Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Víkingur R.
1
0
Riga FC
Helgi Guðjónsson '82 1-0
20.07.2023  -  18:45
Víkingsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Alessandro Dudic (Sviss)
Maður leiksins: Ingvar Jónsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('70)
10. Pablo Punyed
18. Birnir Snær Ingason
19. Danijel Dejan Djuric
23. Nikolaj Hansen (f) ('70)
24. Davíð Örn Atlason ('81)
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson ('70)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen
17. Ari Sigurpálsson ('70)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('81)
25. Hákon Dagur Matthíasson
29. Hrannar Ingi Magnússon
30. Daði Berg Jónsson
31. Jóhann Kanfory Tjörvason

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Danijel Dejan Djuric ('58)
Arnar Gunnlaugsson ('59)
Oliver Ekroth ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+5

Evrópuævintýri Víkinga er því miður búið!

90. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
+5

Veit ekkert hvað hann er að dæma á en Víkingar vildu víti og fá ekki en fá þess í stað gult en fyrir hvað nákvæmlega veit ég ekki! Gríðarlega svekkjandi!
90. mín
+4

Fáum við dramatík? Allra síðasti séns!
90. mín Gult spjald: Muzinga Ngonda (Riga FC)
+3
90. mín
Fáum við hetju í þessum leik? +2

Ari Sigurpáls með skot framhjá.
90. mín
VIð fáum +4 í uppbót!

90. mín
ARI! Ari Sigurpáls nær skoti á nær en Purins nær að verja.
88. mín
Tomislav Stipic er virkilega stressaður á hliðarlínunni hjá Riga.
83. mín
Logi!! Logi Tómasson í flottu skotfæri en skotið framhjá!


ÞETTA ER ENN HÖRKU MÖGULEIKI!!!
82. mín
Inn:Gauthier Mankenda (Riga FC) Út:Brian Pena (Riga FC)
82. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!! Karl Friðleifur með klobba og kemur boltanum á Ara Sigurpáls sem kemst út við endalínu og kemur boltanum fyrir markið þar sem Helgi Guðjóns rekur tánna í boltann og inn!!

KOMA SVO VÍKINGUR!!!!!!
81. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
80. mín
Inn:Kemehlo Nguena (Riga FC) Út:Douglas Aurelio (Riga FC)
78. mín
DANIJEL DJURIC! Nils Purins með frábæra vörlsu!

Logi Tómasson reynir skot sem fer af þéttum varnarmúr til Danijel Djuric sem nær að snúa í átt að marki og á skot sem Purins því miður ver!

ÆJI!!!!!
76. mín
Lítur allt mun betur út hjá Víkingum þessa stundina.

Verðum að nýta þetta momentum og koma inn marki! KOMA SVO!!
75. mín
Inn:Baba Musah (Riga FC) Út:Mikael Soisalo (Riga FC)
75. mín
Víkingar vilja hendi! Birnir Snær með fyrirgjöf sem Riga bjargar í horn en Víkingar vilja fá hendi en fá ekkert nema hornið.
72. mín
Víkingar eru að ógna sem er gríðarlega jákvætt. Við þurfum mark og helst sem fyrst!
71. mín
Víkingar reyna að stinga Ara Sigurpáls á bakvið en Muzinga Ngonda keyrir í bakið á honum en ekkert dæmt.

70. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
70. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
69. mín
Frábærlega spilað hjá Víkingum!

Erlingur Agnarsson fær boltann upp hægri og finnur Danijel Djuric sem reynir að koma boltanum á Birni Snæ Ingason en varnarmenn Riga ná að koma tánni í boltann áður!
66. mín
Víkingar koma boltanum inn á teig en Niko Hansen nær ekki að snúa og Víkingar ná ekki að koma boltanum á markið.
64. mín
Víkingar með fína sóknarlotu en ná ekki að koma boltanum á markið.
62. mín
Riga reyna að koma boltanum fyrir markið en Gunnar Vatnhamar skallar í horn.
59. mín Gult spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
Arnar fær líka spjald.
58. mín Gult spjald: Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Fær spjald fyrir dýfu innan teigs! Henti sér framfyrir varnarmann Riga og féll við þegar hann sparkaði boltanum burt.
56. mín
Víkingar vilja víti Danijel Djuric fellur í teignum eftir baráttu við Milos Jojic en Alessandro Dudic dómari gefur lítið fyrir þetta.
55. mín
Aukaspyrnan á nærsvæðið er ekkert spes og Riga kemur boltanum frá.
54. mín
Danijel Djuric sækir aukaspyrnu á flottum stað fyrir fyrirgjöf, aðeins fyrir framan hornfánan.
52. mín
Riga með hættulegt áhlaup en Ingvar nær að henda sér á boltann og slá hann aðeins frá.
46. mín
Riga FC byrjar með boltann í síðari Brian Pena sparkar þessu í gang aftur.

45. mín
Hálfleikur
Raivis Jurkovskis með hörku sprett upp hægri vænginn og fer nánast alveg að Ingvari áður en hann er stöðvaður og við það flautar dómarinn til hálfleiks.

Víkingar verið svolítið undir í baráttunni til þessa en það er enn allt hægt!

45. mín
Við fáum +2 í uppbót.
41. mín
Douglas Aurelio með alvöru sprett og vinnur horn.

Fá ekkert út úr því.
39. mín
Víkingar loksins að ná að ýta sér ofar á völlinn.

Birnir Snær með fyrirgjöf sem Nils Purins kýlir frá.
36. mín
STÖNGIN!!! Birnir Snær tekur hornspyrnunna og Niko Hansen skallar í stöngina!!!

Þessi hefði alveg mátt fara bara inn!
35. mín
Birnir Snær reynir sendingu inn á teig en Riga skallar í horn.
29. mín
Þetta er ansi erfitt hjá Víkingum þessar mínútur. Gengur illa að halda í boltann.
24. mín
Víkingar fara ekki nógu vel með hornið en það berst á endanum til Loga Tómassonar sem er á vítateigshorinu hægra meginn og reynir að taka viðstöðulaust skot en hátt yfir.
24. mín
Danijel Djuric! Danijel Djuric með frábæran sprett að marki og á skot sem Nils Purins ver út í teig en Riga ná að bjarga í horn!
22. mín
Vandræðagangur aftast hjá Víkingum og Riga fær boltann á hættulegum stað þar sem Brian Pena lætur svo vaða rétt fyrir utan teig en Ingvar ver!
19. mín
Erlingur Agnarsson með fyrirgjöf fyrir markið en Niko Hansen nær ekki að koma skallanum á markið.
17. mín
Bjargað á línu! Brian Pena sleppur í gegn en Ingvar Jóns gerir frábærlega og ver en boltinn best út og þeir ná frákastinu en Víkingar bjarga á línu!
13. mín
Douglas Aurelio kemst framhjá Oliver Ekroth þegar hann ætlar að reyna stíga hann út og hann keyrir að marki og á skot sem Ingvar ver í horn.

Riga gera ekki mikið úr hornspyrnunni.
12. mín
Riga að komast á bakvið vörn Víkinga en flaggið á loft.
10. mín
Eftir kröftuga byrjun Víkinga þá hafa Riga verið að komast í takt.
7. mín
Riga aðeins að færast ofar á völlinn.
5. mín
Víkingar eru að byrja þetta betur og Tomislav Stipic þjálfari Riga er órólegur á hliðarlínunni.
3. mín
DANIJEL DJURIC! Davíð Örn með fyrirgjöf fyrir markið sem Riga kemur í burtu en aftur á Davíð Örn sem sendir aftur inn á teig þar sem Danijel Djuric fær boltann óvenju frír inni í teig en hittir ekki boltann og Riga kemst fyrir!

Óheppni!
1. mín
Víkingar byrja með boltann Pablo Punyed sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl Stúkan er byrjuð að syngja og tralla á meðan liðin eru að ganga út á völl.

Það er vonandi Íslenskt evrópuævintýri í kortunum hér á heimavelli hamingjunnar í vændum.


KOMA SVO VÍKINGUR!!
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir eina breytingu á sínu liði frá fyrri leiknum.

Inn kemur Birnir Snær og á bekkinn sest Halldór Smári Sigurðsson.

Samkvæmt UEFA stillir Arnar upp í 3-4-2-1. Davíð Örn Atlason er þar í miðverði með Oliver Ekroth og Gunnari Vatnhamar. Logi Tómasson og Birnir Snær Ingason eru vængbakverðir.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Aron Elís ekki með í kvöld en verður löglegur í næsta leik „Það er gríðarlega gaman," segir Aron Elís Þrándarson um að vera kominn aftur í Víkingsbúninginn. Hann er búinn að vera æfa á fullu með liðinu og er orðinn löglegur fyrir næsta deildarleik gegn KR á sunnudaginn.

Það hefur margt breyst frá því Aron lék síðast með Víkingum og liðið er núna eitt það besta á Íslandi. „Það er búið að bæta mikið hérna og það er mikið 'professional' í þessu félagi. Þetta er besta félagið á Íslandi, finnst mér. Það er drullugaman að vera kominn heim."

„Allir í kringum félagið eiga mikið hrós - stjórn, leikmenn, stuðningsmenn og þjálfarar. Það er búið að bæta allt og það gerist ekki af sjálfu sér."

Aron verður ekki með þegar Víkingur spilar gegn Riga í Sambandsdeildinni í kvöld þar sem hann fékk ekki leikheimild fyrir þann leik, en hann verður með gegn KR á sunnudaginn.

„Auðvitað vill maður spila, en ég hef fulla trú á því að strákarnir snúi þessu við," segir Aron en Víkingar eru 2-0 undir eftir fyrri leikinn. „Það verður örugglega stressandi að vera upp í stúku, það er eiginlega alltaf verra þar sem maður getur ekki gert neitt. En ég hef fulla trú á strákunum eftir að hafa verið með þeim á æfingum. Það eru bullandi gæði í okkar liði og ég hef fulla trú á þeim."

Aron ekki með í kvöld en getur mætt KR - ,,Hef fulla trú á þeim"


Viðtal við fyrirliða Riga FC fyrir leikinn
Fyrir leik
Dómarateymið frá Sviss Dómarateymið í þessum leik kemur frá Sviss.

Alessandro Dudic fær það verkefni að halda utan um flautuna og honum til aðstoðar verða Pascal Hirzel og Alain Heiniger.
Maðurinn sem sér um að stilla til friðar á bekknum og með skiltið er Sven Wolfensberger.

Alessandro Dudic hefur meira verið í hlutverki fjórða dómara í evrópuverkefnum en hann var til að mynda fjórði dómari í leik Salzburg - Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

Fyrir leik
Þurfum að vera miklu öruggari og með hærra sjálfstraust „Mjög vel, mjög spenntur fyrir leiknum og tími fyrir okkur að sýna hvað við getum. Við þurfum að vera miklu öruggari og vera með hærra sjálfstraust en í síðasta leik. Við vorum hræddir fannst mér einhvern veginn, vildi enginn vera með boltann eða fá boltann í svæði undir pressu. Því þurfum við að breyta," sagði Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net fyrir leikinn.

Birnir hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins til þessa. „Það hefur gengið vel, það er stutt á milli í fótbolta. Ef þú ert með sjálfstraustið í botni þá getur allt gerst. Það sem mér fannst mikilvægt fyrir mig var að koma inn mörkum nokkra leiki í röð. Þá fer sjálfstraustið í botn og þá byrjar boltinn að rúlla," sagði Birnir.

Birnir Ingason: Auðvitað var ég ekki sáttur en ég skildi ástæðuna


Fyrir leik
Hausar munu fjúka ef þeir detta út úr keppninni „Þetta leggst mjög vel í mig, það veitti manni innblástur að sjá Blikana í gær. Til hamingju Blikar! Virkilega vel gert. Við ætlum að nýta okkur meðbyrinn sem er í Evrópu núna hjá íslensku liðunum. Við áttum 'off' dag í Riga, það bara gerist og það þýðir ekkert að velta sér upp úr ástæðum þess. Við þurfum bara að taka því, læra af því og fara 'all-in' á morgun; vera kaldir og virkilega gefa þeim leik," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings fyrir leikinn.

„Ef við náum fyrsta markinu, hvenær sem það verður fyrir leikslok, þá munu þeir panikka. Þjálfarinn þeirra er mjög líflegur á bekknum og það er mikið undir hjá þeim, hausar munu fjúka ef þeir detta út úr keppninni. Við þurfum að ná að spyrja þá alvarlegra spurninga; að þeir þurfa virkilega að hafa fyrir hlutunum."

Arnar Gunnlaugs: Hausar munu fjúka ef þeir detta út úr keppninni


Fyrir leik
Hvað vitum við um Riga? Wikipedia segir okkur að þetta sé lið sem var formað 2015 með sameiningu tveggja liða í Lettlandi, FC Caramba og Dinamo Riga.

Félagið hefur þrívegis orðið Lettneskur meistari: 2018, 2019 og 2020.
Félagið var í öðru sæti á síðasta tímabili.

Samkvæmt Transfermarkt þá eru þrír leikmenn Riga metnir á miljon evra eða meira:

Hrvoje Babec - 2m evra
Milos Jojic - 1.2m evra
Gustavo Dulanto - 1m evra


Það hafa tveir Íslendingar leikið fyrir félagið - Axel Óskar Andrésson og Stefan Ljubicic.


Fyrir leik
Það er á brattann að sækja Víkingar áttu erfitt uppdráttar í fyrri leik þessara liða í Riga í síðustu viku og eru tveimur mörkum undir í einvíginu.

Við höfum þó fulla trú á því að Víkingar nái að snúa einvíginu sér í hag með hörku stuðning frá stúkunni!


Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá heimavelli hamingjunnar þar sem Víkingar ætla að klífa fjöll og snúa einvíginu gegn Riga sér í vil.

KOMA SVO!!!


Byrjunarlið:
16. Nils Toms Purins (m)
8. Milos Jojic (f)
10. Douglas Aurelio ('80)
11. Mikael Soisalo ('75)
13. Raivis Jurkovskis
14. Hrvoje Babec
15. Petar Bosancic
18. Marko Regza
25. Muzinga Ngonda
30. Brian Pena ('82)
34. Antonijs Cernomordijs

Varamenn:
1. Rihards Matrevics (m)
12. Kristaps Zommers (m)
21. Baba Musah ('75)
23. Eduards Daskevics
33. Kirils iljins
37. Aboubakar Karamoko
77. Gauthier Mankenda ('82)
93. Kemehlo Nguena ('80)
95. Rangel

Liðsstjórn:
Tomislav Stipic (Þ)

Gul spjöld:
Muzinga Ngonda ('90)

Rauð spjöld: