Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Breiðablik
2
2
Þróttur R.
Katrín Ásbjörnsdóttir '8 1-0
1-1 Sierra Marie Lelii '61
1-2 Tanya Laryssa Boychuk '63
Taylor Marie Ziemer '68 2-2
21.06.2023  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 430
Maður leiksins: Tanya Laryssa Boychuk (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('64)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('64)
7. Agla María Albertsdóttir ('89)
8. Taylor Marie Ziemer ('89)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Varamenn:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir ('89)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('64)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('89)
28. Birta Georgsdóttir ('64)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('50)
Hildur Þóra Hákonardóttir ('67)
Andrea Rut Bjarnadóttir ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Æsispennandi leik lokið hér í Kópavogi þar sem liðin skilja jöfn. Líkast til sanngjörn úrslit ef litið er á heildina en viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
93. mín Gult spjald: Tanya Laryssa Boychuk (Þróttur R.)
92. mín Gult spjald: Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Aukaspyrna á hættulegum stað.
91. mín
3 mínútur í uppbót
90. mín
Góð sending inn á teig frá Mikenna sem hittir beint á höfuðið á Boychuk en skallinn beint á Telmu í markinu.
89. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
89. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
88. mín
Svakaleg sending inn í teig frá Ísabellu sem Boychuk er hársbreidd frá því að setja í tómt netið.
82. mín
Þarna skall hurð nærri hælum fyrir Blika Boychuk er allt í öllu þessa stundina og hún fer framhjá sínum varnarmanni og setur svo boltan inn á teiginn. Það verður svo einhver svakalegur darraðardans þar sem enginn virðist ætla hitta boltan almennilega en á endanum hreinsa Blikar.
81. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
79. mín
Hrikaleg mistök hjá Pressley Toni Pressley ætlar að vera rosa róleg með boltan mjög nálægt marki en Boychuk pressar vel og stelur boltanum af henni. Hún tekur svo boltan með sér inn í teig en skotið er varið.
74. mín
Katla Tryggva gerir vel í að vinna boltan hátt upp á velli en hún tekur svo strax skotið sem er ekki jafn gott og fer vel framhjá.
72. mín
Inn:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Út:Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
68. mín MARK!
Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Það er orðið jafnt! Agla tekur stutt og fljótt horn áður en Þróttarar geta áttað sig. Hún setur boltan á Mundu sem keyrir inn á völlinn, hún finnur þá Taylor sem tekur hnitmiðað skot fyrir utan teig sem hittir fjærhornið!
67. mín Gult spjald: Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik)
66. mín
Taylor Ziemer tekur skot langt fyrir utan teig sem er laust og nokkuð vel framhjá.
64. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
64. mín
Inn:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
63. mín MARK!
Tanya Laryssa Boychuk (Þróttur R.)
Þróttarar leiða skyndilega! Boychuk fær boltan úti á hægri kant þar sem hún færir sig aðeins meira miðsvæðis og lætur bara vaða á nærstöngina. Boltinn lekur svo undir Telmu sem verður að gera betur þarna!
61. mín MARK!
Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
Stoðsending: Tanya Laryssa Boychuk
Cousins keyrir upp völlin og setur boltan út á hægri kant þar sem Tanya Boycuk setur frábæran bolta fyrir teig.

Boltinn rennur meðfram jörðinni en nær þó einhvernveginn að fara framhjá öllum í teignum þar til Sierra nær að pota boltanum inn þar sem hún lúrði á fjærstönginni!
58. mín
Virkilega góð skyndisókn frá Blikum. Katrín nær að pota boltanum í gegnum vörn Þróttara þannig að Hafrún er ein gegn markmanni en skotið hennar er laust og Íris á ekki í miklum erfiðleikum með þetta.
56. mín
Stórhættuleg hornspyrna! Þróttarar eiga hornspyrnu sem hittir beint á kollinn á Sierru Lelii en skallinn hennar fer rétt yfir markið
53. mín
Sláarskot frá Taylor Blikarnir keyra svo upp hinum megin og þar á Taylor Ziemer skot í slá efitr góða sókn!

Allt að gerast núna.
52. mín
Freyja Karín setur boltan fyrir teiginn sem reynist stórhættulegur því hann endar í innanverðri stönginni og út.
51. mín
Katrín Ásbjörns með skot langt fyrir utan teig sem fer hátt yfir.
50. mín Gult spjald: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
Sierra Lelii keyrir hérna hratt upp völlinn og Bergþóra rífur í hana og stoppar skyndisóknina.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Yngri flokkastarf Blikana hyllt í hálfleik eftir að hafa unnið Pæjumótið á dögunum
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið og Breiðablik leiðir 1-0. Heimakonur verið betri aðilinn en Þróttarar ógnað við og við. Mér finnst allar líkur á því að það komi mörk í seinni hálfleik.
45. mín
+1
Blikarnir ná að skapa eitt færi rétt í lokinn þegar boltinn kemur inn í teig frá hægri. Hann skoppar aðeins erfiðlega fyrir Öglu Maríu sem nær ekki nógu góðu skoti og það er hreinsað.
45. mín
Ein mínúta í uppbót
40. mín
Freyja Karín lág eftir í smá tíma eftir að Toni Pressley datt ofan á hana.

Stuðningsmenn heimta spjald en þetta var nú held ég bara smá óheppni. Freyja heldur áfram leik.
38. mín
Dauðafæri hjá Kötlu! Freyja Karín finnur gullfallegan bolta á Kötlu sem er allt í einu komin ein gegn markmanni.

Katlar mundar skotfótinn en skotið er ekki alveg nægilega gott því Telma gerir rosalega vel í að verja skotið.
34. mín
Blikarnir setja mjög góðan bolta yfir vörn gestana og Agla María er að fara hlaupa á þennan bolta en stoppar svo og biður dómarann um hendi.

Þarna hefði hún bara átt að halda áfram af mínu viti því ég held að hún hefði getað komist í upplagt marktækifæri.
31. mín
Blikar halda áfram að vera hættulegar upp hægri kantinn og setja inn fyrirgjöf núna sem býr til horn.

Hornið kemur inn í teig en boltinn er hreinsaður frá.
26. mín
Þróttarar fá horn sem Blikarnir ná ekki almennilega að hreinsa frá. Katla Tryggva fær boltan rétt við vítateigslínuna en skotið hennar fer vel framhjá.
20. mín
Blikarnir byggja upp góða sókn frá hægri kanti. Ásta setur bolta fyrir teiginn sem er hreinsaður burt en þá kemst Hafrún í boltan og skotið hennar endar í utanverðri stönginni.
16. mín
Taylor Ziemer gerir aftur mjög vel en í þetta skipti tekst henni með einni gabbhreyfingu að vera næstum sloppin ein í gegn. Hún ákveður hinsvegar að taka síðan skotið fyrir utan teig sem gengur ekki alveg upp.
15. mín
Taylor Ziemer með fínt skot rétt fyrir utan teig sem fer bara rétt yfir slánna.
12. mín
Agla María er allt í öllu þessa stundina. Núna kemur hún með frábæran bolta á Taylor Ziemer sem er rétt fyrir utan teig. Taylor nær hinsvegar ekki alveg að koma boltanum fyirr sér í skotstöðu og Þróttarar hreinsa.
10. mín
Þróttarar í bullandi veseni þegar Agla María nær að pressa Maríu Evu alveg upp að eigin marki. Agla nær næstum því að stela boltanum af henni en Íris í markinu kemur til bjargar og handsamar boltan.
8. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
Þetta tók ekki langan tíma! Ásta keyrir upp völlin og hristir af sér einn varnarmann áður en hún kemur með frábæra fyrirgjöf á Katríni sem klárar snyrtilega framhjá Írisi!
4. mín
Þróttarar búa til ágæta sókn en missa boltan til Toni Pressley en þegat hún reynir að hreinsa þá sparkar hún boltanum í samherja og Telma þarf að vera vakandi til þess að grípa boltan.

Hefði getað verið skondið sjálfsmark
3. mín
Alvöru töggur í Katherine Cousins þar sem hún hleypur í gegnum leikmenn Breiðabliks á miðsvæðinu og vinnur aukaspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Elías flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Áhugaverður varamarkvörður á skýrslu hjá Blikum Glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir því að það er ekki sami varamarkvörður á bekk Breiðabliks sem hefur verið síðustu leiki en fyrir þennan leik er það fyrrum landsliðskonan Rakel Hönnudóttir.

Það sem er nú kannski einna athugaverðast við það er að hún hefur spilað sem miðjumaður eða framherji eiginlega allan sinn feril.

Edit: Fréttaritara hafa borist þær fréttir að þetta er alls ekkert í fyrsta skipti sem þetta hefur komið fyrir.
Hér er hún í leik með Blikum árið 2020
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin! Breiðablik gerir 2 breytingar á sínu liði en það eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem koma inn í liðið á kostnað Andreu Rut Bjarnadóttir og Birtu Georgsdóttir.

Þróttarar gera þrjár breytingar en það eru Freyja Katrín Þorvarðardóttir, Sierra Marie Lelii og María Eva Eyjólfsdóttir sem koma inn í liðið á kostnað Ólafar Sigríðar Kristinsdóttir, Álfhildi Rósu Kjartansdóttir og Leu Björt Kristjánsdóttir.
Fyrir leik
Magnús Haukur spáir Magnús Haukur Harðarsson þjálfari Fjölnis spáði í þessa umferð og þetta er hans spá fyrir þennan leik.

Breiðablik 3 - 3? Þróttur R.
Leikur sem á skilið 1000+ áhorfendur en þessi orrusta verður rosaleg. Það mun reyna á hóp Þróttar í þessum leik en bæði meiðsli og leikbann setja Nik í þá stöðu að aðrir leikmenn þurfa að fara stíga upp. Hjá Blikum hafa síðustu leikir farið vel og er komið sjálfstraust í hópinn. Þessi leikur mun gefa stuðningsmönnum liðanna alvöru rússíbanaferð en Birta Georgs skorar fyrstu tvö mörk leiksins en Olla minnkar muninn á 43 mínútu. Eldræða rave meistarans Nik Chamberlain skilar inn tveimur mörkum á fyrstu tuttugu í seinni en Ásta Eir jafnar leikinn þegar lítið er eftir. Þróttarar fá svo vítaspyrnu á 93. mínútu en þú þarft að mæta á völlinn til að sjá hvort þær skori eða ekki.
Magnús Haukur
Fyrir leik
Dómari leiksins Elías Ingi Árnason er dómari þessa leiks en honum til aðstoðar verða Guðmundur Ingi Bjarnason og Bergur Daði Ágústsson.

Eftirlitsmaður er Hjalti Þór Halldórsson og varadómari er Guðmundur Páll Friðbertsson.
Elías Ingi Árnason
Fyrir leik
Gengi Þróttara verið köflótt Þróttarar sitja í 3. sæti deildarinnar með 13 stig 3 stigum á eftir andstæðingi sínum í kvöld Breiðablik. Það hefur gengið brösulega að tengja saman sigra fyrir liðið en það hefur ekki gerst síðan þær unnu fyrstu 2 leiki tímabilsins. Þróttarar töpuðu fyrir Keflavík í síðustu umferð 2-1.

Tanya Laryssa Boychuk er markahæst í liðinu með 4 mörk en á meðan markaskorun hefur verið nokkuð góð hjá liðinu með 14 mörk í heildina þá hefur varnarleikurinn ekki verið jafn góður. Liðið hefur fengið á sig 12 mörk og ekki haldið hreinu í einum einasta leik hingað til.

Tanya Laryssa Boychuk
Fyrir leik
Blikar taplausar 4 leiki í röð Breiðablik situr í 2. sæti deildarinnar með 16 stig aðeins 3 stigum á eftir toppliði Vals. Liðið byrjaði tímabilið aðeins hikstandi en þær töpuðu fyrir Val og Þór/KA í fyrstu og fjórðu umferð. Síðan þá hafa þær verið taplausar og einu stigin sem þær hafa misst var jafntefli gegn sterku liði Stjörnunnar.

Andrea Rut Bjarnadóttir er markahæst í liðinu með 4 mörk en þeim hefur tekist að dreifa markaskorun mjög vel þar sem liðið hefur skorað mest allra liða í deildinni eða alls 19 mörk.
Andrea Rut Bjarnadóttir
Fyrir leik
Stórleikur umferðarinnar Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá stórleik umferðarinnar milli Breiðabliks og Þróttar.

Leikið verður á Kópavogsvelli og það hefst klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Kate Cousins
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('81)
12. Tanya Laryssa Boychuk
14. Sierra Marie Lelii ('72)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
22. Mikenna McManus
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('72)
11. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('81)
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas
Ingunn Haraldsdóttir
Ben Chapman

Gul spjöld:
Tanya Laryssa Boychuk ('93)

Rauð spjöld: