Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Mjólkurbikar karla
KA
17:30 0
0
KFA
Mjólkurbikar karla
Breiðablik
46' 1
0
Fjölnir
Mjólkurbikar karla
Vestri
45' 2
1
HK
Mjólkurbikar karla
Stjarnan
47' 2
1
Njarðvík
Mjólkurbikar karla
Grótta
LL 1
4
ÍA
Mjólkurbikar karla
Selfoss
LL 4
0
Haukar
Mjólkurbikar karla
Völsungur
LL 2
3
Þróttur R.
Ísland
1
2
Slóvakía
0-1 Juraj Kucka '27
Alfreð Finnbogason '41 , víti 1-1
1-2 Tomáš Suslov '69
17.06.2023  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM
Aðstæður: Frábærar, hægur vindur skýjað og 12 gráðu hiti
Dómari: Don Robertson (Skotland)
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Alfons Sampsted ('81)
3. Valgeir Lunddal Friðriksson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Jóhann Berg Guðmundsson
10. Albert Guðmundsson
11. Alfreð Finnbogason ('63)
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('63)
15. Willum Þór Willumsson
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
6. Ísak Bergmann Jóhannesson
8. Birkir Bjarnason
8. Hákon Arnar Haraldsson ('63)
14. Þórir Jóhann Helgason
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
18. Sævar Atli Magnússon ('81)
20. Daníel Leó Grétarsson
20. Kristian Hlynsson
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Mikael Egill Ellertsson ('63)

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)

Gul spjöld:
Hörður Björgvin Magnússon ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Alveg hreint út sagt ótrúlega mikil vonbrigði að tapa þessum leik. Svona skítamark sviður enn meira en venjulegt er.

Umfjöllun og viðtöl mun koma inn á Fótbolta.net eftir því sem líður á kvöldið.
93. mín
Dubravka út í boltann eftir langa aukaspyrnu frá Herði, Willum fær boltann en nær ekki að setja hann á markið.

Dubravka kvartar svo og fær aukaspyrnu að launum.
91. mín
Sverrir Ingi í frábæru færi!
Bolti innfyrir vörnina frá Hákoni dettur fyrir Sverri sem reynir að lyfta honum yfir Dubravka í markinu en því miður yfir markið líka.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti fjórar mínútur.
88. mín
Denis Vavro með skot en yfir markið fer boltinn.

Ágætis tilraun hjá miðverðinum en sem betur fer ekki á markið.
87. mín
Liðið er þreytt, það sést. Erum mun hægari hér í síðari hálfleik og höfum átt í basli eftir því sem liðið hefur á.

Elvar Geir Magnússon
86. mín
Slóvakar við það að sleppa í gegn eftir hornið en þvílík vinnsla hjá liðinu. Guðlaugur Viktor 10 metrum á eftir hleypur Slóvakann uppi og hægir á. Mikael Egill sér svo um að koma boltanum í horn.

Elvar Geir Magnússon
85. mín
Sævar Atli með gullbolta fyrir markið frá vinstri, Albert klár á fjær en Slóvakar bjarga í horn.

Koma svo
81. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Ísland) Út:Alfons Sampsted (Ísland)
Sóknarsinnuð breyting 3 manna vörn og allt fram.
Þetta er ekki búið
Elvar Geir Magnússon
81. mín
Inn: Matúš Bero (Slóvakía ) Út: Marek Hamšík (Slóvakía )
81. mín
Inn: Dávid Duriš (Slóvakía ) Út: Ivan Schranz (Slóvakía )
80. mín
Slóvakar sem skiljanlegt er taka sér langan tíma í allar sínar aðgerðir. Okkur gengur illa að finna opnanir.

Elvar Geir Magnússon
74. mín
Aftur þetta ótrúlega kjaftshögg að fá á sig mark og hvað þá svona. Rúmur stundarfjórðungur eftir og nú þarf að sækja.

Elvar Geir Magnússon
69. mín MARK!
Tomáš Suslov (Slóvakía )
Klaufalegt mark að fá á sig. Jóhann Berg í tilraun til að hreinsa frá marki þrumar boltanum í Tomáš og þaðan svífur boltinn í boga í fjærhornið.

Tók mjög langan tíma að dæma þetta mark.
67. mín Gult spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
Skrautleg tækling og réttilegt gult spjald.
65. mín
Slóvakar eru að setja meiri þunga í sinn sóknarleik, uppskera hornspyrnu.

Fókus.
63. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
63. mín
Inn:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
61. mín
Hákon Arnar og Mikael Egill eru að gera sig klára niður á hliðarlínu.
59. mín
Juraj Kucka í hörkufæri aftur í teig Íslands en hitti ekki boltann.
56. mín
Inn:Róbert Boženík (Slóvakía ) Út: Róbert Polievka (Slóvakía )
56. mín
Inn: Tomáš Suslov (Slóvakía ) Út: Róbert Mak (Slóvakía )
55. mín
Age Hareide á hliðarlínunni
Elvar Geir Magnússon
Átti Ísland að fá annað víti áðan?
Elvar Geir Magnússon
50. mín
Alfons með hættulegan bolta fyrir markið en Slóvakar skalla frá.
48. mín
Albert Guðmundsson fer niður i teignum eftir hornið.

Don er að fá skilaboð í eyrun og VAR er að skoða málið.

Virtist sem farið væri í bakið á honum en ekki nóg til að VAR grípi inn í.
48. mín
Við fáum hornspyrnu. Boltinn afturfyrir af varnarmanni eftir baráttu við Alfons.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
Við byrjum með boltann. Þessi leikur hefur verið frábær hingað til og verður vonandi enn betri fyrir okkur nú í seinni hálfleik.
45. mín
Ísland fagnar marki sínu í fyrri hálfleik:


Elvar Geir Magnússon
Liðsheild
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Svakaleg varsla
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Stórskemmtilegum fyrri hálfleik lokið, algjör óþarfi vissulega að lenda undir en svarið var gott og við komum með jafna stöðu í hálfleik.

Meira af því sama í síðari hálfleik og sigur Íslands takk!
45. mín
Willum verið virkilega góður í fyrri hálfleik, vinnur boltann hér hátt á vellinum og finnur Alfreð í svæði fyrir framan teiginn. Alfreð lætur vaða en setur boltann framhjá.
45. mín
Við fáum að minnsta kosti eina mínútu í uppbótartíma.
44. mín
Rúnar með eina þá rosalegustu markvörslu sem Laugardalsvöllur hefur séð!
Slóvakar koma boltanum fyrir markið frá hægri og ná skoti af markteig en Rúnar með svakalegt viðbragð og ver í horn.

Þessi leikur hefur verið stórgóð skemmtun.
42. mín
Guðlaugur Viktor lét eftir dóminn eins og hann ætlaði að taka vítið. Tekur boltann og heldur á honum en að endingu tekur Alfreð vítið.

Taktík til að reyna rugla Slóvaka mögulega?
41. mín Mark úr víti!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Willum Þór Willumsson
Dubravka í rétt horn en átti aldrei séns.
Fastur bolti vel út við stöng og gríðarlega öruggt víti!
40. mín
Ísland fær vítaspyrnu!!!!
Eftir frábæran sprett Jóns Dags og skot sem Dubravka ver berst boltinn á Willum sem reynir að leika á varnarmann en fær snertinguna og fellur. Don flautar og það réttilega.

Elvar Geir Magnússon
35. mín
Færin hafa farið forgörðum
Elvar Geir Magnússon
32. mín
Albert Guðmundsson fer niður í teignum eftir baráttu við varnarmann og liggur eftir. Stúkan vill víti en Don er ekki á sama máli.
31. mín
Þetta mark verður að teljast nokkuð kjaftshögg því leikur liðsins verið bara mjög góður það sem af er. Þá er bara í bíta í skjaldarrendur og svara af krafti.
27. mín MARK!
Juraj Kucka (Slóvakía )
Stoðsending: Marek Hamšík
Fj.........
Slóvakar vinna boltann hátt á vellinum eftir innkast, Marek Hamsik fær boltann úti við vinstra vítateigshorn og leggur hann fyrir Juraj sem lætur vaða frá D-boganum og setur boltann fast í hornið. Lítið sem Rúnar gat gert í þessu frá mér séð.
26. mín
Leikurinn aðeins róast siðustu mínútur eftir ansi fjöruga byrjun. Vonandi að menn séu að hlaða í aðra orrahríð að marki Slóvaka.
24. mín
Willum er að heilla
Elvar Geir Magnússon
Mikil skemmtun þó ekki sé komið mark
Elvar Geir Magnússon
21. mín
Slóvakar sækja, boltinn fyrir markið á Róbert Polievka sem nær skallanum en boltinn fjarri markinu.
Frábær byrjun
Elvar Geir Magnússon
15. mín
ENN DAUÐAFÆRI!
Frábær bolti inn fyrir vörn Slóvaka á Albert sem leikur framhjá Dubravka en þrengir færið um of og setur boltann í hliðarnetið.

Hvernig erum við ekki búin að skora í þessum leik?
14. mín
Róbert Polievka í upplögðu tækifæri í teig Íslands en setur boltann himinhátt yfir. Hefði reyndar aldrei talið því flaggið fór á loft.
13. mín
Willum eldri meðal áhorfenda
Elvar Geir Magnússon
12. mín
Við vöðum í færum! Willum gerir frábærlega úti til hægri og kemur boltanum inn á teiginn, þar er Jón Dagur með tíma og pláss en hittir boltann illa og setur hann framhjá markinu.
12. mín

11. mín
Hamsik mundar fótinn og lætur vaða, beint í fang Rúnars.
10. mín
Hættulegur bolti fyrir markið fá Slóvökum en Alfons skallar afturfyrir.
7. mín
Svona sénsa verður að nýta!!!!!!
Albert og Jón Dagur tveir gegn einum varnarmanni en fara rosalega illa með það.

Albert finnur Jón Dag út í breiddinni sem skilar boltanum til baka en Albert hittir ekki boltann.
5. mín
Slóvakar ógna, Juraj Kucka með tvö skot að marki eftir hornspyrnu en varnarmenn henda sér fyrir.

Slóvakar koma á ný og uppskera annað horn.
3. mín
Hamsik tapar boltanum á vondum stað á vellinum, Albert keyrir í átt að marki og finnur sendingu innfyrir á Willum Þór sem mætir utanvert, Willum með boltann fyrir markið en þar vantar íslenskar treyjur.

Jákvæð byrjun.
2. mín
Albert Guðmundsson!
Í frábæru færi í teignum eftir fyrirgjöf frá Jóni Degi, nær engum krafti í skotið og setur það þess utan beint á Dubravka.
1. mín
Leikur hafinn
Gerum þennan Þjóhátíðardag okkar enn betri! Áfram ÍSLAND!
Það eru Slóvakar sem að sparka þessum leik í gang.
Fyrir leik
Svona er liðið eftir að Aron datt út Má gera ráð fyrir því að Hörður Björgvin Magnússon fari í miðvörðinn og að Guðlaugur Victor Pálsson fari upp á miðsvæðið við þessa breytingu. Valgeir kemur þá inn í vinstri bakvörðinn.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anton (staðfestir) orð Magga, raðirnar eru langar
Íslenskt
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Aron EInar er EKKI með í dag. Verið að lesa upp liðin hér á vellinum og þar er Aron inni. En samvæmt því sem við heyrum verður hann ekki með í dag.
Valgeir Lunddal tekur væntanlega sæti hans þá í byrjunarliðinu.

Jóhann Berg tekur við fyrirliðabandinu.

Fyrir leik
Menn gleymt að klára að uppfæra grafíkina á Viaplay fyrir leik.
Fyrir leik
Er breyting á byrjunarliði Íslands? Valgeir Lunddal var tekinn úr hópi varamanna og hitaði upp með byrjunarliðinu seinni hluta upphitunar




Fyrir leik
Sérfræðingar Viaplay í sínu fínasta pússi


Fyrir leik
Myndir frá skoðun leikmanna á vellinum


Upphitun Tólfunnar gengur vel
Fyrir leik
Fáum við VAR dramatík í kvöld?
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sævar Atli átti afmæli í gær og virkar í miklu stuði
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hamsik með fyrirliðabandið Marek Hamsik, Milan Skriniar og Stanislav Lobotka eru allir í byrjunarliði Slóvakíu sem mætir Íslandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45.

Hamsik, sem er fyrirliði í dag, ætlaði að leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins í Tyrklandi - og var búinn að kveðja landsliðið í nóvember í fyrra - en slóvenski landsliðsþjálfarinn dró hann í líklega síðasta dansinn í þessum landsleikjaglugga. Hamsik er leikja- og markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins og lék hann með Trabzonspor á síðasta tímabili. Skriniar er á förum frá Inter til PSG í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði en er klár í slaginn. Svo er Lobotka leikmaður ítölsku meistaranna í Napoli.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðlaugur Victor er í miðverði
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Willum spilar sinn fyrsta keppnisleik Willum Þór Willumsson spilar í kvöld sinn fyrsta keppnisleik fyrir Ísland en hann er í byrjunarliðinu gegn Slóvakíu.

Hákon Arnar Haraldsson byrjar á bekknum en Albert Guðmundsson er mættur aftur í hópinn og hann kemur beint inn í byrjunarliðið.

Þá byrjar Guðlaugur Victor Pálsson í miðverði með Sverri Inga Ingasyni. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðið en það eru fimm breytingar á liðinu frá fyrsta leiknum í undankeppninni gegn Bosníu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Svona byrjar Íslands
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Willum að byrja og Hákon á bekknum?

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag var sagt að háværar sögur séu í gangi um að Willum Þór Willumsson verði í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu í kvöld.

Hákon Arnar Haraldsson verði þá meðal varamanna. Leikurinn hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli en um 90 mínútum fyrir leik verður staðfest byrjunarlið gefið út.

Willum, sem er 24 ára, var valinn leikmaður ársins hjá Go Ahead Eagles í Hollandi. Hann var lykilmaður í U21 landsliðinu sem fór á Evrópumótið 2021 en hann hefur hingað til ekki fengið tækifærið með A-landsliðinu. Hann á einn leik að baki en það var vináttulandsleikur gegn Eistlandi árið 2019.
Elvar Geir Magnússon
Stemningin er á Ölveri
Elvar Geir Magnússon
Hlustaðu á upphitunarþátt fyrir leikinn!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Allir heilir nema Arnór Sigurðsson Age Hareide fór yfir stöðuna á leikmannahópnum á fréttamannafundinum í gær.

Arnór Sigurðsson var ekki með á æfingunni í dag. „Allir eru í lagi fyrir utan Arnór. Hann verður ekki með,glímir við nárameiðsli, prófaði sig á æfingu í gær en fann fyrir meiðslum í náranum og getur ekki verið með."

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson tók ekki þátt í æfingunni á miðvikudag. „Skrokkurinn er fínn," sagði fyrirliðinn á fundinum. „Það var meðvitað, gott samband milli þjálfara og lækna- og sjúkrateymisins. Ég var búinn að æfa vel í síðustu viku og þetta var bara partur af því sem lagt var upp með."

Jón Dagur Þorsteinsson spilaði sinn síðasta leik fyrir OH Leuven í Belgíu 23. apríl. Er hann klár í að byrja á morgun?

„Hann lítur út fyrir að vera í góðu formi, hann hefur fengið langa hvíld ég er sammála því en belgíska deildin er skrítin. Liðin sem enda fyrir neðan úrslitakeppni spila ekki svo mikið. En ég hef ekki áhyggjur af honum," sagði Hareide.

Spurt var út í Alfreð Finnbogason, Hareide segir hann kláran í byrja leikinn á morgun. „Hann er klár í að byrja, búinn að vera með að hluta á æfingum en síðustu tvo daga hefur hann tekið fullan þátt. Það var til að passa upp á að hann meiddist ekki á æfingu. Ég held að leikformið hans sé í lagi og hann er klár í slaginn."


Fyrir leik
Svona sjáum við líklegt byrjunarlið Íslands
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Slóvakíu
Fyrir leik
Þriðja liðið Skkoski dómarinn Don Robertson verður aðaldómari leiksins í kvöld. Hann er 36 ára gamall og hefur verið dómari frá árinu 2011. Hann hefur hægt rólega verið að klífa dómarstigann hjá UEFA undanfarin ár en mun þó seint teljast reynslumikill í alþjóðaknattspyrnu en hefur þó dæmt í Sambandsdeildinni sem og í forkeppnum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar. Landsleikjareynsla hans er þó öllu minni.

Don til aðstoðar í dag verða landar hans Alan Mulvanny og Ross Macleod aðstoðardómarar og Grant Irvine fjórði dómari.

Chris Kavanagh, dómari í ensku úrvalsdeildinni, sér um VAR dómgæsluna á Laugardalsvelli í dag. Kavanagh byrjaði að dæma í ensku úrvalsdeildinni 2017 og var kominn á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara tveimur árum síðar.


Fyrir leik
Jón Dagur Þorsteinsson
„Ég held þetta sé bara mjög góð uppskrift," sagði Jón Dagur Þorsteinsson um komandi leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM sem fram fer á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvelli.

„Vonandi verður bara góð stemning, gott veður og vonandi náum við í úrslit. Ég er búinn að vera með frá fyrstu æfingu, lengra síðan ég spilaði síðast þannig það var bara mjög gott að hitta liðið og við erum búnir að ná góðri æfingaviku og erum klárir."

Jón Dagur sagðist, aðspurður út í skilaboð frá Åge í aðdraganda leiksins, á þessum tímapunkti ekkert vita varðandi hlutverk í liðinu. „Það eru ennþá nokkrir dagar í leik þannig það mun bara koma í ljós."

„Nei, ekkert endilega þannig (sem úrslitaleik), það er nóg eftir í þessu; átta leikir og við erum komnir með þrjú stig eftir tvo leiki. En auðvitað vitum við að þetta er ekkert eðlilega mikilvægur leikur."

„Já, algjörlega. Ég hef sjálfur ekki upplifað það, ég byrjaði að spila á Laugardalsvelli þegar það var covid og enginn á vellinum. Svo hefur ekkert verið frábær mæting eins og við vitum, en vonandi verður fullt af fólki á vellinum og bara geggjað."


Fyrir leik
Leikmenn Íslands um verkefnið
Alfons Sampsted
Það er risaleikur á 17. júní heima, stefnir í gott veður og þetta er leikurinn þar sem við þurfum að byrja snúa taflinu okkur í vil. Við ætlum að gera allt sem við getum til að vera klárir," sagði landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted við Fótbolta.net í dag.

Þann 17. júní mætir Slóvakía á Laugardalsvöll en horft er á Slóvakíu og Bosníu-Hersegóvínu sem helstu samkeppnisaðila Íslands í riðlinum - þar sem gengið er út frá því að Portúgal vinni riðilinn.

„Hver leikur hefur sitt eigið líf, ef við förum með því hugarfari að fara bæta upp fyrir eitthvað (tapið í Bosníu) þá gæti það farið í vitlausa átt. Við töpuðum stigum þar sem hefðu verið verðmæt í baráttunni um að koma áfram. Núna erum við á heimavelli og þurfum að nýta heimavöllinn okkar til að ná í stiginn sem koma okkur í sæti sem koma okkur svo áfram."

„Það er að sjálfsögðu tilhlökkun. Það er langt síðan maður spilaði leik í góðu veðri á Íslandi, ég man þegar ég var sjálfur í stúkunni þegar við vorum að koma okkur á stórmótin, þá leið mér eins og ég væri að hjálpa í stúkunni. Ég hlakka til að vera inn á vellinum og finna stuðninginn."


Fyrir leik
Marek Hamsik Stærstu tíðindin í leikmannahópi Slóvaka er að Marek Hamsik, fyrrum leikmaður Napoli, er mættur aftur.

„Þetta er stórfrétt hér í Slóvakíu enda var Marek Hamsik búinn að leggja skóna á hilluna," segir Vrablik. Hann segir að Ítalinn Francesco Calzona sem er landsliðsþjálfari Slóvaka hafi beðið Hamsik að koma inn í þessa tvo leiki sem eru framundan; gegn Íslandi og Liechtenstein, vegna meiðsla á miðsvæðinu."Þetta segir Lukas Vrablik, íþróttafréttamaður frá Slóvakíu sem hefur fjallað um fótbolta fyrir BBC, Guardian, Athletic og fleiri stóra miðla um endurkomu Hamsik


Calzona taldi sig ekki hafa nægilega góða kosti til að spila í sóknarhlutverki á miðjunni. Hamsik varð við ósk Calzona og ætlar að stíga síðasta dansinn á sínum ferli í þessum landsleikjaglugga. Hamzik er bæði leikja- og markahæstur í sögu landsliðs Slóvakíu.

Hamsik og Calzona tengjast reyndar sterkum böndum. Calzona var aðstoðarþjálfari hjá Napoli og þeir unnu lengi saman. Það voru meðmæli frá Hamsik sem gerðu það að verkum að hann var ráðinn þjálfari Slóvakíu, Hamsik sannfærði fótboltasambandið um að þrátt fyrir að hafa verið aðstoðarþjálfari væri Calzona nægilega fær til að taka að sér starfið.


Fyrir leik
Þjálfari Slóvaka um Ísland Francesco Calzona, Ítalinn sem stýrir landsliði Slóvakíu, sat fyrir svörum snemma í gærmorgun á fréttamannafundi sem fram fór í Slóvakíu. Eftir fundinn ferðaðist liðið svo til Íslands fyrir leikinn.

„Við vildum vera í friði í okkar undirbúningi og höfum því æft í okkar landi. Við erum vel undirbúnir undir hvað sem er, við höfum tekið með í reikninginn mögulegar breytingar hjá íslenska liðinu eftir þjálfaraskiptin," segir Calzona.

Hann segir að hugmyndafræði Age Hareide, nýs landsliðsþjálfara Íslands, hafi verið skoðuð.

„Hann mun klárlega koma með nýja hluti inn í liðið. Ég er ánægður með hvernig mínir menn hafa nálgast þetta verkefni. Íslenska liðið er byggt á leikmönnum sem spila með erlendum félagsliðum og búa yfir gæðum."

„Íslenska liðið snýst ekki um stór nöfn, heldur sterka liðsheild. Ég býst við líkamlega krefjandi leik," sagði Calzona.


Fyrir leik
Fyrirliðinn vonast eftir fullum velli Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sat fyrir svörum á féttamannafundi í Laugardalnum í gær.

Aron segist finna fyrir því að áhuginn á landsliðinu hafi aukist í kjölfarið á því að Age Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari.

„Við finnum fyrir meðbyr og ætlum að nýta okkur hann. Þetta er líka undir okkur komið hvernig við búum til stemningu á Laugardalsvelli, við þurfum að fá fólkið með okkur," segir Aron sem býst við mjög erfiðum leik.

„Þeir ætla að byggja ofan á Bosníuúrslitin og ná í sigur hérna. Þetta verður stál í stál."

Eru vonbrigði að ekki sé orðið uppselt á leikinn?

„Auðvitað vill maður hafa sem flesta á vellinum, en það er undir okkur komið að skapa stemninguna. Vonandi fyllist völlurinn, við Íslendingar erum oft seinir að kaupa miða. Vonandi getum við fagnað saman á 17. júní."

Við þetta má bæta að í gærdag voru um 7000 miðar seldir á leikinn en af þeim eru um 300 í höndum Slóvaka.


Fyrir leik
Meira frá Age Norðmaðurinn sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og ræddi komandi leik.

„Stærsti hluti hópsins hefur verið saman í tæpar tvær vikur, við höfum átt margar góðar æfingar þar sem orkan hefur verið góð. Leikmennirnir eru klárir í að spila fyrir Ísland og við erum með góða blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Eldri leikmenn voru bakbeinið í árangri Íslands í fortíðinni, það er þörf á því að hafa þá með og líka til að sýna yngri leikmönnum hvernig eigi að spila landsliðsbolta á hæsta stigi. Ég er mjög ánægður að vera hluti af þessu og hlakka til leiksins á morgun. Við erum vel undirbúnir, búnir að fara yfir mikið myndefni, séð mikið af Slóvakíu. En við reynum að hafa einbeitinguna á okkur sjálfum, á okkar færni, ætlum að nota styrkleika hópsins bæði varnar- og sóknarlega og vonandi getum við gefið fólkinu sem styður okkur eitthvað. Það er markmiðið okkar."

Hversu mikilvægur er leikurinn á morgun? Er þörf á þremur stigum?

„Við viljum þrjú stig. Eitt gæti dugað þar sem við eigum eftir að mæta þeim úti, en það verður erfiðara. Við viljum ná þremur stigum núna því það verður erfiðara í Bratislava. Þetta er mikilvægur leikur því þurfum að halda taktinum, við eigum erfiðan leik á þriðjudag aftur. Sigur gegn Slóvakíu getur lyft okkur upp, trúin í liðinu og trúin hjá öllum leikmönnum gæti aukist. Það eru einungis átta leikir eftir og öll úrslit eru mikilvæg. Slóvakía hefur þegar misst af stigum á móti Lúxemborg svo þeir eru væntanlega örvæntingarfullir í að ná í stig líka. En þeir unnu Bosníu."

„Eins og ég sé þetta er algjörlega nauðsynlegt að taka öll stigin gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Við berjumst við Bosníu og Slóvakíu um sæti á EM. Ef við náum því ekki þá höfum við umspilið. Ég held að við ættum meira að horfa í frammistöðuna heldur en úrslitin á morgun. Ég veit að þetta eru klárir strákar sem vilja vinna - þurfum ekki að segja þeim það. Ég held að við munum fá góða frammistöðu á morgun."

Þú vilt einbeita þér að eigin liði, en hverju getum við búist við frá slóvakíska liðinu?

„Þetta er klassískt 4-3-3 lið, þeir hafa bæði hafið pressuna hátt upp á vellinum og svo aftar. Við sáum gegn Bosníu að þeir pressuðu í þremur línum. Auðvitað eru mikil gæði í þeirra liði, þetta er klassískt Austur-Evrópu lið í raun, Slóvakarnir eru aldir upp á aðeins öðruvísi hátt en við. Þeir er dekka maður á mann sem við getum reynt að nýta okkur með því að draga menn úr stöðum, það verður pláss til að spila í ef við leitumst eftir því. Ég held að það henti okkur vel að spila á móti þeim, ég er ekki hræddur við líkamlega þáttinn. Við munum verja okkar eigið mark og vitum hverju þeir leitast eftir. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum, treysta á okkar styrkleika og ég held að við séum vel undirbúnir."


Fyrir leik
Age Hareide Age Hareide stýrir Íslendingum í fyrsta sinn í dag.

Hareide er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur og á að baki langan og árangursríkan feril sem þjálfari nokkurra af stærstu félagsliðum Norðurlanda, auk þess að hafa þjálfað landslið Noregs og Danmerkur um árabil við góðan orðstír. Hareide var við stjórnvölinn hjá norska landsliðinu árin 2003-2008 og stýrði landsliði Danmerkur árin 2016-2020.

Age var í ítarlegu viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-977 fyrir viku síðan og má hlusta á viðtalið hér


Fyrir leik
Fan Zone er að sjálfsögðu í Laugardal KSÍ verður með Fan Zone fyrir landsleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins í dag, þjóðhátíðardag Íslands.

Það verður sannkölluð 17. júní stemning við Laugardalsvöll en svæðið verður opið frá 15:00 til 18:15.

Matarvagnar verða á svæðinu og getur því stuðningsfólk fengið sér í svanginn. Það getur einnig fengið andlitsmálun og tekið þátt í knattþrautum.

Varningur íslenska landsliðsins verður til sölu ásamt mörgu öðru en leikurinn hefst síðan klukkan 18:45.
Fyrir leik
Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei, það er kominn 17. júní
Þjóhátíðardagur og landsleikur! Hvað gæti verið betra? Við hér á Fótbolti.net bjóðum ykkur velkomin til leiks í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá þessum fyrsta heimaleik okkar í undankeppni EM en mótherjar dagsins eru Slóvakar.

Mikilvægi leiksins verður að teljast gríðarlegt en Ísland gæti smellt sér í annað sæti riðilsins í dag vinni þeir og að því gefnu að Portúgal taki sigur gegn Bosníumönnum..

Við munum hitta hér upp alveg fram að leik og færa ykkur það helsta frá Laugardalsvelli í allan dag.


Byrjunarlið:
1. Martin Dúbravka (m)
2. Peter Pekarík
3. Denis Vavro
10. Róbert Polievka ('56)
14. Milan Škriniar
16. Dávid Hancko
17. Marek Hamšík ('81)
18. Ivan Schranz ('81)
19. Juraj Kucka
20. Róbert Mak ('56)
22. Stanislav Lobotka

Varamenn:
12. Marek Rodák (m)
23. Henrich Ravas (m)
4. Martin Valjent
5. Christián Herc
6. Norbert Gyömbér
7. Tomáš Suslov ('56)
8. Dávid Strelec
9. Róbert Boženík ('56)
13. Patrik Hrošovský
15. Vernon De Marco
21. Dávid Duriš ('81)
21. Matúš Bero ('81)

Liðsstjórn:
Francesco Calzona (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: