Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Keflavík
0
6
Breiðablik
0-1 Andrea Rut Bjarnadóttir '1
Kristrún Ýr Holm '23 , sjálfsmark 0-2
0-3 Agla María Albertsdóttir '26 , víti
Júlía Ruth Thasaphong '27
0-4 Katrín Ásbjörnsdóttir '39
0-5 Taylor Marie Ziemer '49
0-6 Hafrún Rakel Halldórsdóttir '64
09.05.2023  -  19:15
Nettóhöllin-gervigras
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Frábærar, hægur vindur léttur úði af og til og 10 gráðu hiti
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 115
Maður leiksins: Taylor Marie Ziemer
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
2. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
2. Madison Elise Wolfbauer
9. Linli Tu ('76)
10. Dröfn Einarsdóttir ('76)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
13. Kristrún Blöndal ('46)
13. Sandra Voitane ('63)
17. Júlía Ruth Thasaphong
24. Anita Lind Daníelsdóttir (f)

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('46)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('76)
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('76)
23. Watan Amal Fidudóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic
Sigurður Hilmar Guðjónsson

Gul spjöld:
Júlía Ruth Thasaphong ('25)
Sandra Voitane ('30)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir ('30)

Rauð spjöld:
Júlía Ruth Thasaphong ('27)
Leik lokið!
Öruggur sigur Blika staðreynd.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 3 mínútur.
86. mín
Breiðablik fær hornspyrnu. Þeirra þrettánda horn í dag.

Ekkert varð úr.
78. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
77. mín
Sjaldséð sókn hjá Keflavík. Amelía Rún gerir vel úti á hægri kanti en fyrirgjöf hennar skölluð frá.
76. mín
Inn:Þórhildur Ólafsdóttir (Keflavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
76. mín
Inn:Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Linli Tu (Keflavík)
74. mín
Blikar pressa enn og og uppskera horn.

Tekið stutt en ná ekkin að gera sér mat úr því.
70. mín
Toni Pressley með skalla að marki eftir hornspyrnu en boltinn yfir markið.
67. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
67. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
67. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
64. mín MARK!
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Annað glæsimark!
Hafrún fær boltann úti til hægri við vítateigshorn hægra meginn. Nær líka þessu frábæra skoti sem syngur í fjærhorninu.
63. mín
Inn:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Út:Sandra Voitane (Keflavík)
62. mín
Karitas Tómasdóttir með skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir.

Blikar rangstæðar í kjölfar hornspyrnunar.
56. mín
Enn sækja Blikar. Taylor með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri en Vera ver.
54. mín
Hafrún Rakel með skot af varnarmanni eftir horn. Niðurstaðan annað horn.
49. mín MARK!
Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Alvöru mark frá Taylor!
Fær boltann fyrir fætur sínar beint úr innkasti, hún snýr að marki og lætur bara vaða af löngu færi og boltinn syngur í netinu.
46. mín
Fékk þær upplýsingar í hálfleik f?a fólki sem fylgist með leiknum í sjónvarpinu að seinna gula spjaldið og þar með það rauða á Júlíu Ruth hafi í besta falli verið vafasamt en sennilegast bara kolrangur dómur.

Get ekki annað en treyst því enda með margfalt betra sjónarhorn á atvikið en ég.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Heimakonur sparka þessu af stað.
46. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
46. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Kristrún Blöndal (Keflavík)
45. mín
Hálfleikur
Þessum fyrri hálfleik er lokið. Fjörugur hefur hann verið en Keflavík eflaust viljað eitthvað af fjörinu sér í vil.

Verður langur seinni hálfleikur fyrir þær úr því sem komið er.
45. mín
Blikar sækja hratt, Hafrún Rakel með boltann fyrir frá hægri en boltinn í gegnum teiginn og afturfyrir fer hann.
39. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Hafrún með alvöru tilþrif í teig Keflavíkur, tekur boltann á lofti og smellir honum í slánna og niður. Katrín fyrst að átta sig og kemur boltanum yfir línuna.

Verður langt kvöld fyrir heimakonur og nóg er um nú þegar.
37. mín
Blikarnir ógna.

Áslaug Munda með hörkuskot en heimakonur bjarga í horn.

Ekkert kom upp úr horninu.
33. mín Gult spjald: Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Enn fljúga spjöldin. Veit ekki alveg með þetta en að því er ekki spurt.
30. mín Gult spjald: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Keflavík)
Guðrún Jóna fékk að líta gula spjaldið hér áðan sömuleiðis á bekk Keflavíkur.
30. mín Gult spjald: Sandra Voitane (Keflavík)
Brýtur af sér og spjöldin orðin heit hjá Bríet.
27. mín Rautt spjald: Júlía Ruth Thasaphong (Keflavík)
Vont verður verra fyrir Keflavík Júlía fær sitt annað gula spjald á örfáum mínútum og þar með rautt. Sá hreinlega ekki brotið sem hún er spjölduð fyrir.

Hennar fyrsti leikur þetta sumarið og ekki fór hann vel.

Sjónvarpsmyndir sýna að hún gaf Blika olnbogaskot sem Bríet sá.
26. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Öruggt. Vera í rangt horn.
25. mín Gult spjald: Júlía Ruth Thasaphong (Keflavík)
25. mín
Breiðablik fær víti.

Júlía brýtur á Taylor þegar sú síðarnefnda keyrir inn á teiginn.
25. mín
Linli Tu með skot sem Telma ver.
23. mín SJÁLFSMARK!
Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Boltinn fyrir frá vinstri frá Öglu Maríu fer í Kristúnu Ýr í markteignum sem verður fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
21. mín
Hafrún Rakel kemur boltanum í netið eftir langan bolta í gegn en flaggið á lofti og það telur því ekki.
21. mín
Breiðablik verið að herða tökin síðustu ?ínútur og Keflavíkurliðið vart komist yfir miðju í dágóða stund.
17. mín
Taylor með pláss og svæði fyrir framan teig Keflavíkur. Lætur vaða og tilraunin alls ekki galin en fer ekki á rammann.
15. mín Gult spjald: Toni Deion Pressley (Breiðablik)
Hangir aftan í Caroline í skyndisókn, Bríet beitir hagnaði en spjaldar síðan eftirá.
14. mín
Agla María sem er komin á hægri kantinn keyrir inn að marki og reynir að setja boltann fyrir markið en boltinn af varnarmanni og afturfyrir.

Úr horninu verður ekkert.
9. mín
Ásta Eir með stórhættulega fyrirgjöf frá hægri beint á Öglu Maríu sem nær skotinu en Vera Varis ver virkilega vel. Lendir svo í samstuði við Öglu og Bríet flautar brot.

Leikurinn nokkuð opinn og fjörugur.
7. mín
Sandra Voitane með fínan bolta innfyrir vörn Blika fyrir Linli að elta. Telma mætir langt út og rétt nær boltanum áður en Linli leikur framhjá henni.

Keflavíkurliðið að ógna.
5. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
4. mín
Keflavík reynir að svara. Linli Tu fer vel með boltann úti til hægri og setur hann fyrir en beint í fang Telmu í markinu.
1. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Þetta var ekki lengi gert.
50 sekúndur frá upphafsflauti og boltinn liggur í netinu. Breiðablik sótti upp vinstri vænginn sem að varnarlína Keflavíkur nær ekki að hreinsa frá. Boltinn beint á Andreu sem lætur vaða af vítateig í fjærhornið og boltinn liggur í netinu.

Martraðarbyrjun fyrir heimakonur.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir úr Kópavogi sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Styttist óðum í leik. Liðin að gera sig klár til að ganga til vallar og ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér leik. Vonumst eftir góðum og skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Á flautunni er?
Bríet Bragadóttir fær það verkefni að dæma leik kvöldsins hér í Keflavík. Henni til aðstoðar eru þau Eydís Ragna Einarsdóttir og Guðni Freyr Ingvason. Fjórði dómari er Ronnarong Wongmahadthai og eftirlitsmaður KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.


Fyrir leik
Fyrri viðureignir undanfarin ár Þegar úrslit síðustu tveggja tímabila eru skoðuð kemur áhugaverð og nokkuð óvænt tölfræði í ljós. Fjórum sinnum hafa liðin mæst frá því að Keflavík kom upp í efstu deild 2021 og hefur Keflavík haft sigur í tveimur leikjum, einum hefur lokið með jafntefli og aðeins einu sinni hafa Blikar borið sigur úr býtum.

Það má því segja að einhver Keflavíkurgrýla hafi verið í herbúðum Blika undanfarin tímabil. Þó til að gæta allrar sanngirni og minnka dramatíkina í orðum mínum er rétt að taka fram að Breiðablik vann síðustu viðureign liðanna sem fram fór í Kópavogi þann 5.ágúst í fyrra næsta örugglega 3-0.


Fyrir leik
Keflavík Fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum tímabilsins er uppskera sem ég vill leyfa mér að trúa að leikmenn og þjálfari hafi getað sætt sig við fyrir mót. Jafntefli í fyrsta leik gegn Tindastól í bragðdaufum leik var fylgt eftir með óvæntum en góðum útisigri á Þór/KA á Akureyri.

Samsetning liðsins er aðeins önnur en verið hefur undanfarin ár og er þjálfari liðsins Jonathan Glenn að koma með nýja hluti að borðinu og verður spennandi að sjá hvernig þeim tekst að takast á við firnasterkt lið Breiðabliks.
Fyrir leik
Breiðablik Gestaliðið úr Kópavogi rétti úr kútnum í annari umferð deildarinnar eftir tap gegn Val í þeirri fyrstu. Liðið gerði þá góða ferð norður í Skagafjörð og sótti þar sigur gegn heimakonum í Tindastól 3-0.

Blikaliðið ætlar sér að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og verður það eflaust þegar yfir lýkur. Þó er það staðan að liðið má illa við því að tapa mörgum stigum í byrjun móts en komum aðeins betur að því hér síðar.


Fyrir leik
Besta deild kvenna heldur áfram að rúlla Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Breiðabliks í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.


Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('67)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('67)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('46)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('78)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('67)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir ('78)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('67)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('67)
17. Karitas Tómasdóttir ('46)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('67)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Toni Deion Pressley ('15)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('33)

Rauð spjöld: