Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Þróttur R.
4
3
Selfoss
0-1 Gary Martin '30
Kári Kristjánsson '33 1-1
Hinrik Harðarson '43 2-1
Jorgen Pettersen '48 3-1
3-2 Guðmundur Tyrfingsson '53 , víti
Baldur Hannes Stefánsson '82 4-2
Njörður Þórhallsson '94
Stefán Þórður Stefánsson '96 , sjálfsmark 4-3
12.08.2023  -  17:00
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og sumarylur!
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Jorgen Pettersen
Byrjunarlið:
25. Óskar Sigþórsson (m)
Baldur Hannes Stefánsson
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
3. Stefán Þórður Stefánsson
4. Njörður Þórhallsson
5. Jorgen Pettersen
9. Hinrik Harðarson
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('66)
15. Sergio Francisco Oulu
17. Izaro Abella Sanchez ('77)
22. Kári Kristjánsson

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
6. Sam Hewson
6. Emil Skúli Einarsson ('66)
14. Birkir Björnsson ('77)
19. Theodór Unnar Ragnarsson
20. Viktor Steinarsson
45. Eiður Jack Erlingsson

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski
Ben Chapman
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Njörður Þórhallsson ('61)
Sergio Francisco Oulu ('70)
Stefán Þórður Stefánsson ('74)

Rauð spjöld:
Njörður Þórhallsson ('94)
Leik lokið!
Þá er Helgi búinn að flauta þennan magnaða leik af. Sanngjarn sigur Þróttara í hreint út sagt stórkostlegum leik!!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
96. mín SJÁLFSMARK!
Stefán Þórður Stefánsson (Þróttur R.)
Komin með leik?!?! Sýnist það vera Stefán sem á lokasnertinguna. Selfoss á skot í stöng sem hrekkur í Stefán og þaðan í netið!
94. mín Rautt spjald: Njörður Þórhallsson (Þróttur R.)
Gult og rautt!

Veit ekki hvað gerðist þarna. Jón Vignir ýtir aðeins í Njörð og hann hefur brugðist eitthvað illa við rétt áuður en Selfoss tekur aukaspyrnuna sína.
92. mín Gult spjald: Alexander Clive Vokes (Selfoss)
Dúndrar Stefán Þórð niður og fær verðskuldað gult spjald.
91. mín
Skot hjá Gonza utan að teig sem Óskar grípur
89. mín
Spyrnan er léleg að þessu sinni og Aron Einars kemur þessu í burtu.
89. mín
Þróttur að fá horn!
88. mín
Það lýtur allt út fyrir það að Þróttarar séu að fara að halda þetta út!
82. mín MARK!
Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Njörður Þórhallsson
MAAAAARRKKKKK!!!!!! Það er Birkir sem tekur hornið inn á teiginn og þá myndast mikið klafs inni á teignum. Boltinn fer í lærið á Njörði og þaðan í lappirnar á Baldri sem tekur skotið í gegnum allan pakkann og í netið.

Líklega seinasti naglinn í kistu Selfossar!
82. mín
Þróttarar að fá hér horn!
80. mín
Gary Martin fær boltann fyrir utan teig Þróttara og tíar hann upp fyrir Jón Vigni sem tekur skotið yfir!
80. mín
Inn:Gonzalo Zamorano (Selfoss) Út:Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
77. mín
Inn:Birkir Björnsson (Þróttur R.) Út:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.)
Izaro búinn að vera geggjaður í dag!
74. mín
Selfoss fær annað horn!
74. mín
Selfoss að fá horn!
74. mín Gult spjald: Stefán Þórður Stefánsson (Þróttur R.)
Spjaldaglaður hann Helgi Mikael
70. mín
MAAAAAAAAA.. rangur! Valdimar tekur spyrnuna sem er einhverskonar skotsending. Sýnist það vera Þorsteinn Aron sem nær til knattarins og potar honum í netið áður en flaggið fór á loft.

Það liggur hér mark í loftinu!
70. mín Gult spjald: Sergio Francisco Oulu (Þróttur R.)
Fer harkalega í bakið á Alexander Clive. Veit ekki með þetta en Selfoss að fá aukaspyrnu á hættulegum stað!
66. mín
Inn:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.) Út:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
Meiddur
64. mín Gult spjald: Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
Gjörsamlega keyrir Óskar niður þegar hann er búinn að handsama boltann.

Einn Selfyssingur í stúkunni öskrar: "Dómari, þetta var bara rass í rass!"
61. mín Gult spjald: Njörður Þórhallsson (Þróttur R.)
Rífur Gaz niður eftir að hafa misst hann fram fyrir sig.
61. mín
Selfyrssingar hafa aðeins verið að taka yfir eftir að Gummi skoraði af punktinum
60. mín
Þróttarar skalla frá!
60. mín
Selfoss að fá horn!
57. mín
Inn:Aron Einarsson (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
57. mín
Inn:Alexander Clive Vokes (Selfoss) Út:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss)
54. mín Gult spjald: Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Óskar heldur í boltann eftir að Gummi skorar og Gummi var ekki sáttur og hrindir honum held ég.
53. mín Mark úr víti!
Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Orðinn leikur! Öruggur á punktinum. Óskar fer í sama hornið en vítið er bara mjög gott!
53. mín
Selfoss að fá víti! Hendi og víti!

Hárréttur dómur!
52. mín
Selfyssingarnir að fá hér hornspyrnu!
48. mín MARK!
Jorgen Pettersen (Þróttur R.)
Stoðsending: Izaro Abella Sanchez
ÞEIR BÆTA VIÐ!! Izaro, litlu taktarnir!!

Fær boltann fyrir utan teig og dansar framhjá nokkrum varnarmönnum Selfossar áður en hann tjippar boltanum inn fyrir. Þar er Jörgen mættur og það var eins varnarmenn Selfossar héldu að Covid væri ennþá í gangi. Þeir virtu þessa tveggja metra reglu og gáfu Jörgeni nægan tíma til þess að stanga boltann í netið. Hræðilegur varnarleikur frá A til Ö en fyrirgjöfin og skallinn, GEGGJAÐ!

Þróttur þrjú! Slefoss eitt!
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang! Það eru gestirnir sem koma þessu af stað!
45. mín
Ef þú ert ekki að gera neitt núna komdu þá hér á AVIS völlinn. Alvöru stemning, geggjaður leikur og sturlað veður!
45. mín
Hálfleikur
Þróttarar leiða í hálfleik. Sanngjarnt ef þú myndir spurja mig!

Sjáumst aftur eftir sirka korter!
45. mín
Rétt framhjá!! Syrnan var ekkert sérstök en það myndast mjög mikill darraðardans inni á teig Selfossar. Þá nær Jörgen í boltann og tekur skotið sem fer rétt framhjá!
45. mín
ÞEIR ERU EKKERT HÆTTIR!

Hinrik brunar upp í sókn og sækir hornspyrnu!
43. mín MARK!
Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
Stoðsending: Stefán Þórður Stefánsson
Á MARKAMÍNÚTUNNI!!!!! Þróttarar taka keyra upp í sókn og finna Stefán Þórð á vinstri kanntinum. Stefán Þórður kemur þá með stórkostlegan bolta inn í teginn þar sem Hinrik stekkur manna hæst og stangar boltann í netið! Alvöru kraftur í þessu!!

Þvílík endurkoma hjá Þrótti!!
42. mín
TÆKLING! SKOT! VARIÐ! Jörgen fer í gjörsamlega stórkostlega á Jón Vigni sem er gjörsamlega sofandi í uppspili Selfossar. Jörgen keyrir þá á teiginn og rennur honum út á Hinrik sem er kominn einn í gegn á móti Stefáni. Skotið var hinsvegar mjög lélegt og Stefán ver vel.
36. mín
Selfyssingar skalla frá.
35. mín
Þróttur að fá horn!
35. mín
Sláin!! Eríkur með bolta inn í sem Guðmundur Axel skallar í slána!

Þeir eru að vakna!!
33. mín MARK!
Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
EKKI LENGI AÐ JAFNA!!!! Frábær sókn hjá Þrótturum!

Eftir að hafa haldið lengi í boltann finna Þróttarar Eirík í hlaupið á hægri kantinum. Eiríkur kemur þá með geggjaðan bolta fyrir í lappirnar á Kára sem klárar færir. Þetta var alls ekki öruggt hjá Kára. Skotið fer niður í nærhornið sem Stefán ver einhvernveginn í stöngina og inn. Klaufalegt hjá Stefáni.
30. mín MARK!
Gary Martin (Selfoss)
Stoðsending: Þorlákur Breki Þ. Baxter
HVER ANNAR?!?! Gestirnir eru komnir yfir!!

Langur bolti fram, sem ég sé ekki alveg hver á, beint á Þorlák Breka. Þorlákur er þá staðsettur inn í D-boganum en áður en hann nær að gera eitthvað með boltann tekur einfaldlega Gary Martin boltann af honum, tekur tvær snertingar og leggur hann snyrtilega niður í fjærhornið. Við höfum séð hann gera þetta áður.
29. mín
Kári tekur hornið inn á teiginn. Spyrnan er góð en Stefán grípur boltann áður en það er brotið á honum.
29. mín
Þróttur að fá hér hornspyrnu!
28. mín
Izaro með skemmtilega takta fyrir utan teig Selfossar og dansar framhjá fjórum varnarmönnum áður en hann tekur ágætis skot á markið sem Stefán er í engum vandræðum með.
26. mín
Skot! Fyrirgjöf inn í teiginn hjá Ingva Rafni sem fer í geggnum allan pakkann á fjærstöngina þar sem Valdimar er. Valdimar tekur skotið á markið en Óskar ver, þæginlega.
21. mín
Kári tekur hornið inn á teiginn en Selfyssingar ná að koma boltanum frá!
21. mín
Þróttur að fá hér horn eftir geggjaða sókn!
18. mín
RISA FÆRI! Frábært hlaup hjá Hrannari sem endar með því að hann rennur boltanum fyrir markið. Þá myndast mikið klafs inni á teignum og boltinn berst til Guðmund Tyrfings sem setur boltann í Stefán Þórð og þaðan í hendurnar á Óskari. Alveg með ólíkindum að staðan sé enn þá 0-0!
11. mín
Valdimar með rosalega tilraun langt fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.

Það liggur mark í loftinu!
10. mín
Rétt framhjá!! Löng sókn hjá Þrótti sem endar með skoti frá Kára rétt fyrir utan vítateig Selfossar en skotið fór rétt framhjá.
5. mín
MAAAAA.... rangur! Frá bær sókn hjá Selfossi sem endar með því að Gary Martin rennir boltanum fyrir markið á Ingva Rafn sem setur hann í netið. Því miður fyrir Selfyssinga var Gary Martin fyrir innan í aðdragandaum.
4. mín
ÞRÓTTARAR VILJA VÍTI!!! Kári með skot utan að teig sem fer í Þorstein Aron og í innkast. Þróttarar brjálaðir út í dómarann. Vilja meina að boltinn hafi farið í höndina á Þorsteini. Ég bara sá þetta ekki nógu vel til þess að geta dæmt um það.
2. mín
Spyrnan er slök frá Valdimari sem fer á Adrian Sanchez sem á skot beint á Óskar í markinu
1. mín
Selfoss að fá hér hornspyrnu í byrjun!
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Þróttarar sem eiga upphafssparkið!
Fyrir leik
Þá ganga liðin til vallar og það styttist í leikinn!
Fyrir leik
Liðin Það vekur athygli að Sveinn Óli Guðnason er mættur á bekkinn fyrir varamarkmann Þróttar, Óskar Sigþórsson. Síðan eru gleðitíðindi fyrir Þróttara að Sam Hewson er kominn til baka úr meiðslum og er mættur á bekkinn.

Lítið athyglisvert við byrjunarlið Selfossar.
Fyrir leik
Styttist í þetta! Liðin ganga þá til búningsherergja og gera sig klár í slaginn!
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lengjudeildin 2023! Eftir 2-0 sigur Njarðvíkur á Vestra er Þróttur komið í fallsæti. Öll liðin hafa spilað 16 leiki nema Þróttur og Selfoss sem mætast einmitt hér í dag.

1. Afturelding - 36 stig
2. ÍA - 33 stig
3. Fjölnir - 29 stig
4. Leiknir - 26 stig
5. Vestri - 23 stig
6. Grótta - 20 stig
7. Þór - 20 stig
8. Grindavík - 19 stig
9. Selfoss - 19 stig
10. Njarðvík - 17 stig
11. Þróttur - 15 stig
12. Ægir - 8 stig
Fyrir leik
Fallbaráttan spennandi! Það er hálfleikur í Njarðvík og staðan 1-0 fyrir Njarðvík gegn Vestra. Ef leikurinn fer þannig er ljóst að Þróttur verður í fallsæti fyrir leikinn í dag.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir liðanna Samkvæmt KSI.is hafa liðin mæst 25 sinnum. Þróttararnir hafa unnið meirihlutann af þeim leikjum.

Seinasti leikur liðanna á þessu tímabili endaði með 2-1 sigri Þróttara eftir að Selfyssingar komust yfir í byrjun leiks en sigurmarkið kom ekki fyrr en á 86. mínútu en það mark gerði hann Izaro Abella Sanchez.

Fyrri viðureignir liðanna:
Leikir: 25
Þróttara sigrar: 15
Jafntefli: 2
Selfoss sigrar: 8
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir

Fyrir leik
Dómaratríóið Dómari leiksins er öllum kunnugur en það er hann Helgi Mikael Jónasson. Honum til halds og trausts verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Nour Natan Ninir. Eftirlitsmaður KSÍ er enginn annanr en hann Viðar Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þróttarar leita af sigri Gengi Þróttara í sumar hefur verið mjög misjafnt. Núna hinsvegar eru þeir í dálitlum dal. Þeir hafa ekki unnið leik í 6 leikjum og eru aðeins einu stigi frá falli en Njarðvík, sem eru einu stigi á eftir Þrótti, eru að fara að spila klukkan 14:00 í dag á móti Vestra. Þetta gæti orðið áhugaverður dagur fyrir fallbaráttuna í Lengjudeildinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru auðvitað mikið af skakkaföllum í liði Þróttara. Síðan hafa þeir einnig misst tvo öfluga kantmenn á dögunum. Aron Snær var kallaður til baka til Fram en síðan fengu ÍR-ingarnir Ernest Slupski til sín á lán út tímabilið. Nær Ian Jeffs að halda Þrótti uppi í Lengjudeildinni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Selfoss á ágætis skriði Eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu hjá Selfossi náðu þeir að vinna þrjá leiki í röð á dögunum gegn Grindavík, Fjölni og Ægi. Þeir sigrar komu einmitt eftir 9-0 skellinn sem þeir fengu á móti Aftureldingu. Í seinast leik töpuðu Selfyssingar 2-1 á Ísafirði á móti Vestra eftir að hafa lent 2-0 undir. Mark Selfossar gerði að sjálfsögðu Gary John Martin. Selfyssingar komu sér í mun þæginlegri stöðu en þeir voru í áður með þessum þremur sigrum en þetta gæti verið mjög jafn og áhugaverður leikur. 9 stig af 12 mögulegum hjá Selfossi í seinustu fjórum leikjum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fallbaráttuslagur í Laugardalnum Heilir og sælir ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbreina textalýsingu frá leik Þróttar og Selfossar. Þetta eru liðin í tíunda og níunda sætunum en það er ljóst að þessi leikur er einn mikilvægasti leikur tímabilsins hjá Þrótti og Selfossi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Adrian Sanchez
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f) ('57)
10. Gary Martin
10. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('57)
17. Valdimar Jóhannsson
20. Guðmundur Tyrfingsson (f) ('80)
22. Þorsteinn Aron Antonsson
77. Hrannar Snær Magnússon

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
9. Aron Fannar Birgisson
15. Alexander Clive Vokes ('57)
19. Gonzalo Zamorano ('80)
21. Aron Einarsson ('57)
23. Þór Llorens Þórðarson
99. Óliver Þorkelsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Lilja Dögg Erlingsdóttir
Eyþór Orri Árnason

Gul spjöld:
Guðmundur Tyrfingsson ('54)
Valdimar Jóhannsson ('64)
Alexander Clive Vokes ('92)

Rauð spjöld: