Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Njarðvík
2
2
Þór
Þorsteinn Örn Bernharðsson '6 1-0
1-1 Elmar Þór Jónsson '20
Oumar Diouck '52 2-1
2-1 Alexander Már Þorláksson '61 , misnotað víti
2-2 Elmar Þór Jónsson '63
24.06.2023  -  14:00
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Elmar Þór Jónsson
Byrjunarlið:
Þorsteinn Örn Bernharðsson
1. Robert Blakala
2. Alex Bergmann Arnarsson
5. Arnar Helgi Magnússon ('37)
6. Gísli Martin Sigurðsson ('70)
7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg (f)
9. Oumar Diouck
13. Marc Mcausland (f)
14. Oliver Kelaart ('80)
24. Hreggviður Hermannsson
- Meðalaldur 33 ár

Varamenn:
12. Walid Birrou Essafi (m)
3. Sigurjón Már Markússon ('70)
18. Luqman Hakim Shamsudin ('80)
22. Magnús Magnússon
23. Samúel Skjöldur Ingibjargarson
23. Viðar Már Ragnarsson
28. Hilmir Vilberg Arnarsson ('37)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Óskar Ingi Víglundsson
Arnar Freyr Smárason
Jón Orri Sigurgeirsson
Sigurður Már Birnisson
Ingi Þór Þórisson
Mikael Máni Hjaltason

Gul spjöld:
Gísli Martin Sigurðsson ('41)
Joao Ananias ('43)
Marc Mcausland ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skiptast á stigum.

Viðtöl væntanleg.
94. mín
Oumar Diouck að sleppa innfyrir og reynir að vippa yfir Aron Birki en Aron Birkir grípur boltann.
93. mín
Inn:Vilhelm Ottó Biering Ottósson (Þór ) Út:Valdimar Daði Sævarsson (Þór )
92. mín Gult spjald: Þorlákur Már Árnason (Þór )
90. mín
Luqman með leifurhraða á hægri vængnum og sendir fyrir markið en Kenneth Hogg nær ekki að setja hausinn í þetta!
89. mín
Hornspyrna frá Þór endar í slánni!

Stórhættulegar spyrnur frá þeim!
88. mín
Við erum að nálgast lokamínúturnar og nú fer hver að verða síðastur til þess að skella á sig skikkjunni og verða hetjan í dag.
82. mín
Stórhætturlegar hornspyrnur hjá Þórsurum en skot frá Valdimar Daða endar í höndunum á Robert Blakala.
82. mín
Alvöru vandræði aftast hjá Njarðvík en Þór nær ekki að nýta sér það. Fá þó horn.
80. mín
Inn:Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór ) Út:Alexander Már Þorláksson (Þór )
80. mín
Inn:Luqman Hakim Shamsudin (Njarðvík) Út:Oliver Kelaart (Njarðvík)
79. mín
Þórsarar eru ögn meira ógnandi þessa stundina.
77. mín Gult spjald: Elmar Þór Jónsson (Þór )
77. mín
Þórsarar með hættulega sóknarlotu en skallinn frá Alexander Már framhjá.
72. mín Gult spjald: Marc Mcausland (Njarðvík)
71. mín
Oliver Kelaart virðist vera koma Njarðvík aftur yfir og fagnar en Ásmundur dæmir brot.
70. mín
Inn:Aron Ingi Magnússon (Þór ) Út:Kristján Atli Marteinsson (Þór )
70. mín
Inn:Nikola Kristinn Stojanovic (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
70. mín
Inn:Sigurjón Már Markússon (Njarðvík) Út:Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík)
63. mín MARK!
Elmar Þór Jónsson (Þór )
ÞÓR JAFNA!! Þórsarar fengu hornspyrnu eftir vítaklúðrið og héldu pressunni áfram og fengu annað horn sem Elmar Þór skorar BEINT úr!

ÞETTA ER LEIKUR!
61. mín Misnotað víti!
Alexander Már Þorláksson (Þór )
ROBERT BLAKALA VER!! Slakt víti heldur laust og beint á Robert Blakala sem slær boltann út og Njarðvíkingar hreinsa í horn.
60. mín
Þórsarar keyra upp 3 á 2 og dómarinn virðist vera dæma víti en á hvað veit ég ekki? Það bað enginn um neitt en á punktinn bendir Ásmundur.

ÞÓR FÆR VÍTI!
58. mín
Fínasta fyrirgjöf fyrir markið á Valdimar Daða sem skallar yfir markið.
55. mín
Oumar Diouck með tilraun framhjá markinu.
52. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
NJARÐVÍK KEMST YFIR!! Þórsarar ekki sáttir en þeir vildu brot á Oumar Diouck í aðdragandum en Oumar Diouck er svo mættur einn á Aron Birki og hann leggur boltann svo snyrtilega í netið!

NJARÐVÍK LEIÐIR!!
51. mín
Þórarar sækja að marki Njarðvíkur en Marc McAusland verst.
49. mín
Smá bras á Alex Bergmann í öftustu línu en hann bjargar því vel.
46. mín
Oumar Diouck sparkar okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Liðin skilja jöfn í hlé.

Kaflaskiptur leikur þar sem bæði lið hafa á einhverjum tímapunkti stýrt leiknum og því kannski sanngjörn niðurstaða í hálfleik.
45. mín
Samskiptaleysi í öftustu línu Njarðvíkur opnar á skotfæri fyrir Þórsara en Blakala ver.
45. mín
Oumar Diouck með lúmska tilraun á markið úr aukaspyrnu utan af velli en boltinn dettur yfir markið.
45. mín Gult spjald: Kristján Atli Marteinsson (Þór )
45. mín
Fáum sennilega smá tíma í uppbót. Höfum fengið ágætis stopp í þennan leik.
44. mín
Þetta virðist ætla að enda með rangstöðu áður en leikurinn fer að stað aftur.

Joao fékk því líklega spjald fyrir ekkert? Mótmælir hornspyrnudómi sem aldrei varð.
43. mín Gult spjald: Joao Ananias (Njarðvík)
43. mín
Þór þjarma að marki Njarðvíkur og Blakala ver vel.

Flaggið fer á loft og svo endar þetta með að Ásmundur bendir á hornfánann og að veit enginn hvað er að gerast og Ásmundur er með gullt spjald í hendi.
41. mín Gult spjald: Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík)
40. mín
Hrikalega illa gert hjá Þór! Eru mættir tveir á einn. Alexander Már og Bjarni Guðjón en sá síðar nefndi fór illa af ráðum sínum og Robert Blakala nær að loka á hann áður en Njarðvíkingar ná svo að bjarga þessu í horn.
37. mín
Inn:Hilmir Vilberg Arnarsson (Njarðvík) Út:Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík)
Arnar Helgi heldur ekki áfram í dag.
35. mín
Arnar Helgi er enn útaf vellinum og Njarðvíkinar því einum færri sem stendur.

Spurning hvort það sé skipting í vændum.
35. mín
Fannar Daði með tilraun framjá markinu. Vel spilað hjá Þór í aðdragandanum.
33. mín
Arnar Helgi og Valdimar Daði skella samann og Arnar Helgi liggur eftir.
31. mín
Bjarki Þór fær væna biltu eftir baráttu við Oumar Diouck.
29. mín
Elmar Þór með fína fyrirgjöf fyrir markið ætlaða Alexander Már en Alex Bergmann verst vel.
27. mín
Oumar Diouck reynir skot fyrir utan teig en Aron Birkir grípur boltann.
20. mín MARK!
Elmar Þór Jónsson (Þór )
ÞÓR JAFNA!! Frábær fyrirgjöf frá hægri fyrir markið þar sem Þórsarar ná skalla í slánna og hann dettur svo fyrir Elmar Þór sem þrumar honum á markið og framhjá Blakala.
19. mín
Smá bras í öftustu línu Njarðvíkur en Þór nær ekki að gera sér mat úr því.
14. mín
Oumar Diouck með hörku aukaspyrnu af vinstri væng sem Aron Birkir ver vel.
9. mín
Njarðvík fær horn en vildu víti. Vildu meina að Aron Birkir hefði brotið á Oumar Diouck en Ásmundur dómari ekki á sama máli og bendir á hornfánann.
8. mín
Bjarni Guðjón með gott skot sem Blakala ver!

Þórsarar að vakna eftir að hafa lent undir.
7. mín
Þór ekki langt frá því að svara en Robert Blakala ver gott skot frá Valdimar Daða.
6. mín MARK!
Þorsteinn Örn Bernharðsson (Njarðvík)
NJARÐVÍKINGAR KOMAST YFIR! Njarðvíkingar fá hornspyrnu og Þór nær ekki að koma boltanum burt og hann á endanum ratar til Þorsteins í teignum sem skorar!
6. mín
Njarðvíkingar virka sprækir þessar fyrstu mínútur og eru að valda Þór vandræðum.
5. mín
Oumar Diouck með skalla framhjá markinu.
3. mín
Njarðvíkingar með aukaspyrnu sem Aron Birkir kýlir í horn.

Ekkert verður svo úr hornspyrnunni.
1. mín
Við erum farin af stað! Alexander Már Þorláksson sparkar þessu af stað og það eru Þórsarar sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint á Youtube
Fyrir leik
Kjartan Kári spáir í 8. umferð Lengjudeildarinnar Kjartan Kári Halldórsson, sem var markahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra, spáir í 8.umferðinna.

Njarðvík 1 - 0 Þór
Þetta verður erfiður leikur fyrir Þór. Það verður ekki mikið að gerast í leiknum en Njarðvik skorar eina mark leiksins og tekur þrjá punkta.


Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Liðin hafa mæst 16 sinnum í keppnisleik á vegum KSÍ samkv. vef KSÍ.

Tölfræðin er hliðhollari Þór Akureyri í þeim efnum en þeir hafa haft sigurorð 10 sinnum (62%).
Njarðvíkingar hafa 4 sinnum (25%) hrósað sigri.
Liðin hafa skilið jöfn tvisvar sinnum (12%).


Fyrir leik
Dómarateymið Ásmundur Þór Sveinsson heldur utan um flautuna hér í dag og honum til halds og trausts verða Daníel Ingi Þórisson og Rögnvaldur Þ Höskuldsson.

Björn Guðbjörnsson sér um eftirlit með teymi dagsins.

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar hafa farið heldur brösulega af stað í sumar og sitja í 9.sæti deildarinnar þar sem af er og eru einungis með einn sigurleik, þrjú jafntefli og þrjá tapleiki til þessa.

Njarðvíkingar hafa líkt og Þórsarar haft heldur hægt um sig í markaskorun það sem af er en þeir hafa þó skorað 9 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast niður á:

Rafael Victor - 3 Mörk
Oumar Diouck - 2 Mörk
Oliver Kelaart Torres - 2 Mörk
Luqman Hakim - 1 Mark
Marc McAusland - 1 Mark


Fyrir leik
Þór Akureyri Þórsarar hafa farið þokkalega vel af stað í Lengjudeildinni og sitja fyrir þessa umferð í 3.sæti deildarinnar.
Liðið hefur unnið 4 leiki, enn ekki gert jafntefli og tapað 3.

Þórsarar hafa ekki verið að skora mikið í deildinni til þessa en þeir hafa skorað 8 mörk í sínum 7 leikjum og hafa mörkin raðast niður á:

Alexander Már Þorláksson - 3 Mörk
Bjarni Guðjón Brynjólfsson - 1 Mark
Valdimar Daði Sævarsson - 1 Mark
Fannar Daði Malmquist Gíslason - 1 Mark
Marc Rochester Sörensen - 1 Mark
Kristófer Kristjánsson - 1 Mark


Fyrir leik
Lengjudeildin til þessa Lengjudeildin hefur farið fjörlega af stað og línur langt frá því að skýrast en þó er einhver mynd farin að myndast á deildinni þegar við nálgumst fyrri hlutann af mótinu.

Staðan í deildinni fyrir umferðina leit svona út:

1.Afturelding - 19 stig
2.Fjölnir - 17 stig
3.Þór Ak - 12 stig
4.ÍA - 11 stig
5.Grindavík - 11 stig
6.Grótta - 10 stig
7.Selfoss - 10 stig
8.Þróttur R. - 7 stig
9.Njarðvík - 6 stig
10.Vestri - 5 stig
11.Leiknir R. - 4 stig
12.Ægir - 1 stig


Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem leikur Njarðvíkinga og Þórs frá Akureyri fer fram í 8.umferð Lengjudeildarinnar.


Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
6. Kristján Atli Marteinsson ('70)
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
10. Ion Perelló
16. Valdimar Daði Sævarsson ('93)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('70)
18. Rafnar Máni Gunnarsson
19. Ragnar Óli Ragnarsson
23. Alexander Már Þorláksson ('80)
30. Bjarki Þór Viðarsson
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Ómar Castaldo Einarsson (m)
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic ('70)
10. Aron Ingi Magnússon ('70)
15. Kristófer Kristjánsson
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('93)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('80)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Ragnar Haukur Hauksson
Sveinn Leó Bogason
Sævar Eðvarðsson
Bragi Halldórsson

Gul spjöld:
Kristján Atli Marteinsson ('45)
Elmar Þór Jónsson ('77)
Þorlákur Már Árnason ('92)

Rauð spjöld: