Fær Loksins markið sitt!
Örvar lyftir honum upp vinstri kantinn beint á Ísak. Ástbjörn verulega áhugalaus í vörninni og Ísak gerir vel og klárar í fjærhornið.
Forráðamenn liða frá ???????????????????????????????????????? við hurðina á Samsung velli í Garðabæ tilbúin að leggja fram tilboð í Ísak Andra eftir þessa frammistöðu í kvöld. #fotboltinetpic.twitter.com/4Yk0K8UvJM
Ísak enn og aftur að leika sér vinstra meginn. Sleppur í gegn og lætur Sindra verja frá sér. Hilmar fær frákastið sem fer í varnarmann. Jóhann Árni fær þá boltann og leikur sér inn á teignum. Sindri ver aftur en Emil nálægt því að fá frákasti fyrir opnu marki.
Ísak aftur allt í öllu!
Ísak Leikur sér að Kjartani Kára og Ástbirni og leggur hann snyrtilega á Gumma Baldvin sem kemur boltanum á Örvar sem kemur með fyrirgjöf þar sem Eggert tekur við honum og leggur hann í hornið!
Byrjunarliðin
Jökull Elísabetarson gerir þrjár breytingar á Stjörnuliðinu frá tapinu gegn Víkingi. Sindri Þór Ingimarsson, Jóhann Árni Gunnarsson og Emil Atlason koma inn í liðið í stað Róberts Frosta Þorkelssonar, Adolfs Daða Birgissonar og Björns Berg Bryde.
Heimir Guðjónsson gerir hinsvegar aðeins eina breytingu á Liði FH-inga. Vuk Óskar DImitrijevic kemur inn í liðið í stað Haralds Einars Ásgrímssonar. Vuk skoraði sigurmarkið í fyrri leik liðanna á tímabilinu.
Eftirminnanlegur leikur
Margir muna eflaust eftir viðureign þessara liða í seinasta leik tímabilsins árið 2014 þar sem liðin mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Kaplakrikavelli. Stjarnan fór með sigur af hólmi og tryggði sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil fyrir framan 6500 áhorfendur. Ég mæli með að horfa á svipmyndir úr þessum leik til að gíra sig upp fyrir leik kvöldsins.
Heimasigur í Kartöflugarðinum
Þetta er önnur viðureign liðanna í deildinni í sumar. Fyrri leikurinn fór fram á hinum svokallaða Miðvelli FH-Inga þar sem hinn hefðbundni Kaplakrikavöllur kom illa undan vetri og var ekki tilbúinn. Leikurinn bauð ekki upp á mikil gæði enda voru aðstæður ekki upp á marga fiska. Leiknum lauk með 1-0 sigri FH þar sem Leiknismaðurinn Vuk Óskar Dimitrijevic skoraði eina mark leiksins.
Stjörnuhrap
Tímabilið hjá Stjörnunni hefur verið algjört vonbrigði í Garðabænum. Snemma á tímabilinu voru gerð þjálfaraskipti. Jökull fór ágætlega af stað með liðið en það hefur hallað undan fæti og eins og staðan er núna er liðið í fallsæti en margir Garðbæingar gerðu sér vonir um Evrópubaráttu í sumar. Liðið er ungt og er því mjög óstöðugt, þegar liðið er á deginum sínum þá er erfitt að eiga við þá. Góðu dögunum verður hinsvegar að fjölga og það fljótt ef ekki á illa að fara í Garðabænum.
FH á sigurbraut
Tímabilið hjá FH hefur verið ansi gott í dag miðað við árangurinn í fyrra. Liðið tapaði seinast í 7. umferð og er komið í stöðu í baráttunni um evrópusæti. Seinasti leikur liðsins var frábær 4-0 sigur á Fram en sá leikur fór fram í Kaplakrikanum sem hefur verið mikið vígi. FH þarf samt sem áður að bæta útivallarárangurinn og í kvöld er tækifæri til þess.