Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Breiðablik
2
1
Shamrock Rovers
Jason Daði Svanþórsson '16 1-0
Höskuldur Gunnlaugsson '57 2-0
2-1 Graham Burke '64 , víti
18.07.2023  -  19:15
Kópavogsvöllur
Forkeppni Meistaradeildar karla
Aðstæður: Smá rok en ekki ský á lofti og sunshine
Dómari: Adam Ladebäck (Svíþjóð)
Maður leiksins: Oliver Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('81)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('88)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('81)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('88)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('88)
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Davíð Ingvarsson ('81)
20. Klæmint Olsen ('88)
21. Arnar Smári Arnarsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('81)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BLIKAR ERU AÐ FARA Á PARKEN!! Frábær og mjög svo sanngjarn sigur á Shamrock Rovers

Þakka kærlega fyrir samfylgdina, viðtöl og skýrsla síðar í kvöld!

Áfram íslenskur fótbolti!
94. mín
Vá Sean Kavanagh með sturlað skot réééétt framhjá markinu

Áhorfendur staðnir á fætur að syngja og tralla
93. mín
Mamma mia Stórhættuleg sending fyrir markið en enginn Írskur leikmaður kemur snertingu á boltann og endar í markspyrnu!
92. mín
Shamrock fá hornspyrnu
90. mín
Úff sá sænski elskar greinilega að dæma á Íslandi og vill vera aðeins lengur

+5 í uppbót
90. mín
90 komnar á klukkuna

Blikarnir eru svo nálægt þessu
88. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
88. mín
Inn:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
88. mín
Rory Gaffney með enn eitt skotið en endar nánast hjá Sporthúsinu
86. mín
Inn:Lee Grace (Shamrock Rovers) Út:Ronan Finn (f) (Shamrock Rovers)
86. mín
Ja hérna hér

Johnny Kenny með hörkuskot rétt framhjá markinu

Svo lítið eftir af þessu og Parken er í augsýn
85. mín
Höskuldur haltrar á vellinum og Arnór Sveinn er kallaður á bekkinn að gera sig klárann
83. mín
Viktor Karl reynir skot fyrir utan teig en fer af varnarmanni og í hendurnar á Pohls í markinu
81. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Ný aflitaður og flottur Davíð Ingvarsson kominn inn á
81. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Jason verið frábær í dag
79. mín
Blikar að undirbúa þrefalda að mér sýnist
77. mín
Inn:Johnny Kenny (Shamrock Rovers) Út:Graham Burke (Shamrock Rovers)
Markaskorari Shamrock að fara af velli

Blikar að gera breytingu einnig eftir smá
75. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
74. mín


Sjáið þetta mark hjá Höskuldi

Sjáið þessa mynd líka!
74. mín
Stúkan farin að taka aðeins við sér

Lítið eftir af þessu
70. mín
Jason Daði fær gjöf af færi!!! Ömurleg sending til baka og Jason áttar sig á því og eltir sendinguna uppi og kemst einn gegn Pohls en hann ver þetta bara ekkert eðlilega vel

Blikar búnir að fá mörg hörkufæri í þessum leik..
69. mín
Inn:Aaron Greene (Shamrock Rovers) Út:Richie Towell (Shamrock Rovers)
69. mín
Inn:Dylan Watts (Shamrock Rovers) Út:Markus Poom (Shamrock Rovers)
68. mín
Blikar fá hornspyrnu vinstra megin við Smáraskóla
67. mín
Takk Anton Ari Markaskorarinn G. Burke reynir skot frá miðju eftir að Blikar misstu boltann á miðjunni

Skotið er frábært og Anton gerir mjög vel í að slá boltann út í teiginn og handsama hann svo aftur
65. mín
Pirrandi maður

Shamrock að fá gefins líflínu frá þeim sænska á flautunni
64. mín Mark úr víti!
Graham Burke (Shamrock Rovers)
Vinstri fótur

Vinstra horn

Toni í vitlaust horn
64. mín
Koma svo Anton
64. mín
Shamrock fá víti

Algjör bölvans óheppni, Oliver sér varla boltann og fer í olnbogann á honum
63. mín
Hann ætlar í skjáinn

Fór í olnbogann á Oliver
62. mín
Gestirnir vilja fá vítaspyrnu

Við gætum verið að fá VAR moment
60. mín
Shamrock fá hornspyrnu
57. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
FYRIRLIÐINN !!!!!! Hornspyrnan tekin stutt í Höskuld sem fer aðeins inn á völlinn og á fyrirgjöf sem endar bara alveg uppi í fjærhorninu!!!

Þvílíkt óvart mark!!!
56. mín
JASON DAÐI!!!!! Blikar leysa pressu Shamrock og Gísli keyrir upp að teignum og rennir boltanum til hliðar á galopinn Jason Daða sem er einn gegn Pohls sem ver frábærlega í horn
54. mín
Shamrock fá aukaspyrnu á frábærum fyrirgjafastað

Nær ekki yfir fyrsta mann og Viktor Karl sparkar boltanum í innkast
51. mín
Úffff ja hérna hér Shamrock menn með flott spil upp vinstri kantinn

Sending fyrir markið sem enginn kemur við þannig að Anton eitthvern veginn ver bara sendinguna út í teig er snöggur upp og hreinar frá

Svo kemur önnur sending og úr því verður darraðardans inn á teig sem endar á lélegu skoti Shamrock

Mjög stressandi kafli
50. mín
Fyrri hálfleikurinn farið ansi rólega af stað fyrir utan þetta eina skot Shamrock í byrjun

Aðeins verið að púa á dómarann núna
46. mín
Írarnir strax byrjaðir að ógna líkt og þeir gerðu í byrjun fyrri

Aukaspyrna inn á teig sem dettur rétt út fyrir teiginn og Rory Gaffney á hörkuskot sem Anton Ari ver yfir markið!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
1-0 í hálfleik

Gífurlega góð frammistaða Blika eftir shaky fyrstu mínútur en miðað við færin sem Blikar hafa fengið ætti að vera allavega 2-0

Fókus!
45. mín
+1 í uppbót
43. mín
Brot á vallarhelmingi Shamrock og sá sænski flautar strax þegar að Blikar voru komnir í nokkuð ákjósanlega stöðu

Lesa leikinn Adam..
43. mín
Skot á markamínútunni dugði ekki til Löng aukaspyrna inn á teig og Rory Gaffney fær skoppandi bolta inn á teig og á lélegt skot framhjá markinu
39. mín
Fyrirgöf inn á teig Blika frá Richie Towell sem fer í gegnum allann pakkann en endar hjá Antoni Ara í markinu!
35. mín
Blikar í færi! Frábær spilamennska Alexanders og Kidda úti hægra megin sem endar með því að Lexi fær boltann rétt fyrir utan teig og á þrumiskot en nokkuð þægilegt fyrir Pohls í markinu!
31. mín


Jason fagnar fyrsta marki leiksins !!
30. mín
Írsku stuðningsmennirnir ekkert sérstaklega sáttir með gang mála hjá sínum mönnum
29. mín
Tvær hornspyrnur í röð frá Shamrock sem Blikar verjast bara mjög vel

Fyrstir á alla bolta
27. mín
Sá þýski að leika sér að eldinum Pohls markmaður fær Kidda Steindórs í pressu og í stað þess að bomba fram sólar hann bara Kidda meistaralega
26. mín
Hlutirnir aðeins róast niður eftir markið hjá Jasoni

Blikar búnir að vera betri í svona 23 mínútur af 26
22. mín
Viktor Karl verið frábær fyrstu 20 mínúturnar
20. mín
18. mín
Mark hjá Shamrock!!!

En rangstaða

Boltanum er óvænt potað til Rory Gaffney sem er tveimur betrum fyrir innan og keyrir upp völlinn og klárar vissulega vel framhjá EvrópuTona
16. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
YESSSSSSSSSS Jason Daði fær boltann nánast á miðlínunni og keyrir upp hægri kantinn

Kemst upp að teig þar sem hann leikur á varnarmann Shamrock og bara rennir boltanum mjög laust framhjá Pohls í markinu

Verðskuldað!!!!
14. mín
ALEXANDER ÞÚ VERÐUR AÐ SKORA ÞARNA LÍKA Blikar leysa pressu Shamrock meistaralega sem endar með því að Viktor Karl gefur á Alex Helga og hann á skot framhjá

Annað alvöru færi
13. mín
DAMIR ÞÚ VERÐUR AÐ SKORA ÞARNA Geggjuð hornspyrna á fjær þar sem Damir fær frían skalla inn í markteig en skallar í jörðina og yfir markið

Dauðafæri....
12. mín
Blikar fá horn!
10. mín
Blikar vilja víti í teignum!!

Skoppandi bolti inn í teig þar sem að Jason fer í 50/50 og fellur en sá sænski á flautunni segir nei!

Réttur dómur sýndist mér
9. mín
Hættuleg hornspyrna Shamrock inn á teig en Höggi skallar frá!
5. mín
Viktor Karl með mjög skemmtilega takta á vinstri vængnum og skemmtir áhorfendum en er á endanum stöðvaður af þeim írsku
3. mín
Írarnir byrja töluvert betur Búnir að koma sér þrjár hættulegar stöður hérna strax á fyrstu þremur mínútunum
2. mín
Fyrsta brotið komið!

Gísli keyrir framhjá tveimur og er síðann tekinn niður á eiginn vallarhelmingi
1. mín
Leikur hafinn
KOMA SVO!!!!!!
Fyrir leik


Fræga Champions League lagið var spilað meðan liðin löbbuðu inn á völlinn

Alvöru gæsahúðarmóment

Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Írarnir eru í stuði Írski blaðamaðurinn með mér í boxinu vill meina að það eru rúmir 100 stuðningsmenn Shamrock hérna á Kópavogsvelli, staðsettir í gömlu stúkunni og eru að láta vel í sér heyra
Fyrir leik
Fyrir leik
Ein breyting

Óskar Hrafn Þorvaldsson eina breytingu á byrjunarliði sínu frá fyrri leiknum sem Breiðablik vann 1-0 í Dublin.

Alexander Helgi Sigurðarson kemur inn á miðjuna og framherjinn Klæmint Olsen byrjar á bekknum. Gísli Eyjólfsson, Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson eru fremstu menn Blika í leiknum.

Damir Muminovic var tæpur fyrir leikinn en hann er klár í að byrja og byrjar við hlið Viktors Arnar Margeirssonar í hjarta Blikavarnarinnar. Damir skoraði eina mark fyrri leiksins úr aukaspyrnu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Damir byrjar
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er VAR

Dómari leiksins er sænskur, heitir Adam Ladebäck og er aðeins 31 árs gamall. Aðstoðardómararnir og fjórði dómarinn eru einnig frá Svíþjóð en Hollendingar sjá um VAR myndbandsdómgæsluna. Jochem Kamphuis er VAR dómari.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Mikilvægir leikmenn spila og sumir ekki „Ég fékk einhverja smá klemmu í nárann í byrjun seinni hálfleiks, en þetta er ekkert alvarlegt; ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af," sagði Damir eftir leikinn.

Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, og spurði hann út í Damir.

„Staðan er ágæt held ég, hann spilaði auðvitað ekki á móti Fram (á föstudaginn) og fær því viku milli leikja. Hann hefur ekki gert mikið (æft) og kemur betur í ljós á æfingu í dag. Hann lítur ágætlega út."

Í liði Shamrock verður lykileikmaðurinn þeirra Jack Byrne ekki með en hann meiddist í fyrri leiknum.

"Við vorum án hans í langan tíma á síðasta tímabili. Þetta lið er vant að vera án stórra leikmanna en spila samt vel. Jack er auðvitað góður leikmaður sem við værum til í að vera með, en erum ekki. Þannig er fótboltinn og við verðum í lagi á morgun."

Fyrir leik
Þjálfari Shamrock er bjartsýnn fyrir leikinn „Þetta verður erfiður leikur en við erum á því að ef við spilum á okkar getustigi þá getum við unnið leikinn. Við sýnum því virðingu að við erum á móti góðu liði og góðum leikmönnum en við erum á því að ef við verðum upp á okkar besta þá munum við vinna leikinn," sagði Stephen Bradley, stjóri Shamrock Rovers, í viðtali við Fótbolta.net

„Vandamálið var að við vorum ekki nægilega agressívir með boltann, við leyfðum pressunni þeirra að særa okkur í fyrri hálfleiknum. Þegar þú spilar á móti pressu eins og þeirra þá verðuru að vera agressívur að komast í gegnum línurnar þeirra fljótt. Við gerðum það ekki og þess vegna leit pressan þeirra vel út."
Fyrir leik
Óskar Hrafn hafði nokkurð orð að segja um stóra leikinn í kvöld „Þetta er mjög mikilvægt fyrir félagið bæði fjárhagslega og svo upp á að fara upp á evrópska styrkleikalistanum (coefficient rankings)," sagði Óskar.

„Fyrir Ísland þá myndi sigur í einvíginu hjálpa til við að bæta ímynd deildarinnar. Í Evrópu höfum við átt nokkur erfið ár sem er ástæðan fyrir því að við höfum spilað í undankeppninni (preliminary round)."

Hann talaði einnig um framherja Shamrock R. Rory Gaffney.

En þú veist ekki fyrr en leikurinn byrjar hversu góður Jack Byrne er á litlu svæði eða hversu sterkur Rory Gaffney er í að halda í boltann eða hversu hraður hann er."

„Hann er frábær leikmaður - mjög sterkur framherji sem getur einnig hlaupið aftur fyrir línuna. Hann er einn besti leikmaður sem við höfum mætt í öllum okkar Evrópuleikjum,"

Fyrir leik
Fyrirliðinn spenntur fyrir kvöldinu „Þetta er risastór leikur, klárlega stærsti Evrópuleikur sem ég hef tekið þátt í, að því sögðu þýðir ekkert að mikla það fyrir sér, þetta er bara leikur á morgun á móti hörkuliði sem við þurfum að nálgast með því að vera trúir okkur sjálfum," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í viðtali í gær.

Fyrir leik
Meistaradeildarkvöld í Kópavogi Heilir og sælir lesendur góðir veriði hjartanlega velkomnir í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem að Breiðablik fær Shamrock Rovers í heimsókn, Blikar unnu fyrri leikinn 1-0, þetta er RISA leikur!!

Sigurliðið í þessari viðureign mun mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Liðið sem tapar mun mæta KÍ Klaksvík frá Færeyjum eða Ferencvaros frá Ungverjalandi í Sambandsdeildinni.


Byrjunarlið:
1. Leon Pohls (m)
3. Sean Hoare
4. Roberto Lopes
6. Daniel Cleary
8. Ronan Finn (f) ('86)
10. Graham Burke ('77)
11. Sean Kavanagh
16. Gary O'Neill
17. Richie Towell ('69)
19. Markus Poom ('69)
20. Rory Gaffney

Varamenn:
1. Alan Mannus (m)
5. Lee Grace ('86)
7. Dylan Watts ('69)
9. Aaron Greene ('69)
14. Simon Power
24. Johnny Kenny ('77)
31. Kieran Cruise
34. Conan Noonan
39. Najemedine Razi

Liðsstjórn:
Stephen Bradley (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: