Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Besta-deild kvenna
Stjarnan
LL 3
1
Fram
Besta-deild kvenna
Þór/KA
LL 0
1
Þróttur R.
Besta-deild kvenna
FH
LL 1
2
Víkingur R.
Afturelding
1
1
Grótta
0-1 Kristófer Orri Pétursson '35
Bjarni Páll Linnet Runólfsson '94 1-1
02.08.2023  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla
Aðstæður: 13 stiga hiti, smá vindur á annað markið. Sólin gægist í gegnum skýin.
Dómari: Guðgeir Einarsson
Áhorfendur: 415
Maður leiksins: Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Byrjunarlið:
1. Yevgen Galchuk (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Ásgeir Marteinsson ('61)
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson
13. Rasmus Christiansen
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('61)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('25)
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason ('82)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('25)
9. Andri Freyr Jónasson ('82)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('61)
15. Hjörvar Sigurgeirsson
26. Hrafn Guðmundsson ('61)
32. Sindri Sigurjónsson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Wentzel Steinarr R Kamban
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Ásgeir Frank Ásgeirsson ('18)
Rasmus Christiansen ('67)
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld eða nótt..
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

94. mín MARK!
Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
Stoðsending: Aron Elí Sævarsson
Aron Elí sendi til hliðar á Bjarna Pál sem skaut beint í bláhornið fjær. Virkilega vel gert og staðan orðin 1-1.
93. mín
Oliver Bjerrum Jensen með sendingu inn í teiginn en auðvelt fyrir Rafal Stefán Daníelsson.
91. mín
Bjarni Páll Linnet Runólfsson með háa fyrirgjöf afturfyrir markið. Þrátt fyrir yfirburði fyrir utan teig hjá Aftureldingu þá gerist akkúrat ekkert inni í teignum.
90. mín
Fimm mínútum bætt við við venjulegan leiktíma.
89. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
Peysutog.
85. mín
Arnór Gauti í góðu færi í teignum en hitti ekki boltann.
82. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Georg Bjarnason (Afturelding)
81. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta) Út:Arnar Númi Gíslason (Grótta)
80. mín
Afturelding sækir og sækir en tekst bara ekki að koma sér í færi. Varnarmenn Gróttu koma öllu úr teignum sem ratar þangað.
77. mín
Það voru 415 áhorfendur í Mosfellsbænum í kvöld.
76. mín
Stundarfjórðungur eftir af leiknum og vonandi fáum við spennu síðasta kaflann af leiknum.
75. mín
Inn:Kristófer Melsted (Grótta) Út:Arnþór Páll Hafsteinsson (Grótta)
73. mín Gult spjald: Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
72. mín
Stuðningsmenn Aftureldingar vilja víti eftir að Bjarni Páll Linnet Runólfsson fellur í teignum en ekkert dæmt.
71. mín
Oliver Bjerrum Jensen í góðu færi í teignum eftir sendingu frá Aron Elí en Rafal Stefán Daníelsson varði í horn.
69. mín
Inn:Leonidas Baskas (Grótta) Út:Patrik Orri Pétursson (Grótta)
Ég verð að viðurkenna að ég tók ekki eftir þessari skiptingu, hún gæti þess vegna ahfa verið gerð í hálfleik.
67. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Afturelding)
Fór aftan í Arnþór Páll Hafsteinsson. Mönnum þótti tæklingin groddaraleg og þyrptust á vettvang en Guðgeir valdi að lyfta gulu spjaldi.
65. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grótta) Út:Sigurður Steinar Björnsson (Grótta)
64. mín Gult spjald: Tareq Shihab (Grótta)
Braut á Elmar Kári Enesson Cogic.
61. mín
Inn:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
Jökull að spila sinn 100. leik fyrir Aftureldingu.
61. mín
Inn:Hrafn Guðmundsson (Afturelding) Út:Ásgeir Marteinsson (Afturelding)
60. mín
Elmar Kári í fínu skotfæri eftir gott samspil en skotið sirka 15 metrum framhjá merkinu. Afar dapurt.
57. mín
Arnþór Páll Hafsteinsson í færi í teignum eftir háan bolta frá Tareq Shihab en náði ekki að teygja sig nóg til að ná skoti á markið.
55. mín
Arnar Númi með góða fyrirgjöf inn í teiginn sem varnarmenn Aftureldingar skalla í horn. Það virðist styttast í mark hjá gestunum.
54. mín
Kristófer Orri Pétursson í færi í teignum en varið í horn. Grótta er miklu betra liðið á vellinum í byrjun seinni hálfleiks.
52. mín
Arnar Númi Gíslason á fleygiferð inn í teig Aftureldingar og skaut að marki en vörnin náði að stoppa hann.
48. mín
Sigurður Steinar Björnsson með skot í varnarmann og þaðan afturfyrir endamörk. Grótta fær horn.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Engin breyting hefur verið gerð á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur. Grótta leiðir með einu marki, 0 - 1. Komum aftur eftir smá kaffi.
43. mín
Þvílík varsla! Rafal Stefán Daníelsson með frábæra markvörslu. Elmar Kári með góðan skalla að marki en virkilega vel gert hjá Rafal.
41. mín
Oliver Bjerrum Jensen í góðu skotfæri við vítateigslínuna en skaut yfir mark Gróttu.
38. mín Gult spjald: Arnþór Páll Hafsteinsson (Grótta)
Braut á Arnóri Gauta.
35. mín MARK!
Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Stoðsending: Gabríel Hrannar Eyjólfsson
Eftir hornspyrnu barst boltinn á Kristófer Orra sem lét vaða á markið, Yevgen Galchuk var í boltanum en hann flaug yfir hann og í markið. Grótta komin yfir!
30. mín
Afturelding er að bæta í, farnir að skapa usla í teignum en ekkert færi þó sem þarf að segja frá.
25. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
Ásgeir Frank getur ekki leikið áfram vegna meiðsla. Stuttur leikur hjá afmælisbarninu en hann náði þó allavega að fá kortið.
18. mín Gult spjald: Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
Afmæliskort Ásgeir Frank Ásgeirsson á afmæli í dag og fékk kort frá dómaranum, það var gult fyrir brot á miðjum velli.
17. mín
Ásgeir Marteinsson með tvö skot að marki í teignum, fyrra var varið og hann fékk boltann aftur og skaut vel framhjá.
13. mín
Rasmus Christiansen er í tvígang búinn að reyna að stinga boltanum fyrir aftan vörn Gróttu en alltof fast þó það sé gegn vindi og boltinn afturfyrir endamörk.
11. mín
Kristófer Orri Pétursson með góða sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar á Arnar Núma Gíslason sem er á kantinum í þetta sinn eftir að hafa verið bakvörður í sumar. Varnarmenn Aftureldingar náðu að stöðva hann í teignum.
9. mín
Patrik Orri Pétursson fær tiltal fyrir að taka of hart á Ásgeiri Marteinssyni sem var að leika sér að varnarmönnum Gróttu á miðjum vellinum.
5. mín
Liðin eru að þreifa fyrir sér og leita að opnunum.
1. mín
Afturelding byrjaði með látum og eftir 9 sekúndur var Elmar Kári kominn í færi en Rafal Stefán náði boltanum á undan honum.
1. mín
Leikur hafinn
Grótta valdi að skipta um vallarhelming Grótta vann uppkastið og valdi að leika með vindi í fyrri hálfleik. Leikurinn er hafinn og Afturelding byrjar því með boltann og leikur í átt að íþróttahúsinu.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl. Afturelding í rauðum peysum og sokkum, en svörtum buxum eins og vanalega. Grótta í bláum peysum og buxum en gulum sokkum.
Fyrir leik
Veðurfar Það er frekar þungur skýjabakki yfir vellinum en ef ég kann að lesa rétt ískýin á er hann á undanhaldi enda sólin farin að gæjast undan honum. Annars 13 stiga hiti og smá vindur sem stendur á annað markið.

Splunkuný og fersk mynd af aðstæðum í Mosó í dag.
Fyrir leik
Allt í beinni á Youtube að vanda
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Þrír Gróttumenn í banni Arnar Þór Helgason varnarmaður Gróttu hefur safnað sjö gulum spjöldum og er því aftur kominn í bann. Grótta verður einnig án Gríms Inga Jakobssonar og Tómasar Johannessen sem eru komnir með fjögur gul.

Arnar Þór Helgason.
Fyrir leik
Fyrri leikurinn í sumar Liðin mættust í fyrri umferðinni 26. maí síðstliðinn á Seltjarnarnesinu fyrir framan 100 áhorfendur. Þá vann Afturelding 2 - 3 sigur í miklum rokleik.

Grótta 2 - 3 Afturelding
0-1 Oliver Bjerrum Jensen ('6 )
0-2 Arnór Gauti Ragnarsson ('23 )
1-2 Arnar Þór Helgason ('26 )
1-3 Ásgeir Frank Ásgeirsson ('38 )
2-3 Pétur Theódór Árnason ('51 )
Lestu um leikinn

Fyrir leik
Staðan í deildinni Afturelding er á toppi deildarinnar með 35 stig en þeir hafa unnið 11 leiki, gert tvö jafntefli og tapað aðeins einum leik. Eini tapleikurinn kom í síðustu umferð þegar ÍA kom hingað í Mosfellbæinn og vann stórsigur, 2 - 5.

Grótta er í 5. sætinu með 19 stig en þegar það er sagt verður að taka fram að liðin í 2. - 5. sæti munu eftir tímabilið spila í umspili um sæti í efstu deild að ári. Sætið er því gríðarlega mikilvægt. Liðið hefur unnið 5 leiki, gert 4 jafntefli og tapað 4.
Fyrir leik
Dómarateymið Guðgeir Einarsson dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Hrein Magnússon og Guðna Frey Ingvason sér til aðstoðar á línunum. Enginn skiltadómari er í dag en KSÍ sendir Halldór Breiðfjörð Jóhannsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Fyrir leik
Leikdagur í Mosfellsbæ Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Malbiksstöðinni að Varmá.

Hér mætast Afturelding og Grótta í Lengjudeild karla klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
Valtýr Már Michaelsson
3. Patrik Orri Pétursson ('69)
3. Arnar Númi Gíslason ('81)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
8. Tareq Shihab
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
11. Sigurður Steinar Björnsson ('65)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('75)
18. Aron Bjarki Jósepsson
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
11. Axel Sigurðarson
17. Gunnar Jónas Hauksson ('81)
19. Kristófer Melsted ('75)
30. Alexander Emil Stefánsson
- Meðalaldur 27 ár

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Dominic Ankers (Þ)
Arnar Þór Axelsson
Ástráður Leó Birgisson
Paul Benjamin Westren
Gareth Thomas Owen
Hilmar Andrew McShane
Viktor Steinn Bonometti
Leonidas Baskas

Gul spjöld:
Arnþór Páll Hafsteinsson ('38)
Tareq Shihab ('64)
Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('73)

Rauð spjöld: