Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Í BEINNI
Lengjudeild karla
Dalvík/Reynir
LL 0
0
Fjölnir
Breiðablik
0
0
ÍBV
20.08.2023  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: 20 gráður og sól, alvöru
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Birta Georgsdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('70)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('87)
14. Linli Tu
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir ('70)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('87)
23. Valgerður Ósk Valsdóttir
24. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Birta Georgsdóttir ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Á einhvern ótrúlegan hátt ná Eyjakonur að hanga á jafnteflinu og fara heim með eitt stig sem gæti reynst mikilvægt þegar talið er upp úr pokanum í lok móts. Blikar hins vegar með tvö töpuð stig sem gætu reynst ansi dýr.
90. mín
+4

Agla María með fyrirgjöf sem Hafrún nær ekki til og flikkar aftur fyrir sig í innkast hinum megin.
90. mín
+2
Blikar reyna hvað þær geta til þess að sækja stigin þrjú en ÍBV vörnin stendur sem fyrr.
90. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma.
89. mín Gult spjald: Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Brjálast við að fá ekki horn og lætur Nour Natan Ninir heyra það.
87. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
87. mín
Blikar fá aukaspyrnu úti á hægri kantinum sem Bergþóra tekur inní. Boltinn er skallaður frá, út í teiginn þar sem Andrea nær skotinu en Guðný ver það.
84. mín
Agla María kemur boltanum í netið en flaggið er farið á loft.
83. mín Gult spjald: Viktorija Zaicikova (ÍBV)
Togar í Vigdísi til þess að stoppa skyndisókn.
82. mín
Olga tekur hornið á fjær og þar er Haley sem á skalla fram hjá.
81. mín
Elín Helena með slaka sendingu til baka á Telmu sem þarf að hafa sig alla við reyna að koma honum í innkast í staðinn fyrir horn en nær því ekki.
80. mín
Olga tekur hornið en það er fast og Sísí er í brasi með að ná skallanum og Blikar koma boltanum svo í innkast. ÍBV eiga svo sitt þriðja vitlausa innkast í leiknum.
78. mín
Olga með skot af 40 metrunum sem Telma er í vandræðum með og blakar yfir markið. ÍBV fá horn til tilbreytingar.
78. mín
Olga með fínan bolta inn í teig á nær en Telma er fyrst á boltann og grípur hann.
76. mín
Ótrúlegt en satt eru Blikar að fá horn.

Bergþóra tekur það eins og fyrr og setur góðan bolta inn í en það eru ÍBV sem eru fyrstar á boltann.
75. mín
Inn:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV) Út:Telusila Mataaho Vunipola (ÍBV)
75. mín
Boltinn vill bara ekki inn Linli Tu í dauðafæri eftir góða sókn Blika en hún hittir ekki rammann.
73. mín
Enn og aftur eru ÍBV að hreinsa hornin frá.
72. mín
Blikar halda áfram að sækja og halda áfram að fá horn.
70. mín
Geri ráð fyrir að þetta þýði að Linli taki sér stöðu upp á topp fyrir Blika.
70. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
69. mín
Blikar eru að undirbúa skiptingu, Clara er að koma inn á.
65. mín
Núna er Hafrún með fyrirgjöf frá hægri en hú fer í gegnum allan teiginn án þess ða finna Blika.
65. mín
Katrín með skallatilraun eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu en skallinn er laus og Guðný ekki í vandræðum.
64. mín
Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir brot Chloe á Birtu. ÍBV alls ekki nægilega sáttar með þennan dóm en hann stendur. Taylor tekur spyrnuna og setur hann yfir.
62. mín
Stúkan vill hendi víti á varnarmann ÍBV en Bríet heldur nú aldeilis ekki. Held að Bríet hafi haft rétt fyrir sér þarna.
61. mín
Bergþóra tekur spyrnuna á fjær þar sem ÍBV ná að hreinsa.
61. mín
Aftur er Vigdís að gera vel í að bera boltann upp völlinn og uppsker horn.
58. mín
Blikar fá hornspyrnu sem Andrea tekur stutt á Bergþóru. Bergþóra rúllar honum lengra út á Hafrúnu sem gefur hann aftur á Bergþóru og hún setur hann svo inn í. Taylor stekkur hæst í teignum og á skalla sem fer fram hjá.
57. mín
Vigdís með frábæran sprett upp vinstri kantinn. Hún kemst alveg upp að teig ÍBV og rennir boltanum út í Katrínu sem hittir ekki boltann. Aftur er Katrín að fara illa með gott færi.
54. mín
Blikar fá enn annað hornið og Bergþóra tekur það á fjær þar sem Eyjakonur ná að skalla burt.
53. mín
Hafrún fær boltann frá Birtu inn á teignum en hleypur beint inn í varnarmann og Eyjakonur hreinsa í innkast.
50. mín
Birta með góða fyrirgjöf á Katrínu sem tekur klaufalega fyrstu snertingu og missir boltann of langt frá sér. Þetta var tækifæri!!
49. mín
Birta með fyrirgjöf beint í fangið á Guðnýju.
47. mín
Bergþóra tekur hornið á fjær þar sem Katrín er og hún á skemmtilega tilraun sem hittir þó ekki markið.
46. mín
Blikar byrja seinni hálfleikinn eins og þann fyrri og fá hornspyrnu.
46. mín
Þetta er komið aftur í gang, bæði lið óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Bríet er ekki að bæta neinu við fyrri hálfleikinn. Ágætis hálfleikur að baki þrátt fyrir að boltinn hafi aldrei ratað í netið. Vonandi fáum við mörk í seinni!
45. mín
Agla María vinnur boltann á miðjum vallarhelmingi ÍBV og sér að Guðný er framarlega í markinu. Hún lætur vaða en nær ekki að lyfta boltanum nóg og mikið og hann fer beint á Guðnýju.
43. mín
Bergþóra með slaka sendingu út til hægri sem Eyjakonur komast fyrir. Þær sækja hratt og Olga endar á því að taka skotið fyrir utan teiginn en það er beint á Telmu.
42. mín
Birta með fyrirgjöf en enginn Bliki í teignum til að taka við henni.
41. mín
Viktorija með skot fyrir utan teig sem Elín Helena kemst fyrir
40. mín
Linli Tu fær gott færi eftir fína sókn Blika en hún setur hann fram hjá. Þetta var líklega eitt besta færi leiksins hingað til.
38. mín
Birta fær boltann úti hægra megin, kemur inn á völlinn og hleður í skot en það er laust og Guðný ver það nokkuð auðveldlega.
38. mín
Hornið er inn í teiginn og boltinn berst svo út í teiginn þar sem Agla María er og lætur vaða en skotið er yfir.
37. mín
Viktorija með hreinsun aftur fyrir og Blikar fá enn eitt hornið.
36. mín
Birta fær sendingu í hlaupið upp kantinn og á svo fína fyrirgjöf út í teiginn fyrir utan það að þar er enginn samherji og Eyjakonur hreinsa.
33. mín
Blikar eru að auka sóknarþungann aftur og nú á Katrín skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá Andreu.
31. mín
Bergþóra tekur hana en hún er föst og fer yfir allan pakkann. Katrín eltir hann og kemur honum aftur fyrir þar sem Agla María tekur hann niður og leggur hann fyrir Vigdísi sem á slakt skot sem Guðný er í litlum vandræðum með.
30. mín
Blikar með tvær fínar sóknir í röð upp hægri kantinn og fá hornspynru upp úr seinni sókninni.
29. mín
Taylor og Telusila í kapphlaupi um boltann sem er í áttina að Blikamarkinu. Taylor hefur betur og fiskar síðan aukaspyrnu.
27. mín
Agla María í góðri skotstöðu rétt fyrir utan teiginn og lætur vaða en ÍBV vörnin hendir sér fyrir skotið.
25. mín
Olga með fínan sprett en nær ekki að búa til nægilega gott endproduct og boltinn fer aftur fyrir. Eyjakonur eru að sækja í sig veðrið.
20. mín
Eyjakonur fá aukaspyrnu úti á velli á fínum stað fyrir fyrirgjöf.

Haley tekur spyrnuna en hún er aðeins of föst og beint á Telmu í markinu.
17. mín
ÍBV fara upp í sókn og eru komnar í átlitlega stöðu en þá fer flaggið á loft og Olga dæmd rangstæð.
16. mín
Aftur fá Blikar horn. Bergþóra setur hann á nær þar sem Linli Tu sýnir skemmtilega takta og setur hann út í teiginn með kassanum en þar eru bara hvítar treyjur og boltanum komið frá.
14. mín
Bergþóra tekur hornið og setur hann bara á markið. Guðný ver yfir og Blikar fá annað horn. Bergþóra tekur aftur en núna er boltinn fastur, út í teiginn á fjær. Það er eitthvað krafs í teignum en boltinn lendir á endanum í fanginu á Guðnýju. Blikar eru að færa sig upp á skaftið og liggja í sókn.
13. mín
Agla María og Helena Hekla í baráttunni og Agla María vinnur horn.
13. mín
Taylor með slaka sendingu á Elínu Helenu sem Olga kemst inn í. Telma er framarlega í markinu og Olga lætur vaða en setur hann yfir. Blikar stálheppnir þarna!
11. mín
Lítið af opnunum fyrstu tíu en Blikar þó líklegri.
7. mín
Bæði lið virðast stilla upp 4-3-3 Breiðablik:
Telma
Hafrún-Elín-Taylor-Vigdís
Bergþóra-Linli-Andrea
Birta-Katrín-Agla María

ÍBV
Guðný
Helena Hekla-Haley-Helena Jóns-Chloe
Sísí-Caeley-Þóra
Viktorija-Telusila-Olga
4. mín
Birta fær boltann út á hægri kantinn og ætlar að koma með boltann fyrir. Fyrirgjöfin er hins vegar ekki nóg og góð og fer aftur fyrir markið.
4. mín
ÍBV komast í sína fyrstu sókn en Elín Helena hreinsar fyrirgjöfina frá.
1. mín
Bergþóra tekur spyrnuna inn í teiginn þar sem Taylor nær skoti en það fer í varnarmann og er svo hreinsað frá.
1. mín
Blikar fara beint í sókn og uppskera hornspyrnu.
1. mín
Katrín Ásbjörns sparkar þessu í gang. Blikar sækja í átt að Sporthúsinu
Fyrir leik
Besta lag í heimi, Besta stefið, er sett á fóninn og liðin ganga inn. Blikar í grænu og ÍBV í hvítu, allt eins og það á að vera nema það að ÍBV er í bláum sokkum. Fallegur dagur eins og Bubbi sagði og vonandi fáum við fallegan fótbolta í þessu geggjaða veðri.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Blikar gera tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Stjörnuna.
Clara Sigurðardóttir og Valgerður Ósk Valsdóttir taka sér sæti á bekknum og inn fyrir þær koma Andrea Rut Bjarnadóttir og Linli Tu.

ÍBV gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn Keflavík. Kristín Erna Sigurlásdóttir kemur út og inn á hennar kostnað kemur Telusila Mataaho Vunipola.
Fyrir leik
Dómarateymið Bríet Bragadóttir fær það verkefni að vera með flautuna í dag. Henni til halds og trausts eru Nour Natan Ninir og Jovana Milinkovic með sitthvort flaggið, Jóhann Gunnarsson er eftirlitsmaður og Guðmundur Valgeirsson er varadómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
ÍBV Eyjakonur sóttu mikilvæg 3 stig í fallbaráttuslag gegn Keflavík í síðustu umferð. ÍBV sitja í 8. sæti þrem stigum fyrir ofan Keflavík sem eru í fallsæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Breiðablik Blikar ætluðu sér að svara fyrir tapið í bikarnum í síðustu umferð þegar þær heimsóttu Stjörnuna í Garðabæinn. Stjarnan komst í 3-0 eftir klukkutíma leik og virtust vera búnar að klára leikinn. Blikar klóruðu í bakkann og skoruðu tvö mörk og staðan því 3-2 þegar farið var inn í uppbótartímann. Það voru hins vegar Stjörnukonur sem kláruðu leikinn og skoruðu mark í uppbótartímanum og tryggðu sigurinn. Með tapinu misstu Blikar toppsætið til Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðan daginn lesendur kærir Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og ÍBV í deild þeirra bestu.
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
4. Caeley Michael Lordemann
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
8. Chloe Hennigan
9. Telusila Mataaho Vunipola ('75)
11. Helena Hekla Hlynsdóttir
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir

Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('75)
16. Elísa Hlynsdóttir
18. Thelma Sól Óðinsdóttir
22. Rakel Perla Gústafsdóttir
23. Embla Harðardóttir

Liðsstjórn:
Todor Plamenov Hristov (Þ)
Mikkel Vandal Hasling
Guðrún Marín Viðarsdóttir

Gul spjöld:
Viktorija Zaicikova ('83)

Rauð spjöld: