Laugardalsvöllur
Undankeppni EM
Aðstæður: 10 gráður, léttskýjað og logn
Dómari: Daniel Siebert (Þýskaland)
Sárgrætilegt tap gegn Portúgal eftir heilt yfir frábæra frammistöðu varnarlega. Liðið átti svo sannarlega meira skilið en ekkert eftir þessa frammistöðu í dag. En Ronaldo í sínum 200 landsleik kramdi hjörtu okkar í þetta sinn.
Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Íslenska landsliðið í fótbolta að komast á lappir á nýjan leik. Virkilega áhugaverðir tímar framundan. Ferskir vindar. Vonandi fáum við byr í seglin næstu mánuði.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) June 20, 2023
Auðvitað skorar lélegasti maður leiksins rangstöðu sigurmark. Ekki var ég hrifin af honum fyrir þennan leik. Fáviti! #fotboltinet
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) June 20, 2023
Þeir hefðu náttúrlega aldrei leyft það að Ronaldo myndi tapa eða gera jafntefli í þessum leik. Flautaðir úr leik!!!!
— Árni Jóhannsson (@arnijo) June 20, 2023
Þetta er svo grátlegt að ég á ekki orð. Eigum skilið stig úr báðum þessum leikjum. Orðlaus.
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 20, 2023
Stoðsending: Gonçalo Inácio
Portúgalar lyfta boltanum inn á teiginn á Gancalo Inacio sem skallar boltann fyrir fætur Ronaldo sem setur boltann í netið.
Æjjæjjj
Var er að athuga málið.
Þessi var með Rafael Leo í bakpokanum sinum bara @valgeirlunddal pic.twitter.com/wWhI1lntsU
— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) June 20, 2023
Þetta er sem sagt ekki bara Bestudeildar vandamál. Þetta er alþjoðlegt vandamál. Alltaf auðveldara að spjalda unga gaurinn.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) June 20, 2023
Þetta er bara því miður hárrétt.
Sverrir Ingi er einfaldlega á heimsklassa í þessum leik. Látum það svo synca inn að Willum fékk ekki kallið hjá síðasta þjálfara.
— Rikki G (@RikkiGje) June 20, 2023
Willum er að spila eins og ungur Patrick Vieira
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) June 20, 2023
Sævar Atli setur sigurmarkið
— Einar Guðnason (@EinarGudna) June 20, 2023
Sævar Atli og Ísak Bergmann undirbúa sig að koma inná niður á hliðarlínu.
Fær boltann í fætur í svæði fyrir framan teiginn, leikur framhjá einum varnarmanni og lætur vaða við D-bogann en boltinn rétt framhjá.
Við eigum helling í þessum leik.
Markið hefði ekki talið en Ronaldo var flaggaður rangstæður.
Nei svona í alvöru, hvað eru margir Arnórar inná? Gæinn er búin að vera unreal
— Óskar Smári (@oskarsmari7) June 20, 2023
INN MEÐ BOLTANN!!
Bruno tekur spyrnuna inn á Cristaino en skalli hans yfir.
Koma svo strákar!
Rock solid fyrri hálfleikur! Elska pirringinn í JDÞ, Gulli og Arnór Ingvi virkilega góðir ????????
— Ari Freyr Skulason (@Skulason11) June 20, 2023
Alfreð Finnboga varð minn uppáhalds leikmaður liðsins eftir þessa snerru við Pepe. Sá átti þetta skilið.. #fotboltinet
— Jón Frímann Eiríksson (@jonfrimann) June 20, 2023
Pepe gerði fullmikið úr þessu öllu saman. Ronaldo brjálaður að fá ekki rautt spjald á Alfreð.
Þetta var nú lítið.
Willum lang bestur í þessu landsliði
— Eysteinn Þorri (@eysteinnth) June 20, 2023
Þetta mark hefði ekki talið þar sem Ronaldo var fyrir innan.
Hörður Björgvin með langt innkast inn á teiginn og boltinn dettur fyrir fætur Jóa sem á hörkuskot en boltinn framhjá.
Cristiano gæinn stendur einn þarna frammi baðandi höndum að gera nákvæmlega ekki neitt. #FaðirTími
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) June 20, 2023
Mikið andskoti sem Guðlaugur Victor er frábær í þessum leik! #fotboltinet
— Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) June 20, 2023
Við erum að gera vel. Focus!!
Lofandi!!
Bruno Fernandes með góðan bolta fyrir ætlaðan Ronaldo en Hörður Björgvin kemur boltanum burtu og boltinn á Dias sem kemur með hættulegan bolta fyrir en boltinn afturfyrir.
Silva tekur hornspyrnuna beint á hausinn á Ruben Dias en Rúnar Alex ver vel!
ÁFRAM ÍSLAND!
200 landsleikir @Cristiano Ronaldo. Alvöru stund á Laugardalsvelli #fotboltinet pic.twitter.com/eliTTHe15N
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 20, 2023
Daniel Siebert dómari leiksins leiðir liðin inn á völlinn og áhorfendur rísa úr sætum.
???????????? pic.twitter.com/r6RmkdVORv
— Portugal (@selecaoportugal) June 20, 2023
Arnór Ingvi Traustason kemur inn í liðið og verður inn á miðjunni með Jóhanni Berg Guðmundssyni.
Diogo Dalot kemur inn fyrir Raphael Guerreiro, Rafael Leao kemur inn fyrir Joao Felix, Ruben Neves kemur inn fyrir Joao Palhihna og Pepe kemur inn fyrir Antonio Silva.
Tvær breytingar eru á liðinu frá líklegu byrjunarliði sem birt var í gær. Joao Cancelo og Danilo byrja en ekki Guerreiro og Goncalo Inacio.
Alfons Sampsted, sem átti ekki góðan dag á laugardaginn, fer á bekkinn og inn í hans stað kemur Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður Norrköping í Svíþjóð.
Fyrirliðin Aron Einar Gunnarsson sem var tæpur fyrir leikinn spilar ekki í kvöld.
Guðlaugur Victor Pálsson fer þá niður í miðvörðinn, Hörður Björgvin Magnússon fer í vinstri bakvörðinn og Valgeir Lunddal fer í hægri bakvörðinn.
Throwback to Cristiano Ronaldo’s insane Freekick against Iceland in 2010.pic.twitter.com/62mVgKfvF0
— CristianoXtra (@CristianoXtra_) June 20, 2023
Það er löngu orðið uppselt á leikinn og komast mun færri að en vilja. Það hefur verið mikið um það að fólk sé að óska eftir miðum á samfélagsmiðlum.
„Við höfum heyrt að menn séu tilbúnir að seilast ansi langt til að fá miða og viljum árétta við fólk að fara varlega. Eini aðilinn sem getur selt miða á landsleikinn er Tix, og ef fólk leitar eitthvað annað getur það komið sér í klandur," sagði Ómar Smárason, yfirmaður samskiptadeildar KSÍ, í samtali við Vísi í dag.
Vegna mikils fjölda fyrirspurna vill KSÍ árétta að það er UPPSELT á leik A landsliðs karla við Portúgal í kvöld.#AfturáEM pic.twitter.com/mYzRatZm90
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 20, 2023
„Ég held að það sé mikið sjálfstraust í liði Portúgals fyrir þennan leik því liðið hefur verið að spila vel. Þetta er nýr kafli með nýjum þjálfara, Roberto Martinez," segir Mendes og benti á það að sá spænski væri að spila með þriggja manna vörn.
Enn flottara Fan Zone fyrir landsleikinn https://t.co/1ijDkpNzes
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) June 20, 2023
„Þetta er eitt besta lið heim og með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum þannig það verður gaman að kljást við þá og verður erfitt og ég held að við séum undirbúnir undir það. Við höfum staðið okkur vel á móti sterkum liðum og á Laugardalsvelli hefur þetta ekki verið auðvelt fyrir stóru liðin að koma hingað og sækja þrjú stig þannig vonandi gerum við vel í þeim leik og náum að stríða þeim eitthvað."
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, reyndi að skiptast á treyjum við Cristiano Ronaldo, stærstu stjörnu Portúgals, eftir leik en án árangurs. Liðsfélagar Arons ákváðu að grínast í honum en þeir gáfu honum Portúgal treyju nokkrum dögum síðar. Treyjan var að sjálfsögðu merkt Ronaldo.
„Ég held að ég sleppi því. Ég held að hann kæmi líka með það að hann ætlaði að eiga treyjuna, því þetta er 200. leikurinn hans. Svo ég held að ég sleppi því," sagði Aron léttur á fundinum í gær er hann var spurður að því hvort hann myndi biðja aftur um treyjuna hans Ronaldo.
Aron man vel eftir síðasta leik gegn Portúgal. „Þetta var fyrsti leikurinn á stórmóti fyrir þjóðina. Það var pressa fyrir leikinn og tilhlökkun. Við spiluðum góðan og agaðan leik. Við vorum að spila gegn liði sem tók sig svo til og vann keppnina. Þetta eru góðar minningar en þetta er allt annað dæmi á morgun," sagði Aron.
Sé að veðrið í Reykjavík er ekki eins slæmt og Prins Åge óskaði sér.
— Freyr Alexandersson (@freyrale) June 20, 2023
En það skiptir ekki máli, Ísland tapar ekki þessum leik. 100%
Vinnum við, Ja ég held það bara.
Áfram Ísland ????????
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Portúgala, stillir upp í 3-4-3. Nelson Semedo og Joao Palhinha hafa verið að glíma við meiðsli og eru líklega ekki með í leiknum í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er tæpur fyrir leikinn og við spáum því að hann muni ekki byrja. Ef hann byrjar, þá verður hann við hlið Jóhanns Bergs Guðmundssonar á miðsvæðinu.
Ef hann er ekki klár, þá spáum við því að Birkir Bjarnason komi inn á miðsvæðið með reynslu sína.
Guðlaugur Victor Pálsson var frábær inn á miðsvæðinu gegn Slóvakíu en breiddin varnarlega er ekki mikil. Hann gæti farið aftar og leikið í hjarta varnarinnar við hlið Sverris Inga Ingasonar, eins og hann átti upprunalega að gera gegn Slóvakíu.
Þá muni Hörður Björgvin Magnússon fara í vinstri bakvörðinn í staðinn fyrir Valgeir Lunddal sem átti nokkuð erfiðan dag gegn Slóvakíu.
Martinez hefur oft mætt íslenska landsliðinu við stjórnvölinn hjá Belgíu, síðast 2020, en þá var landsliðshópurinn allt öðruvísi en hann er í dag. Það eru talsvert meira en tvær eða þrjár breytingar.
„Þetta verður erfiður leikur. Íslendingar eru þéttir, vel skipulagðir, mjög aggressívir á boltann og með góða hápressu. Leikmenn liðsins þekkjast vel þar sem þeir hafa spilað lengi saman þó það séu tveir eða þrír nýir leikmenn sem við höfum aldrei mætt áður," sagði Martínez.
„Ef við viljum ná góðum úrslitum gegn Íslandi þurfum við að verjast vel."
Journalist:
— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) June 19, 2023
Which of the players in the world would you choose to play for Al Nassr?
Cristiano:
“I choose you.” ????
pic.twitter.com/x7IxSJsqRY
Sæbjörn Þór Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, spurði Ronaldo: 'Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum til að koma til Al-Nassr, hvern myndirðu velja?'
Ronaldo svaraði spurningunni á léttu nótunum - vildi ekki gefa upp nein nöfn - og benti á Sæbjörn. „Ég myndi velja þig," sagði Ronaldo og hló hátt. Hann blikkaði svo Sæbjörn og yfirgaf svo fundinn í besta skapi.
Fjölmiðlafulltrúi Portúgal ætlaði að stoppa fundinn en Ronaldo sá að Sæbjörn var með upprétta hendi og fór ekki án þess að svara henni. Skemmtilegt en Al-Nassr þarf að borga ansi vel til að fá Steinke lausan frá Fótbolta.net.
Leikurinn stóri er á móti Íslandi í Reykjavík en hann býst við erfiðum leik í kvöld
„Ég býst við erfiðum leik," sagði Ronaldo við fréttamann Fótbolta.net.
„Þeir eru með mjög gott lið að mínu mati, eru með sterkt lið. Þegar Ísland spilar á heimavelli, þá er alltaf erfitt að vinna þá. En ég hef trú á okkar liði og okkar leikmönnum."
„Við vitum hvað við eigum að gera á vellinum til að skora mörk. Ég vona að hlutirnir fara á þá vegu sem við viljum. Ég veit að það verður erfitt en ég held að við í Portúgal eigum að sýna að við séum betra lið en þeir."
Dómari: Daniel Siebert (ÞÝS).
Aðstoðardómarar: Jan Seidel og Rafael Foltyn.
Fjórði dómari: Daniel Schlager.
VAR dómari: Bastian Dankert.
Aðstoðar VAR: Benjamin Brand.
Aron Einar sat fyrir svörum á fréttamannafundi liðsins í Laugardalnum í gær.
Allir meðvitaðir um að liðið gæti breyst
Aron var spurður hvenær hann vissi að hann gæti ekki tekið þátt í leiknum gegn Slóvakíu. Var það í hausnum á honum að spila í gegnum meiðslin?
„Já já, við ræddum þetta. Ég spurði þjálfarann varðandi mögulega skiptingu í leiknum; að við gætum þurft að eyða skiptingu snemma. Ég fann fyrir meiðslunum í upphituninni en það var enginn heimsendir. Það voru allir meðvitaðir um að liðið gæti breyst. Ákvörðunin var tekin á síðustu stundu."
Hvernig hefur stemningin verið í hópnum frá leiknum á laugardaginn?
„Auðvitað var hún súr fyrst, menn svekktir. Þetta var stórt tækifæri fyrir okkur og við fengum fullt af tækifærum í leiknum líka. Í heildina litið - vorum að skoða klippur úr leiknum í gær - þá var margt og mikið jákvætt sem við vorum að gera í sóknaraðgerðum. Við lítum á þennan leik sem smá óheppni en það þarf að skapa sína heppni líka. Við þurfum að nýta færin í þessum leikjum, því maður fær ekki svona mörg færi í landsliðsbolta."
Aron var spurður út í leikinn í kvöld af portúgölskum blaðamanni.
„Við sýnum auðvitað andstæðingum okkar virðingu eins og alltaf. Þegar þú ert kominn inn á völlinn þá gefuru allt fyrir þjóð þína. Þannig munum við nálgast leikinn, við vitum hvað Portúgalarnir geta gert, þurfum að takmarka þeirra ógn og þurfum að vera skipulagðir."
Age Hareide sat fyrir svörum á fréttamannafundi liðsins sem fór fram á Laugardalsvelli fyrir æfingu liðsins í gær.
Hvernig er staðan á hópnum ef Aron er frátalinn?
„Menn eru í lagi, við komumst úr leiknum án meiðsla, bara nokkrir þreyttir fætur. Við vorum með nokkrar varúðarráðstafanir, kannski skiptum við sumum leikmönnum aðeins of snemma af velli - hefðum mögulega getað spilað þeim aðeins lengur. Það var vegna þess að sumir þessara leikmanna hafa ekki verið að spila í langan tíma og sumir leikmenn hafa ekki náð mörgum mínútum nýlega. Við vorum pínu hræddir um það. En það er búið og við erum með hóp sem er tilbúinn að mæta Portúgal og gefa þeim alvöru slag."
Ísland hefur unnið mörg stórlið í júní
Hvernig er nálgunin í leikinn í kvöld? Er meiri pressa eftir úrslitin á laugardag?
„Pressan er alltaf til staðar, sama hver andstæðingurinn. Það að við séum ekki með jafnmörg stig og við vildum gerir stöðuna erfiðari. Við þurfum að nálgast leikinn með sama hugarfari og alltaf. Við munum reyna vinna leikinn, reynum að finna veikleika í mjög góðu portúgölsku liði og við vitum að Ísland hefur í júní unnið mörg stórlið á Íslandi. Við munum undirbúa okkur á eins hefðbundinn hátt og hægt er, mætum til leiks og notum þennan leik til að ná fram góðri frammistöðu á móti einu bestu liði Evrópu. Ef við náum því þá eigum við alltaf séns á því að ná í góð úrslit.
Hvaða væntingar geriru til leiksins í kvöld?
„Ég hef góðar væntingar, ég verð að vísa í það hvernig við komum inn í leikinn gegn Slóvökum og einnig hvernig íslensku leikmennirnir höndluðu tapið. Þeir vilja sanna sig og það er alltaf auðveldara að mæta góðum liðum til að hækka „standardinn". Það væri erfiðara að mæta Liecthenstein á morgun að einhverju leyti. Þá væru væntingarnar þannig að það væri búist við því að við værum betra liðið. Núna búast allir við því að Portúgalarnir verði betra liðið og að við séum ólíklegra liðið. Það hentar okkur vel."
„Við viljum spila leikinn á okkar hátt, viljum verjast vel, viljum vera vel skipulagðir, fá tækifæri á skyndisóknum og nota boltann þegar við getum. Við sýndum að við getum gert það á móti Slóvakíu. Í fótbolta þarf á heppni að halda og við þurfum að óska þess að fá hann með okkur á morgun."
Þurfa að sýna eitthvað til að fá eitthvað
Það er uppselt á leikinn, ertu spenntur að upplifa fullan Laugardalsvöll?
„Já, það er alltaf gott að spila á fullum velli, það er gott fyrir leikmennina. Mér fannst stuðningsmennirnir góðir á laugardaginn líka, sérstaklega í fyrri hálfleik voru þeir mjög góðir. Ég held að stuðningsmennirnir voru ánægðir með okkar frammistöðu. Við þurfum að koma aftur, byrja aftur vel og fá stuðningsmennina á bak við okkur. Það er svo mikilvægt á heimavelli. Við þurfum að sýna þeim eitthvað til að fá eitthvað frá þeim. Þannig er tengingin milli leikmanna og stuðningsmanna," sagði Hareide að lokum
Við á Fótbolti.net færum ykkur fréttir af Laugardalsvelli í allan dag.