Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
KR
2
0
Keflavík
Atli Sigurjónsson '43 1-0
Ægir Jarl Jónasson '77 2-0
28.06.2023  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Kalt, hvasst og þungskýjað.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 743
Maður leiksins: Ægir Jarl Jónasson
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
Theodór Elmar Bjarnason ('70)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('90)
29. Aron Þórður Albertsson ('70)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('81)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Stefán Árni Geirsson ('81)
8. Olav Öby ('70)
9. Benoný Breki Andrésson ('70)
15. Lúkas Magni Magnason
17. Luke Rae ('90)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR vinnur 2-0!

Annar sigurinn í röð og voru 743 mættir í stúkuna samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk.
93. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Sindri Þór með geggjuð tilþrif við vítateig KR, kemst í gegn en missir boltann frá sér og fer í Aron.
93. mín
Smá bras aftast hjá KR en Aron Snær nær að þruma boltanum út af.
92. mín
Kristinn með lagleg tilþrif og reynir svo skot með hægri sem fer í Sindra Snæ.
91. mín
Þrjár mínútur í uppbót
90. mín
Kallað eftir spjaldi á Sindra Snæ fyrir að taka Stefán Árna niður. Ekkert spjald.
90. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
87. mín
Mathias! Olav Öby með góða sendingu inn á Atla sem er í góðu færi, hann reynir að klobba Mathias sem lokar klofinu og ver.
87. mín
Benoný gerir vel úti vinstra megin, kemur sér inn á teiginn og lætur vaða úr þröngu færi. Skotið fer í hliðarnetið.
85. mín
Inn:Guðjón Pétur Stefánsson (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
85. mín
Inn:Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík) Út:Edon Osmani (Keflavík)
85. mín
Kennie með góða sendingu í hlaupið hjá Öby en Norðmaðurinn nær ekki að lauma boltanum framhjá Mathias í markinu.
81. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
79. mín
Hornspyrna frá Jóhannesi sem Finnur Tómas kemst í en skallar framhjá.
77. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Jakob Franz Pálsson
Ægir funheiur! Nú kom eitthvað upp úr hornspyrnu!

Sigurður Bjartur á snertingu með höfðinu. Finnur Tómas á svo skalla að marki sem hrekkur út til Ægis af Jakobi Franz og Ægir lætur vaða og skorar!
77. mín
Kristinn Jónsson með skot með hægri fæti sem fer af varnarmanni og aftur fyrir, vel varist hjá Magnúsi sýnist mér.
75. mín
Sigurður Bjartur? Sigurður Bjartur í DAUÐAFÆRI! Tekur ekki skotið í fyrsta og Magnús nær að komast fyrir.

KR fékk horn en ekkert kom úr fyrra horninu. Heimamenn fá þó aðra hornspyrnu.
75. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
Virkaði ekki mikið eftir hjá Frans.
75. mín
Aftur sleppur KR með mjög lélega sendingu aftarlega á vellinum.
73. mín
Ekkert kom úr þessari hornspyrnu. Keflavík skallaði í burtu og á innkast hinu megin á vellinum.
72. mín
Hættuleg sending í gegn frá Atla, Benoný og Sigurður Bjartur elta og vinna hornspyrnu.
70. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Tvöföld breyting
70. mín
Inn:Olav Öby (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
68. mín
Álitleg hröð sókn hjá gestunum en Sindri Þór nær ekki að finna liðsfélaga inn á teignum.

Hinu megin átti Kristinn flottan sprett og álitlega fyrirgjöf en Ásgeir var vel staðsettur inn á teignum og hreinsaði.
67. mín
Í annað sinn sem Aron Þórður er stiginn út á hættulegum stað á eigin vallarhelmingi. Kennie kemur til bjargar.
65. mín
Skemmtileg útfærsla á horninu, tekin stutt og Jóhannes fær boltann aftur, kemst í fyrirgjafarstöðu og Ægir gerir sig liklegan en gestirnir vel staðsettir inn á teignum og verjast vel.
64. mín
Elmar gerir vel úti vinstra megin og finnur Sigurð í hlaupinu. Sigurður á tilraun sem fer af Gunnlaugi og aftur fyrir. KR á horn.
64. mín
Aron Þórður stiginn út og tapar boltanum. Gestirnir komast í álitlega stöðu en ná ekki að gera sér nægilega mikið úr þessu.
63. mín
Ernir þræðir boltann á Edon sem var kominn í gegn en flaggið á loft.
62. mín
Inn:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Út:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík)
Fyrsta skipting leiksins Sýnist Frans færa sig í fremstu víglínu.
60. mín
Keflavík fær hornspyrnu. Fyrst kýlir Aron boltann í burtu og svo skallar Jakob frá.

Boltinn endar svo skömmu síðar í höndunum á Aroni eftir fyrirgjöf frá Degi.
59. mín
Jakob heppinn að þarna fór ekki verr. Mjög léleg sending sem Ernir kemst inn í en Ernir náði ekki að skila boltanum frá sér nægilega vel og boltinn alla leið á Aron í markinu.
58. mín
Kennie reynir skot en Keflvíkingar komast fyrir.

Mér heyrist ég svo heyra í rigningardropum lenda á þakinu á stúkunni.
56. mín
Hröð sókn frá gestunum Dagur Ingi í góðri stöðu eftir hraða sókn en skotið hans fer framhjá marki KR. Sindri átti sendinguna á Dag en skotið var mislukkað.
55. mín
Bakfallsspyrna frá Ægi Hornspyrnan er tekin stutt og Elmar á hættulega fyrirgjöf fyrir.

Atli á svo fyrirgjöf í kjölfarið og þá reynir Ægir bakfallsspyrnu en Mathias ver! Skemmtileg tilþrif.
55. mín
Hörkuvarsla Jóhannes Kristinn með þrumuskot eftir sendingu frá Ægi. Jói lætur vaða meðfram jörðinni en Mathias ver og KR á horn! Góð hröð sókn þarna hjá KR.
54. mín
Sindri með aukaspyrnuna af miðjunni, boltinn er of laus og Finnur Tómas skallar í burtu. Örugglega mjög erfitt að meta hversu mikið eigi að lyfta boltanum í þessum vindi.
51. mín
Keflavík er með vindi í seinni hálfleik. Aron Snær sparkaði frá áðan en boltinn fór ekki langt á móti vindinum.
49. mín
Kristinn Jónsson finur Sigurð Bjart inn á teignum en Ásgeir kemst í næsta bolta og skallar í burtu.

Jóhannes á svo sendingu inn á teiginn sem Mathías handsamar - aðeins of löng stungusending.
47. mín
Dagur Ingi brýtur af sér, fór í Aron Þórð. Aron ekki sáttur og Kennie reynir að róa hann. Dagur er á spjaldi.
47. mín
Nokkrar myndir í boði Hafliða Breiðfjörð

46. mín
KR byrjar með boltann í seinni
45. mín
Hálfleikur
Markaskorarinn
45. mín
Hálfleikur
Elmar reynir að finna Sigurð Bjart inn á teignum, smá tog frá Magnúsi fyrirliða gestana en alls ekki nóg til að dæma víti.

Elías flautar svo til hálfleiks. Fyrir mitt leyti er forystan verðskulduð.
44. mín
Þrumuskot Dagur Ingi með þrumuskot úr teignum en Aron er með þetta allan tímann og handsamar boltann í annarri tilraun.
43. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Sigurður Bjartur Hallsson
Fyrsta markið! Kristinn Jónsson kemur boltanum inn á vítateig Keflavíkur með hjálp gestanna, mikill heppnisstimpill í því hvernig Sigurður Bjartur fékk boltann úti vinstra megin. Hann kemur boltanum þvert fyrir og þar er Atli sem stingur sér á boltann sem skoppaði í markteignum og skallaði boltann í netið.

1-0!
42. mín
Jóhannes vinnur hornspyrnu fyrir KR.

Mun betri spyrna frá Atla sem Mathias grípur þó í annarri tilraun.
41. mín
Atli með gjörsamlega mislukkaða spyrnu. Fer vel yfir allan pakkann. Hef held ég aldrei séð hærri fyrirgjöf.
40. mín
KR fær hornspyrnu. Gestirnir hreinsa boltann í horn.
37. mín
Rétt framhjá Flott sókn hjá KR, Finnur Tóma keyrði upp með boltann, vildi fara í þríhyrningsspil við Elmar en fékk ekki boltann. Elmar leitaði frekar til Atla sem á skot með vinstri fæti en það skrúfast rétt framhjá nærstönginni.
36. mín
Kristinn Jónsson!! Dauðafæri hjá KR. Langur bolti frá Jakobi inn á Atla sem sendir boltann út í teiginn, finnur Kristin sem þarf að teygja sig í boltann og mokar honum yfir!
34. mín
Þrumuskot Ægir með glæsilegan snúning en Magnús fyrirliði fær boltann í kassann og stoppar skotið.
33. mín
Jóhannes með fyrirgjöf sem Sigurður rétt kemst með höfuðið í, boltinn heldur áfram í gegnum teiginn og Aron Þórður vinnur innkast.
32. mín
Finnur Tómas! Viktor gerir vel gegn Finni Tómasi og er á leið í átt að teig KR en Finnur hleypur hann uppi og tæklar boltann aftur fyrir. Hornspyrna.

Ekkert kom upp úr hornspyrnunni.
31. mín
Tilraun Jóhannes með fyrirgjöf, finnur Sigurð utarlega í teignum og hann á skalla sem Mathias grípur.
30. mín
Aron Þórður með of þunga sendingu út til hægri og Jóhannes nær ekki að halda boltanum inn á. Þetta var álitlegt upphlaup.
29. mín
Atli sá eitthvað sem enginn sá. Enginn KR-ingur þarna í hlaupinu sem Atli virtist vera að leita að. Boltinn aftur fyrir.
27. mín
Sigurður Bjartur! Verður að gera betur Dauðafæri hjá Sigurði Bjarti inn á markteig Keflavíkur!

Flott spil hjá KR, boltinn úti vinstra megin hjá Kristni Jónssyni sem teiknar boltann á höfuðið á Sigurði sem er gapandi frír en skallar boltann framhjá!

24. mín
Rangstaða? Gunnlaugur gerir vel að lesa sendingu, kemur boltanum á Edon sem reynir að senda í gegn á Frans en flaggið á loft. Mjög tæpt í endursýningu!

Frans var þarna í góðri stöðu.
23. mín
Kennie með fyrirgjöf sem Mathias handsamar.
22. mín
Mathias í vandræðum Jóhannes Kristinn með aukaspyrnuna út fyrir vegginn. Mathias í markinu er í brasi með þennan og KR fær horn.

Ekkert kom upp úr horninu.
21. mín Gult spjald: Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Ægir gerir vel að vinna aukaspyrnu við vítateig Keflavíkur. Dagur Ingi brotlegur - gult spjald.
20. mín
Dagur Ingi fær tiltal, braut á Aroni Þórði á miðjum velli.
19. mín
Mikil barátta milli Sindra og Elmars en Sindri hefur betur með því að stíga Elmar út og vinna markspyrnu.
17. mín
Aron Þórður með skot fyrir utan vítateig Keflavíkur en skotið fer framhjá marki gestanna.
16. mín
Frans nálægt því að komast í boltann á fjærstönginni en nær ekki til boltans.
15. mín
Sindri með spyrnuna á nærstöngina, góð spyrna sem Sigurður Bjartur skallar í innkast. Magnús var ekki langt frá því að komast í þennan bolta.
15. mín
Dagur Ingi gerir vel og vinnur hornspyrnu fyrir gestina. Fyrsta hornspyrna leiksins.
14. mín
ATLI!!!! Þrumaði á markið, boltinn í stöngina fyrir aftan markið og í hliðarnetið. Hélt í smá stund að þessi hefði sungið í netinu.
13. mín
Finnur Tómas gerir vel inn á miðsvæðinu og kemur boltanum á Sigurð sem fær aukaspyrnu. Hann kom boltanum frá sér en Atli var fyrir innan, góður hagnaður þarna hjá Elíasi.
12. mín
KR spilar með vindi í fyrri hálfleik. Það sást mjög vel núna þegar Atli reyndi að lyfta boltanum af hægri kantinum og yfir til vinstri. Boltinn fauk aftur fyrir.
Við styðjum stórveldið er sungið, þeir sem mættu láta í sér heyra
7. mín
Edon reynir að finna Sindra í skotfæri við teigslínuna en Elmar er vel á verði og kemur boltanum í burtu.
6. mín
Atli með fyrsta skot leiksins Lagleg sókn hjá KR. Spilað úti vinstra megin, Elmar skiptir boltanum yfir til hægri á Jóhannes og boltinn fer inn á Atla sem á skot með hægri fæti úr teignum, pínu þröngt færi en Atli allavega lætur Mathias þurfa að verja.
2. mín
Keflavík Mathias
Axel - Magnús - Gunnlaugur - Ásgeir
Sindri - Ernir
Frans - Dagur - Edon
Viktor
1. mín
KR Aron
Kennie - Jakob - Finnur
Jóhannes - Aron - Kristinn
Ægir
Atli - Sigurður Bjartur - T. Elmar
1. mín
Leikur hafinn
Keflavík byrjar með boltann
Fyrir leik
Keflavík í Arsenal treyjum Liðin ganga inn á völlinn. Heyr mína bæn í tækjunum.

Keflavík er í rauðu og hvítu - búningur sem minnir á gamlan Arsenal búning og AZ við fyrstu sýn. KR í hefðbundnu svörtu og hvítu.
Fyrir leik
Kalt og hvasst í Vesturbænum Það er frekar hvasst í Vesturbænum, þungskýjað og einungis níu gráðu hiti. Það er ekki eins og það sé að detta í júlí...
Fyrir leik
Síðustu leikir og staðan í deildinni KR er taplaust í síðustu fimm leikjum og hefur fengið ellefu stigum úr þeim leikjum. Vesturbæingar unnu KA í síðustu umferð, 2-0, og eru í 7. sæti deildarinnar. Ef úrslitin falla með þeim í þessari umferð og sigur vinnst þá fer liðið upp í 5. sætið.

Fyrri leikur liðanna endaði með 0-2 útisigri KR í 2. umferð. Þá voru það þeir Benoný Breki Andrésson og Kristinn Jónsson sem skoruðu mörkin.

Siggi Raggi aldrei unnið gegn KR
Óskar Ófeigur hjá Vísi vakti athygli á þeirri staðreynd að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, hefur aldrei unnið gegn uppeldisfélagi sínu sem þjálfari andstæðinganna.

Keflavík er í botnsæti deildarinnar og er án sigurs síðan í fyrstu umferð. Liðið hefur gert fimm jafntefli og tapað sex leikjum frá sigrinum gegn Fylki í opnunarleiknum.

Síðasti leikur liðsins var gegn Fylki og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli.

Grein Óskars Ófeigs
Fyrir leik
Elías Ingi með flautuna Elías Ingi Árnason er með flautuna í dag og honum til aðstoðar eru þeir Andri Vigfússon og Eðvarð Eðvarðsson. Kristinn Jakobsson er eftirlitsmaður KSÍ og Pétur Guðmundsson er fjórði dómari.
Fyrir leik
Spáir öruggum heimasigri Arnór Gauti Ragnarsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar, er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net. Hann spáir heimasigri.

KR 3 - 0 Keflavík
KR gerir óvænta breytingu og hendir sjókokknum honum Aroni Snæ í rammann og þeir halda í hreint lak. Ægir Jarl hendir í fullkomna þrennu og fagnar því með strumpanammi eftir leik.
Arnór Gauti
Fyrir leik
Byrjunarlið Keflavíkur Hjá Keflavík eru tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Fylki. Viktor Andri Hafþórsson og Edon Osmani, sem skoraði gegn Fylki, koma inn í liðið. Sindri Þór Guðmundsson og Jóhann Þór Arnarsson taka sér sæti á bekknum.

Leikurinn gegn Fylki endaði 1-1.
Fyrir leik
Byrjunarlið KR Ein breyting er á liði KR frá sigrinum gegn KA á laugardag. Sigurður Bjartur Hallsson, sem skoraði gegn KA, kemur inn fyrir Benoný Breka Andrésson sem tekur sér sæti á bekknum. Olav Öby, sem var í banni gegn KA, er á bekknum i kvöld. Aron Snær Friðriksson er áfram í marki KR og er Beitir Ólafsson varamarkvörður. Kristján Flóki Finnbogason er aftur ekki í hópnum hjá KR.

Það voru þeir Ægir Jarl og Sigurður Bjartur sem skoruðu mörkin í 2-0 sigrinum gegn KA.
Fyrir leik
Góða kvöldið Lesendur kærir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik KR og Keflavíkur í 13. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Meistaravöllum.
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Viktor Andri Hafþórsson ('62)
10. Dagur Ingi Valsson
18. Ernir Bjarnason ('85)
19. Edon Osmani ('85)
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('75)
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
2. Gabríel Máni Sævarsson
7. Gabríel Aron Sævarsson ('85)
16. Sindri Þór Guðmundsson ('62)
16. Guðjón Pétur Stefánsson ('85)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('75)
50. Oleksii Kovtun
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Ásgeir Orri Magnússon
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Dagur Ingi Valsson ('21)
Sindri Þór Guðmundsson ('93)

Rauð spjöld: