Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
KA
4
2
Fram
0-1 Guðmundur Magnússon '33
Hallgrímur Mar Steingrímsson '37 , víti 1-1
Bjarni Aðalsteinsson '51 2-1
2-2 Fred Saraiva '55 , víti
Jakob Snær Árnason '85 3-2
Jakob Snær Árnason '92 4-2
29.05.2023  -  16:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 14° hiti, en við losnum ekki við hvassviðrið hér á Akureyri
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 575
Maður leiksins: Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('62)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('62)
16. Kristoffer Forgaard Paulsen
22. Hrannar Björn Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('78)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
8. Pætur Petersen
8. Harley Willard ('62)
14. Andri Fannar Stefánsson
29. Jakob Snær Árnason ('62)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('78)
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA menn hirða stigin þrjú! Brekkufólk er gult og glatt eftir þrælskemmtilegan leik á Greifavellinum. KA menn kláruðu þetta í restina, en leikurinn var í járnum fram að fyrra marki Jakobs.

KA fara næst í Garðabæinn og mæta Stjörnunni, en Framarar fá Keflvíkinga í heimsókn. Takk fyrir mig!
92. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (KA)
Stoðsending: Harley Willard
JAKOB KLÁRAR ÞETTA ENDANLEGA!! Hallgrímur Mar tekur boltann frábærlega niður á miðjum vellinum og á svo einstaklega girnilega utanfótar snuddu á Willard. Willard gerir vel í að leggja boltann fyrir Jakob Snæ sem að hamrar boltann framhjá Ólafi í markinu.

4-2!
90. mín
3 mínútur í uppbót Ekki mikill tími til stefnu fyrir gestina.
88. mín
Aron Jóhannsson með skalla framhjá marki KA.
87. mín
Hallgrímur leggur boltann til hliðar á Svein, en skot hans er beint á Ólaf.
86. mín Gult spjald: Óskar Jónsson (Fram)
Tekur Svein Margeir niður sem var á hörkuspretti. Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
85. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (KA)
Stoðsending: Þorri Mar Þórisson
JAKOB MINNIR Á SIG!!! Eftir frekar daufar mínútur hjá KA liðinu fær Þorri Mar boltann úti vinstra megin. Dalvíkingurinn klippir inn af kantinum og þrumar boltanum í átt að marki Fram. Jakob mætir á nærstöngina og stýrir boltanum listavel í nærhornið.

3-2!
82. mín
Þorri missir boltann klaufalega og Magnús Þórðarson fær boltann utarlega í teig KA. Hann klippir á vinstri fótinn og á ágætt skot framhjá markinu. KA liðið illa tengt þessa stundina.
80. mín
Ekkert kemur úr horninu.
79. mín
ÞÓRIR! Varamaðurinn er hársbreidd frá því að stýra boltanum inn eftir langskot Tiago Fernandes. Jajalo var búinn að skutla sér í hitt hornið svo að hann hefði ekki átt möguleika, en framhjá fer boltinn. Framarar fá nú hornspyrnu og eru líklegri þessa stundina.
78. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
75. mín
Jakob Snær og Willard hafa lítið komist í takt við leikinn síðan að þeir komu inná. Þeir hafa korter til þess að breyta gangi mála. Sama með Þóri Guðjóns hjá gestunum.
71. mín
Leikurinn hefur aðeins dottið niður síðustu mínútur. Ég storkaði mögulega örlögunum þegar að ég staðhæfði að fleiri mörk yrðu skoruð í dag.
69. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
67. mín
Hallgrímur fer af harðfylgi í átt að marki Fram eftir mikla baráttu við Delphin og Fred, en skot hans er nokkuð langt framhjá.
62. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
62. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Tvöföld skipting hjá KA.
62. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
61. mín
Orri ver aukaspyrnu með höfðinu og kveinkar sér lítið. Grjótharður.
59. mín
KA fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað Þorri keyrir inn af vinstri kantinum og er tekinn niður rétt fyrir utan teig Fram.
59. mín Gult spjald: Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Tekur Ásgeir niður. Fyrirliðarnir að kljást.
56. mín
Djöfull er fótbolti skemmtilegur Ég skal hundur heita ef að við fáum ekki fleiri mörk í þessum leik.
55. mín Mark úr víti!
Fred Saraiva (Fram)
FRED JAFNAR ÞETTA!! Sendir Jajalo í vitlaust horn og er öruggur á punktinum.

2-2 og nóg eftir!
54. mín
FRAMARAR FÁ VÍTASPYRNU!! Spila sig frábærlega í gegnum vörn KA og Hrannar hleypur utan í Má. Einar bendir samstundis á punktinn. Þetta er magnaður leikur!
51. mín MARK!
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA MENN TAKA FORYSTUNA!! Hallgrímur Mar setur hangandi bolta inná teiginn með vinstri löppinni og Bjarni rís hæstur í teignum. Glókollurinn nær hnitmiðuðum skalla í fjærhornið, sem að Ólafur ræður ekki við. Þarf ekki að vera fast!

2-1!
51. mín
KA menn fá hornspyrnu eftir mikinn barning í teig Framara. Þetta fer vel af stað í seinni hálfleik.
50. mín
Már setur hann framhjá! Fær boltann úti vinstra megin og reynir að skrúfa boltann í fjær, en setur hann framhjá markinu. Gestirnir líflegir!
46. mín
Tiago með skot! Gestirnir vaða upp í fyrstu sókn síðari hálfleiks og Tiago á ágætis skot sem að siglir yfir mark KA.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Framarar koma þessu af stað!
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið 1-1 þegar að liðin ganga til búningsherbergja. KA menn hafa verið sterkari og skapað sér talsvert hættulegri stöður, en Framarar hafa sýnt að þeir geta búið til glundroða þegar þeir ná að sækja hratt á heimamenn.

Leikurinn er í fínu jafnvægi og það er góður hraði í þessu. Vonandi fáum við meira af því sama í seinni hálfleik.
45. mín
+1 Ólafur ver vel frá Daníel! Skallinn var fastur, en þetta var smá sjónvarpsvarsla, sem er vel!
45. mín
Einni mínútu bætt við Hrannar fær aukaspyrnu aftarlega á vallarhelmingi Fram og bróðir hans, Hallgrímur, tekur spyrnuna.
43. mín
KA menn vilja víti! Elfar Árni fellur í teignum eftir baráttu við Orra Sigurjóns, en ég held að það hafi verið rétt hjá Einari að sleppa þessu.
42. mín
Flott samspil Bjarna og Daníels endar með því að Bjarni fær aukaspyrnu nálægt vítateig Fram á hægri kantinum. Hallgrímur og Bjarni standa yfir boltanum.
41. mín
STÓRGLÆSILEG VARSLA ÓLAFS! Eftir kraðak í teig Fram nær Kristoffer Forgaard Paulsen skoti sem að stefnir upp í fjærhornið, en Ólafur ver eins og köttur í markinu!
40. mín
KA halda pressunni á gestunum og fá aðra hornspyrnu.
38. mín
Óskar meiddist í tæklingunni en er mættur aftur. KA fær horn eftir skot Daníels stuttu síðar.
37. mín Mark úr víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
ALDREI SPURNING!! Framarar leiddu ekki lengi! Hallgrímur Mar setur Ólaf í vitlaust horn og KA menn hafa jafnað.

1-1!
35. mín
KA FÆR VÍTI!!! Boltinn berst á Hallgrím og Húsvíkingurinn á skot á Ólaf sem að hann ver, en Óskar Jónsson straujar hann í skotinu og víti dæmt. Hárrétt!
33. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
FRAMARAR TAKA FORYSTUNA!!! Höfðu haldið lengi í boltann fyrir utan vítateig KA áður en að Fred Saraiva átti skot í stöng og á fjær mætti markahrókurinn Guðmundur Magnússon og potaði boltanum yfir línuna.

0-1!
32. mín
Baulað á Þórsarann Orri Sigurjónsson, fyrrum leikmaður Þórs, fær létt baul úr stúkunni þegar hann ber boltann upp.
28. mín
HRANNAR! Elfar Árni gerir mjög vel í að taka boltann niður og snúa á vallarhelmingi Fram. Hann setur Hrannar Björn í gegn á hárréttu augnabliki og Hrannar á eiginlega tilraun sem að gat bæði verið skot og sending. Engin KA tá nær til boltans og hann fer framhjá marki Fram. Þetta var séns!
25. mín
FRAM FÆR DAUÐAFÆRI! Sækja aftur hratt og Magnús Þórðarson er einn á einn gegn Dusan. Hann leggur boltann út á Aron Jóhannsson sem að er ALEINN í vítateig KA, en fast skot hans er beint á Jajalo í markinu og Bosníumaðurinn ver frábærlega í horn.

Þetta var langbesta færi leiksins hingað til!
22. mín
Fast skot frá Daníel Hafsteins! Fær boltann úti vinstra megin og fer inn á hægri löppina. Hann þrumar boltanum að marki Fram en hann fer yfir markið.
21. mín
Framarar aðeins að lifna við Sækja hratt eftir hornspyrnu KA og Fred á skot að marki heimamanna en það er beint á Jajalo. Þetta er betra frá gestunum.
20. mín
Framarar fara í skyndisókn sem að endar með því að Fred Saraiva setur boltann út á Má Ægisson. Már ákveður að skjóta en skotið er líklega með þeim lausustu í Íslandssögunni og Jajalo á ekki í vandræðum með það.
17. mín
Enginn mættur! Hrannar Björn með lúmska sendingu í gegn á Elfar Árna sem að á flottan bolta þvert fyrir mark Fram en þarna einfaldlega vantaði KA menn í teignum.

Hrannar á svo fast skot á mark gestanna en Ólafur Íshólm ver vel!
15. mín
Gestunum hefur gengið brösuglega að halda í boltann og KA menn verið grimmari á seinni boltana hér fyrsta korterið. Elfar Árni er mikið í barningnum og er ofan á í baráttunni við varnarmenn Fram þessa stundina.
10. mín
Nálægt! Bjarni Aðalsteinsson með stórhættulega fyrirgjöf inní teig Framara og varnarmaður Fram, sá ekki hver, rennir sér í boltann og er ansi nálægt því að skora sjálfsmark. Ásgeir Sigurgeirsson var svo hársbreidd frá því að pota í boltann á fjærstönginni.
8. mín
Hlynur Atli reynir skot af löngu færi sem að fer beint á Jajalo í markinu. Metnaðarfullt, en sjálfsagt að reyna.
5. mín
Fyrsta skot leiksins Hallgrímur Mar klippir inn völlinn af vinstri kantinum og leggur hann á Bjarna Aðalsteinsson. Bjarni setur hann í skotið rétt fyrir utan teig fyrir Daníel Hafsteinsson, en vinstri fótar skot Daníels er hátt yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Komið af stað! KA menn byrja með boltann.
Fyrir leik
Ívar Örn meiddur Hallgrímur Jónasson greindi frá því í viðtali fyrir leik að Ívar Örn Árnason, miðvörður KA, væri meiddur og Ingimar Torbjörnsson Stöle er veikur.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir tvær breytingar á liðinu sem steinlá 4-0 gegn Víkingi í síðustu umferð. Pætur Petersen og Ingimar Stöle detta út úr liðinu. Elfar Árni Aðalsteinsson og Hrannar Björn Steingrímsson koma inn í þeirra stað.

Pætur er á bekknum en Ingimar ekki í hóp. Það vekur athygli að Ívar Örn Árnason, sem tók út leikbann í síðasta leik, er ekki í leikmannahópnum. Kristoffer Paulsen er aftur við hlið Dusan Brkovic.

Brynjar Gauti Guðjónsson tekur út leikbann en Þórsarinn Orri Sigurjónsson kemur inn í liðið í hans stað hjá Fram.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Síðasta viðureign liðanna Liðin mættust síðast 4. september 2022 og var leikurinn vægast dramatískur. Fred Saraiva skoraði tvívegis og leiddu Framarar 2-0 þegar að komið var fram í uppbótartíma. Þá minnkaði miðvörðurinn Gaber Dobrovoljc muninn á 91. mínútu, áður en Jakob Snær Árnason jafnaði metin á 97. mínútu og liðin sættust á jafntefli.

Ævintýralegur endasprettur!


Jakob Snær bjargaði stigi fyrir KA gegn Fram á síðustu stundu í fyrra.
Fyrir leik
Svarthvítur sigur á Framvellinum Síðasti leikur Fram var öllu jafnari, en þeir máttu þó sætta sig tap þegar að KR-ingar komu í heimsókn. Mörk frá Atla Sigurjónssyni og Theódóri Elmari Bjarnasyni komu KR í 2-0 áður en að Brynjar Gauti Guðjónsson gerði lokamínúturnar spennandi.
Óskar Jónsson var hársbreidd frá því að jafna á 90. mínútu en skot hans fór í innanverða stöngina og 1-2 sigur KR því niðurstaðan. Hér má sjá svipmyndir úr leiknum.

Fyrir leik
Slæm útreið KA manna Víkingar áttu ekki í vandræðum með heimamenn þegar að þeir mættu til Akureyrar. Arnar Gunnlaugsson og hans drengir unnu öruggan 0-4 sigur og KA sá aldrei til sólar. Hér má sjá svipmyndir úr leiknum.

Fyrir leik
Tvennur Framara Matthías Freyr Matthíasson, fréttaritari Fótbolta.net, tók eftir því að Fram hefur unnið með athyglisverðar tvennur er úrslit varðar eftir tapið gegn KR í síðustu umferð. Liðið byrjaði á tveimur jafnteflum, því fylgdu síðan tvö töp og náði liðið síðan tveimur sigrum í röð - áður en að liðið tapaði svo fyrir Fylki og KR.
Ef að Framarar halda uppteknum hætti, þá ná þeir annaðhvort í eitt stig eða þrjú hér í dag!

Þeim bláklæddu hefur gengið ágætlega að skora, en liðið hefur líka fengið á sig 18 mörk og það er erfitt að vinna fótboltaleiki ef að liðið fær á sig 2-3 mörk í leik - ótrúlegt en satt. Safamýrardrengirnir munu vonast til þess að halda eymdinni gangandi á Akureyri.


Fagnar Jón Sveinsson á Greifavellinum í dag?
Fyrir leik
Týndir KA menn Það er ekki orðum ofaukið að segja að KA liðið sé í brasi um þessar mundir. Síðustu þrír leikir hafa tapast með markatölunni 0-10 gegn Val, Breiðabliki og Víkingum.

Gjafir í öftustu línu og hugmyndasnauður sóknarleikur er ekki það sem að liðið og stuðningsfólk sá fyrir sér þegar lagt var af stað inn í tímabilið, en staðreyndin er sú að liðið virðist engan veginn í stakk búið til að berjast við liðin í efstu þremur sætunum.

Það eru skiptar skoðanir um hvort að heitt sé orðið undir Hallgrími Jónassyni, þjálfara KA, en hann veit sem er að eina leiðin til þess að kveða niður efasemdarraddir er að skila stigum á töfluna og það í hvelli.


Hallgrímur er undir pressu.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og Fram í Bestu-deild karla. Leikurinn er liður í 9. umferð deildarinnar og fer fram á Greifavellinum á Akureyri.

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Orri Sigurjónsson
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f) ('62)
7. Aron Jóhannsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon ('69)
22. Óskar Jónsson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('69)
8. Albert Hafsteinsson
9. Þórir Guðjónsson ('62)
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson
27. Sigfús Árni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson

Gul spjöld:
Hlynur Atli Magnússon ('59)
Óskar Jónsson ('86)

Rauð spjöld: