Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Besta-deild karla
Afturelding
64' 2
3
KR
Lengjudeild karla
Þróttur R.
LL 2
4
Grindavík
Besta-deild karla
Fram
LL 1
0
Vestri
Besta-deild karla
ÍBV
LL 0
0
KA
Lengjudeild karla
Þór
LL 2
4
Keflavík
Keflavík
0
1
Þór/KA
0-1 Tahnai Lauren Annis '32
04.07.2023  -  18:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Talsverður vindur þvert á völlinn, skýjað og hiti um 11 gráður
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Dominique Jaylin Randle
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
2. Madison Elise Wolfbauer
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Linli Tu
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('82)
13. Sandra Voitane ('64)
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('71)
17. Júlía Ruth Thasaphong
24. Anita Lind Daníelsdóttir
- Meðalaldur 5 ár

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('64)
13. Kristrún Blöndal
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('82)
77. Elfa Karen Magnúsdóttir
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic

Gul spjöld:
Sandra Voitane ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Sigur Þór/KA staðreynd. Vinnusigur í vindinum í Keflavík en þeir telja alveg jafn mikið og hinir.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Caroline í skotfæri eftir að Melissa kýlir boltann frá en setur boltann himinhátt yfir.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki þrjár mínútur.
88. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Amalía Árnadóttir (Þór/KA)
87. mín
Dröfn með fyrirgjöf frá hægri sem Linli Tu er fyrst á. Boltinn dettur dauður í markteignum fyrir fætur Þórhildar sem nær ekki að koma boltanum á markið.
85. mín
Keflavíkurliðið reynir og reynir en er ekki að takast að finna opnanir á liði Þór/KA. Sóknarleikur þeirra í dag verið mjög bitlaus að mestu.
84. mín
Inn:Iðunn Rán Gunnarsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
82. mín
Inn:Þórhildur Ólafsdóttir (Keflavík) Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
81. mín
Boltinn gengur liða á milli en hvorugt lið að skapa sér neitt sem heitið getur.
75. mín
Keflavík fær hornspyrnu. Þeirra fyrsta í leiknum og það eftir 75 mínútna leik.
71. mín
Inn:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Út:Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík)
69. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Út:Una Móeiður Hlynsdóttir (Þór/KA)
66. mín
Hulda Ósk að komast inn á teiginn hægra megin en varnarmenn stíga fyrir og koma boltanum í horn.

Hulda Björg alein eftir hornið og nær hörkuskalla en því miður fyrir hana beint í Veru í markinu.
64. mín
Inn:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík) Út:Sandra Voitane (Keflavík)
63. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
60. mín Gult spjald: Sandra Voitane (Keflavík)
Peysutog
55. mín
Keflavík komist í þrígang í hættulega stöðu núna síðustu mínútur en alltaf látið grípa sig í rangstöðu.
51. mín
Linli Tu sleppur í gegn, ein gegn Melissu en flaggið fer á loft. Réttilega til að halda því til haga.
50. mín
Þór/KA öflugri hér í upphafi síðari hálfleiks. Fá hér horn.
46. mín
Seinni hálfeikur hafinn
Gestirnir sparka þessum síðari hálfleik í gang.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík í tilþrifalitlum leik. Gestirnir spilað af skynsemi og uppskáru gott mark. Keflavík þarf að bæta í sóknarlega í síðari hálfleik ætli þær sér stigin þrjú.
39. mín
Keflavíkurliðið að auka sóknarþunga sinn en gengur erfiðlega að skapa færi.
34. mín
Sandra Voitane í dauðafæri.
Gott spil Keflavíkur úti til vinstri leiðir til fyrirgjafar frá Linli Tu yfir á fjærstöng þar sem Sandra mætir en setur boltann framhjá úr upplögðu marktækifæri.
32. mín MARK!
Tahnai Lauren Annis (Þór/KA)
Gestirnir taka forystuna!
Aukaspyrna inn á teiginn er skölluð aftur fyrir markið þar sem Tahnai Lauren rekur fram fótinn og kemur boltanum í netið.

VIð erum komin með mark og vonandi opnar það leikinn.
28. mín
Þetta er með allra rólegasta móti svona heilt yfir.

Liðin að fá ágætar stöður en hafa ekki náð að skapa sér afgerandi færi eða hættu við markið.
19. mín
Aníta Lind með bjartsýna tilraun beint úr aukaspyrnu lengst utan af kanti. Hittir á markið en Melissa með þetta allt á hreinu.
17. mín
Boltinn gengur liða milli á miðjum vellinum. Bæði lið virkilega þétt og gefa engin færi á sér.
9. mín
Fer rólega af stað hér. Stöðubarátta í fyrirrúmi á vellinum.
4. mín
Amalía Árnadóttir í hörkufæri eftir snarpa sókn. Sleppur innfyrir og lætur vaða af vítateigslínu en Vera ver glæsilega í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík, það eru heimakonur sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Dómarar
Helgi Ólafsson sér um flautuleikinn í leiknum. Honum til aðstoðar eru Sigurður Schram og Tomasz Piotr Zietal.

Ágúst Hjalti Tómasson er varadómari og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sveinsson.


Fyrir leik
Liðin að mætast í þriðja sinn þetta sumarið.
Liðin eru að mætast í þriðja sinn þetta sumarið. Fyrst var leikið á Akureyri í annari umferð deildarinnar þann 1.maí síðastliðinn. Þar hafði lið Keflavíkur 2-1 sigur í hörkuleik. Linli Tue kom liði Keflavíkur yfir eftir um hálftíma leik og þannig stóð í hálfleik. Sandra María Jessen jafnaði fyrir Þór/KA í byrjun síðari hálfleiks en það var síðan Sandra Voitane sem gerði sigurmark Keflavíkur eftir tæplega klukkustundar leik.

Liðin mættust svo í 16 liða úrslitum Mjólkutbikarsins í lok maí. Þar hafði Keflavík aftur sigur í þetta sinn 2-0 Sandra Voitane og Madison Elise Wolfbauer gerðu þar mörk Keflavíkur en bæði komu þau í síðari hálfleik.



Fyrir leik
Keflavík
Lið Keflavíkur er ekki minna í jó-jó hegðun en gestirnir þetta sumarið. Sjöunda sæti og tólf stig eru uppskeran að loknum tíu leikjum. Öflugar frammistöður og sigrar á sterkum liðum hafa litið dagsins ljós en að sama skapi hefur liðið átt afleita leiki inn á milli þar sem þær hafa ekki fundið fjölina sína.

Frammistöður liðsins hafa þó heilt yfir farið vaxandi það sem af er móti og stóra gulrót Keflavíkur þetta sumarið hlýtur að vera sæti í efri helming deildarinnar þegar mótinu verður skipt í haust.


Fyrir leik
Þór/KA
Sveiflukennt er orð sem er nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá Þór/KA það sem af er en liðið situr sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með sextán stig. Á sínum degi er liðið illviðráðanlegt líkt og topplið Breiðabliks getur vitnað um. Þess á milli hefur liðið þó dottið niður á lægra plan og tapað leikjum sem á eðlilegum degi það ætti ekki að gera.

Það er vonandi fyrir liðið að nú þegar seinni umferð mótsins er hafin að jafnvægi sé fundið í leik liðsins og þær bæti í og geri jafnvel atlögu að því að ógna toppliðum deildarinnar en aðeins fjögur stig eru í topplið Breiðabliks.


Fyrir leik
Fótbolti.net heilsar frá HS Orkuvellinum
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Þórs/KA í Bestu deild kvenna en flautað verður til leiks á HS Orkuvellinum klukkan 18
Byrjunarlið:
12. Melissa Anne Lowder (m)
Karen María Sigurgeirsdóttir
Una Móeiður Hlynsdóttir ('69)
3. Dominique Jaylin Randle
6. Tahnai Lauren Annis
7. Amalía Árnadóttir ('88)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('84)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
- Meðalaldur 11 ár

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
5. Steingerður Snorradóttir
17. Emelía Ósk Kruger ('88)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir ('84)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('69)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Diljá Guðmundardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: