Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
HK
5
2
Breiðablik
Örvar Eggertsson '26 1-0
1-1 Stefán Ingi Sigurðarson '35
Atli Hrafn Andrason '38 2-1
Arnþór Ari Atlason '47 3-1
3-2 Stefán Ingi Sigurðarson '60
Atli Arnarson '62 4-2
Brynjar Snær Pálsson '90 5-2
23.06.2023  -  19:15
Kórinn
Besta-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Arnþór Ari Atlason
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('70)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
6. Birkir Valur Jónsson
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('75)
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
23. Hassan Jalloh

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
14. Brynjar Snær Pálsson ('70)
16. Eiður Atli Rúnarsson
19. Birnir Breki Burknason ('75)
22. Andri Már Harðarson
29. Karl Ágúst Karlsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson

Gul spjöld:
Atli Arnarson ('30)
Leifur Andri Leifsson ('33)
Örvar Eggertsson ('37)
Ívar Orri Gissurarson ('50)
Ahmad Faqa ('79)
Brynjar Snær Pálsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK SIGRAR!!

Stórkostlegur leikur hér í Kórnum!

Viðtöl og skýrsla væntanleg!
95. mín
Leiktíminn er bara að líða. Bæði lið eru bara að bíða eftir lokaflautinu núna.
93. mín
Það var +6 bætt við.
92. mín
Gísli Eyjólfs þræðir Höskuld í gegn en hann nær ekki að klára. Flaggið fór svo á loft sýndist mér svo það hefði ekki talið.
90. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
90. mín MARK!
Brynjar Snær Pálsson (HK)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
HK AÐ GANGA FRÁ ÞESSU ENDANLEGA!! Arnór Sveinn rennur í fyrirgjöfinni og Brynjar Snær fær allan þann tíma í heiminum sem hann þarf til þess að klára!

89. mín
Birnir Breki kemst einn í gegn en Anton Ari sér við honum! Blikar eru farnir að fórna mörgum mönnum fram og spurning hvort það muni nokkuð bíta þá í bakið.
88. mín
Inn:Oliver Stefánsson (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
88. mín
Blikar eru að banka fast hjá HK en HK eru gríðarlega þéttir tilbaka! Aðdáunarvert að sjá þessa baráttu í þeim aftast.
86. mín
Stefán Ingi svo nálægt þrennunni þarna! Klæmint Olsen með skot sem fer rétt framhjá og Stefán Ingi hársbreidd frá því að ná að renna sér á boltann á leiðinni!
84. mín
Viktor Karl hengir hann langan ætlaðan Stefáni Inga en Ahmad Faqa hefur betur og skallar til Arnars í markinu og fagnar því svo vel á eftir.
82. mín
Gísli Eyjólfs með flotta fyrirgjöf fyrir markið og Klæmint nær skallanum en nær ekki að stýra honum á markið.
79. mín Gult spjald: Brynjar Snær Pálsson (HK)
79. mín Gult spjald: Ahmad Faqa (HK)
78. mín
Stefán Ingi og Birkir Valur flækjast saman í eltingarleik á eftir boltanum og Stefán dæmdur brotlegur.

Fær Birkir Valur aðhlyningu.
75. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
75. mín
Inn:Birnir Breki Burknason (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
74. mín
Hornspyrna frá Blikum skapar hættu! Blikar halda lífi í góðri spyrnu og endar með að Klæmint Olsen á þrumuskot sem HK hendir sér fyrir.
71. mín
Blikar eru að reyna að komast aftur inn í þetta en HK eru gríðarlega þéttir fyrir.
70. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:Ívar Orri Gissurarson (HK)
62. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
62. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
62. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
62. mín MARK!
Atli Arnarson (HK)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
HK SVARAR STRAX! Ívar Örn með frábæra fyrirgjöf af vinstri kannti fyrir markið og þar lúrir Atli Arnarsson og skallar boltann í netið!

60. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
BLIKAR MINNKA MUNINN! Stefán Ingi skorar fyrir Blika!!!

Höskuldur gerir vel í í að finna Gísla Eyjólfs sem dregur HK-ingana í sig og leggur hann svo til hliðar á Stefán Inga sem skorar framhjá Arnari Freyr!

55. mín
Blikar hafa verið hættulegir í hornum og oftast náð að ógna HK með góðum spyrnum.
54. mín
Blikar eru að ógna! Fyrirgjöf frá Kidda Steindórs á Höskulds sem skallar hann á Gísla Eyjólfs og reynir að senda fyrir markið en HK verjast.
51. mín
Svolítið um brot í upphafi síðari hálfleiks og ég er alls ekki viss um að við endum 11 á 11.
50. mín Gult spjald: Ívar Orri Gissurarson (HK)
49. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
47. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (HK)
HK BÆTIR VIÐ! Hassan Jalloh keyrir í átt að teig Blika og á fyrirgjöf sem Viktor Örn hreinsar í Alexander Helga og hann fellur fullkomnlega fyrir Arnþór Ara sem tekur hann viðstöðulaust og hamrar að marki!

47. mín
Kraftur í Blikum sem ná að komast í skotfæri en skotið laust og Arnar Freyr ekki í neinum vandræðum.

Gerðu virkilega vel í aðdragandanum.
46. mín
Blikar sparka okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
HK leiðir í hálfleik!

Leikurinn var í smá stund að komast í gang en um leið og fyrsta markið kom fór allt á fullt!

Fáum vonandi jafn skemmtilegan síðari hálfleik.
45. mín
Alexander Helgi með fyrirgjöf sem Gísli Eyjólfs nær ekki að stýra á markið með skalla.
45. mín
Fáum +3 í uppbót í þessum fyrri hálfleik!
45. mín
Blikar nálægt því að skora! Stefán Ingi og Gísli Eyjólfs í baráttunni í teignum en HK gríðarlega þéttir fyrir og ná að loka á þá.

Sóknarlotan heldur áfram og Birkir Valur á endanum skallar yfir markið af marklínunni og bjargar í horn.
42. mín
FÆRI! Gísli Eyjólfs stingur Anton Loga í gegn en Arnar Freyr gerir stórkostlega í að loka á hann!
38. mín MARK!
Atli Hrafn Andrason (HK)
Stoðsending: Ívar Orri Gissurarson
HK KEMST AFTUR YFIR!!! HK keyrir upp völlinn hægra meginn og frábær fyrirgjöf fyrir markið frá Ívari Orra og Atli Hrafn skallar hann í netið!

37. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Blikar voru í flottri sókn em endaði með dýfu innan teigs.
37. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (HK)
35. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
BLIKAR JAFNA! Hornspyrnan frá Höskuldi beint á kollinn á Stefáni Inga sem skallar í markið.

Hleypur svo að stúkunni og kyssir Blikamerkið af innlifun!

34. mín
Viktor Karl með fína tilraun utan teigs sem Arnar Freyr ver í horn.
33. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Brýtur á Blikum í skyndisókn.
33. mín
Arnþór Ari aftur með skot en núna beint í vegginn.
32. mín
HK fær aftur aukaspyrnu rétt fyrir framan D-bogann.

HK gerði frábærlega í pressunni og keyrðu á Blika og sóttu þessa aukaspyrnu.
30. mín Gult spjald: Atli Arnarson (HK)
26. mín MARK!
Örvar Eggertsson (HK)
HK KEMST YFIR!! Aukaspyrnan frá Ívari Erni inn á teig dettur niður í teignum þar sem Örvar Eggerts er fyrstur að átta sig og nær að reka fótinn í boltann og inn fer hann.
Fór af varnarmanni og til Örvars í teignum.

25. mín
Örvar Eggerts með flotta takta en er tekinn niður af Viktori Karl.
23. mín
Arnór Sveinn og Örvar Eggerts skella saman og Elli stoppar leikinn. Spörkuðu á sama tíma í boltann.
22. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
20. mín
Arnþór Ari tekur spyrnuna og hún fer yfir vegginn en ekki á markið.
19. mín
HK fá aukaspyrnu á frábærum stað rétt fyrir utan D-bogann.
18. mín
Alexander Helgi með fyrirgjöf niðri sem Arnar Freyr grípur vel inní.
12. mín
Blikar búnir að þrýsta vel upp en HK eru þéttir fyrir.
8. mín
Blikar með snöggt innkast sem HK komast inn í og keyra að marki Blika en boltinn er hirtur upp af þeim.
6. mín
Blikar með frábært spil úr pressu HK.
5. mín
Blikar í veseni í uppspilinu og HK koma sér inn í sendingu úr vörninni og láta vaða en skotið framhjá.
3. mín
HK byrjar þetta með krafti en ná þó ekki að koma boltanum á markið.
2. mín
Vandræði í öftustu línu Blika en Hassan Jalloh nær ekki að nýta sér það til fulls.
1. mín
Þetta er byrjað! HK á upphafssparkið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! HK gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik en inn koma Ívar Orri Gissurarson og Hassan Jalloh fyrir Brynjar Snær Pálsson og Eyþór Aron Wöhler.

Breiðablik gerir þá einnig breytingar á sínu liði frá síðasta leik en Blikar gera 4 breytingar og inn koma Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Alexander Helgi Sigurðarson, Kristinn Steindórsson og Anton Logi Lúðvíksson fyrir Oliver Sigurjónsson, Damir Muminovic sem tekur út leikbann, Klæmint Olsen og Davíð Ingvarsson.
Fyrir leik
Júlli Magg spáir í 12. umferð Bestu Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í Noregi og fyrrum fyrirliði Víkings, tók að sér það verkefni að spá í leikina að þessu sinni.

HK 3 - 2 Breiðablik
Gaman síðast, gaman aftur. HK kemur sér aftur á skrið eftir smá bras í síðustu leikjum.

Fyrir leik
Þrír Blikar valdir í úrvalslið umferða 1-11 Í Innkastinu var opinberað val á úrvalsliði og besta þjálfaranum úr umferðum 1-11. Höskuldur Gunnlaugsson, Gísli Eyjólfsson og Stefán Ingi Sigurðarson eru fulltrúar Blika í liðinu.


Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leikurinn í fyrstu umferð fer í sögubækurnar Leikurinn byrjaði á því að Birkir Valur Jónsson þræddi Marciano Aziz í gegn og var sá hollenski í þröngri stöðu en náði samt að koma boltanum framhjá Antoni Ara Einarssyni í markinu. Óvænt byrjun og enn óvæntara er Örvar Eggertsson gerði annað markið fjórum mínútum síðar.
Eftir langt útspark fram völlinn var Örvar kominn í gegn og skoraði hann örugglega.

HK-ingar 2-0 yfir í hálfleik en fjörið var langt frá því að vera búið.

Á 74. mínútu byrjaði svo dramatíkin af alvöru. Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn er hann stangaði fyrirgjöf Viktors Karls Einarssonar í netið.

Varamaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson jafnaði síðan metin tveimur mínútum síðar eftir að hafa sloppið í gegn og staðan jöfn, 2-2.

Endurkoma Blika virtist fullkomnuð þegar þeir fengu víti á 78. mínútu eftir að brotið var á Stefáni Inga í teignum, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði og Blikar með þrjú mörk á tæpum fjórum mínútum.

HK-ingar neituðu að gefast upp. Á 89. mínútu jöfnuðu þeir metin eftir hornspyrnu. Eftir smá darraðadans fór boltinn af Höskuldi og í netið.

Það var síðan á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem HK-ingar skoruðu dramatískt sigurmark. Tumi Þorvarsso vann boltann af Eyþóri Wöhler og kom honum á Atla Þór Jónasson sem lét vaða af einhverjum tuttugu metrum og fór boltinn undir Anton Ara og í netið.


Fyrir leik
Dómari leiksins Erlendur Eiríksson heldur utan um flautuna hér í kórnum og honum til aðtoðar verða Ragnar Þór Bender og Bergur Daði Ágústsson.
Guðgeir Einarsson er varadómarinn okkar í dag og Skúli Freyr Brynjólfsson hefur eftirlit með gangi mála.


Gleðidagskrá í Kórnum, trúbador og stuð
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
HK Eftir kröftuga byrjun á mótinu þá hafa HK aðeins verið að gefa eftir og verið að síga niður töfluna. Spurning hvort þetta landsleikjahlé hafi ekki bara gert þeim gott og þeir ná að endurstilla sig en HK hafa tapað síðustu 4 leikjum í röð gegn Val, ÍBV, FH og Víking R.

HK hafa skorað 18 mörk í deildinni til þessa og hafa þessi mörk raðast niður á:

Örvar Eggertsson - 5 Mörk
Arnþór Ari Atlason - 3 Mörk
Marciano Aziz - 2 Mörk
Eyþór Aron Wöhler - 2 Mörk
Ívar Örn Jónsson - 1 Mark
Atli Þór Jónasson - 1 Mark
Atli Hrafn Andrason - 1 Mark
Atli Arnarson - 1 Mark


Fyrir leik
Breiðablik Eftir að hafa náð að tengja saman nokkra sigra og náð að lyfta sér upp í 2.sæti deildarinnar eftir krefjandi byrjun á mótinu hefur Breiðablik misstigið sig í síðustu umferðum og aðeins náð í 3 stig af 9 mögulegum eða gert þrjú jafntefli í röð gegn FH, Víking R. og Keflavík.

Breiðablik hafa skorað 23 mörk í sumar og hafa þau mörk raðast niður á:

Stefán Ingi Sigurðsson - 8 Mörk
Gísli Eyjólfsson - 6 Mörk
Klæmint Olsen - 3 Mörk
Höskurldur Gunnlaugsson - 3 Mörk
Viktor Karl Einarsson - 1 Mark
Patrik Johannesen - 1 Mark


Fyrir leik
Besta deild karla til þessa Þegar deildin er hálfnuð fyrir skiptingu eru línur farnar að myndast en þó langt frá því að skýrast en fyrri þessa umferð lítur taflan svona út:

1.Víkingur R. - 31 stig (12 leikir)
2.Valur - 26 stig (12 leikir)
3.Breiðablik - 24 stig (12 leikir)
4.FH - 18 stig
5.KA - 17 stig (12 leikir)
6.HK - 13 stig
----------------
7.KR - 12 stig
8.Stjarnan - 11 stig
9.Fram - 11 stig
10.Fylkir - 11 stig
11.ÍBV - 10 stig
12.Keflavík - 7 stig


Fyrir leik
Heil og Sæl! Verið hjartnlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Kórnum í Kópavogi þar sem nágrannarnir í HK og Breiðablik mætast í 12.umferð Bestu deildarinnar.


Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('62)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('75)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('62)
21. Viktor Örn Margeirsson ('88)
23. Stefán Ingi Sigurðarson
30. Andri Rafn Yeoman ('62)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Alex Freyr Elísson
3. Oliver Sigurjónsson ('62)
18. Davíð Ingvarsson ('62)
20. Klæmint Olsen ('62)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('75)
28. Oliver Stefánsson ('88)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson
Bjarki Sigmundsson

Gul spjöld:
Kristinn Steindórsson ('22)
Viktor Karl Einarsson ('37)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('49)
Oliver Sigurjónsson ('90)

Rauð spjöld: