Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
1
2
Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson '22
0-2 Aron Elís Þrándarson (f) '57
Kristján Flóki Finnbogason '60 , víti 1-2
23.07.2023  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Fínt hitastig og þurrt
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1899
Maður leiksins: Oliver Ekroth
Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson ('78)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('85)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson ('26)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
8. Olav Öby ('26)
15. Lúkas Magni Magnason
17. Luke Rae ('78)
25. Jón Arnar Sigurðsson
30. Rúrik Gunnarsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Theodór Elmar Bjarnason
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar ná að sigla þessu heim! Elías Ingi flautar til leiksloka.
KR-ingar eflaust svekktir, fyrsta tap KR í rúma tvo mánuði er staðreynd.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
92. mín
KR-ingar reyna allt til að koma jöfnunarmarki í leikinn, en eru ekki að komast í nægilega góðar stöður.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við!
88. mín
KR-ingar þjarma að Víkingum! Kennie Chopart kemur boltanum á Ægi Jarl sem er í teignum og tekur frábæran snúning og fer beint í skotið sem fer yfir markið!
85. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
85. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
84. mín
Danijel Djuric með þrususkot langt fyrir utan teig sem fer rétt framhjá markinu.
Alvöru kraftur í þessu skoti!
82. mín
Víkingar bjarga á línu! Kennie Chopart skallar boltann á fjærstöng, Ægir Jarl nær að koma hælnum í boltann en Ekroth bjargar á línu!
78. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
Getur Luke Rae átt eins innkomu og í síðasta leik?
73. mín
Stuðningsmenn KR syngja um Danijel Djuric og segja honum að standa í lappirnar.
70. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (f) (Víkingur R.)
70. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
69. mín
Kennie Chopart í góðu færi! Atli Sigurjóns á tryllta utanfótarsendingu í gegn á Kennie Chopart sem er í góðri stöðu í teig Víkinga. Kennie rennir boltanum rétt framhjá markinu!
64. mín
Heldur betur að lifna yfir KR-ingum eftir markið.
62. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.)
62. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
60. mín Mark úr víti!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Öruggt var það! Fast niðri hægra megin og sendir Ingvar í vitlaust horn.
60. mín
KR FÆR VÍTI! Atli Sigurjónsson keyrir í teig Víkinga og Logi Tómasson rennir sér niður í tæklingu og brýtur á Atla.
Óþarfi hjá Loga.
57. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (f) (Víkingur R.)
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson (f)
HVER ANNAR? Birnir Snær tekur hornspyrnu Aron stekkur hæst á nærstöng og sneiðir boltann í fjærhornið.
Aron Elís skorar strax í sínum fyrsta leik fyrir Víking í endurkomu sinni.
53. mín
Frábært færi Víkinga! Helgi Guðjóns á góða fyrirgjöf á Erling Agnars sem lúrir á fjærstöng en hann hittir boltann ekki nægilega vel og endar boltinn framhjá.
50. mín
KR-ingar fá hornspyrnu, Jói Bjarna tekur og boltinn fer beint á pönnuna á Finn Tómasi sem skallar boltann rétt framhjá marki gestanna.
46. mín
Dómaraskipti í hálfleik Ívar Orri fór af velli í hálfleik en Elías Ingi kemur í hans stað!
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað! KR-ingar byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar hér til hálfleiks.
Færin búin að vera af skornum skammti hér í fyrri hálfleik en Víkingar leiða með einu marki sem var í boði Simen Kjellevold.

45. mín
+3
Aron Elís þræðir Birni inn fyrir, Birnir kemur svo með fyrirgjöf á Helga sem skallar boltann framhjá.
Vel spilað hjá Víkingum.
45. mín
Fjórum mínútum bætt við í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
44. mín
Aron Elís við það að sleppa í gegn en Jakob Franz nær að pota boltanum frá Aroni.
41. mín
Birnir vinnur boltann af Jóa Bjarna og chippar boltanum skemmtilega yfir Simen og í netið en Ívar Orri dæmir brot á Birni.
Líklegast rétt ákvörðun.
31. mín
Karl Friðleifur kemur með góða fyrirgjöf sem endar á kollinum á Gunnari Vatnhamar sem stangar boltann rétt framhjá marki KR-inga.
26. mín
Inn:Olav Öby (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
Aron Þórður fer meiddur af velli.
22. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Hræðileg mistök Kjellevold! Kennie Chopart sendir til baka á Simen og hann tekur skelfilega móttöku og missir boltann of langt frá sér. Helgi Guðjóns kemst í boltann og setur boltann í autt netið.
Dýr mistök hjá Simen Kjelleveold en vel unnið hjá Helga engu að síður.

21. mín
Chopart kemur með hættulega fyrirgjöf sem Ingvar missir frá sér en nær svo á endanum.
19. mín
Víkingar fá hornspyrnu og það verður samstuð í teignum, Ekroth og Kristján Flóki liggja niðri.
17. mín
Aron Þórður liggur niðri og þarfnast aðhlynningar, Olav Öby gerir sig tilbúinn á bekknum.
12. mín
Jói Bjarna fer í skot fyrir utan teig en Logi verst vel og fer boltinn af Loga og í horn.
KR tekur hornið stutt, Jói Bjarna kemur með fyrirgjöf sem Ingvar kýlir frá.
11. mín
Víkingar leita mikið í svæðið fyrir aftan Jóa K Bjarna.
7. mín
Víkingar fá fyrsta horn leiksins, Logi tekur en boltinn fer yfir allan pakkann og í markspyrnu.
2. mín
KR-ingar byrja sterkt! Ægir Jarl fær boltann utarlega í teig gestanna og tekur gott skot sem fer rétt framhjá marki Víkinga.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja með boltann! Helgi Guðjóns á upphafsspark leiksins.
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn og Bubbi í græjunum, nú styttist í að þessi veisla hefjist!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! KR unnu góðan 1-0 sigur á FH síðasta þriðjudag. Rúnar Kristinsson gerir eina breytingu á liði sínu frá þeim leik.
Jóhannes Kristinn Bjarnason kemur í byrjunarliðið á kostnað Theodórs Elmars sem tekur sér sæti á bekknum í dag.


Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gerir 5 breytingar á liði sínu frá Riga leiknum síðastliðinn fimmtudag.
Þeir Helgi Guðjóns, Arnór Borg, Viktor Örlygur, Karl Friðleifur og Aron Elís Þrándarsson koma allir í liðið. Aron Elís byrjar sinn fyrsta leik í endurkomu sinni til Víkings.
Fyrirliðinn Nikolaj Hansen, Davíð Örn, Matti Villa, Danijel Djuric taka sér allir sæti á bekknum. Pablo Punyed verður utan hóps en hann er að taka út leikbann.
Fyrir leik
Fyrir leik
Ari Sigurpáls ekki með vegna meiðsla
Fyrir leik
Epískar viðureignir síðustu ár Leikir Víkings gegn KR í Vesturbænum hafa verið eftirminnilegir síðustu ár.

Dramatíkin var mikil árið 2021 þegar Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu í uppbótartíma í næstsíðustu umferðinni og kom Víking í forystu í deildinni sem þeir unnu svo.

Í Viðureigninni árið 2020 var mikill hiti og fengu þeir Halldór Smári, Sölvi Geir og Kári Árnason allir rautt spjald.

Fyrir leik
Aron Elís kominn aftur heim og Pablo í banni Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarsson er kominn aftur heim í Víkina. Aron fór á kostum með Víking fyrir tæplega 10 árum. Aron hélt svo út í atvinnumensku.
Aron hefur í heildina spilað 17 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim eitt mark en kom gegn San Marínó í fyrra.



Víkingar verða án Pablo Punyed í kvöld. Pablo er í banni vegna fjölda uppsafnaðra áminninga.


Fyrir leik
Mæta Víkingar í spennufalli? Víkingar féllu úr leik í Sambandsdeild Evrópu þrátt fyrir 1-0 sigur á Riga síðasta fimmtudag. Lettneska liðið fer samanlagt áfram, 2-1.

Arnar Gunnlaugsson hafði þetta að segja eftir leik:

„Það tekur við núna spennufall í 2-3 daga en það má ekki vara lengi því að við eigum svakalegan leik á móti KR á sunnudaginn. Það kemur svona spennufall og menn fara að vorkenna sér aðeins og þeir mega gera það í kvöld en svo á morgun þá þarf hausinn að vera vel skrúfaður á fyrir átökin á sunnudaginn."


Fyrir leik
KR-ingar taplausir í rúma tvo mánuði Eftir hörmungar byrjun á tímabilinu hefur Rúnar Kristins náð að rétta heldur betur úr skútunni og situr liðið nú í 4. sæti í deildinni.

Síðasti tapleikur KR-inga kom gegn Breiðablik á Meistaravöllum þann 13. maí.
Síðan þá hafa Meistaravellir orðið að vígi fyrir KR-inga. Í síðustu 5 heimaleikjum hafa þeir fengið 13 stig.

KR mætti FH síðasta þriðjudag, KR hafði betur 1-0 með marki frá Luke Rae.
Nokkrir leikmenn KR voru fjarverandi gegn FH en það myndaðist hópsýking eftir að liðið fékk sér súpu saman í aðdraganda leiksins.

Fyrir leik
Stórleikur á Meistaravöllum! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá stórleik 16. umferðar Bestu-deildar karla, þar sem KR tekur á móti toppliði Víkings R.

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson ('62)
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('62)
18. Birnir Snær Ingason ('70)
21. Aron Elís Þrándarson (f) ('70)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('85)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('70)
19. Danijel Dejan Djuric ('70)
23. Nikolaj Hansen ('62)
24. Davíð Örn Atlason ('85)
27. Matthías Vilhjálmsson ('62)
- Meðalaldur 34 ár

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Aron Baldvin Þórðarson
Pétur Örn Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: