Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Víkingur R.
4
1
KR
Aron Elís Þrándarson '18 1-0
Erlingur Agnarsson '20 2-0
2-1 Benoný Breki Andrésson '60
Ari Sigurpálsson '80 3-1
Ari Sigurpálsson '84 4-1
16.08.2023  -  19:30
Víkingsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Skýjað en nokkuð stillt, 13 gráður.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: Mjög margir
Maður leiksins: Ari Sigurpálsson & Þórður Ingason
Byrjunarlið:
Þórður Ingason
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
18. Birnir Snær Ingason ('77)
21. Aron Elís Þrándarson ('77)
23. Nikolaj Hansen (f) ('77)
24. Davíð Örn Atlason ('70)
27. Matthías Vilhjálmsson ('57)

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
8. Viktor Örlygur Andrason ('77)
9. Helgi Guðjónsson ('57)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson ('77)
19. Danijel Dejan Djuric ('77)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('70)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Nikolaj Hansen ('22)
Pablo Punyed ('58)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingur í bikarúrslit!!! Fjórða skiptið í röð!
94. mín
Þórður Ingason ver og svo hendir Oliver Ekroth sér fyrir tilraun Kristjáns Flóka.
93. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
,,Hvaða rugl er þetta?" spyr Arnar Gunnlaugsson.

Það var dólgur í Kalla líka.
93. mín Gult spjald: Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Jóhannes brýtur á Karli og er pirraður. Ýtir í Karl og fær spjald.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við
90. mín
Theodór Elmar kemur í veg fyrir að Danijel Djuric sleppi í gegn.
88. mín
KR var með nokkuð fína pressu á KR-inga í stöðunni 2-1 en þá kemur Ari inn og klárar dæmið fyrir heimamenn. Víkingur er á leið í fjórða úrslitaleikinn í röð.
85. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
Benoný átt frábæran seinni hálfleik.
84. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Viktor Örlygur Andrason
Ari er að klára þetta! Þvílík innkoma hjá Ara!

Frábær sending frá Viktori inn fyrir á Ara sem fær boltann úti vinstra megin. Hann á skot sem Aron Snær á að verja, kemur hönd á bolta en hann fer samt í fjærhornið.
84. mín
Búinn að sjá skjáskot af sendingu Helga á Ara. Þegar Helgi spyrnir þá spilar Öby Ara klárlega réttstæðan. Illa leyst.

82. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
KR-ingar eru heitir.
81. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Fyrir mótmæli
80. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
KR-ingar trylltir! KR-ingar vilja fá rangstöðu!! Þetta er mjög tæpt en Öby virðist spila hann réttstæðan.

Helgi með stungusendingu og Ari tímasetur hlaupið sitt virkilega vel miðað við varnartakta Öby.

Aron Snær kemur út á móti, nær að komast í boltann en hann snýr í átt að marki og fer yfir línuna.

Þegar Sigurður fór niður - United maður hann Hjörvar
77. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Þreföld breyting hjá Víkingi
77. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
77. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
76. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
Áhugaverð skipting. Ægir verið líflegur.
76. mín
Þórður Ingason! Ægir Jarl með fínasta skot, smellhittir boltann en Þórður er vel á verði í markinu og ver nokkuð vel.
75. mín
Finnur Tómas! Hleypur Erling Agnarsson uppi og hirðir boltann af honum. Virkilega flottur varnarleikur gegn álitlegu upphlaupi Víkinga.
74. mín
Jóhanns Kristinn með hornspyrnuna en Nikolaj skallar í burtu.
74. mín
Ægir Jarl! Benoný Breki verið frábær í seinni hálfleiknum. Hann kemur boltanum út á Ægi sem lætur vaða frá vítateigslínu og Þórður ver.

KR á horn.
71. mín Gult spjald: Olav Öby (KR)
Brýtur á Pablo við miðlínu, Pablo lendir illa og fær aðhlynningu.
71. mín
Þórður stálheppinn! Benoný Breki nær að komast í boltann þegar Þórður er lengi að athafna sig við vítateigslínuna. Þórður sleppur.
71. mín
Markið hjá Benoný
70. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
68. mín
Sigurður Bjartur fellur við í vítateig Víkings og einhver köll eftir vítaspyrnu. Sigurður biður sjálfur ekki um neitt. Logi fór eitthvað í Sigurð þarna.
67. mín
Sigurður Bjartur skallar hornspyrnu Pablo í burtu.
67. mín
Inn:Olav Öby (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
66. mín
Aron Þórður er búinn, lætur vita að hann þurfi að fara af velli.
66. mín
Logi Tómasson með skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Víkingar eiga hornspyrnu.
65. mín
Víkingur á horn
62. mín
Kennie tekur boltann með hendinni út við miðlínu og einhver köll eftir einhverju meira en engu.
60. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
Beeeenoný Breki, game on! Frábær skalli frá Benoný!!!

Kennie með fínan bolta eftir að Aron Þórður var búinn að vera að leita að einhverju við vítateig Víkings.

Benoný nær að stýra boltanum alveg i hornið, út við stöng, og Þórður nær ekki til botlans. Alls ekki hægt að kalla þetta frían skalla því Davíð og Gunnar reyndu líka við þennan bolta.
58. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Fer harkalega í Aron Þórð og fær réttilega gult.
57. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
54. mín
Aron Snær fljótur að koma boltanum í leik. Benoný er í fínni stöðu úti vinstra megin en nær ekki að koma boltanum á samherja og Þórður er fyrstur í lausa boltann í teignum.
54. mín
Önnur hornspyrna.

Birnir með spyrnuna og Aron Snær þarf tvær tilraunir til að handsama boltann.
53. mín
Hröð sókn hjá Víking eftir nokkuð hægt uppspil í upphafi. Birnir fær boltann frá Matthíasi og keyrir upp vinstra megin. Hann á svo fasta fyrirgjöf sem Jakob Franz hreinsar aftur fyrir. Horn.
50. mín
Löng spyrna upp völlinn frá KR. Benoný nær að flikka boltanum inn á vítateig en Þórður er vel vakandi og kýlir boltann í burtu áður en Sigurður Bjartur komst í boltann.

Kennie á svo skot sem fer yfir mark Víkings.
48. mín
Birnir brýtur á Jakobi sem er smá tíma að græja sig í skóna aftur, Birnir hlýtur að hafa stigið á Jakob.
47. mín
Myndir frá Jónínu úr fyrri hálfleiknum!
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Jóhannes Kristinn stígur upp á miðju og Kennie fer í hægri bakvörðinn.

KR að fara í fjögurra manna línu.
46. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
46. mín
Inn:Kennie Chopart (KR) Út:Lúkas Magni Magnason (KR)
Theodór Elmar lætur Kennie hafa bandið.
45. mín
Hálfleikur
Tvöföld breyting hjá KR? Sigurður Bjartur Hallsson og Kennie Chopart hita báðir upp í hálfleik, líta nokkuð líklegir út upp á mögulega skiptingu.
45. mín
Hálfleikur
Bleyta í viðtali RÚV Kristjana Arnarsdóttir tók viðtal við Matthías Vilhjálmsson beint eftir hálfleiksflautið. Þau voru það vel staðsett að þau fengu úðan beint á sig þegar vökvunarkerfið fór í gagn.
45. mín
Hálfleikur
2-0 í hálfleik! Finnur Tómas kemur með boltann inn á teiginn. Lúkas Magni skallar boltann, Logi hoppar upp með honum og truflar skallann. Boltinn aftur fyrir og Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks þegar Þórður spyrnir frá marki Víkings.
45. mín
45+1

Nikolaj er mættur niður á eigin vítateig og nær að hreinsa boltann í burtu þegar Benoný var lengi að athafna sig.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við Davíð með skot sem fer af varnarmanni og boltinn endar svo hjá Aroni Snæ í markinu.
44. mín
Stefán Árni með fyrirgjöf sem Logi skallar í burtu. Aron Þórður á svo tilraun sem fer af varnarmanni en Þórður nær að elta boltann uppi og því engin hornspyrna.
40. mín
Pablo með sendinguna af hægri vængnum á fjærstöngina og þar er Birnir Snær. Aron Snær í smá brasi en þetta bjargast allt, Jakob bjargaði nánast á línu.
38. mín
Aron Þórður með skot Á fast skot en það fer í Oliver Ekroth. KR-ingar fóru fram með marga menn í þessa sókn og hún var álitleg.
36. mín
Víkingur fær hornspyrnu.

Pablo með sendinguna inn á markteiginn þar sem Aron Snær rís upp og grípur boltann.
35. mín
Flott sókn hjá KR en skrítnir tilburðir hjá Elmari sem virtist ekki viss hvort hann ætti að senda eða skjóta.
33. mín
32. mín
Logi með fyrirgjöf sem Nikolaj kemst í en nær engri stjórn á boltann sem lekur aftur fyrir.
29. mín
Ekkert spjald?? Ótrúlegt að Oliver Ekroth hafi ekki fengið gult spjald fyrir brot á T. Elmari áðan. Elmar er alls ekki sáttur og Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni er á sama máli.

Elmar gaf boltann til hliðar á miðjunni og fékk Oliver af krafti í bakið á sér.
29. mín
Jóhannes Kristinn með fyrirgjöf og Benoný Breki fellur við og heldur um höfuð sér. Einhverjir KR-ingar vilja fá víti.
28. mín
KR heldur boltanum meira núna en Víkingum líður ekkert illa að falla aðeins til baka.
25. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Braut af sér úti á hægri kanti Víkinga.
24. mín
KR á aukaspyrnu úti á hægri kantinum Frábær spyrna frá Jóhannesi.

Boltinn fer í Lúkas Magna og Benoný nær svo ekki skottilraun.
23. mín
Oliver Ekroth með sendingu inn fyrir vörn KR en Aron Snær kemur út og sópar boltanum í burtu.
22. mín
Benoný gerir sig líklegan en missir jafnvægið eftir að hafa komist hálfa leið framhjá Oliver Ekroth.
22. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Skrítið brot á miðjum velli, klárt gult.
21. mín
Logi Ólafsson nýbúinn að sleppa orðinu
20. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Aftur fyrirgjöf og aftur mark!!! Boltinn upp vinstra megin, Nikolaj sendir á Birni sem röltir framhjá Lúkasi Magna og þrumar boltanum fyrir og Erlingur kemur á sprettinum og nær að henda sér í boltann.

Hægt að setja spurningamerki við varnarleik Kristins og Finns þarna.
19. mín
Lúkas Magni með fína sendingu inn fyrir á Benoný Breka sem á skot hægra megin úr teignum en setur boltann í utanvert hliðarnetið - framhjá.
18. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
FYRSTA MARKIÐ!!!! Logi Ólafsson sem er að lýsa á RÚV vaaaaar að segja að þessir tveir hefðu ekki verið mjög sýnilegir á miðsvæðinu!

Matthías fékk boltann úti vinstra megin og finnur Aron Elís á fjærstönginni með flottri sendingu með vinstri fæti. Aron skallar boltann í netið, gerði það líka gegn KR í deildinni í júlí!

Víkingar leiða!!
16. mín
Stefán Árni fær tiltal, brotið á Pablo sem stoppaði beint fyrir framan KR-inginn.
15. mín
Ægir verst fyrirgjöf frá Pablo og svo skallar Lúkas Magni frá þegar Logi á fyrirgjöf. Boltinn endar svo í höndum Aron Snæs í markinu.
14. mín
13. mín
Davíð Atlason reynir fyrirgjöf en hún fer beint aftur fyrir.

Á meðan er Rúnar Kristinsson að ræða við Erlend Eiríksson á hliðarlínunni, þjálfarinn langt frá því að vera kátur.
12. mín
Aron Elís togaði í Benoný og sleppur með brot. Víkingar fá að gera ansi mikið gegn án þess að dæmt sé brot á þá.
8. mín
KR-ingar vilja fá aukaspyrnu á Ekroth sem fer í Benoný sem átti flotta móttöku hátt uppi á vellinum. Ekkert dæmt.
6. mín
Frábær mæting Stúkan í Víkinni er troðfull og það er vel mannað á pöllunum sem eru báðum megin við stúkuna.

KR-ingar hafa látið meira í sér heyra í stúkunni en heimamenn til þessa.
5. mín
Flott fyrirgjöf frá Birni inn á markteiginn, Aron Snær kemur aðeins út og er heppinn að Nikolaj nær ekki til boltans. Aron nær svo að handsama boltann að lokum.
4. mín
Pablo með hornspyrnuna, finnur Aron Elís á fjærstönginni, Aron skalla boltann inn að marki og Aron Snær slær boltann í burtu.
3. mín
Víkingur fær fyrstu hornspyrnu leiksins
3. mín
Logi með fasta fyrirgjöf sem Jakob Franz skallar í burtu. Birnir hafði gert sig líklegan rétt á undan en náði ekki að finna samherja inn á teignum.
1. mín
Leikur hafinn
KR byrjar með boltann!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn Víkingur í sínum hefðbundnu treyjum, rautt og svart. KR-ingar eru í hvítu.
Fyrir leik
Gunni Birgis og Logi Ólafs lýsa á RÚV2
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómari - Sigurður Hjörtur Þrastarson Aðstoðardómarar: Kristján Már Ólafs og Rúna Kristín Stefánsdóttir.
Varadómari: Erlendur Eiríksson
Eftirlitsmaður KSÍ: Jón Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fyrir leik
Líkleg uppstilling KR
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Fyrir leik
Líkleg uppstilling Víkings
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Fyrir leik
Enginn Atli Sigurjónsson en Finnur Tómas er klár Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar frá sigrinum gegn Fram á sunnudag. Atli Sigurjónsson er ekki með vegna meiðsla og Olav Öby tekur sér sæti á bekknum.

Inn kemur Lúkas Magni Magnason og Aron Þórður Albertsson. Rúnar Kristinsson gæti verið að fara aftur í þriggja manna miðvarðalínu. Finnur Tómas Pálmason, sem var tæpur fyrir leikinn, er klár í að byrja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Þórður, Jóhannes og Finnur byrja í kvöld
Fyrir leik
Arnar gerir sjö breytingar á liði Víkings - Doddi áfram í markinu Arnar Gunnlaugsson horfði á Víking vinna 6-1 gegn HK á sunnudag. Hann gerir sjö breytingar á sínu liði frá þeim leik.

Þeir Pablo Punyed, Birnir Snær, Aron Elís, Davíð Örn, Þórður Ingason, Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson, koma allir inn í liðið fyrir þá Ingvar Jónsson, Helga Guðjónsson, Viktor Örlyg Andrason, Gísla Gottskálk Þórðarson, Danijel Dejan Djuric, Ara Sigurpálsson og Karl Friðleif Gunnarsson.

Þórður hefur varið mark Víkings í bikarleikjunum til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Öflugt markvarðateymi
Birgir Steinn heim í KR
Fyrir leik
Logi á leið erlendis? Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, staðfesti í samtali við Fótbolta.net í gær að Víkingur hefði samþykkt tvö tilboð erlendis frá í vinstri bakvörðinn Loga Tómasson. Annað tilboðið kom frá Strömsgodset í Noregi.

Hann var einnig spurður út í áhuga á öðrum leikmönnum félagsins.
Fyrir leik
KR komst síðast í bikarúrslit 2015 KR-ingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn fyrir átta árum eða sumarið 2015. Það ár voru KR-ingar að komast í bikarúrslitin í fimmta sinn á aðeins sex árum.

KR var síðast í undanúrslitum bikarsins árið 2020 og drógust þá á móti Val. Leikurinn fór þó aldrei fram vegna Covid-19.

Víkingur og KR hafa alls mæst sex sinnum í bikarkeppni og hafa bæði lið unnið þrisvar. Einn sigur KR kom í vítakeppni en það var síðasti bikarsigur Vesturbæinga á Víkingum árið 2005.

Heimild: Óskar Ófeigur á Vísi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Arnar í banni í deildinni en verður á hliðarlínunni í kvöld Arnar Gunnlaugsson var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn FH fyrr í þessum mánuði. Hann afplánaði fyrri leikinn gegn HK á sunnudag og tekur út seinni leikinn gegn Val á sunnudag.

Hann er ekki í banni í bikarnum og verður á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sölvi eftir leikinn gegn HK Sölvi var spurður eftir sigurinn gegn HK hvort að sá leikur hafi verið þægilegur upp á að dreifa álaginu.

,,Við leyfðum mönnum sem eru búnir að spila meira að hvíla sig og líka voru leikmenn sem hafa minna spilað sem þurftu á mínútum að halda sem fengu mikilvægar mínútur. Þetta er allt að ganga eftir bókinni eins og er núna," sagði Sölvi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þurfa að þora að fara í Víkina til að vinna ,,Það er alltaf næsti leikur sem er mikilvægastur. Við förum brattir í Víkina. Við viljum bara reyna að vinna og þeir líka, það er eina leiðin til að fara áfram í bikarkeppni. Þeir eru með besta liðið í deildinni og hafa verið frábærir í sumar. Við náðum að gefa þeim góðan leik síðasta á KR vellinum, en núna förum við á gervigrasið þeirra þar sem þeir eru ofboðslega sterkir"

,,„Við þurfum að skora mark eða mörk nema við förum í vítakeppni og höldum núllinu, en það er enginn sem vill það. Við viljum bara spila alvöru bikarleik og ég held að það verði mikið af fólki sem vilja koma og sjá þetta. Það er fínn gangur á okkur, Víkingar eru búnir að vera með ofboðslega mikinn meðbyr. Við erum spenntir að fara í Víkina og við ætlum að standa undir merkjum, vera KR og þora að fara þangað til að reyna vinna,"
sagði Rúnar um leikinn í kvöld í viðtali eftir leikinn gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Finnur Tómas og Atli Sigurjóns tæpir - Matti hvíldi ,,Við eigum eftir að sjá með bakið á Atla og með Finn Tómas. Finnur er mjög tæpur og óvíst að hann verði með. Það yrði mjög óvænt ef hann yrði með okkur," sagði Rúnar Kristinsson við Fótbolta.net eftir sigur KR gegn Fram á sunnudag.

Í öruggum sigri Víkings gegn HK á sunnudag var Matthías Vilhjálmsson hvíldur og Oliver Ekroth var tekinn af velli í hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Finnur Tómas tæpur
Fyrir leik
Þriðja árið í röð sem liðin mætast Víkingur, sem hefur unnið keppnina tvö ár í röð, hefur síðustu tvö ár lagt KR að velli á leið sinni í úrslitaleikinn. KR-ingar vilja ekki sjá það gerast þriðja árið í röð.

Víkingur 3 - 1 KR í 16-liða úrslitum 2021
Víkingur 5 - 3 KR í 8- liða úrslitum 2022

Leið liðanna í undanúrslitin 2023
Víkingur:
32-liða úrslit: Víkingur 6 - 2 Magni
Mörk: Arnór Borg x2, sjálfsmark, Danijel Djuric, Helgi Guðjóns og Sveinn Gísli.
16-liða úrslit: Víkingur 2 - 1 Grótta
Mörk: Helgi Guðjóns og Logi Tómasson
8-liða úrslit: Þór 1 - 2 Víkingur
Mörk: Helgi Guðjóns og Ari Sigurpáls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Helgi skorað í öllum bikarleikjunum til þessa

KR:
32-liða úrslit: KR 3 - 0 Þróttur V.
Mörk: Kennie Chopart, Olav Öby og sjálfsmark
16-liða úrslit: Fylkir 3 - 4 Fylkir
Mörk: Kristján Flóki, Jói Bjarna, Aron Þórður og sjálfsmark
8-liða úrslit: KR 2 - 1 Stjarnan (eftir framlengingu)
Mörk: Kristján Flóki og Ægir Jarl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Flóki skorað í síðustu tveimur bikarleikjum
Fyrir leik
Sæti í bikarúrslitum undir! Góða kvöldið lesendur kærir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá undanúrslitaleik Víkings og KR í Mjólkurbikarnum.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 og fer fram á Víkingsvelli, heimavelli Víkinga eins og nafnið gefur til kynna.

Sigurvegarinn í kvöld mætir KA á Laugardalsvelli 16. september.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Stefán Árni Geirsson ('46)
9. Benoný Breki Andrésson ('85)
14. Ægir Jarl Jónasson ('76)
15. Lúkas Magni Magnason ('46)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson
29. Aron Þórður Albertsson ('67)

Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
8. Olav Öby ('67)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('76)
11. Kennie Chopart ('46)
17. Luke Rae ('85)
18. Aron Kristófer Lárusson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('46)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Theodór Elmar Bjarnason ('25)
Olav Öby ('71)
Kristján Flóki Finnbogason ('81)
Kennie Chopart ('82)
Jóhannes Kristinn Bjarnason ('93)

Rauð spjöld: