Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
Breiðablik
5
4
Fram
Stefán Ingi Sigurðarson '4 1-0
Patrik Johannesen '24 2-0
Stefán Ingi Sigurðarson '28 3-0
3-1 Guðmundur Magnússon '42
3-2 Már Ægisson '52
Stefán Ingi Sigurðarson '53 4-2
4-3 Fred Saraiva '61
4-4 Magnús Þórðarson '76
Klæmint Olsen '95 5-4
28.04.2023  -  20:00
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Maður leiksins: Stefán Ingi Sigurðarson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Alex Freyr Elísson ('82)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Patrik Johannesen ('82)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('67)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson

Varamenn:
3. Oliver Sigurjónsson
8. Viktor Karl Einarsson ('67)
18. Davíð Ingvarsson ('82)
20. Klæmint Olsen ('82)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('67)
28. Oliver Stefánsson
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Anton Logi Lúðvíksson ('46)
Viktor Karl Einarsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BLIKARNIR SIGRA!! Það eru Breiðablik sem fara með öll stigin heim í Kópavog!

Þetta hefur verið aldeilis leikurinn!! Frábær skemmtun og þá sérstaklega síðari hálfleikur!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
95. mín MARK!
Klæmint Olsen (Breiðablik)
BLIKARNIR SKORA!!!!!!! ÞAÐ ER KLÆMINT OLSEN SEM TRYGGIR LIKLEGA SIGURINN FYRIR BLIKA!!!!
HORNSPYRNA BEINT Á KOLLINN Á KLÆMINT OLSEN!
95. mín
Blikar fá horn - Er þetta síðasti sénsin?
93. mín Gult spjald: Magnús Þórðarson (Fram)
93. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
93. mín
Leikurinn er að fjara út fyrir bæði lið og nú fer hver að verða síðastur til að verða hetjan hér í kvöld.
92. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Fram)
91. mín
Fram eru stórhættulegir! Sending fyrir markið sem Blikar ná að koma frá marki áður en Fram komast í frákastið.
89. mín
Það hefur hægst svolítið á leiknum síðustu mínútur. Skiptingar og annað sem draga rythman aðeins niður.
89. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
86. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
82. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
82. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Alex Freyr Elísson (Breiðablik)
82. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Patrik Johannesen (Breiðablik)
Fyrsti leikur í Bestu.
77. mín
Breiðablik eru allt annað en sáttir með þetta mark því aðdragandinn af þessu marki virtist brotið á Patrik Johannesen við vítateigslínu Fram og ekkert dæmt en þess í stað keyra Fram upp og skora!

JAHÉRNAHÉR!
76. mín MARK!
Magnús Þórðarson (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
FRAM JAFNAR!!! Frammarar keyra upp í skyndisókn í yfirtölu og það er Albert Hafsteins sem velur hárrétta sendingu á Magnús Þórðarson sem leggur boltann í færhornið framhjá Antoni Ara sem kom þó hendi í boltann!
74. mín
Alex Freyr með hlaup inn á völlinn og reynir skot en hátt yfir.
70. mín
Blikar eru að hóta! Ágúst Eðvald með fyrirgjöf sem Fram bjarga í horn.
67. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
67. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
65. mín
Blikar fá aukaspyrnu sem þeir taka hratt og senda Ágúst Orra í gegn uppi hægra meginn sem rennir boltanum út á Jason Daða sem tekur við boltanum og reynir að leggja hann fyrir sig í staðin fyrir að skjóta í fyrsta og Fram hendir sér fyrir.
Boltinn berst svo á Patrik sem á skot framhjá.
61. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Stoðsending: Magnús Þórðarson
FRÁBÆRLEGA ÚTFÆRÐ SKYNDISÓKN! FRAM KEMST INN Í ÞETTA AFTUR!!

Frábær skyndisókn og enn betri afgreiðsla frá Fred! Keyrðu upp hægri vængin sem mig sýndist Magús Þórðar vera og geðveik sending fyrir markið sem Fred á sturlaða móttöku og setur undir Anton Ara í markinu!
60. mín
Virðist vera sem markið hjá Fram hafi verið það sem Blikarnir þurftu til að mæta hreinlega til leiks í síðari hálfleik.
56. mín
Jason Daði með frábært vald á boltanum og keyrir inn að marki Fram en nær ekki að koma góðu skoti á markið.
53. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
ÞRENNA!! BLIKAR SVARA STRAX!!!

keyra upp völlinn strax eftir miðju og sækja mark! Sá ekkert hver gaf á hann þar sem ég var að enn að rita inn hitt markið en ég leit þó akkurat upp þegar hann var að munda fótinn og lét vaða með miklum krafti og inn fót boltinn!
52. mín MARK!
Már Ægisson (Fram)
SANNGJARNT! Fram mætt heldur betur með kassan út í síðari hálfleikinn!!

Hornspyrna sem fer út á Már Ægis sem lætur bara vaða af þokkalegu færi og fer af varnarmanni og inn!
52. mín
Anton Ari tæpur! Missir fyrirgjöf en Blikarnir bjarga.
51. mín
Fram verið mjög sprækir í upphafi síðari hálfleiks.

Ef frá er talið markið í fyrri hálfleik má jafnvel færa rök fyrir því að það sé búið að koma meira úr þeim þessar fyrstu 5 mín í síðari heldur en allan fyrri hálfleikinn.
46. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
46. mín
Við erum farin af stað aftur!
45. mín
Hálfleikur
Breiðablik leiðir mjög sanngjarnt í hálfleik.

Leikurinn verið hrein einstefna ef út í það er farið en Fram gerði gríðarlega vel að ná inn marki sem vonandi kveikir einhvern vonarneista hjá þeim fyrir síðari hálfleikinn.
44. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Fram)
42. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
FRAM SLÆR FRÁ SÉR! Fram nær inn marki!!
Auðvitað var það Guðmundur Magnússon sem skoraði!
Ekkert sem benti til þess að Fram væri að fara gera neitt þá poppar hann upp með mark og Fred með frábæra sendingu inn í teig!
41. mín
Vandræði aftast hjá Blikum þegar Þórir Guðjóns vinnur boltann hátt á vellinum úti hægra meginn en Blikar bjarga.
40. mín
Gísli Eyjólfs að þræða Stefán Inga í gegn en flaggið á loft.
37. mín
Jason Daði með tilraun sem Fram bjargar nánast á línu.
36. mín
Breiðablik hótar því frekar að bæta við heldur en Fram að koma sér inn í þetta.
34. mín

Sverrir Örn Einarsson
28. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Blikarnir bæta við þriðja! Stefán Ingi kemur Blikum í 3-0!!

Fær frábæra stungusendingu innfyrir og klárar fagmannlega framhjá Ólafi Íshólm sem gat lítið gert.
27. mín
Blikar að sækja og boltinn virtist vera detta fyrir Alex Freyr sem kom á ferðinni en þrumaði boltanum framhjá.
24. mín MARK!
Patrik Johannesen (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
BLIKAR TVÖFALDA! Breiðablik sækir hratt upp völlinn og spila boltanum einstaklega fallega sín á milli áður en Höskuldur fær boltan úti hægri og rennir fyrir markið á Patrik sem klárar vel á nærstöng.

Virkaði rosalega einfalt.
22. mín
Jason Daði finnur Ágúst Orra á bakvið vörn Fram sem kemur með sendingu fyrir markið á Stefán Inga en Frammarar komast fyrir.
20. mín
Jason Daði reynir fyrirgjöf sem Ólafur Íshólm slær frá.
18. mín
Fram aðeins að komast framar.
13. mín
Jason Daði með flottan sprett og á skot rétt framhjá.

Fram hafa verið mjög tæpir aftast fyrstu mínúturnar.
12. mín
JASON DAÐI!!! Er einn á móti Ólafi Íshólm og fer framhjá honum en skotið í hliðarnetið!!

DAAAAAUUUUÐAAAFÆÆÆÆRIII fyrir Blikana þarna að komast í 2-0! Hefði svo sannarlega mátt gera betur þarna!
10. mín
Boltinn dettur niður í teignum og alvöru klafs þar sem boltinn spýtist á milli liðana eins og pin ball kúla en Framarar ná að lokum að koma boltanum frá.
9. mín
Breiðablik fær fyrsta horn leiksins.
7. mín
Blikar pressa hátt upp völlinn og mjög aggresíft.
4. mín

Sverrir Örn Einarsson
4. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
BLIKAR KOMAST YFIR! Frábærlega gert hjá Blikum!
Boltinn gengur aðeins á milli áður en Gísli Eyjólfs á frábæran bolta fyrir markið þar sem Stefán Ingi rís hæst og skallar í markið!

BREIÐABLIK LEIÐIR!


3. mín
Vandræðagangur aftast hjá Fram og Blikar við það að komast í fínt færi áður en boltanum er lúðrað burt.
2. mín
Þórir með frábæra utanfótarsnuddu út á Fred sem reynir að koma boltanum fyrir markið en Blikarnir koma boltanum frá.
1. mín
Blikar byrja með boltann! Jason Daði á upphafssparkið fyrir Breiðablik.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl! Blikar í sínum grænu treyjum og Fram í hvítum varabúning.

Fyrirliðar takast í hendur og það er Hlynur Atli sem vinnur uppkastið sýnist mér.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Breiðablik gerir þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik sínum gegn ÍBV en inn í liðið koma Anton Logi Lúðvíksson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Stefán Ingi Sigurðarson fyrir þá Oliver Sigurjónsson, Viktor Karl Einarsson og Ágúst Eðvald Hlynsson.
Klæmint Olsen er á varamannabekk Breiðabliks í kvöld.

Fram gerir þá einnig þrjár breytingar á sínu liði frá Valsleiknum og koma Ólafur Íshólm Ólafsson aftur í markið, Þórir Guðjónsson og fyrirliðinn Hlynur Atli Magnússon inn fyrir Benjamín Jónsson, Tiago Fernandes og Brynjar Gauta Guðjónsson.
Fyrir leik
Dómarateymið! Elías Ingi Árnason heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs.
Guðmundur Páll Friðbertsson er varadómari og Viðar Helgason er eftirlitsmaður.

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Félögin hafa mæst 71 sinni í keppni á vegum KSÍ þar sem Fram hefur innbyrðis vinninginn með 43% sigurhlutfall.
Breiðablik hefur 28% sigurhlutfall og þá hefur jafntefli 25% hlutfall.

Breiðabliks sigrar: 20 (28%)
Jafntefli: 18 (25%)
Fram sigrar: 33 (46%)


Fyrir leik
Breiðablik Blikarnir hafa farið heldur brösulega af í titilvörn sinni og er þá að finna á neðra skiltinu eftir tvo tapleiki og einn sigur.
Breiðablik byrjaði á því að tapa fyrir nágrönnum sínum í HK í fyrstu umferð í eftirminnilegum leik 4-3 en sóttu svo sterkan sigur á Origo vellinum strax í næstu umferð þegar þeir höfðu betur gegn Val 2-0.
Í síðustu umferð fóru Blikar þó ekki góða ferð til Vestmannaeyja og töpuðu þar 2-1 fyrir ÍBV.

Mörk Breiðabliks hafa skorað:

Stefán Ingi Sigurðarson - 2 Mörk
Höskuldur Gunnlaugsson - 2 Mörk
Gísli Eyjólfsson - 2 Mörk


Fyrir leik
Fram Frammarar sitja fyrir þessa umferð í botnsæti deildarinnar með 2 stig en þeir byrjuðu tímabilið á því að gera jafntefli við FH og HK áður en þeir lutu í lægra haldi fyrir Val í síðustu umferð.

Mörk Fram hafa skorað:

Guðmundur Magnússon - 2 Mörk
Hlynur Atli Magnússon - 1 Mark
Fred - 1 Mark


Fyrir leik
Besta Deildin! Þegar þrjár umferðir eru búnar í Bestu deild karla lítur staðan í deildinni svona út:

1. Víkingur - 9 stig
2. Valur - 6 stig
3. KA - 5 stig
4. HK - 5 stig
5. FH - 4 stig
6. KR - 4 stig
--------------
7. Keflavík - 4 stig
8. Breiðablik - 3 stig
9. Fylkir - 3 stig
10. Stjarnan - 3 stig
11. ÍBV - 3 stig
12. Fram - 2 stig

Það þarf þó auðvitað ekki að örvænta því það er nóg eftir af mótinu.

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá opnunarleik 4.umferðar Bestu deildar karla þar sem Breiðablik og Fram eigast við á Wurth vellinum.
Þar sem framkvæmdir eru í gangi á Kópavogsvelli þá fer þessi leikur fram hér á Wurth vellinum í Árbæ.

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Orri Sigurjónsson
7. Guðmundur Magnússon (f) ('89)
7. Aron Jóhannsson
8. Albert Hafsteinsson ('82)
9. Þórir Guðjónsson ('86)
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson ('82)
15. Breki Baldursson ('89)
22. Óskar Jónsson ('86)
27. Sigfús Árni Guðmundsson
28. Tiago Fernandes

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Orri Sigurjónsson ('44)
Aron Jóhannsson ('92)
Magnús Þórðarson ('93)

Rauð spjöld: