Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Leiknir R.
3
2
Þróttur R.
0-1 Ágúst Karel Magnússon '12
Omar Sowe '29 1-1
Daníel Finns Matthíasson '41 , víti 2-1
2-2 Aron Snær Ingason '71
Hjalti Sigurðsson '79 3-2
20.07.2023  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Frekar ágætar bara
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Daníel Finns Matthíasson
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Róbert Quental Árnason ('81)
8. Sindri Björnsson ('57)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðvers ('70)
19. Jón Hrafn Barkarson ('57)
20. Hjalti Sigurðsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
67. Omar Sowe
- Meðalaldur 7 ár

Varamenn:
12. Indrit Hoti (m)
7. Kaj Leo Í Bartalstovu
8. Árni Elvar Árnason ('57)
9. Róbert Hauksson ('57)
10. Shkelzen Veseli
18. Marko Zivkovic ('81)
66. Valgeir Árni Svansson ('70)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Gísli Friðrik Hauksson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Sindri Björnsson ('17)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
MAAAAGNAÐUR LEIKUR!!

Frábær stemning í Breiðholtinu og geggjaður leikur.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
94. mín
Þróttarar fá innkast við vítateig Leiknismanna sem Pikul ætlar að kasta inn í teiginn.
94. mín
Þetta verður löng mínúta fyrir Leiknismenn!
93. mín
Birkir Björns varamaður Þróttara kemur með fyrirgjöf sem fer í gegnum alan pakkann og í markspyrnu.
92. mín
Þróttarar liggja á Leikni þessa stundina!
92. mín
Færi sem Leiknir fá! Róbert sendir Hjalta einan í gegn eftir hornspyrnu Þróttara sem endar með því að Hjalti keyrir í átt að marki Þróttara en setur hann beint á Svein Óla í markinu. Þetta er galopið
91. mín
Hjalti skallar frá!
91. mín
Þróttarar að fá horn!
90. mín
5 mínútur í uppbótartíma!
89. mín
Tæpt var það! Viktor Steinars, varamaður Þróttara, kemur með frábæra fyrirgjöf á Hinrik sem skallar rétt framhjá!
88. mín
Danni Finns finnur Róbert Hauks í lappir og Róbert kominn í góða skotstöðu við vítateig Þróttara. Hann skítur framhjá en Leiknismenn vilja fá horn sem Vilhjálmur gefur þeim ekki
87. mín
Inn:Viktor Steinarsson (Þróttur R.) Út:Stefán Þórður Stefánsson (Þróttur R.)
87. mín
Inn:Eiður Jack Erlingsson (Þróttur R.) Út:Ágúst Karel Magnússon (Þróttur R.)
87. mín
Inn:Birkir Björnsson (Þróttur R.) Út:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
81. mín
Inn:Marko Zivkovic (Leiknir R.) Út:Róbert Quental Árnason (Leiknir R.)
79. mín MARK!
Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
ÞEIR ERU KOMNIR YFIIIRRR!!! Algjörlega gegn gangi leiksins!!!

Hjalti Sig með skot við D-bogann sem fer stöngin inn. Óverjandi fyrir Svein.

Hvernig svara Þróttarar?!
71. mín MARK!
Aron Snær Ingason (Þróttur R.)
ÞEEIIRRR JAFFNAAA!!! Og þá er allt orðið jafnt!!

Boltinn fer á nærstöngina og Leiknismenn ná að skalla boltanum frá en ekki næginlega langt. Aron Snær er þá mættur inn á teiginn og fær boltann í loftinu og hleður í eina hjólhestarspyrnu. Boltinn fer í varnarpakkann og Viktor í markinu skiljanlega sér ekki neitt. Boltinn endar í netinu eftir viðkomu í Ósvald. Hefði getað skráð þetta sem sjálfsmark á Ósvald en boltinn var á leiðinni á markið.

GEGGJAÐUR LEIKUR! Núna þurfa Leiknismenn að svara því þeir hafa ekkert sést í seinni hálfleik.
70. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Leiknir R.) Út:Brynjar Hlöðvers (Leiknir R.)
Fyrsti leikur Valgeirs í Leiknistreyjunni en Brynjar fer meiddur af velli
70. mín
Þróttarar að fá hornspyrnu!
68. mín
Árni Elvar, varamaður Leiknis, að brjóta mjög groddaralega á miðjum vellinum. Hann fær ekki spjald en Þróttarar eru brjálaðir
68. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.) Út:Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Kári búinn að vera góður í dag.
66. mín
Arnór og Róbert Q spila vel á milli sín á hægri kantinum sem endar með fyrirgjöf frá Arnóri inn á Omar sem hittir ekki boltann nægilega vel og Sveinn Óli kemst í boltann.
63. mín
Þróttararnir liggja á Leiknismönnunum þessa stundina. Spurningin er baram hvenær skora Þróttararnir?
61. mín
Róbert Hauks kominn upp á topp og Omar fer á vinstri kantinn með þessari skiptingu áðan.
60. mín
Færi hjá Þrótturum! Jörgen og Ágúst Karel spila vel á milli sín á vinstri kantinum sem endar með því að Ágúst tekur skotið rétt yfir markið. Þróttarar taka við sér í stúkunni en Leiknismennirnir hafa ekki séð til sólar í þeim síðari.
57. mín
Inn:Róbert Hauksson (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
57. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.)
56. mín Gult spjald: Ágúst Karel Magnússon (Þróttur R.)
Markaskorarinn brýtur á Arnóri á miðjum vellinum og Vilhjálmur spjaldar hann réttilega
55. mín
Þróttarar betri Aron Snær tekur skotið rétt fyrir utan teig en hann dúndrar boltanum yfir eftir góða sókn hjá Þrótturum. Þróttarar miklu betri aðilinn í kvöld fyrstu 10 mínúturnar í seinni hálfleik.
53. mín
Leiknir fara upp í 4. sætið ef þeir vinna í kvöld tímabundið. Stutt á milli í þessu.
51. mín
Kári tekur spyrnuna inn á teig sem endar með skoti frá Emil langt framhjá
50. mín
Þróttur að fá aukaspyrnu! Eiríkur fiskar aukaspyrnu fyrir Þrótt á hættulegum stað rétt fyrir utan vítateig Leiknismanna.
48. mín
Hinrik með fyrsta skotið í seinni hálfeik sem fer beint á Viktor.
46. mín
Leikur hafinn
Sindri kemur þessu í gang á ný!
45. mín
Liðin í fyrri hálfleik Svona fannst mér liðin stilla sig upp í fyrri hálfleik:

Leiknir R. (4-4-1-1)
Viktor
Arnór - Binni Hlö - Daði B - Ósvald
Róbert Q - Sindri - Hjalti - Jón
Danni Finns
Omar Sowe

Þróttur (4-1-4-1)
Sveinn Óli
Eiríkur - Baldur - K Pikul - Stefán Þórður
Emil Skúli
Aron Snær - Jörgen - Kári - Ágúst Karel
Hinrik
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í hálfleik! Mjög kaflaskiptur leikur til þessa en líklega bara sanngjarnar hálfleikstölur. Sjáumst eftir korter!
45. mín Gult spjald: Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Brýtur á sér á miðjum vellinum með groddaralegri tæklingu
45. mín
Þetta var ótrúlegt hlaup sem Sveinn Óli tók úti í teiginn til þess að kýla boltann frá sem klikkar. Þá myndast mikið klafs inni á teig Þróttara sem endar með því að Leiknismenn brjóta á sér. Með hreinum ólíkindum að Leiknismennirnir skoruðu ekki!
44. mín
Leiknismenn að fá hornspyrnu!
41. mín Mark úr víti!
Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Stoðsending: Omar Sowe
VÁÁÁÁÁÁÁ Ein besta vítaspyrna sem ég hef séð lengi! Hann sendir Svein Óla í rangt horn en samt sem áður fer boltinn í samskeytin, sláin inn!

Sjón er sögu ríkari en ég mæli með að fólk stilli inn á útsendinguna og skoði þetta víti. Harry Maguire lykt af þessari vítaspyrnu.
40. mín Gult spjald: Sveinn Óli Guðnason (Þróttur R.)
Omar Sowe fær boltann í gegn frá Hjalta, líkt og í marki Leiknis, og fer framhjá Svein Óla sem tekur hann niður. Geggjaður sprettur hjá Omar!
40. mín
Leiknismenn að fá víti!!!!
35. mín
Þetta er hnífjafn leikur og það sést mjög vek að bæði lið mættu hér til leiks til að vinna leikinn.
29. mín MARK!
Omar Sowe (Leiknir R.)
Stoðsending: Daníel Finns Matthíasson
DANNI FINNS ERTU EKKI AÐ GRÍNAST?! OG ÞÁ ER ALLT ORÐIÐ JAFNT Í BREIÐHOLTINU!

Leiknismennirnir spila vel út frá markinu sem endar með því að Daníel Finns fær boltann á miðsvæðinu og kemur með einhverja svakalegustu sendingu sem ég hef séð í gegn á Omar. Omar setur hann nánast beint á Svein Óla í markinu en boltinn fer samt inn.

Geggjað mark!
27. mín
Leiknismennirnir að taka við sér! Róbert með geggjaða takta á hægri kantinum eftir að hafa fengið hann frá Sindra. Róbert kemur þá með mjög góða fyrirgjöf sem endar á Omar Sowe sem á fastan skalla beint á Svein Óla í markinu.
24. mín
Illa farið með gott færi! Emil vinnur boltann hátt á vellinum og kemur honum í gegn á Aron. Aron Snær er þá kominn einn á einn gegn Viktori en hann skotið hjá honum fer beint á Viktor í markinu. Þróttarar ívið betri hér í byrjun.
22. mín
Klaufalegt Þróttarar tapa boltanum á hættulegum stað og Leiknismenn bruna þá í sókn. Sindri kemur boltanum út á Jón Hrafn sem nær ekki stjórn á boltanum og dettur þ.a.l. og lendir illa. Hann þarf aðhlynningu en er staðin á fætur á ný.
18. mín
Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni!
17. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Brýtur á Ágústi þegar Þróttarar eru við það að komast í gegn. Ágúst liggur eftir niðri og þarf aðhlynningu.
12. mín MARK!
Ágúst Karel Magnússon (Þróttur R.)
Stoðsending: Hinrik Harðarson
GESTIRNIR KOMNIR YFIR!!! Fyrsta markið komið!

Eiríkur geysist upp hægri hliðina en leikurinn hefur meira og minna farið fram þar. Boltinn fer inn á teig þar sem Jörgen nær að stýra honum á Hinrik sem á misheppnað skot á markið. Það misheppnaða skot endar í sendingu á fjærstöngina þar sem Ágúst Karel mætir og potar honum inn.

Þróttarar taka þá við sér í stúkunni!
12. mín
Eiríkur með fyrirgjöf á Jörgen sem er einn á auðum sjó inni á teig Leiknismanna en hann missir boltann allt of langt frá sér.
8. mín
Löng sókn hjá Leikni Mikil hætta sem myndast inni á teig Þróttara þegar þeirra eigin leikmaður, Aron Snær, ætlar að hreinsa boltanum í burtu en boltinn endar inni á teig Þróttara. Það myndast mikið klafs og löng sókn hjá Leikni þar sem Róbert Q og Daníel Finns náðu báðir skoti en Þróttarar ná að verjast.
6. mín
Það kemur ekkertu út úr horninu.
5. mín
DAUÐAFÆRI! Daði með lélega sendingu til baka á Viktor sem Hinrik kemst fyrir. Hinrik er þá kominn einn í gegn á móti Viktori en Viktor ver glæsilega í horn.
5. mín
Skot sem Ágúst Karel tekur fyrir utan teiginn fer hátt yfir markið. Þróttarar svona ívið etri hér í byrjun.
2. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu á ágætum stað fyrir fyrirgjöf. Eiríkur tekur spyrnuna en Binni Hlö skallar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang! Þróttarar koma okkur í gang í kvöld!
Fyrir leik
Þetta fer að byrja! Liðin ganga til vallar og gera sig klár í slaginn!
Fyrir leik
Valgeir Árni, nýr leikmaður Leiknis, er í hóp!
Fyrir leik
Liðin ganga nú til búningsherbergja og gera sig klár í slaginn!
Fyrir leik
Lengjudeildin 2023 Það er mikil spenna víðast hvar á töflunni í Lengjudeildinni en tímabilið hefur farið mjög skemmtilega af stað. Svona lítur taflan út þegar 13. umferðin hefst í kvöld:

1. Afturelding - 32 stig (12 leikir)
------------------------------------
2. Fjölnir - 23 stig (12 leikir)
3. ÍA - 21 stig (11 leikir)
4. Grótta - 16 stig (10 leikir)
5. Grindavík - 15 stig (11 leikir)
------------------------------------
6. Leiknir - 14 stig (12 leikir)
7. Þróttur - 14 stig (12 leikir)
8. Þór - 14 stig (11 leikir)
9. Vestri - 13 stig (11 leikir)
10. Selfoss - 10 stig (10 leikir)
------------------------------------
11. Njarðvík - 8 stig (12 leikir)
12. Ægir - 7 stig (12 leikir)
Fyrir leik
Fjögurra marka jafntefli? Björn Axel Guðjónsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, spáði í spilin fyrir 13. umferð Lengjudeildarinnar sem hefst einmitt í Breiðholtinu í kvöld. Þetta hafði Björn Axel að segja um leik kvöldsins:

Leiknir R. 2 - 2 Þróttur R. (19:15 í kvöld)

„Jeffsy hefur verið að gera frábæra hluti með Þróttaraliðið og fer á Ghetto ground og sækir sterkt stig. Veikasti Arsenal maður landsins Ósvald Jarl finnur sinn innri Ödegaard og smellir honum fyrir utan teig.“

Fyrir leik
Fyrri viðureignir liðanna Fyrri leikur þessara liða á þessu tímabili fór 3-1 fyrir Leikni í Laugardalnum í fyrstu umferð. Mikið hefur gengið á hjá þessum liðum síðan þá en hér eru þau bæði mætt, jöfn á stigum, jöfn á markatölu og deila sætum.



Liðin hafa mæst allt að 44 sinnum á vegum KSÍ en í þeim leikjum hafa Leiknismenn oftast unnið en mjög sjaldan gera þessi lið jafntefli. Svona lítur tölfræðin úr þessum leikjum út:

Leiknis sigrar: 23
Jafntefli: 6
Þróttara sigrar: 15


Fyrir leik
Dómaratríóið ekki af verri endanum Dómari leiksins er engin annar en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sem er að dæma sinn annan leik í Lengjudeildinni á þessu tímabili. Honum til aðstoðar verða Andri Vigfússon og Smári Stefánsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Ingvar Örn Gíslason.

Vilhjálmur Alvar hefur einungis dæmt einn leik í Lengjudeildinni í sumar og það var leikur Fjölnis og Þróttar í þriðju umferðinni sem fór 3-3 (fyrir Þrótti). Í þeim leik gaf hann einungis þrjú gul spjöld en dæmdi engin víti og gaf engum rauð spjöld.




Fyrir leik
Þróttarar þurfa sigur Annað er uppi á teningnum hjá Þrótturum í seinustu leikjum en hjá Leikni. Þróttarar hafa náð í eitt stig í seinustu þremur leikjum af níu mögulegum eftir tvö töp í röð gegn Vestra og Aftureldingu og síðan jafntefli gegn Fjölnismönnum síðustu helgi. Þróttarar haffa núna skorað að meðaltali eitt mark í leik í seinustu þreumur leikjum en á tímabilinu hafa þeir skorað að meðaltali tæplega tvö mörk í leik. Það verður áhugavert að sjá hvernig kaldir Þróttarar mæta til leiks gegn heitum Leiknismönnum.



Seinasti leikurinn hjá Þrótturum var síðustu helgi gegn Fjölni þar sem Hinrik Harðarson jafnaði leikinn á 92. mínútu. Staðan var þá 2-2 en staðan var 2-0 fyrir Fjölni í hálfleik. Mörk Þróttara í þeim leik skoruðu Hinrik Harðarson og Aron Snær Ingason. Það er spurning hvort að jöfnunarmarkið sem kom á 92. mínútu hafi gefið Þrótturum einhverja auka orku en þeim fannst örugglega eins og þeir hafi unnið leikinn.


Fyrir leik
Stígandi í Leiknisliðinu Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hjá Leikni hafa þeir náð að snúa genginu við en þeir hafa sótt 9 stig af 12 mögulegum í seinustu fjórum leikjum. Fyrsti leikurinn af þessum fjórum leikjum var 3-0 heimasigur gegn Njarðvík en í viðtali eftir leik talaði Vigfús, þjálfari Leiknis, um það að ef sá leikur myndi tapast að þá myndi hann vera látinn fara. Sú pressa sem stjórn Leiknis setti á Vigfús og hans teymi fyrir þann leik hefur tekið liðið úr fallbaráttu og upp í baráttu um að komast í umspilið um sæti í Bestu deildinni. Tala þá ekki um það ef þeir vinna í kvöld.



Seinasti leikur Leiknismanna var á Selfossi þar sem þeir unnu góðan 4-2 sigur á Selfossi. Liðið sýndi þar mikinn karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þegar tæpur hálftími var eftir. Daníel Finns skoraði þar tvö mörk, Hjalti Sig setti eitt og Omar Sowe skoraði einnig. Leiknir hafa núna skorað 11 mörk í seinustu fjórum leikjum eða 7 mörk í seinustu tveimur leikjum.


Fyrir leik
Reykjavíkurslagur í Breiðholtinu! Heilir og sælir ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá leik Leiknis Reykjavík og Þrótt Reykjavík. Bæði lið eru með 14 stig og -3 í markatölu eftir 12 leiki. Þetta eru liðin sem gætu verið að berjast um þetta blessaða 5. sæti fram á lokadag. Gríðarlega mikilvægur leikur hér á Domusnovavellinum í kvöld.


Byrjunarlið:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
Stefán Þórður Stefánsson ('87)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson ('87)
8. Baldur Hannes Stefánsson
9. Hinrik Harðarson
11. Ágúst Karel Magnússon ('87)
22. Kári Kristjánsson ('68)
32. Aron Snær Ingason
33. Kostiantyn Pikul
- Meðalaldur 10 ár

Varamenn:
25. Óskar Sigþórsson (m)
7. Eiður Jack Erlingsson ('87)
14. Birkir Björnsson ('87)
17. Izaro Abella Sanchez ('68)
19. Theodór Unnar Ragnarsson
20. Viktor Steinarsson ('87)
25. Hlynur Þórhallsson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski
Ben Chapman
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Sveinn Óli Guðnason ('40)
Kári Kristjánsson ('45)
Ágúst Karel Magnússon ('56)

Rauð spjöld: