framhjá þriðja en fellur svo við þegar hann kemur að Kennie Chopart.

Pétur dæmir horn og ég held það sé rétt dæmt.
31. mín MARK!
Logi Tómasson (Víkingur R.)
Stoðsending: Halldór Smári Sigurðsson
Maaaaaark!!! Logi fær að valsa upp völlinn alveg óáreittur og hleypur frá miðlínu að vítateig KR-inga þar sem hann tekur þrumuskot á nærstöngina og boltinn syngur í netinu.

Logi fagnar markinu sínu hér.
29. mín
Fín skyndisókn frá Víkingum þar sem Birnir ber boltan upp hægri kantinn. Hann sendir síðan yfir á Loga sem tekur skotið fyrir utan teig en það er ekki nógu gott og Kjellevold handsamar knöttinn.
26. mín
Pablo Punyed með hörku skot frá frekar löngu færi sem Kjellevold þarf að verja í hornspyrnu.

Pablo tekur þá spyrnu en hún endar í engu.
25. mín
Lukkulega fyrir heimamenn þá virðist hann ætla halda áfram leik.
24. mín
Núna liggur Oliver Ekroth í grasinu og virðist vera frekar þjáður. Þetta mega Víkingar ekki við þar sem Mclagan annar hafsent liðsins er nú þegar á meiðslalistanum.
21. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í fínni fyrirgjafastöðu.

Pablo tekur spyrnuna í átt að Matta Vill en skallinn beint á Kjellevold.
17. mín
Víkingar frekar pirraðir efir að Danijel er að fara ná boltanum á vinstri kanti en Kennie stjakar við honum þannig að hann dettur. Þetta var soldið glannalegt en hefði verið ódýrt víti/brot
13. mín
Víkingar í nauðvörn Jóhannes Kristinn er í fullt af plássi á hægri kantinum og nær að setja boltan fyrir en enginn KR-ingur kemst í skotið. Þeir ná hinsvegar boltanum á vinstri kantinum og þar taka þeir skot í varnarmann.
12. mín
Stór mistök frá Halldóri Smára sem sendir boltan beint á Kennie.

Kennie setur síðan boltan yfir á Ægi sem á skot sem fer rétt framhjá.
9. mín
Þarna munaði litlu fyrir KR Víkingar setja einn langan fram sem sendir bæði Loga og Hansen alveg eina í gegn. Kjellevold er hinsvegar fljótur að hugsa og kemur vel út úr markinnu til að hreinsa.
6. mín
Uppstilling KR Kjellevold
Chopart - Finnur - Jakob - Kristinn
Jóhannes - Öby - Ægir
Atli - Sigurður - Elmar
4. mín
Lúmskt færi fyrir Víkinga Danijel setur boltan inn á teig og Niko Hansen nær boltanum til allara óvörum, hann reynir síðan skrítið skot sem Kjellevold þarf að verja í horn.

Hornið kemur síðan inn í teig og Vatnhamar skallar boltan yfir.
3. mín
Uppstilling Víkinga Ingvar
Davíð - Ekroth - Halldór - Logi
Punyed - Vatnhamar
Birnir - Matthías - Danijel
Hansen
1. mín
Leikur hafinn
KR-ingar sparka leiknum í gang
Fyrir leik
Leikmenn labba inn á völlinn Þá fer leikurinn alveg að bresta á, leikmenn og dómarar labba inn á völlinn. Það er vel mætt í stúkuna enda dýrindis veður og von á góðum knattspyrnuleik.
Fyrir leik
Oft verið hart barist Viðureign þessara liða hefur oft verið virkilega spennandi síðustu ár og mikið af dramatískustu atriðum deildarinnar hafa gerst í leik milli þessara liða. Hér má sjá mynd af leik fyrir tveimur árum þar sem KR jafnaði alveg í blálok leiksins og niðurstaðan varð 1-1.
Fyrir leik
Byrjunarlið KR Rúnar Kristinsson þjálfari KR gerir engar breytingar á liðinu sem vann Keflavík í síðustu umferð.
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gerir eina breytingu í liðinu sem sigraði Fylki í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Það er nýji færeyski varnarmaðurinn þeirra Gunnar Vatnhamar sem kemur inn í liðið en sóknarmaðurinn Erlingur Agnarsson er sá sem kemur út úr liðinu. Það bendir líklega á eitthvað breytt skipulag á liðinu en Erlingur er ekki í hóp í dag.
Fyrir leik
Dómari leiksins Pétur Guðmundsson eða Pétur lögga eins og hann er oft kallaður verður dómari þessa leiks en honum til aðstoðar verða Kristján Már Ólafs og Ragnar Þór Bender.

Eftirlitsmaður er Frosti Viðar Gunnarsson og varadómari er Erlendur Eiríksson.
Pétur Guðmundsson
Fyrir leik
KR á einnig möguleika að komast á toppinn Gestirnir koma inn í þennan leik ósigraðir en þó ekki með jafn mörg stig og andstæðingarnir sínir í kvöld. KR gerði 1-1 jafntefli í fyrstu umferð gegn KA en tryggðu sér sinn fyrsta deildarsigur í síðustu umferð á erfiðum útivelli í Keflavík. Því geta KR-ingar með sigri komist upp fyrir Víkinga í efsta sætið.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Fyrir leik
Víkingar eiga möguleika að vera einir á toppnum Heimamenn koma inn í þennan leik sem eina liðið sem hefur unnið alla sína leiki og með sigri í dag þá verða þeir einir á toppi Bestu deildarinnar eftir 3 umferðir. Víkingur hefur unnið bæði Fylki og Stjörnuna 2-0 hingað til.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Fyrir leik
Lið skipta á heimaleik Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings og KR í 3. umferið Bestu Deild karla. Leikurinn fer fram klukkan 19:15 í Víkinni. Leikurinn átti upprunarlega að vera í Frostaskjóli en þar sem grasið er ekki tilbúið þar þá skiptu liðin á heimaleik.
Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('45)
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby
11. Kennie Chopart (f) ('78)
14. Ægir Jarl Jónasson ('60)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('78)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('45)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
9. Benoný Breki Andrésson ('45)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('45)
17. Luke Rae ('78)
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson ('60)
30. Rúrik Gunnarsson ('78)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Theodór Elmar Bjarnason ('69)

Rauð spjöld: