
ÍA
2
1
Njarðvík

Viktor Jónsson
'37
1-0
Gísli Laxdal Unnarsson
'69
2-0
2-1
Oumar Diouck
'85
07.07.2023 - 19:15
Norðurálsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Stórkostlegar, sól,hægur vindur og um 17 gráðu hiti. Völlurinn lítur vel út
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Steinar Þorsteinsson
Norðurálsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Stórkostlegar, sól,hægur vindur og um 17 gráðu hiti. Völlurinn lítur vel út
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Steinar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
2. Hákon Ingi Einarsson
('61)

3. Johannes Vall
5. Arnleifur Hjörleifsson
9. Viktor Jónsson

10. Steinar Þorsteinsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson

17. Ingi Þór Sigurðsson
('61)

20. Indriði Áki Þorláksson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason
- Meðalaldur 27 ár
Varamenn:
4. Hlynur Sævar Jónsson
('61)

7. Ármann Ingi Finnbogason
('61)

22. Árni Salvar Heimisson
22. Jóhannes Breki Harðarson
24. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson
33. Arnór Valur Ágústsson
- Meðalaldur 22 ár
Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Daníel Þór Heimisson
Dino Hodzic
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Mario Majic
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
90. mín
Uppbótartími rennur upp. Lítið um tafir fyrir utan skiptingar. Skjótum á þrjár mínútur.
85. mín
MARK!

Oumar Diouck (Njarðvík)
Líflína fyrir Njarðvík.
Glæsimark frá Oumar sem fær boltann á miðjum vallarhelmingi ÍA keyrir svo í átt að marki uns hann nálgast vítateiginn. Þar lætur hann vaða af fítonskrafti og boltinn syngur í netinu algjörlega óverjandi fyrir Árna.

83. mín
Ármann Ingi í frábæru færi eftir sprett Gísla Laxdal en á eitt það versta skot sem ég hef séð. Nær fínum krafti í boltann sem fer svona því sem næst beint upp í loft og svífur í löngum boga útfyrir.
79. mín
Árni Marinó stálheppinn. Fær krefjandi sendingu til baka og er lengi að dútla með boltann. Oumar vinnur af honum boltann en dæmdur brotlegur.
78. mín
Skagamenn miklu líklegri. Ármann Ingi í þetta sinn með skotið en nær takmörkuðum krafti í það og Walid ver.
77. mín
Steinar Þorsteins með skot að marki eftir ágæta sókn heimamanna en boltinn framhjá markinu.
74. mín
Viktor Jóns skallar í slá
Hræðilegt samskiptaleysi í öftustu línu Njarðvíkur. Engin tekur ábyrgð á bolta sem skoppar í teignum sem gefur Viktori færi á að reka kollinn í boltann. Sem betur fer fyrir gestina smellur hann í slánni í stað þess að liggja í netinu,
Hræðilegt samskiptaleysi í öftustu línu Njarðvíkur. Engin tekur ábyrgð á bolta sem skoppar í teignum sem gefur Viktori færi á að reka kollinn í boltann. Sem betur fer fyrir gestina smellur hann í slánni í stað þess að liggja í netinu,
69. mín
MARK!

Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Frábært spil Skagamanna sem tæta í sundur vörn Njarðvíkur.
Arnór Smárason setur boltann í fætur á Viktori í D-boganum sem skilar honum út til hægri á Steinar sem leikur upp að endamörkum og lyftir boltanum yfir á fjær þar sem Gísli mætir og setur boltann í netið með þéttingsföstu skoti framhjá Walid.
Skagamenn skrefi nær fimmta sigrinum í röð
Arnór Smárason setur boltann í fætur á Viktori í D-boganum sem skilar honum út til hægri á Steinar sem leikur upp að endamörkum og lyftir boltanum yfir á fjær þar sem Gísli mætir og setur boltann í netið með þéttingsföstu skoti framhjá Walid.
Skagamenn skrefi nær fimmta sigrinum í röð

65. mín
Gisli með skot í stöng!
Fær boltann úti til vinstri leikur aðeins inn á völlinn en boltinn smellur í utanverðri stönginni og þaðan fer boltinn afturfyrir.
Fær boltann úti til vinstri leikur aðeins inn á völlinn en boltinn smellur í utanverðri stönginni og þaðan fer boltinn afturfyrir.
64. mín
Veðrið heldur áfram að gefa þetta kvöldið. Það er komið blankalogn á Skaganum. Algjört bongó.
60. mín
Njarðvíkingar eru að ógna. Óskar Atli með skot en setur boltann framhjá úr ágætu færi.
59. mín
Gult spjald: Kenneth Hogg (Njarðvík)

Einhverjar stympingar á vellinum og Hogg fær að líta gula spjaldið.
58. mín
Gísli Laxdal með hörkuskot eftir snarpa sókn ÍA en Walid með góða vörslu og heldur boltanum.
56. mín
Indriði Áki með skalla að marki eftir aukaspyrnu Arnórs Smára frá hægri en hittir ekki markið.
50. mín
Rafael Victor í fínasta færi eftir langan bolta fram völlinn. Varnarmenn hörfa undan boltanum sem hann nýtir sér og lætur vaða en beint á Árna fer boltinn.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Oddur flautar strax í kjölfarið til hálfleiks.
Staðan sanngjörn frá mínum bæjardyrum séð. Skagamenn ógnað marki Njarðvíkur mun meira í hálfleiknum en öfugt.
45 mínútur eftir og verður fróðlegt að sjá hvernig síðari hálfleikur mun þróast.
Staðan sanngjörn frá mínum bæjardyrum séð. Skagamenn ógnað marki Njarðvíkur mun meira í hálfleiknum en öfugt.
45 mínútur eftir og verður fróðlegt að sjá hvernig síðari hálfleikur mun þróast.
45. mín
Rafael Victor í fínum séns í teig ÍA eftir undirbúning Junior en setur boltann í varnarman og afturfyrir.
Hætta í þéttum pakka eftir hornið en boltinn lekur framhjá stönginni.
Hætta í þéttum pakka eftir hornið en boltinn lekur framhjá stönginni.
44. mín
Gísli Laxdal að sleppa einn í gegn en nær ekki að leggja boltann almennilega fyrir sig. Gefur Walid tíma til að mæta vel út og verja frá honum.
41. mín
Oumar Diouck með tíma og pláss fyrir framan teig ÍA. Lætur vaða talsvert frá marki og nær engum krafti í skot sitt sem endar í öruggum höndum Árna í markinu.
38. mín
Joao Ananias Jordao Junior vinnur boltann hátt á vellinum og lætur bara vaða.
Þvingar Árna Marinó í vörslu sem gerir vel og slær boltann í horn.
Þvingar Árna Marinó í vörslu sem gerir vel og slær boltann í horn.
37. mín
MARK!

Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Svarið er já!
Steinar teiknar boltann beint á ennið á Viktori sem rís hæst í markteignum og skallar boltann í netið. Má alveg setja spurningarmerki við varnarleik Njarðvíkur en tökum ekkert af Viktori og Steinari sem gerðu sitt af stakri prýði.
Steinar teiknar boltann beint á ennið á Viktori sem rís hæst í markteignum og skallar boltann í netið. Má alveg setja spurningarmerki við varnarleik Njarðvíkur en tökum ekkert af Viktori og Steinari sem gerðu sitt af stakri prýði.

36. mín
Kenneth Hogg reynir skotið af 20 metrum eftir sendingu frá Diouck en setur boltann tiltölulega beint á Árna Marinó í markinu sem þarf ekki mikið að hafa fyrir hlutunum og handsamar boltann.
33. mín
Gísli Laxdal lætur vaða frá vítateigshorni hægra megin en boltinn í varnarmann og afturfyrir.
Hornspyrnan skilar engu.
Hornspyrnan skilar engu.
31. mín
Aftur Njarðvík.
Rafael Victor í ágætu skotfæri við vítateiginn úti til vinstri en setur boltann yfir.
Vantar mörkin en þetta hefur verið ágætlega fjörugt þennan fyrsta hálftíma.
Rafael Victor í ágætu skotfæri við vítateiginn úti til vinstri en setur boltann yfir.
Vantar mörkin en þetta hefur verið ágætlega fjörugt þennan fyrsta hálftíma.
30. mín
Alex Bergmann fyrstur á boltann eftir hornið en nær ekki að stýra skallanum að marki.
29. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu á prýðisstað til fyrirgjafar.
McAusland er eflaust sárt saknað í teignum.
McAusland er eflaust sárt saknað í teignum.
25. mín
Gult spjald: Oumar Diouck (Njarðvík)

Stöðvar skyndisókn og uppsker réttilega gult spjald fyrir vikið.
23. mín
Steinar Þorsteinsson í þetta sinn í færi fyrir Skagamenn í teignum en varnarmenn henda sér fyrir og koma boltanum í horn.
Ekkert kemur upp úr horninu.
Ekkert kemur upp úr horninu.
20. mín
Johannes Vall með hörkuskalla eftir fyrirgjöf frá Inga Þór en setur boltann framhjá.
Heimamenn miklu líklegri en vantar þennan fræga herslumun.
Heimamenn miklu líklegri en vantar þennan fræga herslumun.
17. mín
Skagamenn sækja á ný. Arnleifur með skotið en setur boltann framhjá frá vítateigslínu. Margir menn fyrir framan hann en þeir fiska sem róa.
16. mín
Indriði Áki með skemmtilega tilraun í teignum eftir aukaspyrnu frá vinstri væng. Reynir hálfgerða bakfallsspyrnu en nær ekki að koma boltanum á markið.
11. mín
Hugsaði ekki út í það fyrr en nú að Rafael Victor væri í liði Njarðvíkur en Arnar Hallsson lét hafa það eftir sér í viðtali við Fótbolta.net að hann væri að öllum líkindum búinn að leika sinn síðasta leik fyrir liðið. Svo er þó ekki og hann er hér á vellinum.
10. mín
Rafael Victor!
Nær fínasta skalla að marki eftir fyrirgjöf frá hægri en boltinn framhjá markinu.
Nær fínasta skalla að marki eftir fyrirgjöf frá hægri en boltinn framhjá markinu.
7. mín
Viktor Jónsson í dauðafæri en gestirnir bjarga á línu!
Ingi Þór Sigurðsson kemst upp að endamörkum hægra megin og leggur boltann út í markteiginn þar sem Viktor mætir en setur boltann beint í bringu varnarmanns sem stendur á línunni. Viktor fær boltann á ný og reynir aftur en aftur komast varnarmenn fyrir og bægja hættunni frá.
Væri fróðlegt að sjá xg tölfræði þessa atviks.
Ingi Þór Sigurðsson kemst upp að endamörkum hægra megin og leggur boltann út í markteiginn þar sem Viktor mætir en setur boltann beint í bringu varnarmanns sem stendur á línunni. Viktor fær boltann á ný og reynir aftur en aftur komast varnarmenn fyrir og bægja hættunni frá.
Væri fróðlegt að sjá xg tölfræði þessa atviks.
5. mín
Skagamenn sækja meira hér í upphafi og halda boltanum vel.
Arnór Smárason tekur boltann niður í teignum eftir fyrirgjöf frá Johannes Vall en flaggið fer á loft.
Arnór Smárason tekur boltann niður í teignum eftir fyrirgjöf frá Johannes Vall en flaggið fer á loft.
1. mín
Það er auðvitað vert að minnast á fyrir leik að Robert Blakala stendur ekki í marki Njarðvíkur í kvöld þar sem hann tekur út fyrri leik af tveimur í leikbann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar á dögunum.
Þá er Haukur Andri Haraldsson ekki með liði ÍA en hann stendur í ströngu með u-19 ára landsliði Íslands í úrslitakeppni EM sem fram fer á Möltu.
Þá er Haukur Andri Haraldsson ekki með liði ÍA en hann stendur í ströngu með u-19 ára landsliði Íslands í úrslitakeppni EM sem fram fer á Möltu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í sól og blíðu á Akranesi. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Ertu á leið á völlinn?
Kjöraðstæður til þess að renna á Norðurálsvöllinn og horfa á þennan leik og sóla sig í leiðinni. Vissara að bera aðeins á sig fyrst og muna eftir sólgleraugum.
Kjöraðstæður til þess að renna á Norðurálsvöllinn og horfa á þennan leik og sóla sig í leiðinni. Vissara að bera aðeins á sig fyrst og muna eftir sólgleraugum.
Fyrir leik
Tríóið
Gunnari Oddi Hafliðasyni er falið það verkefni að dæma leik kvöldsins hjá okkur. Honum til aðstoðar eru Þórður Arnar Árnason og Smári Stefánsson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Skúli Freyr Brynjólfsson.
Gunnari Oddi Hafliðasyni er falið það verkefni að dæma leik kvöldsins hjá okkur. Honum til aðstoðar eru Þórður Arnar Árnason og Smári Stefánsson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Skúli Freyr Brynjólfsson.

Fyrir leik
Fyrri viðureignir frá aldamótum
Sex sinnum hafa liðin leikið sín á milli frá aldamótum.
Skagamenn hafa þar borið sigur úr býtum alls fjórum sinnum, einum leik hefur lokið með jafntefli og Njarðvík haft sigur einu sinni.
Markatalan úr leikjunum sex er 12-8 Skagamönnum í vil.
Sex sinnum hafa liðin leikið sín á milli frá aldamótum.
Skagamenn hafa þar borið sigur úr býtum alls fjórum sinnum, einum leik hefur lokið með jafntefli og Njarðvík haft sigur einu sinni.
Markatalan úr leikjunum sex er 12-8 Skagamönnum í vil.
Fyrir leik
ÍA
Skagamenn fóru mjög rólega af stað í mótinu þetta árið. Svo mjög svo reyndar að menn voru farnir að ræða stöðu Jóns Þórs þjálfara þeirra og jafnvel slá því föstu að Skagamenn væru í þreifingum við aðra þjálfara. Ekkert meira hefur heyrst þó af slíkum sögusögnum enda hafa Skagamenn rétt úr kútnum og vel það. Sitja sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig, sex stigum á eftir toppliði Aftureldingar.
ÍA er á góðu "rönni" og hefur liðið unnið fjóra leiki í röð og eflaust staðráðnir í að bæta þeim fimmta í safnið og freista þess að halda í við topplið Aftureldingar og Fjölni sem sitja í efstu tveimur sætum deildarinnar.
Skagamenn fóru mjög rólega af stað í mótinu þetta árið. Svo mjög svo reyndar að menn voru farnir að ræða stöðu Jóns Þórs þjálfara þeirra og jafnvel slá því föstu að Skagamenn væru í þreifingum við aðra þjálfara. Ekkert meira hefur heyrst þó af slíkum sögusögnum enda hafa Skagamenn rétt úr kútnum og vel það. Sitja sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig, sex stigum á eftir toppliði Aftureldingar.
ÍA er á góðu "rönni" og hefur liðið unnið fjóra leiki í röð og eflaust staðráðnir í að bæta þeim fimmta í safnið og freista þess að halda í við topplið Aftureldingar og Fjölni sem sitja í efstu tveimur sætum deildarinnar.

Fyrir leik
Njarðvík
Nýliðar Njarðvíkur ætluðu sér mikið á þessu tímabili í Lengjudeildinni en minna hefur orðið úr því en vonast var eftir. Tíunda sætið með sjö stig er hlutskipti þeirra að loknum níu umferðum sem er eflaust langt frá markmiðum þeirra.
Það er þó gríðarlega mikið eftir af mótinu og Arnar Hallsson og hans lærisveinar eflaust staðráðnir í því að snúa gengi liðsins við og fara að setja stig á töfluna.Verkefni dagsins er þó gríðarlega verðugt og verður fróðlegt að sjá hvernig Njarðvíkingar takast á við sjóðheita Skagamenn á Akranesi.
Nýliðar Njarðvíkur ætluðu sér mikið á þessu tímabili í Lengjudeildinni en minna hefur orðið úr því en vonast var eftir. Tíunda sætið með sjö stig er hlutskipti þeirra að loknum níu umferðum sem er eflaust langt frá markmiðum þeirra.
Það er þó gríðarlega mikið eftir af mótinu og Arnar Hallsson og hans lærisveinar eflaust staðráðnir í því að snúa gengi liðsins við og fara að setja stig á töfluna.Verkefni dagsins er þó gríðarlega verðugt og verður fróðlegt að sjá hvernig Njarðvíkingar takast á við sjóðheita Skagamenn á Akranesi.

Byrjunarlið:
12. Walid Birrou Essafi (m)
2. Alex Bergmann Arnarsson
3. Sigurjón Már Markússon
4. Óskar Atli Magnússon
('80)

6. Gísli Martin Sigurðsson
('72)

7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg

9. Oumar Diouck


11. Rafael Victor
14. Oliver Kelaart
('80)

24. Hreggviður Hermannsson
('72)
- Meðalaldur 32 ár

Varamenn:
18. Luqman Hakim Shamsudin
22. Magnús Magnússon
('80)

23. Viðar Már Ragnarsson
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson
('72)

25. Kristófer Snær Jóhannsson
('80)

28. Hilmir Vilberg Arnarsson
('72)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Arnar Freyr Smárason
Jón Orri Sigurgeirsson
Sigurður Már Birnisson
Mikael Máni Hjaltason
Tómas Þórisson
Gul spjöld:
Oumar Diouck ('25)
Kenneth Hogg ('59)
Rauð spjöld: