Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Fram
0
1
Breiðablik
0-1 Ágúst Eðvald Hlynsson '2
Delphin Tshiembe '48
14.07.2023  -  20:15
Framvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Ljómandi fínar fyrir góðan fótboltaleik
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Ágúst Eðvald Hlynsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson ('68)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('78)
7. Aron Jóhannsson
8. Albert Hafsteinsson ('68)
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Adam Örn Arnarson ('78)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('52)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('52)
4. Orri Sigurjónsson
9. Þórir Guðjónsson ('78)
11. Magnús Þórðarson ('68)
15. Breki Baldursson ('68)
16. Viktor Bjarki Daðason
22. Óskar Jónsson ('78)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Fred Saraiva ('42)
Tryggvi Snær Geirsson ('55)
Már Ægisson ('88)

Rauð spjöld:
Delphin Tshiembe ('48)
Leik lokið!
Alvöru þrjú stig í pokann hjá Breiðablik í dag og alls ekki auðveld. Sanngjarn sigur að mínu mati. Skýrsla og viðtöl á leiðinin!
95. mín
Blikarnir fá horn hérna alveg í blálokin. Þetta virðist vera að fjara út í sandinn fyrir Fram
94. mín
Ólafur Íshólm valinn Framari leiksins! Get tekið undir það, hann hefur verið mjög góður í dag.
93. mín
Litli hitinn í þessum leik! Blikarnir fá horn eftir að skot frá Höskuldi fer í varnarmann og aftur fyrir.
92. mín
Magnús Þórðar fær langan bolta inn fyrir vörn Blika og er kominn í kapphlaup við Viktor Örn um boltann. Viktor Örn hinsvegar pakkar honum saman í þessum spretti og bjargar hugsanlega marki fyrir Breiðablik!
92. mín
Stuðningsmenn Fram taka við sér í stúkunni!
90. mín
Minnsta lagi 5 mínútur í uppbótartíma. Fáum við dramartík?????
89. mín
Víti?! Anton Ari tæpasta vaði þegar hann fær pressu á sig frá Magnúsi Þórðar. Anton missir af boltanum og tekur hugsanlega Magnús niður. Það er allt vitlaust hérna í Úlfarsárdalnum!
88. mín Gult spjald: Már Ægisson (Fram)
Brýtur á sér þegar Blikarnir hefja skyndisókn
86. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
85. mín
Aron Jó kemur með langan bolta inn á teiginn hjá Breiðablik og þá myndast mikið klafs inni á teignum hjá Breiðablik. Boltinn berst síðan út í teig á Hlyn Atla sem á hræðilegt skot langt framhjá
84. mín
Ná Framarar að jafna einum manni færri eða bæta Blikarnir við. Mér finnst seinni möguleikinn líklegri en ég finn lykt af marki
82. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Alexander Helgi búinn að vera mjög flottur í dag!
81. mín
Anton Logi sendir Jason einan í gegn á móti Ólafi en Ólafur ver meistaralega. Síðan fer flaggið hjá AD2 á loft. Engu að síður var þetta frábærlega varið hjá Ólafi!
79. mín
Alexander Helgi með skotið sem fer rétt framhjá markinu
78. mín
Blikarnir að fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig framara!
78. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
78. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Adam Örn Arnarson (Fram)
77. mín
Vááááá!! Guðmundur Magnússon með grjórharða tilraun nánast frá miðju!

Framarar hreinsa boltanum í burtu eftir sókn Blika og Oliver missir boltann aftur fyrir sig. Gummi er þá kominn einn á einn gegn Arnóri en hann reynir skotið nánast frá miðju þar sem hann sér að Anton stendur framarlega í markinu. Boltinn virtist vera á leiðinni inn við fyrstu sín en fer þó rétt framhjá markinu.
76. mín
Hlynur Atli skallar boltanum í burtu
76. mín
Blikarnir að fá horn!
75. mín
Það er bara svindl að vera með svona góðan bekk eins og Blikarnir eru með í dag. Varamennirnir bara aukið yfirburðina hjá Breiðablik!
72. mín
Jason verður að gera betur Ágúst Eðvald með stór hættulegan bolta fyrir sem Jason Daði fær. Hann reynir skot í fyrsta í loftinu en hittir boltann hræðilega.
70. mín
Höskuldur, sem er nýkominn inn á, tekur hornið á fjærstöngina og finnur Viktor Örn sem skallar í átt að markinu en Framararnir koma boltanum í burtu.
69. mín
Blikarnir taka hornið en Framarar skalla boltann í annað horn
68. mín
Inn:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Klæmint Olsen (Breiðablik)
68. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
68. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
68. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
68. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
67. mín
Klæmint Olsen með skot fyrir utan teig sem Ólafur ver meistaralega í horn!
65. mín
Viktor Karl kemur með fyrirgjöf á Klæmint Olsen sem skallar boltann rétt yfir markið.
63. mín
Dauðafæri! Þá neglir Anton boltanum upp völlin og Blikarnir bruna í sókn. Mér sýndist það vera Anton Logi sem senti þá Gísla einan í gegn en Gísli setur boltan framhjá! Dauðafæri sem fyrirliðin var að fá!
62. mín
Hörkufæri hjá Fram! Góð sókn hjá Fram!

Gummi Magg kemur boltanum í gegn á Albert sem sendir boltann aftur út í teig en engin nær til boltans. Boltinn fer þá út á Már Ægis sem tekur fast skot beint á Anton
59. mín
Davíð Ingvars kemur með góðan bolta á Viktor sem fer framhjá tveimur varnarmönnum Fram og tekur skotið sem fer í Hlyn og Framarar hreinsa boltanum í burtu. Leikurinn er í eign Blika þessa stundina.
58. mín
Alexander Helgi liggur niðri og heldur utan um bakið á sér. Elías stoppar leikinn en Alexander stendur fljótlega aftur upp og leikurinn fer í gang á ný.
56. mín Gult spjald: Klæmint Olsen (Breiðablik)
Fer upp í skallaeinvígi við Hlyn Atla og brýtur á sér. Ég sá ekkert brot í þessu og hvað þá spjald. Blikarnir allt annað en sáttir.
55. mín Gult spjald: Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Gísli vann boltann og keyrir með hann upp völlinn. Þá mætir hann Tryggva sem sparkar hann niður við d-bogann á teig Framara!
54. mín
Ég býst við því að Blikarnir verði með ca 90% possesion það sem eftir er af þessum leik.
52. mín
Inn:Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
Sóknamaður út, varnarmaður inn. Skynsamleg skipting hjá Nonna
48. mín Rautt spjald: Delphin Tshiembe (Fram)
Klaufalegra verður það ekki!

Delphin er aftasti maður Fram og fær boltann í lappirnar. Gísli Eyjólfs setur pressu á hann og Delphin er bara alltof lengi á boltanum. Það endar með því að hann tapar boltanum og missir Gísla aftur fyrir sig. Delphin togar Gísla harkalega niður og Elías Ingi þurfti smá tíma í að hugsa málið en þetta var aldrei spurning.

Klaufalegt hjá Delphin og Framarar komnir í brekku!
46. mín
Leikur hafinn
Þá fer þetta í gang á ný!
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Elías í flautuna sína og það er kominn hálfleikur. Líklega bara sanngjörn niðurstaða. Gísli Eyjólfs fer yfir málin með dómurum leiksins þegar þeir ganga til búingsherbergja.
45. mín
Kominn uppbótartími +3
45. mín
Léleg spyrna Spyrnan er laus frá Viktori Karli og Ólafur grípur boltann.
42. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
Gamalt brot. Líklega var það hann sem sló óvart í andlitið á Alexanderi.
42. mín
Alexander Helgi liggur eftir á vallarhelmingi Breiðabliks. Þetta lítur alls ekki vel út þar sem hann hefur legið lengi niðri.
41. mín
Hornið er tekið stutt sem endar með því að Oliver Stefáns skallar boltann framhjá.
40. mín
Blikarnir fá horn eftir að Tiago tapar boltanum á hræðilegum stað
37. mín
Fred tekur spyrnuna sem er ekki nægilega góð og Blikarnir ná að hreinsa
36. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Fyrsta gula spjaldið fer á loft fyrir dýfu! Framarar fá aukaspyrnu á fínum stað fyrir fyrirgjöf. Ágúst alveg brjálaður en Framarar fagna eins og þeir hafi skorað.
34. mín
Framarar ógna og ógna. Adam með tvo fína bolta fyrir sem Framarar eru ekki að nýta sér. Það vantar miklu meiri grimmd í Framarana!
32. mín
Fyrsta alvöru færi Framara í dag! Delphin vinnur boltann við vítateig Framara og kemur með geggjaða sendingu á Gumma Magg sem setur Aron Jó í gegn. Aron og Tiago voru þá skyndilega komnir 2 á 1 en Aron endar sóknina á hræðilegu skoti.
30. mín
Leikurinn kominn aftur í gang!
28. mín
Veggurinn kemur til bjarga! Ágúst Eðvald tekur spyrnuna sem Gummi skallar frá í veggnum og heldur utan um hausinn sinn og þarf aðhlynningu.
27. mín
Brotið á Antoni Loga við d-bogann á teig Framara!
26. mín
Varnarleikur Framara í tómu tjóni... Gísli Eyjólfs fær allan tímann í heiminum til þess að labba í gegnum varnarlínu Framara og skjóta. Skotið var hinsvegar slappt og varið hjá Ólafi.

Þessi varnarleikur var ekki upp á marga fiska.
25. mín
Flott samspil hjá Adami og Tryggva sem endar með skoti frá Tryggva hátt yfir mark Blika.
23. mín
Tiago með aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika úti vinstra meginn sem endar með fyrirgjöf í gegnum alla og rétt framhjá. Þarna þurfa Framararnir að vera grimmari!
20. mín
Hvað var Már að hugsa?! Már Ægis hársbreidd frá því að skora klaufalegt sjálfsmark!!

Blikarnir koma með einn langan inn fyrir sem Már ætlar að kassa niður á Ólaf í markinu. Ólafur var hinsvegar kominn langt út úr markinu þegar Már kassar hann niður. Már nær hinsvegar hlaupa að markslínu og bjargar sjálfum sér.

Ég heyrði í Ólafi Íshólm kalla hérna uppi í blaðamannastúku. Þetta hefði verið algjört sprellimark!
12. mín
Þeir taka aftur stutt sem endar með lélegri fyrirgjöf og Framarar ná að hreinsa.
11. mín
Ólafur Íshólm virkar eitthvað off... Ólafur Íshólm í allskonar veseni með þessi skot frá Ágústi í kvöld! Núna tekur Ágúst skot á svipuðum stað og áðan sem fer beint á Ólaf. Ólafur missti boltann út í teiginn og Delphin þurfti að hreinsa í horn.
10. mín
Blikarnir hafa stjórnað fyrstu 10 mínútunum hérna og verið mun betri aðilinn sem kemur svosem ekkert á óvart.
7. mín
Ágúst og Viktor Karl taka hornið stutt sem endar með því að Framararnir ná að hreinsa frá.
6. mín
Blikar að fá horn! Blikarnir spila mjög þæginlega út frá markinu sem endar með skoti frá Ágústi rétt fyrir utan vítateig Framara sem Ólafur ver í horn með herkju!
2. mín MARK!
Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Stoðsending: Alexander Helgi Sigurðarson
Gestirnir komnir yfir!!!! Ég er ennþá að átta mig á þessu öllu saman!

Framararnir tapa boltanum á klaufalegum stað og vilja fá brot. Alexander Helgi kemur þá með geggjaða stungu sendingu inn fyrir á Ágúst Eðvald sem setur boltann í netið framhjá Ólafi í markinu. Framarar vildu rangstöðu en flaggið fór aldrei á loft. Sýndist það vera Klæmint sem var fyrir innan en ekki Ágúst.

Ennþá halda Framarar áfram að fá á sig klaufaleg mörk!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Elías Ingi flautar í flautu sína og heimamennirnir koma okkur í gang!
Fyrir leik
Þetta fer að bresta á! Liðin ganga þá til vallar og klappa í átt að áhorfendum þegar Besta stefið ómar í tækjunum hér í Úlfarsárdalnum.
Fyrir leik
Damir ekki í hóp Damir Muminovic, varnamaður Breiðabliks, er ekki í hóp í kvöld. Þetta er að öllum líkindum meiðsli sem eru að hrjá hann en vonandi verður í lagi með hann fyrir leikinn gegn Shamrock Rovers á þriðjudaginn!

Fyrir leik
Byrjunarliðin! Þá eru byrjunarliðin komin í hús. Eins og lang flestir hefðu kannski gikað á að þá gera Blikarnir allt að sex breytingar á sínu liði frá leiknum í Írlandi. Inn í liðið koma Arnór Sveinn, Alexander Helgi, Anton Logi, Ágúst Eðvald, Davíð Ingvars og Óliver Stefáns. Þeir sem byrjuðu gegn Shamrock Rovers og byrja ekki í dag eru Damir, Höskuldur, Andri Rafn, Jason Daði, Kristinn Steindórs og Óliver Sigurjóns.

Fram gerir þó einungis tvær breytingar frá tapinu í Eyjum. Inn í liðið koma þeir Tryggvi Snær og Már Ægisson fyrir Óskar Jónsson og Orra Sigurjónsson. Orri hefur verið að gíma við einhver meiðsli í vikunni veit ég.


Fyrir leik
Sú allra besta! Eins og staðan er í dag lítur taflan í Bestu deildinni svona út:

1. Víkingur R. - 38 stig
2. Valur - 32 stig
3. Breiðablik - 27 stig
4. FH - 21 stig
5. KR - 19 stig
6. HK - 17 stig
------------------------
7. KA - 17 stig
8. ÍBV - 16 stig
9. Stjarnan - 14 stig
10. Fram - 14 stig
11. Fylkir - 12 stig
12. Keflavík - 9 stig

Síðan eiga nokkur lið leiki til góða. Stjarnan er t.d. búið að spila 13 leiki en Víkingur R. og Fylkir hafa spilað 15 leiki. Bæði Fram og Breiðablik hafa spilað 14 leiki og er þetta því 15. leikurinn þeirra í deildinni í sumar.


Fyrir leik
Risatíðindi! Núna er ljóst að Alex Freyr er ekki á leiðinni til baka í Fram eftir að hafa verið ósáttur með spilatímann sinn í Breiðablik. Alex Freyr var mikið orðaður við Fram en einhverjar sögur segja að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, hafi komið í veg fyrir félagskiptin. Það verður áhugavert að heyra í bæði Jóni og Óskari varðandi félagskiptin eftir leik.


Fyrir leik
Dómarateymið Elías Ingi Árnason fær það skemmtilega verkefni að dæma þennan leik í kvöld. Honum til aðstoðar verða Bryngeir Valdimarsson og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage. Ívar Orri Kristjánsson er varadómari kvöldsins en Jón Magnús Guðjónsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Skemmtileg staðreynd: Elías Ingi dæmdi seinasta leikinn milli þessara liða sem endaði með 5-4 sigri Blika.

Tölfræði Elías Inga í Bestu deildinni í sumar:
Leikir: 4
Gul spjöld: 20
Rauð spjöld: 1
Dæmdar vítaspyrnur: 0

Fyrir leik
Framarar með tök á Blikunum í gegnum tíðina Fram og Breiðablik hafa mæst á vegum KSÍ í allt að 72 skipti en Framarar hafa unnið fleiri leiki í þessum viðureignum heldur en Blikarnir. Markatalan í í þessum viðureignum er 122-107 einnig Fram í vil.

Breiðablik sigur: 21
Jafntefli: 18
Fram sigur: 33

Seinast þegar liðin mættust endaði sá leikur 5-4 fyrir Breiðablik þegar Klæmint Olsen skoraði alveg í blálokin og gulltrygði sigurinn fyrir Breiðablik. Einn af leikjum tímabilsins engin spurning og ég á bara von á svipaðri veislu hér í kvöld!

Hér eru svipmyndir frá 9 marka leiknum í 4. umferð.

Fyrir leik
Framarar í harðri baráttu í deildinni Seinasti leikur Framara fór fram í Eyjum en þar töpuðu þeir sanngjarnt 1-0 eftir erfiðan leik. Í leiknum þar á undan unnu þeir góðan og mikilvægan 3-2 heimasigur á HK. Ná þeir að vinna hitt Kópavogsliðið í kvöld?



Það sem hefur kannski einkennt Framarana í sumar er mörk. Það er aðeins eitt lið sem hefur fengið á sig fleiri mörk en Fram en þeir eru einnig stórhættulegir fram á við sem bjargar þeim oft á tíðum. Framarar hafa einungis tapað tveimur leikjum í sumar á heimavelli í 7 leikjum og unnið fjóra. Þeir hafa enn ekki unnið á útivelli í sumar.

Framararnir eru í 10. sæti í Bestu deildinni eins og staðan er núna en með sigri geta þeir farið alla leið upp í 7. sætið og jafnvel í 6. sætið ef sigurinn verður nógu stór.


Fyrir leik
Blikarnir komnir á sigurbraut í deildinni Eftir að Blikarnir duttu út úr bikarnum á dögunum var það ljóst að eina leiðin fyrir þá að vinna titil á árinu væri að vinna deildina aftur. Breiðablik eru 11 stigum á eftir Víkingum sem eru á toppnum en eiga þó leik til góða. Ef þeir ætla að eiga séns á því að verja skjöldin í ár er ljóst að þrjú stig í kvöld eru nauðsynleg svo vægt sé til orða tekið. Blikarnir unnu stóran og góðan 5-1 sigur í seinasta deildarleik gegn Fylki sem reyndist fyrsti deildarsigur Blikanna í yfir mánuð. Blikarnir líta eflaust á þennan leik sem skyldusigur.


Fyrir leik
Stutt á milli leikja hjá Breiðabliki Eins og flestir fótboltaunendur vita að þá eru Blikarnir í miðju Meistaradeildareinvígi við Shamrock Rovers. Blikarnir eru 1-0 yfir í því einvígi en það verður áhugavert að sjá hvort Óskar Hrafn muni gera einhverjar breytingar á liðinu. Það er svo sannarlega stutt á milli leikja hjá Breiðablik þessa daganna. 3 leikir á 7 dögum!


Fyrir leik
Föstudagskvöld í Úlfarsárdalnum! Heil og sæl ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu úr leik Fram og Breiðabliks í efstu deild karla. Leikurinn fer fram á heimavelli Framara í Úlfarsárdalnum. Alvöru föstudagsleikur sem hefst klukkan 20:15. Þetta verður veisla!


Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('86)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('82)
8. Viktor Karl Einarsson ('68)
11. Gísli Eyjólfsson ('68)
13. Anton Logi Lúðvíksson
18. Davíð Ingvarsson
20. Klæmint Olsen ('68)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
28. Oliver Stefánsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('82)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('68)
10. Kristinn Steindórsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('68)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('68)
30. Andri Rafn Yeoman ('86)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Ágúst Eðvald Hlynsson ('36)
Klæmint Olsen ('56)

Rauð spjöld: