

Víkingsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Skýjað en nokkuð stillt, 13 gráður.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: Mjög margir
Maður leiksins: Ari Sigurpálsson & Þórður Ingason
('77)
('77)
('77)
('70)
('57)
('77)
('57)
('77)
('77)
('70)
Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Það var dólgur í Kalla líka.
Gult spjald: Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
MARK!Stoðsending: Viktor Örlygur Andrason
Frábær sending frá Viktori inn fyrir á Ara sem fær boltann úti vinstra megin. Hann á skot sem Aron Snær á að verja, kemur hönd á bolta en hann fer samt í fjærhornið.
Skömmu síðar gerði Ari fjórða markið og þar með út um leikinn. Víkingar eru komnir í bikarúrslit, þriðja árið í röð. pic.twitter.com/ak5BJbjzeo
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 16, 2023
Olav Öby sýningin heldur bara áfram
— Sigur?ur Gísli (@SigurdurGisli) August 16, 2023
MARK!Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Helgi með stungusendingu og Ari tímasetur hlaupið sitt virkilega vel miðað við varnartakta Öby.
Aron Snær kemur út á móti, nær að komast í boltann en hann snýr í átt að marki og fer yfir línuna.
Ari Sigurpálsson gerði þriðja mark Víkinga er hann slapp í gegn. Hamingjan er í Fossvoginum í kvöld! pic.twitter.com/FHEfv54IN1
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 16, 2023
KR-ingar hljóta fá afsökunarbeiðni frá KSÍ fyrst þeir fengu ekki víti þarna.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) August 16, 2023
KR á horn.
Gult spjald: Olav Öby (KR)
Benoný Breki minnkaði muninn með glæsilegu skallamarki á 59. mínútu. pic.twitter.com/EqaeWdtYVy
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 16, 2023
MARK!Stoðsending: Kennie Chopart
Kennie með fínan bolta eftir að Aron Þórður var búinn að vera að leita að einhverju við vítateig Víkings.
Benoný nær að stýra boltanum alveg i hornið, út við stöng, og Þórður nær ekki til botlans. Alls ekki hægt að kalla þetta frían skalla því Davíð og Gunnar reyndu líka við þennan bolta.
Benoný Breki minnkaði muninn með glæsilegu skallamarki á 59. mínútu. pic.twitter.com/EqaeWdtYVy
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 16, 2023
Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Birnir með spyrnuna og Aron Snær þarf tvær tilraunir til að handsama boltann.
Kennie á svo skot sem fer yfir mark Víkings.
KR að fara í fjögurra manna línu.
Nikolaj er mættur niður á eigin vítateig og nær að hreinsa boltann í burtu þegar Benoný var lengi að athafna sig.
Pablo með sendinguna inn á markteiginn þar sem Aron Snær rís upp og grípur boltann.
Hvaða hljóð/öskur er þetta í fagninu????????? #fotboltinet pic.twitter.com/92miCGIOLH
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 16, 2023
Elmar gaf boltann til hliðar á miðjunni og fékk Oliver af krafti í bakið á sér.
Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Boltinn fer í Lúkas Magna og Benoný nær svo ekki skottilraun.
Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Logi Ólafsson bauð upp á alvöru „commentator's curse“ í fyrsta markinu.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 16, 2023
„Við sjáum lítið til manna eins og Arons Elís og Matthíasar. Þarna er nú Matthías kominn..." pic.twitter.com/jNtX5eJH9L
MARK!Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Hægt að setja spurningamerki við varnarleik Kristins og Finns þarna.
Erlingur Agnarsson er réttur maður á réttum stað. Aftur er það upphlaup vinstra megin og aftur er það mark á fjær. pic.twitter.com/OG2i87MruP
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 16, 2023
MARK!Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
Matthías fékk boltann úti vinstra megin og finnur Aron Elís á fjærstönginni með flottri sendingu með vinstri fæti. Aron skallar boltann í netið, gerði það líka gegn KR í deildinni í júlí!
Víkingar leiða!!
Aron Elís Þrándarson kom Víkingi yfir gegn KR í undanúrslitum Mjólkurbikars karla með skalla af stuttu færi pic.twitter.com/azDzavvA5u
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 16, 2023
@grjotze og Logi Ólafs eru í loftinu á RÚV2 ???? pic.twitter.com/57VOO3ltZd
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 16, 2023
Á meðan er Rúnar Kristinsson að ræða við Erlend Eiríksson á hliðarlínunni, þjálfarinn langt frá því að vera kátur.
KR-ingar hafa látið meira í sér heyra í stúkunni en heimamenn til þessa.
Varadómari: Erlendur Eiríksson
Eftirlitsmaður KSÍ: Jón Sigurjónsson

Byrjunarliðið
— Víkingur (@vikingurfc) August 16, 2023
???? @KRreykjavik
slagurinn um sæti í úrslitaleikinn hefst eftir klukkutíma ???? pic.twitter.com/DB1AxeJLAP
Inn kemur Lúkas Magni Magnason og Aron Þórður Albertsson. Rúnar Kristinsson gæti verið að fara aftur í þriggja manna miðvarðalínu. Finnur Tómas Pálmason, sem var tæpur fyrir leikinn, er klár í að byrja.

Aron Þórður, Jóhannes og Finnur byrja í kvöld
Þeir Pablo Punyed, Birnir Snær, Aron Elís, Davíð Örn, Þórður Ingason, Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson, koma allir inn í liðið fyrir þá Ingvar Jónsson, Helga Guðjónsson, Viktor Örlyg Andrason, Gísla Gottskálk Þórðarson, Danijel Dejan Djuric, Ara Sigurpálsson og Karl Friðleif Gunnarsson.
Þórður hefur varið mark Víkings í bikarleikjunum til þessa.

Öflugt markvarðateymi
Birgir Steinn heim í KR (Staðfest) - Tveir aðrir tilkynntir á gluggadegi https://t.co/NygTU2qKHJ
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 16, 2023
Hann var einnig spurður út í áhuga á öðrum leikmönnum félagsins.
Telur að áhugi sé á flestum leikmönnum liðsins - Viðræður í gangi við Ekroth https://t.co/V3NOpfyTf4
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 15, 2023
KR var síðast í undanúrslitum bikarsins árið 2020 og drógust þá á móti Val. Leikurinn fór þó aldrei fram vegna Covid-19.
Víkingur og KR hafa alls mæst sex sinnum í bikarkeppni og hafa bæði lið unnið þrisvar. Einn sigur KR kom í vítakeppni en það var síðasti bikarsigur Vesturbæinga á Víkingum árið 2005.
Heimild: Óskar Ófeigur á Vísi

Hann er ekki í banni í bikarnum og verður á hliðarlínunni í kvöld.

,,Við leyfðum mönnum sem eru búnir að spila meira að hvíla sig og líka voru leikmenn sem hafa minna spilað sem þurftu á mínútum að halda sem fengu mikilvægar mínútur. Þetta er allt að ganga eftir bókinni eins og er núna," sagði Sölvi.

,,„Við þurfum að skora mark eða mörk nema við förum í vítakeppni og höldum núllinu, en það er enginn sem vill það. Við viljum bara spila alvöru bikarleik og ég held að það verði mikið af fólki sem vilja koma og sjá þetta. Það er fínn gangur á okkur, Víkingar eru búnir að vera með ofboðslega mikinn meðbyr. Við erum spenntir að fara í Víkina og við ætlum að standa undir merkjum, vera KR og þora að fara þangað til að reyna vinna," sagði Rúnar um leikinn í kvöld í viðtali eftir leikinn gegn Fram.

Í öruggum sigri Víkings gegn HK á sunnudag var Matthías Vilhjálmsson hvíldur og Oliver Ekroth var tekinn af velli í hálfleik.

Finnur Tómas tæpur
Víkingur 3 - 1 KR í 16-liða úrslitum 2021
Víkingur 5 - 3 KR í 8- liða úrslitum 2022
Leið liðanna í undanúrslitin 2023
Víkingur:
32-liða úrslit: Víkingur 6 - 2 Magni
Mörk: Arnór Borg x2, sjálfsmark, Danijel Djuric, Helgi Guðjóns og Sveinn Gísli.
16-liða úrslit: Víkingur 2 - 1 Grótta
Mörk: Helgi Guðjóns og Logi Tómasson
8-liða úrslit: Þór 1 - 2 Víkingur
Mörk: Helgi Guðjóns og Ari Sigurpáls

Helgi skorað í öllum bikarleikjunum til þessa
KR:
32-liða úrslit: KR 3 - 0 Þróttur V.
Mörk: Kennie Chopart, Olav Öby og sjálfsmark
16-liða úrslit: Fylkir 3 - 4 Fylkir
Mörk: Kristján Flóki, Jói Bjarna, Aron Þórður og sjálfsmark
8-liða úrslit: KR 2 - 1 Stjarnan (eftir framlengingu)
Mörk: Kristján Flóki og Ægir Jarl

Flóki skorað í síðustu tveimur bikarleikjum
Leikurinn hefst klukkan 19:30 og fer fram á Víkingsvelli, heimavelli Víkinga eins og nafnið gefur til kynna.
Sigurvegarinn í kvöld mætir KA á Laugardalsvelli 16. september.

('46)
('85)
('76)
('46)
('67)
('67)
('76)
('46)
('85)
('46)







