
KA
2
0
Connah's Quay Nomads

Hallgrímur Mar Steingrímsson
'60
1-0
Daníel Hafsteinsson
'82
2-0
13.07.2023 - 18:00
Framvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Antoine Paul Chiaramonti (Andorra)
Áhorfendur: 930
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Framvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Antoine Paul Chiaramonti (Andorra)
Áhorfendur: 930
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson

10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
('92)


11. Ásgeir Sigurgeirsson
('70)

14. Andri Fannar Stefánsson
('70)

22. Hrannar Björn Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson
('59)

29. Jakob Snær Árnason
('59)

30. Sveinn Margeir Hauksson
- Meðalaldur 32 ár
Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
('59)

3. Dusan Brkovic
8. Pætur Petersen
('59)

8. Harley Willard
('92)

9. Elfar Árni Aðalsteinsson
('70)

21. Mikael Breki Þórðarson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
37. Harley Willard
44. Valdimar Logi Sævarsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
('70)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Ívar Arnbro Þórhallsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA sigrar 2-0 í kvöld! Frábær sigur fyrir norðanmenn og þeir fara með góða forystu í seinni leikinn.
Takk fyrir mig í kvöld og viðtöl og skýrsla kemur seinna í kvöld.
Takk fyrir mig í kvöld og viðtöl og skýrsla kemur seinna í kvöld.
92. mín
Gult spjald: Callum Morris (Connah's Quay Nomads)

Mjög pirraður og er eitthvað að atast í Birgi.
90. mín
Sveinn vinnur boltan hátt upp á velli og setur boltan á Grímsa sem tekur skotið en í þetta skipti fer þessi negla langt framhjá.
87. mín
Gult spjald: Declan Poole (Connah's Quay Nomads)

Gerðist eitthvað við hornfánan sem ég sá ekki.
85. mín
Gult spjald: Michael Wilde (Connah's Quay Nomads)

Stekkur upp í skallaeinvígi með Ívari en setur hendina í andlitið á honum.
82. mín
MARK!

Daníel Hafsteinsson (KA)
2-0!!! Núna líður norðanmönnum vel með útileikinn
Aukaspyrna fyrir KA við hornfánan og Grímsi setur boltan inn í teig. Gestirnir skalla frá en þar lúrir Danni og hamrar boltann niður í fjær hornið!
Koma KA!!!!
Koma KA!!!!
80. mín
Aukaspyrna á mjög hættulegum stað fyrir gestina, Sveinn Margeir gerðist brotlegur en þetta var ódýrt!
Declan Poole tók spyrnuna en hún var laus og frekar hátt yfir.
Declan Poole tók spyrnuna en hún var laus og frekar hátt yfir.
79. mín
Lúmskt skot frá Pætur sem tekur 180° snúning og lætur vaða en skotið aðeins of laust og Firth ver.
77. mín
Aftur hættuleg fyrirgjöf frá Declan Poole, þessi var nálægt því að fara í slánna og svo einhvert en við rétt sluppum við það.
76. mín
Fín sending inn á teig hjá KA og Elfar er nálægt því að ná skallanum. Við fáum hinsvegar horn. Sem ekkert kemur upp úr.
71. mín

Inn: Aron Williams (Connah's Quay Nomads)
Út:Joshua Williams (Connah's Quay Nomads)
71. mín

Inn: Michael Wilde (Connah's Quay Nomads)
Út: Harry Franklin (Connah's Quay Nomads)
71. mín

Inn: Callum Morris (Connah's Quay Nomads)
Út: Noah Edwards (Connah's Quay Nomads)
68. mín
Pætur í frábærri stöðu
Það kemur langi bolti fram og Pætur getur hlaupið bara beint á markið, hann hikar hinsvegar of mikið og nær bara fyrirgjöf í varnarmann og færið rennur út í sandinn.
65. mín
Þarna skall hurð nærri hælum
Declan Pool er á hægri kantinum og reynir fyrirgjöf sem fer framhjá öllum og er hársbreidd frá því að fara bara stöngina og inn, en fór framhjá.
60. mín
MARK!

Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
VÁÁÁÁÁ ÞVÍLÍK NEGLA!!!
Grímsi reynir sendingu inn á teig sem er tækluð frá en fer beint aftur til hans. Hann er ekki í jafnvægi en nær einhvernvegin þrumu skoti utanfótar sem siglir gull fallega í fjær hornið.
KA leiðir!!!!!
KA leiðir!!!!!


59. mín
KA heppnir þarna!
Rodri rennur og Gestirnir komnir 2 á einn, sem betur fer fara þeir mjög illa með færið og skjóta framhjá.
57. mín
Gestirnir í góðu færi
Callum Bratley fær að valsa hér inn á teiginn og fær nokkuð frítt skot en Ívar stendur fyrir og fær boltan í magan, vel gert hjá honum.
50. mín
Skemmtileg sending inn á teig frá Ásgeiri en reynist aðeins of löng fyrir Svein sem missir boltan til markvarðarins.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik og KA hefur sýnt greinilega yfirburði, þeir hafa sótt mikið án þess þó að skapa mikið af dauðafærum. Það er þó ljóst að gestirnir áttu besta færi þegar Jajalo varði alveg meistaralega frá þeim.
Nú verða bara KA menn að koma beittari inn í seinni hálfleikinn og klára þessar sóknir með mörkum.
Nú verða bara KA menn að koma beittari inn í seinni hálfleikinn og klára þessar sóknir með mörkum.
45. mín
+2
KA vinnur horn á lokasekúndunum eftir að varnarmaður gestana sendir boltan útaf undir engri pressu.
Boltinn kemur inn á teig en Ásgeir nær ekki alveg valdi á boltanum og það er hreinsað.
KA vinnur horn á lokasekúndunum eftir að varnarmaður gestana sendir boltan útaf undir engri pressu.
Boltinn kemur inn á teig en Ásgeir nær ekki alveg valdi á boltanum og það er hreinsað.
43. mín
Danni vinnur hornspyrnu eftir að fyrirgjöfin hans er skölluð útaf.
Grímsi tekur, en boltinn fer ekki yfir fyrsta mann
Grímsi tekur, en boltinn fer ekki yfir fyrsta mann
37. mín
Ívar nær fínum skalla úr horni sem er hreinsaður frá, KA nær svo aftur að setja boltan fyrir þar sem Rodri nær skalla á markið en beint á Andy Firth.
35. mín
Grímsi með skot langt fyrir utan teig sem var nú ágætt Firth ver en nær ekki að halda honum, hinsvegar enginn í gulu til að ná frákastinu.
34. mín
Nú er baulað á markmann Connahs Quay sem ákveður að taka góðan fimmtudags göngutúr til að ná í boltan fyrir markspyrnu. Dómarinn segir, ekki meir annars gult.
33. mín
Annað kall eftir víti þar sem Þorri er tæklaður inn í teig en mér sýndist þetta nú bara vera bolti. Þar af leiðandi voru köllin ekki jafn há og áðan.
30. mín
HENDI!!!?
Grímsi setur frábæran bolta á Jakob sem setur boltan inn í teig. Varnarmaður gestana rennur sér fyrir og boltinn virðist fara í höndina á honum en dómarinn dæmir horn.
Hornið er svo hættulegt þar sem Sveinn nær skoti sem fer framhjá.
Hornið er svo hættulegt þar sem Sveinn nær skoti sem fer framhjá.
27. mín
Vá!! Frábær varsla hjá Jajalo
Noah Edwards á bara frábært skot rétt við vítateigslínuna sem virðist ætla verða fyrsta mark leiksins en Jajalo tekur á stóra sínum og einhvernegin nær að verja þetta!
25. mín
Góð sókn hjá KA!
KA spilar sig vel í gegnum vörnina og óvænt er Rodri kominn í hættulega stöðu en skotið hans sýnir töluvert að hann er ekki vanur að skora mörk. Beint á Andy Firth, sem jú heldur áfram leik.
24. mín
Andy Firth markmaður gestana liggur alveg sárþjáður eftir að Ásgeir andaði á hann, hann stendur samt fljótt upp og lítið að honum.
22. mín
Hættuleg sending inn á teig KA manna en Jajalo er vel á verði og nær rétt svo að koma sér í boltan og ýta honum frá.
18. mín
NEI!!! Rangstæða!
Grímsi fékk frábæra sendinu inn á teig þar sem hann var einn gegn markmanni, hann nær að setja boltan í markið en löngu búið að flagga rangstæðu
17. mín
Gult spjald: Noah Edwards (Connah's Quay Nomads)

Hárrétt, rífur Þorra niður sem var að geysast upp í sókn.

15. mín
Smá kítingur hérna milli Hrannars og Harry Franklin. Hrannar rífur töluvert í treyjuna á Harry og honum líkar það ekki beint.
13. mín
KA vinnur horn eftir að Jakob reynir sendingu fyrir en hún fer af varnarmanni.
Grímsi tekur, hann finnur Svein inn í teig sem tekur skotið en í varnarmann.
Grímsi tekur, hann finnur Svein inn í teig sem tekur skotið en í varnarmann.
7. mín
Strax orðið ljóst á fyrstu mínútum að Connahs Quay ætlar að reyna að gera sem mest úr föstum leikatriðum og löngum boltum fram.
4. mín
Gestirnir taka langt innkast og þar af leiðandi verður smá skallatennis inn á teig en KA hreinsar í horn.
Gestirnir fá svo fínt skotfæri úr horninu en í varnarmann
Gestirnir fá svo fínt skotfæri úr horninu en í varnarmann
2. mín
KA strax í góðri sókn! Grímsi gerir vel og hleypur upp völlinn og finnur Jakob inn á teig sem skýtur úr þröngu færi, það er varið en KA vinnur horn.
Gestirnir hreinsa úr því.
Gestirnir hreinsa úr því.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað og nú viljum við KA sigur... Áfram KA!!!
Fyrir leik
Þá er veislan að fara byrja, KA lagið hljómar um völlinn og vallarþulur byrjaður að þylja upp byrjunarlið
Fyrir leik
Byrjunarlið KA
KA lék síðast gegn Breiðabliki fyrir níu dögum síðan og tryggði sér þá sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins. Hallgrímur þjálfari gerir tvær breytingar frá þeim leik. Andri Fannar Stefánsson kemur inn fyrir Dusan Brkovic sem er tæpur vegna meiðsla.
Rodri færist niður í miðvörðinn og leikur við hlið Ívars Arnar Árnasonar. Við hlið Andra eru þeir Sveinn Margeir Hauksson og Daníel Hafsteinsson en Daníel kemur aftur inn í lið KA. Bjarni Aðalsteinsson tekur sér sæti á bekknum.
Uppstillingin fyrir neðan sýnir 4-3-3 en undirritaður hefur smá heimildir fyrir að uppstillingin gæti verið í 4-4-2
Rodri færist niður í miðvörðinn og leikur við hlið Ívars Arnar Árnasonar. Við hlið Andra eru þeir Sveinn Margeir Hauksson og Daníel Hafsteinsson en Daníel kemur aftur inn í lið KA. Bjarni Aðalsteinsson tekur sér sæti á bekknum.
Uppstillingin fyrir neðan sýnir 4-3-3 en undirritaður hefur smá heimildir fyrir að uppstillingin gæti verið í 4-4-2

Markahæsti leikmaður þeirra frá síðasta tímabili er á bekknum, hann Michael Wilde
Samkvæmt UEFA er liðið í 3-4-3 uppstillingu
Samkvæmt UEFA er liðið í 3-4-3 uppstillingu
? TEAM NEWS ?
— Connah's Quay Nomads FC (@the_nomads) July 13, 2023
Here's the starting eleven for tonight's Europa Conference League fixture in Iceland
Josh Williams starts on his 19th birthday and John Disney captains the side pic.twitter.com/Rl86lypKao
Fyrir leik
Hvernig á nú að bera fram nafnið á þessu liði?
Fyrir áhugasama þá spurði ég þjálfara liðsins í gær hvernig ætti að bera fram nafnið á liðinu og hann segir frá því í viðtali sem var birt á síðuna í morgun. Ég ætla þó að reyna að skirfa það hér eins vel og ég get fyrir ykkur sem nenna ekki að hlusta á það.
Konn-as Kí Nó-mads
Konn-as Kí Nó-mads
??
— Connah's Quay Nomads FC (@the_nomads) July 13, 2023
It's matchday live from Iceland!
Stay tuned for updates and team news throughout the day as we prepare for kick off pic.twitter.com/EmpJ9IlJOc
EVRÓPULEIKDAGUR! ÚLFARSÁRDALUR KL. 18:00!
— KA (@KAakureyri) July 13, 2023
Við hitum upp á Sport & Grill kl. 16:00 og svo opnar völlurinn kl. 17:00. Miðasala fer fram í Stubb sem og á vellinum. Annars er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport, áfram KA! #LifiFyrirKA pic.twitter.com/Nb64BrkmxF
Fyrir leik
Einnig var rætt við þjálfara Connah's Quay og leikmann þeirra
Neil Gibson þjálfari velska liðsins Connah's Quay og John Disney leikmaður þeirra voru einnig mættir á fjölmiðlafundinn og þeir koma þá í viðtal.
Gibson
KA mun líta á sig sem sigurstranglegra liðið og við lítum á okkur sem örlítið minnimáttar en okkur líður samt eins og við getum komið hingað og gert fína hluti. Við eigum okkar sögu í Evrópu en þá hafði félagið meiri pening á milli handanna. Hérna voru menn í fullu starfi áður en eru bara í hlutastarfi núna. Þrátt fyrir það leggjum við gríðarlega hart að okkur þegar kemur að undirbúningsvinnu og öðru, við viljum gera hlutina rétt þó við séum bara með tvær æfingar í viku.
John Disney
„Við erum spenntir fyrir þessum leik og erum flestir með reynslu af Evrópukeppnum sem við vonum að hjálpi okkur. Ef reynslan nægir ekki þá erum við búnir að vinna vinnuna okkar fyrir þennan leik og vitum hvernig er best að spila gegn þessum andstæðingum," sagði Disney, sem vildi ekki gefa upp neinar upplýsingar um leikstíl liðsins eða lykilmenn þess.
„Hvernig spilum við? Þið komist að því annað kvöld! Ég er viss um að KA hefur skoðað leiki með okkur og þeir vita hvernig við spilum."
Gibson
KA mun líta á sig sem sigurstranglegra liðið og við lítum á okkur sem örlítið minnimáttar en okkur líður samt eins og við getum komið hingað og gert fína hluti. Við eigum okkar sögu í Evrópu en þá hafði félagið meiri pening á milli handanna. Hérna voru menn í fullu starfi áður en eru bara í hlutastarfi núna. Þrátt fyrir það leggjum við gríðarlega hart að okkur þegar kemur að undirbúningsvinnu og öðru, við viljum gera hlutina rétt þó við séum bara með tvær æfingar í viku.
John Disney
„Við erum spenntir fyrir þessum leik og erum flestir með reynslu af Evrópukeppnum sem við vonum að hjálpi okkur. Ef reynslan nægir ekki þá erum við búnir að vinna vinnuna okkar fyrir þennan leik og vitum hvernig er best að spila gegn þessum andstæðingum," sagði Disney, sem vildi ekki gefa upp neinar upplýsingar um leikstíl liðsins eða lykilmenn þess.
„Hvernig spilum við? Þið komist að því annað kvöld! Ég er viss um að KA hefur skoðað leiki með okkur og þeir vita hvernig við spilum."
Fyrir leik
Rætt var við Hadda og Ásgeir í gær
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA og Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði voru mættir á fjölmiðlafund fyrir leikinn í gær og tók undirritaður viðtöl við þá og þetta höfðu þeir að segja um leikinn.
Haddi
Við erum vanir að spila á gervigrasi en þeir voru með grasvöll í fyrra og eru að skipta yfir í gervigras núna. Þetta er lið sem hefur verið að spila á grasi, en ég er bara ánægður með að það er góður gervigrasvöllur eins og við erum vanir. Það er eitthvað sem við ætlum að nýta okkur, við ætlum að reyna að hreyfa boltann hratt og spila í kringum þá. Við ætlum að hafa tempóið hátt því við teljum að það sé besta leiðin fyrir okkur til að fara áfram.
Þetta er flott lið, sem lenti í öðru sæti í deildinni og hefur oft verið í Evrópukeppni. Þeir hafa slegið út Stabæk og Kilmarnock þannig þeir eru með reynslu úr keppninni. Ég hef horft á leiki með þeim og þeir eru stórir, nota líkamann mikið og eru beinskeyttir. Við þurfum að bera virðingu fyrir því sem þeir eru góðir í, ef við mætum þeim vel þar þá tel ég að við eigum að geta spilað hraðar en þeir og hreyft okkur meira. Ef við keyrum upp hraðann þá eigum við góða möguleika. Þeir spila mikið á háum og löngum boltum, þeir negla öllu inn í teig.
Ef við mætum og spilum okkar leik með kassann úti þá tel ég að við eigum að fara áfram yfir 180 mínútur.
Ásgeir
"Við erum búnir að bíða eftir þessum leik lengi og það er loksins komið að þessu. Hópurinn er klár," sagði Ásgeir, sem ræddi svo um sigurinn gegn Blikum í undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Við tókum nokkrar rólegar æfingar eftir hann þar sem við þurftum að eyða mikilli orku í leikinn. Við erum komnir með mjög góðan móral eftir þann leik og það mun alveg tvímælalaust hjálpa okkur í þessum leik. Við komum mjög vel stemmdir inn í þennan leik.
Við eigum að geta unnið þá en við megum ekki vanmeta þetta lið. Þetta er lið sem hefur keppt í Evrópu síðustu ár og komist áfram nokkrum sinnum. Við megum alls ekki vanmeta þá, við erum ekki heldur stórt lið í Evrópu."
Haddi
Við erum vanir að spila á gervigrasi en þeir voru með grasvöll í fyrra og eru að skipta yfir í gervigras núna. Þetta er lið sem hefur verið að spila á grasi, en ég er bara ánægður með að það er góður gervigrasvöllur eins og við erum vanir. Það er eitthvað sem við ætlum að nýta okkur, við ætlum að reyna að hreyfa boltann hratt og spila í kringum þá. Við ætlum að hafa tempóið hátt því við teljum að það sé besta leiðin fyrir okkur til að fara áfram.
Þetta er flott lið, sem lenti í öðru sæti í deildinni og hefur oft verið í Evrópukeppni. Þeir hafa slegið út Stabæk og Kilmarnock þannig þeir eru með reynslu úr keppninni. Ég hef horft á leiki með þeim og þeir eru stórir, nota líkamann mikið og eru beinskeyttir. Við þurfum að bera virðingu fyrir því sem þeir eru góðir í, ef við mætum þeim vel þar þá tel ég að við eigum að geta spilað hraðar en þeir og hreyft okkur meira. Ef við keyrum upp hraðann þá eigum við góða möguleika. Þeir spila mikið á háum og löngum boltum, þeir negla öllu inn í teig.
Ef við mætum og spilum okkar leik með kassann úti þá tel ég að við eigum að fara áfram yfir 180 mínútur.
Ásgeir
"Við erum búnir að bíða eftir þessum leik lengi og það er loksins komið að þessu. Hópurinn er klár," sagði Ásgeir, sem ræddi svo um sigurinn gegn Blikum í undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Við tókum nokkrar rólegar æfingar eftir hann þar sem við þurftum að eyða mikilli orku í leikinn. Við erum komnir með mjög góðan móral eftir þann leik og það mun alveg tvímælalaust hjálpa okkur í þessum leik. Við komum mjög vel stemmdir inn í þennan leik.
Við eigum að geta unnið þá en við megum ekki vanmeta þetta lið. Þetta er lið sem hefur keppt í Evrópu síðustu ár og komist áfram nokkrum sinnum. Við megum alls ekki vanmeta þá, við erum ekki heldur stórt lið í Evrópu."

Fyrir leik
Connah's Quay Nomads
Velska liðið endaði í 2. sæti velsku deildarinnar en voru 23 stigum á eftir TNS sem eru risarnir í þeirri deild og hafa þeir unnið síðustu 2 tímabil í röð. Connah's Quay unnu deildina hinsvegar tvö ár í röð árin 2021 og 2020. Einnig unnu þeir bikarinn 2019 og deildarbikarinn 2020 og 2022.
Evrópusagan
Liðið hefur komist í aðra umferð í evrópukeppni á síðustu árum en árið 2016 slóu þeir út norska liðið Stabæk og 2019 slóu þeir út skoska liðið Kilmarnock.
Lykil leikmenn liðsins
Markahæsti leikmaður liðisins á síðasta tímabili var 39 ára Englendingurinn Michael Wilde en hann hefur mest megnis spilað í Wales á sínum ferli en einnig spilaði hann fyrir Fleetwood Town í 6. efstu deild Englands tímabilið 2009/10
Callum Morris er annar af lykilmönnum liðsins en hann er 30 ára Englendingur sem kemur upprunarlega úr unglinga akademíu Wigan. Hann spilaði þó aldrei fyrir þá en hann hefur verið hjá Connah's Quay síðan á 2015/16 tímabilinu.
Síðasti leikmaðurinn sem ég ætla að skoða er markmaður liðsins Andy Firth. Þessi 26 ára Englendingur er eini leikmaður liðsins sem spilaði hverja einustu mínútu á síðasta tímabili. Hann kemur upprunarlega úr unglinga akademíu Liverpool, hann spilaði aldrei fyrir þá en tímabilið 2018/19 fór hann til Rangers í Skotlandi þar sem hann spilaði einn leik á fjórum árum.
Evrópusagan
Liðið hefur komist í aðra umferð í evrópukeppni á síðustu árum en árið 2016 slóu þeir út norska liðið Stabæk og 2019 slóu þeir út skoska liðið Kilmarnock.
Lykil leikmenn liðsins
Markahæsti leikmaður liðisins á síðasta tímabili var 39 ára Englendingurinn Michael Wilde en hann hefur mest megnis spilað í Wales á sínum ferli en einnig spilaði hann fyrir Fleetwood Town í 6. efstu deild Englands tímabilið 2009/10
Callum Morris er annar af lykilmönnum liðsins en hann er 30 ára Englendingur sem kemur upprunarlega úr unglinga akademíu Wigan. Hann spilaði þó aldrei fyrir þá en hann hefur verið hjá Connah's Quay síðan á 2015/16 tímabilinu.
Síðasti leikmaðurinn sem ég ætla að skoða er markmaður liðsins Andy Firth. Þessi 26 ára Englendingur er eini leikmaður liðsins sem spilaði hverja einustu mínútu á síðasta tímabili. Hann kemur upprunarlega úr unglinga akademíu Liverpool, hann spilaði aldrei fyrir þá en tímabilið 2018/19 fór hann til Rangers í Skotlandi þar sem hann spilaði einn leik á fjórum árum.

Fyrir leik
Samanburður á þessum liðum
Bæði þessi lið enduðu í 2. sæti í sinni deild á síðasta tímabili þó að íslenska tímabilið endaði vissulega í október í fyrra og velska tímabilið endaði í lok apríl síðastliðinn. KA endaði 10 stigum á eftir Íslandsmeisturum Breiðabliks á meðan Connah's Quay endaði sitt tímabil heilum 22 stigum eftir velsku meisturunum TNS.
Transfermarkt
Ef skoðað er vefsíðuna Transfermarkt þá er hægt að skoða markaðsverð leikmanna liðanna. Þar hefur KA verðmætari leikmenn en leikmannahópurinn í heild er virði 1,79 miljóna evra og verðmætustu leikmenn KA eru Hallgrímur Mar Steingrímsson (200 þúsund €) Dusan Brkovic (150 þúsund €) og Daníel Hafsteinsson (150 þúsund €).
Leikmannahópur Connah's Quay er hinsvegar virði 1,67 miljóna evra þar sem þeirra verðmætustu leikmenn eru Callum Morris (125 þúsund €) Michael Wilde, George Horan og Andy Firth (100 þúsund €).
Football Manager
Einnig skoðaði ég Football Manager tölvuleikinn til að sjá hvað þeim finnst um leikmannahóp liðanna. Leikmenn þar eru skoraðir frá 0-200 upp á núverandi getu. Þar lítur það út fyrir að KA hefur tölvert betri leikmenn þar sem 19 leikmenn KA hafa betra skor en besti leikmaður Connah's Quay. Besti leikmaður velska liðsins í leiknum er Andy Firth markvörður liðsins en hann hefur 84 í skor, það sem er áhugavert er að næst besti leikmaður liðsins er aðeins með 68.
6 leikmenn KA í leiknum hafa allir 100 í skor en það eru Rodri, Dusan, Daníel, Ásgeir, Hallgrímur og Jajalo.
Hallgrímur Mar er verðmætasti leikmaður KA
Transfermarkt
Ef skoðað er vefsíðuna Transfermarkt þá er hægt að skoða markaðsverð leikmanna liðanna. Þar hefur KA verðmætari leikmenn en leikmannahópurinn í heild er virði 1,79 miljóna evra og verðmætustu leikmenn KA eru Hallgrímur Mar Steingrímsson (200 þúsund €) Dusan Brkovic (150 þúsund €) og Daníel Hafsteinsson (150 þúsund €).
Leikmannahópur Connah's Quay er hinsvegar virði 1,67 miljóna evra þar sem þeirra verðmætustu leikmenn eru Callum Morris (125 þúsund €) Michael Wilde, George Horan og Andy Firth (100 þúsund €).
Football Manager
Einnig skoðaði ég Football Manager tölvuleikinn til að sjá hvað þeim finnst um leikmannahóp liðanna. Leikmenn þar eru skoraðir frá 0-200 upp á núverandi getu. Þar lítur það út fyrir að KA hefur tölvert betri leikmenn þar sem 19 leikmenn KA hafa betra skor en besti leikmaður Connah's Quay. Besti leikmaður velska liðsins í leiknum er Andy Firth markvörður liðsins en hann hefur 84 í skor, það sem er áhugavert er að næst besti leikmaður liðsins er aðeins með 68.
6 leikmenn KA í leiknum hafa allir 100 í skor en það eru Rodri, Dusan, Daníel, Ásgeir, Hallgrímur og Jajalo.

Hallgrímur Mar er verðmætasti leikmaður KA
Fyrir leik
Gengið hjá KA verið köflótt
KA situr í 6. sæti deildarinnar og umræðan um liðið hefur ekki verið mjög jákvætt. Hinsvegar koma norðanmenn inn í þennan leik í sigurvímu eftir frábæran leik gegn Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem þeir unnu þá í vítakeppni.
KA liðið verður því að nýta þennan meðbyr og spila jafn vel í þessum leik til þess að sigra þennan leik.
KA liðið í leiknum gegn Breiðablik
KA liðið verður því að nýta þennan meðbyr og spila jafn vel í þessum leik til þess að sigra þennan leik.

KA liðið í leiknum gegn Breiðablik
Fyrir leik
Fyrsti Evrópuleikur KA í um 20 ár!
Komiði sæl og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá viðureign KA við Connah's Quay Nomads! Þetta er sannkallaður hátíðardargur þar sem þetta er fyrsti Evrópuleikur KA í 20 ár!
Leikurinn verður spilaður á Framvelli í Úlfarsárdal þar sem Greifavöllurinn fyrir norðan er ekki löglegur í evrópukeppni og þetta hefst klukkan 18:00
Leikurinn verður spilaður á Framvelli í Úlfarsárdal þar sem Greifavöllurinn fyrir norðan er ekki löglegur í evrópukeppni og þetta hefst klukkan 18:00

Byrjunarlið:
13. Andrew Firth (m)
2. John Disney (f)
4. Ryan Harrington
10. Jordan Davies
11. Callum Bratley
12. Harry Franklin
('71)

14. Noah Edwards
('71)


16. Benjamin Nash
22. Declan Poole

28. Joshua Williams
('71)

31. Kai Edwards
Varamenn:
20. Jonathan Rushton (m)
3. Daniel Roberts
7. Paulo Mendes
8. Callum Morris
('71)


9. Michael Wilde
('71)


18. Jack Kenny
21. Aron Williams
('71)

Liðsstjórn:
Neil Gibson (Þ)
Gul spjöld:
Noah Edwards ('17)
Michael Wilde ('85)
Declan Poole ('87)
Callum Morris ('92)
Rauð spjöld: