Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
Ægir
1
0
Njarðvík
Hrvoje Tokic '35 1-0
16.07.2023  -  14:00
Þorlákshafnarvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sturlaðar!
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Hrovje Tokic
Byrjunarlið:
25. Ivaylo Yanachkov (m)
Bele Alomerovic ('85)
Cristofer Rolin ('80)
2. Baldvin Þór Berndsen
7. Ivo Braz ('90)
9. Hrvoje Tokic
11. Stefan Dabetic
13. Dimitrije Cokic
14. Atli Rafn Guðbjartsson
19. Anton Fannar Kjartansson
20. Sladjan Mijatovic

Varamenn:
1. Stefán Þór Hannesson (m)
4. Daníel Smári Sigurðsson
5. Anton Breki Viktorsson ('85)
8. Renato Punyed Dubon ('80)
10. Pálmi Þór Ásbergsson
15. Jóhannes Karl Bárðarson
18. Arnar Logi Sveinsson
27. Brynjólfur Þór Eyþórsson ('90)
28. Braima Cande
99. Baldvin Már Borgarsson

Liðsstjórn:
Nenad Zivanovic (Þ)
Guðbjartur Örn Einarsson
Dusan Ivkovic
Emil Karel Einarsson

Gul spjöld:
Sladjan Mijatovic ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Pétur þennan leik af sem endar með sanngjörnum sigri Ægismanna!

SKýrsla og viðtöl á leiðinni!
95. mín
Boltinn fer yfir allan pakkann og Ægir fá markspyrnu!!
95. mín
Njarðvík að fá annað horn og Blakala mættur inn í!
94. mín
Njarðvík að fá horn!!!!!
92. mín
Verður þetta fyrsti heimasigur Ægismanna í sumar og mögulega seinasti leikur Arnars sem þjálfari Njarðvíkur?
91. mín
Njarðvíkingar dæla boltum inn á teig Ægismanna en það kemur bara ekkert úr því!
91. mín
5 mínútur í uppbótartíma!
90. mín
Inn:Brynjólfur Þór Eyþórsson (Ægir) Út:Ivo Braz (Ægir)
89. mín
DAUÐAFÆRI! HVAÐ ERTU AÐ GERA DRENGUR?!?!

Sigurjón fer upp í skallaeinvígi og misreiknar boltann eitthvað og missir Tokic fyrir aftan sig. Tokic hleypur og hleypur og gefur hann til hliðar á Ivo en Njarðvíkingar koma boltanum frá! Allt of seint hjá Tokic sem hefði getað klárað leikinn fyrir Ægi með þessu færi!
88. mín
Ivo tekur hornið sem endar með því að Njarðvíkingar fá markspyrnu
88. mín
Ivo tekur hornið á nær sem Gísli skallar í annað horn
87. mín
Cokic að sækja horn fyrir Ægi!
86. mín
Njarðvíkingar liggja núna þessa stundina á Ægismönnununum!
85. mín
Inn:Anton Breki Viktorsson (Ægir) Út:Bele Alomerovic (Ægir)
ALLIR Í VÖRN!
83. mín
Punyed búinn? Ægismenn fá aukaspyrnu sem Stefan tekur en boltinn fer hátt yfir markið. Renato Punyed fékk eitthvað högg þegar það var brotið á honum og er að biðja um skiptingu þegar hann er nýkominn inn á.
82. mín
Óskar tekur hornspyrnuna á fjærstöngina sem fer beint á pönnuna á Sigurjóni sem tekur skallann en boltinn fer rétt framhjá. Njarðvíkingar hársbreidd frá því að jafna!
82. mín
Njarðvíkingar að fá hornspyrnu!! Luqman tekur skotið rétt fyrir utan teig sem fer í hausinn á Baldvini og aftur fyrir í horn. Baldvin liggur niðri en Njarðvík á horn!
80. mín
10 mínútur eftir!

Fáum við dramatík?????
80. mín
Inn:Renato Punyed Dubon (Ægir) Út:Cristofer Rolin (Ægir)
Nenad að þétta miðjuna með þessari skiptingu. Rolin samt búinn að vera geggjaður í dag!
78. mín
Oumar diouck tekur skotið sem fer beint á Ivaylo í markinu!
77. mín Gult spjald: Sladjan Mijatovic (Ægir)
RAUTT?!?! Njarðvíkingar vilja rautt þegar Oumar Diouck sleppur einn í gegn en Sladjan brýtur á honum rétt fyrir utan vítateig Ægismanna og Njarðvíkingar brjálaðir!
76. mín
Njarðvíkingar eru að leita að jöfnunarmarkinu og eru mun líklegri til að jafna þessa stundina en að Ægismenn bæti við! Þeir liggja á Ægismönnunum!
75. mín
Inn:Luqman Hakim Shamsudin (Njarðvík) Út:Magnús Magnússon (Njarðvík)
75. mín
Njarðvíkingar brjálaðir!!! Oumar Diouck keyrir upp völlinn og inn á vítateig Ægismanna. Hann kemur með hann fyrir á Magnús sem ætlar að skila boltanum út á Gísla Martin en Magnús kikksar boltann. Hann nær svo að pota boltanum á Gísla sem tekur skotið í varnarhrúgu Ægismanna og sem ná svo að hreinsa. Njarðvíkingar vildu meina að boltinn hafi farið í höndina á Baldvini sem fékk boltann í sig en Pétur hristir hausinn enn eina ferðina!
72. mín
Rafael fær boltann fyrir utan teig Ægismanna og fer framhjá tveimur varnarmönnum Ægis og tekur skotið en Baldvin Þór kemst fyrir það. Baldvin búinn að vera seigur í dag.
69. mín
Bele og Joao Junior rekast saman við vítateig Ægismanna og Bele heldur utan um hausinn. Oumar Diouck er þá kominn í mjög fína stöðu fyrir utan teig Ægismanna en Pétur stöðvar leikinn því Bele heldur utan um hausinn á sér. Njarðvíkingarnir eru bjrálaðir! Fyrirliði Þórs Þorlákshafnar í körfunni skokkar inn á og hjálpar Bele.
65. mín
Ægismenn aftur brjálaðir! Ivo tekur aukaspyrnu á miðjum vellinum inn á teig Njarðvíkinga. Njarðvíkingar reyna að hreinsa en Rolin kemst í boltann og er tekinn niður af Sigurjóni og Ægismenn biðja um víti enn eina ferðina í dag! Við fyrstu sýn var þetta alltaf víti og það er með hreinum ólíkinndum að Pétur hefur ekki dæmt eitt einasta víti í dag!
63. mín
Eftir mjög langa sókn hjá Njarðvík vinnur Bele boltann og keyrir upp völlinn. Bele er þá kominn í vænlega stöðu með Tokic og Rolin fyrir framan sig að fara í hlaup. Hann velur Tokic sem skýtur beint á Blakala.
60. mín
Ivo braz fær boltann í gegn frá Tokic og tekur skotið sem Siurjón kemst fyrir. Tokic búinn að vera geggjaður í dag.
59. mín
Oumar Diouck fær boltann inni á vítategi Ægismanna og tekur skotið sem fer hátt yfir markið. Njarðvíkingar voru búnir að fjölmenna á teiginn og samherjar hans eru skiljanlega allt annað en sáttir.
56. mín
Veggurinn fyrir Oumar tekur spyrnuna sem fer í Cokic í veggnum hjá Ægi
55. mín
Njarðvíkingar að fá aukaspyrnu á geggjuðum stað! Oumar Diouck sækir aukaspyrnu fyrir Njarðvík á STÓRHÆTTULEGUM STAÐ!!
54. mín
Oumar Diouck fær háan bolta frá Tómasi Bjarka og skallar han út á Magnús sem tekur skotið í fjær meðfram jörðinni sem Ivaylo ver mjög vel.
50. mín
ÆGISMENN EKKI SÁTTIR! Rolin fær núna boltann frá Bele og setur Tokic í gegn sem er tekinn niður af Óskari. Ægismenn vilja auðvitað víti en Pétur hristir hausinn. Mér fannst hann vera fullmikið vera að leita af snertingu þarna og aldrei víti að mínu mati. Ægismennirnir eru allt annað en sáttir!!!

Tokic átti bara að skjóta þarna!
49. mín
DAUÐAFÆRI!! Anton tekur eitthvað ruglaðasta hlaup sem ég hef séð inn á teig Njarðvíkur og tekur tvo Njarðvíkinga niður. Þá gefur hann boltann út á Ivo sem á góða fyrirgjöf á fjærstöngina á Vokic sem tekur skotið rétt framhjá markinu. Tokic var dauðafrír við hliðin á honum og spurning hvort það hefði ekki verið betri kostur
47. mín
Oumar tekur hornið sem Ægismenn hreinsa frá. Gísli fær þá boltann fyrir utan teig og tekur hræðilegt skot sem fer langt framhjá markinu
46. mín
Inn:Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík) Út:Tómas Þórisson (Njarðvík)
Arnar rífur í gikkinn í hálfleik
46. mín
Njarðvíkingar að fá horn!
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið aftur í gang!
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Pétur í flautu sína og það er kominn hálfleikur. Sanngjörn niðurstaða kannski þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafa verið meira með boltann.

Sjáumst eftir korter!
44. mín
Einhver misheppnuð útfærsla á horninu hjá Njarðvíkingum. Ægismenn bruna upp í sókn sem endar með mestu Rolin sókn í heimi. Hann vinnur boltann svona fimm sinnum og tekur svo skotið sem var mjög lélegt. Njarðvíkingar eru að ráða illa við Rolin og Tokic.
43. mín
Núna fá Njarðvíkingar hornspyrnu
42. mín
Enn og aftur kemur Sladjan með geggjaðan bolta fyrir sem Baldvin er nálægt því að stanga inn en Njarðvíkingar ná rétt svo að hreinsa.
41. mín
Njarðvíkingar skalla boltann í hornspyrnu. Fáum við mark frá Tokic?
41. mín Gult spjald: Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík)
Brýtur á Cokic eftir að hafa misst hann aftur fyrir sig. Ægismenn eiga núna aukaspyrnu á fínum stað fyrir fyrirgjöf
40. mín
Ivo tekur geggjaða hornspyrnu inn á teiginn. Það myndast mjög mikið klafs inni á teignum sem endar með því að Tokic fær hann í loftinu en ákveður núna að henda í eina hjólhestarspyrnu sem Blakala ver mjög vel í horn. En flaggið fór þá á loft.

Hann er óstöðvandi í þessum hornspyrnum hann Tokic. Arnar hlýtur að fara vel yfir þetta í hálfleik.
38. mín
Rolin fær boltann inn á vítateig Njarðvíkur og tekur skotið sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Annað horn Ægismanna í dag!
35. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Ægir)
Stoðsending: Sladjan Mijatovic
OG ÞAÐ ER TOOOKIIICCCC!!!! Stangar hann inn af stuttu færi!

Sladjan tekur hornið frá frá hægri og kemur með ekkert eðlilega góðan bolta inn á markteig Njarðvíkinga þar sem Tokic stendur eins og klettur og stangar boltann í netið. Það er ekkert grín að eiga við þennan gæja í loftinu.

Ægismenn eru þá kominr yfir í þessum mikilvæga leik!
34. mín
Ægismenn fá hornspyrnu við litla hrifningu Njarðvíkinga.
31. mín
Oumar fær boltann í lappir og kemur með han fyrir á Sigurjón sem skallar rétt framhjá.
30. mín
Njarðvíkingar að fá hornspyrnu!
28. mín
Áhugavert Baldvin Már, títtnefndur aðstoðarþjálfari Ægis, er kominn hinum meginn við völlinn til þess að gefa Ivo, hægri kantmanni Ægis, einhver skilaboð. Ekki sér maður þetta oft en það er spurning hvort þessi skilaboð skila sér
28. mín
FÆRI! Kennet Hogg vinnur boltann á sínum vallarhelmingi og keyrir upp í skyndisókn. Þá eru Njarðvíkingar skyndilega komnir 3 á 3 og Kenneth skilar boltanum til vinstri á Oumar sem er með Anton fyrir framan sig. Oumar tekur skotið sem fer í Anton og í hendurnar á Ivaylo. Oumar biður um hendi víti en Pétur hristir hausinn.
24. mín
Rafael vinnur boltann framarlega á vellinum og rennir boltanum í gegn á Oumar en Ivaylo hleypur upp frá markinu og nær boltanum.
23. mín
Þá eru þessar klassísku 20 mínútur liðnar og þá eiga línur að fara að skýrast.
18. mín
Ægismenn að taka við sér Tómas tapar boltanum rétt fyrir utan vítateig Njarðvíkur sem endar með því að Bele tekur skotið fyrir utan teig. Skotið fer í Gísla Martin og þaðan í hendur Blakala. Ægismenn biðja um hendi og víti en Pétur var á réttum stað og dæmdi ekki víti. Við fyrstu sýn var þetta ekki víti.
16. mín
Sladjan með avöru sprett inn á teig Njarðvíkinga og fer framhjá allavegana fjórum varnarmönnum Njarðvíkur. Alex Bergmann nær svo að hreinsa boltanum í Sladjan og aftur fyrir. Ægismenn vildu horn en markspyrna réttilega dæmd.
14. mín
Njarðvíkingar fara mikið upp hægri í gegnum Gísla Martin, Kenneth Hogg og Magnús hér í upphafi leiks. Njarðvíkingar kannski ívið betri hérna fyrsta korterið.
9. mín
Liðin Njarðvík (4-2-2-2)
Blakala
Gísli Martin - Alex B - Sigurjón M - Tómas Þ
Joao Junior - Kenneth Hogg
Magnús M - Óskar A
Oumar Diouck - Rafael Victor

Ægir (4-4-2)
Ivaylo Yanachkov
Anton - Baldvin - Stefan D - Sladjan
Ivo - Bele - Atli Hrafn - Cokic
Rolin - Tokic
7. mín
Atli Rafn með ágætis tilraun af löngu færi sem fer hátt yfir markið. Ekkert að þessu!
5. mín
Lítið um opnanir hér í upphafi leiks bæði lið klappa boltanum aðeins en ná ekki að skapa sér nein almennileg færi.
4. mín
Njarðvíkingar vinna boltann á miðjum vellinum og bruna upp í sókn en Ivo stoppar hana við fæðingu.
1. mín
Leikur hafinn
Þá koma gestirnir okkur í gang. Þá er þessi gífurlega mikilvægi leikur hafinn þar sem gjörsamlega allt er undir!
Fyrir leik
Þá ganga liðin til vallar og gera sig klár í þennan RISALEIK!
Fyrir leik
Samræður við miðjubogann Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, tekur spjallið við Marc McAusland, varnarmann Njarðvíkur, við miðjubogann rétt fyrir leik þegar liðin eru að ganga til búningsherbergja. Spurning hvort hann sé að reyna að sannfæra hann um að koma til Þorlkáshafnar þegar glugginn opnar?


Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús! Þá eru liðin komin í hús og Njarðvíkingar gera þrjár breytingar en þeir Oliver James Kelaart Torres, Walid Birrou Essafi og Hreggviður Hermannsson koma út úr liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í seinustu umferð. Hreggviður fékk einmitt rautt í þeim leik og er í leikbanni í dag. Inn í liðið koma Robert Blakala, markmaður Njarðvíkur, sem er búinn að vera í leikbanni í seinustu tveimur leikjunum í deildinni eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald á tímabilinu í leik gegn Leiknir. Einnig koma Magnús Magnússon og Tómas Þórisson inn í liðið. Ennþá engin Marc McAusland í byrjunarliðinu hjá Njarðvíkingum en hann fær sætið á bekknum.



Tokic kemur inn í liðið hjá Ægi

Ægismenn gera tvær breytingar á liðinu sem tapaði naumlega í Breiðholtinu í seinustu umferð gegn Leikni R. en Hrovje Tokic og Anton Fannar koma inn í liðið fyrir þá Benedikt Darra og Brynjólf Þór.


Fyrir leik
Bein útsending:
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kemur annar sigur Ægismanna í sumar í dag? Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar og U19 ára landsliðsmaðurinn, spáði í spilin fyrir komandi umferð og hafði þetta að segja um leik Ægis og Njarðvíkur:

Ægir 1 - 0 Njarðvík
„Lokaður leikur milli tveggja liða sem hafa átt erfitt uppdráttar. Búin að vera neikvæð umræða í Njarðvík upp á síðkastið. Ægis menn sækja sinn annan sigur í mótinu. Alvöru iðnaðarsigur þar sem að Rolin setur mark í upphafi leiks.“


Fyrir leik
Lengjudeildin spennandi! Taflan í Lengjudeildinni lítur nákvæmnlega svona fyrir umferðina sem verður spiluð í dag:

1. Afturelding - 29 stig
-----------------------------
2. Fjölnir - 22 stig
3. ÍA - 20 stig
4. Grindavík - 15 stig
5. Þór - 14 stig
-----------------------------
6. Grótta - 13 stig
7. Þróttur R. - 13 stig
8. Vestri - 12 stig
9. Leiknir R. - 11stig
10. Selfoss - 10 stig
-----------------------------
11. Njarðvík - 8 stig
12. Ægir - 4 stig
Fyrir leik
Dómarateymið Það var farið í efstu hillu þegar það var valið dómara fyrir leikinn en Pétur Guðmundsson heldur utan um flautuna í dag. Hreinn Magnússon og Bjarni Víðir Pálmason aðstoða Pétur með dómgæsluna en Þórður Georg Lárusson er eftirlitsmaður KSÍ.

Pétur hefur dæmt tvo Lengjudeildarleiki á þessu tímabili. Það eru leikir milli Grindavíkur og Þórs og einnig leikur Þróttar og Ægis. Í þessum tveimur leikjum hefur hann gefið samtals 10 gul spjöld og eina vítaspyrnu.


Fyrir leik
Fyrri viðureignir liðanna Samkvæmt KSÍ hafa liðin mæst 17 sinnum en Njarðvíkingarnir hafa heilt yfir verið með ágætis tök á Ægismönnunum í gegnum tíðina. Seinasti leikurinn milli þessara liða fór fram í sumar á Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem leikurinn endaði í 2-2 jafntefli en Njarðvíkingar voru manni færri í langan tíma eftir að Marc McAusland fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik.

Viðureignir Ægis og Njarðvíkur á vegum KSÍ
Ægir sigur: 5
Jafntefli: 1
Njarðvík sigur: 11

Þess má einnig geta að markatalan í þessum leikjum er 45-26 Njarðvíkingum í vil.

Fyrir leik
Er starf Arnars í hættu? Það hafa verið miklar umræður um stöðu Arnars Hallssonar, þjálfara Njarðvíkur, eftir byrjunina á tímabilinu. Það hefur mikið gengið á utan vallar hjá Njarðvíkingum í sumar. Eitthvað hefur komið upp á milli Marc McAusland og Arnars þar sem Marc, einn besti varnarmaður deildarinnar, hefur ekki byrjað seinustu tvo leiki og var ekki í hóp gegn ÍA á dögunum. Einnig sagði Arnar að Rafael Victor, framherji Njarðvík, væri búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Njarðvík í sumar en á dögunum snéri hann aftur í byrjunarliðið.



Maður veit hreinlega ekki hvað gengur á þarna bakvið tjöldin en ef leikurinn tapast í dag hjá Njarðvík þá er ljóst að starf Arnars Hallssonar sé í stórri hættu. Það hafa margir gagnrýnt Njarðvík að láta Bjarna Jó fara og ráða Arnar eftir yfirburðar tímabil hjá Bjarna í 2. deildinni í fyrra. Ég verð ekki hissa ef Arnar verður látinn fara í vikunni skyldi leikurinn tapast.

Fyrir leik
Njarðvíkingarnir Uppskera Njarðvíkinga í sumar hefur alls ekki verið eins góð og þeir hefðu viljað. Þeir sitja í 11. sæti með 8 stig af 33 mögulegum og tveimur stigum frá öruggu sæti. Njarðvíkingar náðu í gott stig í seinasta deildarleik gegn Fjölni sem eru í næst efsta sæti. Njarðvíkingar hafa unnið einungis einn leik í sumar og hann kom 26. maí gegn Þrótti. 56 dagar án sigurs en sigur í dag gæti þýtt svo miklu meira en bara þrjú stig.


Fyrir leik
Ægismenn óheppnir í sumar Ef það myndi vera skrifuð bók um byrjunina á tímabilinu hjá Ægismönnum myndi sú bók fá titilinn: Stöngin út.

Ægismenn sitja á botni deildarinnar og eru 6 stigum frá öruggu sæti í deildinni og fjórum stigum frá Njarðvík sem eru einu sæti fyrir ofan þá. Ægir tapaði seinasta leiknum sínum gegn Leikni í Breiðholtinu þar sem þeir fengu tvö mörk á sig í blá lokin og töpuðu leiknum 3-2. Ægismenn fengu meira að segja sjálfir færi undir lokin til þess að vinna leikinn en boltinn fór bara ekki inn. Það hefur bara verið saga Ægismanna í sumar því þeir hafa gefið öllum leik og alltaf verið inni í öllum leikjum. Ef Ægismenn ætla að halda sér uppi í Lengjudeildinni í sumar myndi maður halda að þeir þyrftu að klára svona leik. Þetta er ekki 6 stiga leikur heldur er þetta 9 stiga leikur fyrir bæði lið.


Fyrir leik
Fallbaráttuslagur! Heilir og sælir ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Þorlákshafnarvelli þar sem Ægir og Njarðík eigast við. Þetta hlýtur að vera stærsti leikur umferðarinnar ef ekki sá mikilvægasti.


Byrjunarlið:
Tómas Þórisson ('46)
1. Robert Blakala
2. Alex Bergmann Arnarsson
3. Sigurjón Már Markússon (f)
4. Óskar Atli Magnússon
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg (f)
9. Oumar Diouck
11. Rafael Victor
22. Magnús Magnússon ('75)

Varamenn:
12. Walid Birrou Essafi (m)
2. Viðar Már Ragnarsson
11. Freysteinn Ingi Guðnason
13. Marc Mcausland
18. Luqman Hakim Shamsudin ('75)
19. Tómas Bjarki Jónsson ('46)
25. Kristófer Snær Jóhannsson

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Ingi Þór Þórisson
Mikael Máni Hjaltason

Gul spjöld:
Gísli Martin Sigurðsson ('41)

Rauð spjöld: