Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Stjarnan
5
0
FH
Emil Atlason '10 , víti 1-0
Emil Atlason '12 2-0
Eggert Aron Guðmundsson '38 3-0
Guðmundur Kristjánsson '51 4-0
Ísak Andri Sigurgeirsson '83 5-0
29.06.2023  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Reykvískt sumarveður, Skýjað og leiðinlegt.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 892
Maður leiksins: Ísak Andri Sigurgeirsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson ('85)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('75)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason ('75)
32. Örvar Logi Örvarsson ('88)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
11. Adolf Daði Birgisson ('75)
17. Andri Adolphsson ('75)
30. Kjartan Már Kjartansson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('85)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Emil Atlason ('16)
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('25)
Jóhann Árni Gunnarsson ('70)
Daníel Laxdal ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan með stórkostlega frammistöðu í kvöld. Ísak Andri með bestu frammistöðu eins leikmanns í sumar. Gjörsamlega út í hött góður.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
88. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan)
86. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Stoppar hraða sókn.
85. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
83. mín MARK!
Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Stoðsending: Örvar Logi Örvarsson
Fær Loksins markið sitt! Örvar lyftir honum upp vinstri kantinn beint á Ísak. Ástbjörn verulega áhugalaus í vörninni og Ísak gerir vel og klárar í fjærhornið.
82. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Lokaskipting Hafnfirðinga.
80. mín
FH verið sterkari seinasta hálftímann en ekki skapað mikið.
78. mín
Ísak verið ótrulegur
77. mín
Keli hrifinn
75. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
Emil óheppinn að ná ekki þrenunni.
75. mín
Inn:Andri Adolphsson (Stjarnan) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Emil óheppinn að ná ekki þrenunni.
70. mín Gult spjald: Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Fyrir brot á Úlfi.
67. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Dani Hatakka (FH)
Engir sénsar teknir með Dani.
67. mín
Dauðafæri Kjartan Kári með góða sendingu fyrir á nafna sinn sem er í dauðafæri en setur hann eitthvernveginn framhjá.
65. mín
Dani kominn á fætur og heldur áfram í bili
63. mín
Dani Hatakka liggur á vellinum eins og er og klárar líklega ekki leik.
61. mín
892 áhorfendur hér í dag.
60. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Finnur Orri Margeirsson (FH)
Heimi lýst skiljanlega ekkert á blikuna.
60. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Heimi lýst skiljanlega ekkert á blikuna.
60. mín
Inn:Haraldur Einar Ásgrímsson (FH) Út:Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Heimi lýst skiljanlega ekkert á blikuna.
59. mín Gult spjald: Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Rífur Jóhann Árna niður í upphafi hraðrar sóknar
57. mín
Danni Lax með frábæran sprett, Boltinn til hliðar og Ísak með skot sem Sindri ver í horn.
56. mín
Örvar Logi með fyrirgjöf sem er lúmsk og endar næstum yfir Sindra og í netið en í þetta sinn fer hann rétt yfir.
55. mín
Sú klippa! Emil Atlason nálægt því að fullkomna þrennuna.

Gummi með fyrirgjöfina og Emil mættur með fallega klippu en í stöngina fer boltinn. Hefði verið ansi fallegt mark.
51. mín MARK!
Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Game Over! Hilmar Árni með aukaspyrnu úti vinstra meginn beint á pönnuna á Gumma Kristjáns sem skallar þetta í markið gegn sínum gömlu félögum.
50. mín
Davíð Snær og Vuk með flott spil úti hægra meginn. Vuk setur hann svo fyrir markið en beint í hendurnar á Árna.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Stórkostlegur fyrri hálfleikur hjá Stjörnumönnum. Ísak Andri að sýna afhverju sum af stærstu liðum Norðurlandanna eru að sýna honum áhuga.
43. mín
ÚFF! Stórsókn hjá Stjörnunni!

Ísak enn og aftur að leika sér vinstra meginn. Sleppur í gegn og lætur Sindra verja frá sér. Hilmar fær frákastið sem fer í varnarmann. Jóhann Árni fær þá boltann og leikur sér inn á teignum. Sindri ver aftur en Emil nálægt því að fá frákasti fyrir opnu marki.
38. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Stoðsending: Örvar Logi Örvarsson
Ísak aftur allt í öllu! Ísak Leikur sér að Kjartani Kára og Ástbirni og leggur hann snyrtilega á Gumma Baldvin sem kemur boltanum á Örvar sem kemur með fyrirgjöf þar sem Eggert tekur við honum og leggur hann í hornið!
37. mín
Logi Hrafn fær boltann eftir hornið og hamrar boltanum langt yfir.
36. mín
FH fær horn hér. Kjartan tekur.
35. mín
Hilmar Árni! Hilmar Árni líflegur í dag!

Fær boltann á lofti rétt fyrir utan teig og hamrar boltanum hárfínt framhjá nærstönginni.
27. mín
Ísak svo nálægt! Ísak nálægt því að skora markið sem hann á skilið.

Hilmar Andri úti hægra meginn með flotta fyrirgjöf. Ísak Andri í góðu skallafæri á markteig en rétt yfir. Ísak ekki vanur því að skalla mikið.
25. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Fer ansi harkalega í Vuk á miðjum velli. Óþarfi hjá Gumma.
23. mín
FH virka hálfslegnir eftir mörkin tvö. FH-ingar byrjuðu ágætlega en tvö mörk á stuttum tíma gera þeim erfitt fyrir.
16. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Markaskorarinn með fyrsta spjaldið
12. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
ÍSAK ANDRI!!!!! Ísak Andri! Hneigðu þig drengur!

Ísak fær boltann vinstra meginn og lætur Ástbjörn Þórðarson og svo Eggert Gunnþór líta út eins og skólastráka.

Leggur hann fyrir Emil sem skorar í autt markið.
10. mín Mark úr víti!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
Eggert Gunnþór tekur Ísak Andra ansi klaufalega niður innan teigs. Klár vítaspyrna.

Emil Atla öruggur á punktinum. Sindri í vitlaust horn.
9. mín
Víti!! Ísak Andri tekinn niður innan teigs.
3. mín
Mark?! Sindri með sendingu til baka á Árna sem fær hann undir sig. Boltinn hársbreidd frá því að fara inn en Árni bjargar á ögurstundu.
1. mín
Leikur hafinn
Emil Atlason kemur þessu af stað.
Fyrir leik
Allt að verða klárt Liðin eru að labba inn til vallar og styttist óðfluga í upphafsflaut Ívars Orra.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Jökull Elísabetarson gerir þrjár breytingar á Stjörnuliðinu frá tapinu gegn Víkingi. Sindri Þór Ingimarsson, Jóhann Árni Gunnarsson og Emil Atlason koma inn í liðið í stað Róberts Frosta Þorkelssonar, Adolfs Daða Birgissonar og Björns Berg Bryde.

Heimir Guðjónsson gerir hinsvegar aðeins eina breytingu á Liði FH-inga. Vuk Óskar DImitrijevic kemur inn í liðið í stað Haralds Einars Ásgrímssonar. Vuk skoraði sigurmarkið í fyrri leik liðanna á tímabilinu.

Fyrir leik
Eftirminnanlegur leikur Margir muna eflaust eftir viðureign þessara liða í seinasta leik tímabilsins árið 2014 þar sem liðin mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Kaplakrikavelli. Stjarnan fór með sigur af hólmi og tryggði sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil fyrir framan 6500 áhorfendur. Ég mæli með að horfa á svipmyndir úr þessum leik til að gíra sig upp fyrir leik kvöldsins.
Fyrir leik
Húllumhæ á Ölhúsinu
Fyrir leik
Nóg um að vera
Fyrir leik
Heimasigur í Kartöflugarðinum Þetta er önnur viðureign liðanna í deildinni í sumar. Fyrri leikurinn fór fram á hinum svokallaða Miðvelli FH-Inga þar sem hinn hefðbundni Kaplakrikavöllur kom illa undan vetri og var ekki tilbúinn. Leikurinn bauð ekki upp á mikil gæði enda voru aðstæður ekki upp á marga fiska. Leiknum lauk með 1-0 sigri FH þar sem Leiknismaðurinn Vuk Óskar Dimitrijevic skoraði eina mark leiksins.
Fyrir leik
FH-ingar ætla að hita upp á Ölhúsinu í dag en Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins ætlar að mæta og hitta gömlu mafíuna (Risaeðlurnar) fyrir leik.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stjörnuhrap Tímabilið hjá Stjörnunni hefur verið algjört vonbrigði í Garðabænum. Snemma á tímabilinu voru gerð þjálfaraskipti. Jökull fór ágætlega af stað með liðið en það hefur hallað undan fæti og eins og staðan er núna er liðið í fallsæti en margir Garðbæingar gerðu sér vonir um Evrópubaráttu í sumar. Liðið er ungt og er því mjög óstöðugt, þegar liðið er á deginum sínum þá er erfitt að eiga við þá. Góðu dögunum verður hinsvegar að fjölga og það fljótt ef ekki á illa að fara í Garðabænum.
Fyrir leik
FH á sigurbraut Tímabilið hjá FH hefur verið ansi gott í dag miðað við árangurinn í fyrra. Liðið tapaði seinast í 7. umferð og er komið í stöðu í baráttunni um evrópusæti. Seinasti leikur liðsins var frábær 4-0 sigur á Fram en sá leikur fór fram í Kaplakrikanum sem hefur verið mikið vígi. FH þarf samt sem áður að bæta útivallarárangurinn og í kvöld er tækifæri til þess.


Fyrir leik
Velkominn í Garðabæinn Hér í kvöld fer fram leikur Stjörnunnar og FH í Bestu deild karla. Leikurinn er liður í 13 umferð deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('82)
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('60)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('60)
22. Ástbjörn Þórðarson
26. Dani Hatakka ('67)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('60)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('60)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('82)
10. Björn Daníel Sverrisson ('60)
25. Þorri Stefán Þorbjörnsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('67)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson
Kjartan Henry Finnbogason
Bjarki Reyr Jóhannesson
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Úlfur Ágúst Björnsson ('59)
Jóhann Ægir Arnarsson ('90)

Rauð spjöld: