Í BEINNI
U19 milliriðill
Danmörk U19

LL
2
0
0


Ísland U21
2
1
Tékkland U21

Andri Lucas Guðjohnsen
'44
1-0
1-1
Christophe Kabongo
'87
Andri Fannar Baldursson (f)
'94
2-1
12.09.2023 - 16:30
Víkingsvöllur
Undankeppni EM U21 landsliða
Aðstæður: Tíu gráður og sól
Dómari: Jovan Kachevski (Norður-Makedónía)
Maður leiksins: Andri Fannar Baldursson
Víkingsvöllur
Undankeppni EM U21 landsliða
Aðstæður: Tíu gráður og sól
Dómari: Jovan Kachevski (Norður-Makedónía)
Maður leiksins: Andri Fannar Baldursson
Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
4. Logi Hrafn Róbertsson

5. Ólafur Guðmundsson
8. Andri Fannar Baldursson (f)

10. Kristall Máni Ingason
('95)

10. Eggert Aron Guðmundsson
11. Ísak Andri Sigurgeirsson
('70)

14. Hlynur Freyr Karlsson
17. Óskar Borgþórsson
('63)

20. Jakob Franz Pálsson
22. Andri Lucas Guðjohnsen

Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
2. Valgeir Valgeirsson
3. Oliver Stefánsson
6. Anton Logi Lúðvíksson
7. Óli Valur Ómarsson
7. Danijel Dejan Djuric
('70)

9. Eyþór Aron Wöhler
('95)

15. Ari Sigurpálsson
('63)

23. Davíð Snær Jóhannsson
Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Logi Hrafn Róbertsson ('5)
Davíð Snorri Jónasson ('69)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
GEGGJAÐUR SIGUR!!!!!
Dramatík, alveg eins og í gær. Við elskum það. Frábær byrjun hjá strákunum í undankeppninni.
95. mín
Markvörður Tékklands ætlaði að sparka boltanum fram en fór út úr teignum. Ég hef aldrei séð svona. Ísland fær aukaspyrnu á vítateigslínunni.
94. mín
MARK!

Andri Fannar Baldursson (f) (Ísland U21)
ERTU EKKI AÐ DJÓKA Í MÉR???????
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!
FLAUTUMARK!
Andri Fannar með boltann vel fyrir utan teiginn og lætur vaða. Hann gjörsamlega smyr hann. Hann hefur spilað ótrúlega í þessum leik og endar þetta svona.
FLAUTUMARK!
Andri Fannar með boltann vel fyrir utan teiginn og lætur vaða. Hann gjörsamlega smyr hann. Hann hefur spilað ótrúlega í þessum leik og endar þetta svona.
87. mín
MARK!

Christophe Kabongo (Tékkland U21)
Andskotans...
Íslenska liðið var að verjast svo vel...
Andri Lucas með vonda sendingu til baka og Tékkarnir nýta sér það. Varamaðurinn Kabongo jafnar metin. Það var nóg fyrir þá að gera eftir sendinguna en þeir gerðiu þetta mjög vel. Klaufalegt.
Andri Lucas með vonda sendingu til baka og Tékkarnir nýta sér það. Varamaðurinn Kabongo jafnar metin. Það var nóg fyrir þá að gera eftir sendinguna en þeir gerðiu þetta mjög vel. Klaufalegt.
84. mín
Karabec meiddi sig og hefur held ég lokið leik hér í dag. Leikur sem hann vill gleyma sem fyrst.
82. mín
Stórhættulegt!
Tékkar í stórhættulegri stöðu, Cernak með boltann og á flotta fyrirgjöf en Jakob Franz gerir frábærlega í varnarleiknum. Varnarleikur íslenska liðsins hefur verið afskaplega góður í þessum leik.
81. mín
Danijel reynir skot úr aukaspyrnu af 30 metrunum. Hann skoraði úr aukaspyrnu um daginn en sú var talsvert nær. Þessi var aldrei líkleg, fór beint í vegginn.
79. mín
Tékkarnir hafa ekkert verið líklegir til að jafna síðustu mínútur. Núna þurfum við að verjast hraðanum í Kabongo sem var að koma inn á.
78. mín
Gult spjald: Martin Vitík (Tékkland U21)

Var að missa Andra Lucas fram úr sér og ákvað að brjóta.
68. mín
Hlynur Freyr og Logi Hrafn eru búnir að vera frábærir í hjarta varnarinnar í dag.
64. mín
Stöngin!
Tékkar í hættulegri sókn. Bolti fyrir markið á nærstöngina þar sem Karabec er mættur en hann setur boltann í utanverða stöngina.
63. mín

Inn:Ari Sigurpálsson (Ísland U21)
Út:Óskar Borgþórsson (Ísland U21)
Flottur leikur hjá Óskari.
62. mín
Nálægt því!
Eggert Aron með frábæra tilraun rétt fyrir utan teig sem fer aðeins yfir markið. Alls ekki galin tilraun.
61. mín
Ein sending í gegn og Jurasek er slopinn inn fyrir vörnina en menn ná svo að skila sér vel til baka.
57. mín
Tékkarnir sundurspila íslensku vörnina og reyna svo skot rétt fyrir utan teig en Óskar Borgþórs er mættur til að henda sér á það. Ekki í fyrsta sinn í dag þar sem íslenskur leikmaður hendir sér fyrir skot.
55. mín
Varsla!
Andri Fannar með gott skot fyrir utan teig sem Hornicek þarf að hafa sig allan við að verja.
54. mín
Góð sókn hjá íslenska liðinu. Boltinn færður frá vinstri til hægri á Óskar Borgþórs sem á skot en það fer því miður í varnarmann.
51. mín
Tékkar í hættulegri skyndisókn eftir hornspyrnu Íslands en Eggert gerir vel í að spretta til baka og truflar hann sóknina.
49. mín
Karabec að munda skotfótinn fyrir utan teiginn en hann er of lengi. Eggert Aron, minnsti maðurinn á vellinum, kemur og kjötar hann. Þetta var gaman að sjá.
Markið sem Ísland skoraði
Andri Guðjohnsen ????????(2002) opens the scoring!
— Football Report (@FootballReprt) September 12, 2023
Ísak Andri Sigurgeirsson ????????(2003) with the assist!#U21Euro
????? @FootColicpic.twitter.com/A4obXVsVwa
47. mín
Tékkar að byrja vel í seinni hálfleik. Fá hér hornspyrnu sem þeir taka stutt og senda boltann svo fyrir. Okkar strákar verjast vel og fá markspyrnu.
47. mín
Hættulegt!
Íslenska liðið telur ekki rétt og Tékkarnir komnnir í mjög fínt færi en sem betur fer þá fer skotið í hliðarnetið.
45. mín
Hálfleikur
Ísland leiðir í hálfleik, glæsilegt! Að mörgu leyti mjög flottur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu. Strákarnir hafa vaxið vel inn í leikinn og fara inn í leikhléið með forystuna.

44. mín
MARK!

Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland U21)
Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
MARK!!!!!!!
Fyrirliðinn að skora!!!
Frábær sókn hjá íslenska liðinu! Eggert agressívur og vinnur boltann á vallarhelmingi Íslands. Hann keyrir svo upp, finnur góðan vin sinn Ísak Andra sem stingur honum svo inn fyrir á Andra Lucas. Hann gerir allt rétt í því að klára færið.
Frábært að skora á þessum tímapunkti.
Frábær sókn hjá íslenska liðinu! Eggert agressívur og vinnur boltann á vallarhelmingi Íslands. Hann keyrir svo upp, finnur góðan vin sinn Ísak Andra sem stingur honum svo inn fyrir á Andra Lucas. Hann gerir allt rétt í því að klára færið.
Frábært að skora á þessum tímapunkti.
43. mín
Jovan Kachevski frá Norður-Makedóníu fær ekki háa einkunn fyrir þennan fyrri hálfleik. Andri Fannar er á undan í boltann en samt dæmd aukaspyrna á hann. Þetta var beint fyrir framan nefið á dómaranum en hann flautaði samt.
42. mín
Tékka brjóta tvisvar af sér, fyrst er brotið á Jakobi og svo er Kristall tekinn niður. Kristall æsir svo aðeins upp í Tékkunum. Þarna hefðu Tékkarnir getað fengið tvö gul spjöld en þeir sleppa með ekki neitt.
39. mín
Leikmaður Tékka rennur á grasinu og það var frábært færi fyrir skyndisókn, en Eggert Aron er of lengi að losa sig við boltann.
34. mín
Tékkar fá innkast sem við hefðum átt að fá. Davíð Snorri orðinn pirraður á dómaranum, skiljanlega.
32. mín
Dómarinn sleppir þarna að dæma pjúra aukaspyrnu sem Ísland hefði átt að fá. Brotið á Loga Hrafni. Hann er lítið að dæma fyrir okkur þessa stundina.
29. mín
Karabec, sem á að vera stærsta stjarnan í lið Tékklands, er búinn að eiga hauskúpuleik til þessa. Hann tapaði boltanum sem var upphafið að þessari frábæru tilraun hjá Óskari.
28. mín
Rétt framhjá!!!
Þung sókn hjá Íslandi sem endar með því að Óskar á skot sem fer rétt framhjá markinu. Frábær tilraun hjá honum!
25. mín
Færi!
Tkac vinnur baráttuna við Jakob Franz og er kominn í mjög fínt færi, en maður hafði einhvern litlar áhyggjur af þessu með Lúkas í markinu. Hann lokaði markinu vel og átti í engum vandræðum með að verja.
24. mín
Tékkarnir í hættulegri sókn en strákarnir hlaupa vel til baka. Eggert Aron er mættur í vörnina og er fyrstur á boltann.
23. mín
Óskar Borgþórs með góðan sprett og var næstum því búinn að finna Andra Lucas í teignum. Það munaði litlu að fyrirliðinn hefði komist í boltann í fínni stöðu.
22. mín
Andri Lucas vinnur fyrsta boltann og hann dettur fyrir Loga Hrafn í teignum. Hann er ekki í góðu jafnvægi og setur boltann yfir markið.
21. mín
Gult spjald: Stepan Chaloupek (Tékkland U21)

Stoppar Kristal sem var að komast fram hjá honum. Ísland fær aukaspyrnu sem Andri Fannar tekur. Hann mun senda fyrir markið.
17. mín
Andri Fannar með boltann inn á teiginn og það skapast smá darraðadans. Tékkar ná á endanum að koma boltanum í burtu og fá þeir svo innkast.
17. mín
Frægir í stúkunni
Age Hareide landsliðsþjálfari og hans aðstoðarmenn, Jói Kalli og Fjalar, eru meðal áhorfenda. Siggi Helga er að sjálfsögðu mættur, Óli Garðars umboðsmaður, Gunni Einars og Ívar Ingimars, Jóhann Ingi stórdómari, Þórarinn Dúi og Gylfi Orra.
16. mín
Óskar Borgþórs með klobba og vinnur svo aukaspyrnu. Fyrirgjafarmöguleiki til staðar.
14. mín
Tékkarnir eru hættulegri. Núna nær Logi að koma boltanum í burtu eftir hættulega sókn gestana.
12. mín
Frábær björgun!
Hik á öftustu línu hjá Íslandi og Jarosik sleppur í gegn. Lúkas hikar líka og hann kemst fram hjá honum. Hann á bara eftir að setja boltann í autt markið en þá kemur Hlynur á ferðinni og bjargar. Frábærlega gert!
10. mín
Tékkarnir í álitlegri sókn en þá ákveður Karabec að henda í ómögulegan Zidane snúning og tapar boltanum.
8. mín
Tékkarnir reyna hvað eftir annað að pressa Lúkas í markinu en hann er afskaplega rólegur á boltanum. Skilar honum mjög vel frá sér.
6. mín
Úffff
Patrik Vydra með þrumuskot úr aukaspyrnunni sem fer í slána!!! Þarna skall hurð nærri hælum.
5. mín
Andri Lucas tapar boltanum á hættulegum stað. Mér fannst þetta vera brot en ekkert dæmt. Logi Hrafn brýtur svo af sér og Tékkar fá aukaspyrnu á góðum stað.
2. mín
Ekki þriggja manna vörn
Ísland er ekki í þriggja manna vörn eins og kom fram á vefsíðu UEFA. Jakob Franz er í hægri bakverði og Óli Guðmunds er í vinstri bakverði. Óskar Borgþórs er að spila á hægri kanti og Ísak Andri vinstra megin. Kristall er fremstur á miðju og Andri Lucas er fremstur.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki. Stúkan er alls ekki þéttsetin en það er skiljanlegt í ljósi þess hvað klukkan er. Áður en leikur hefst er einna mínútu þögn af virðingu við fórnarlömb jarðskjálftans í Marokkó.
Fyrir leik
Framlínan þeirra sterk
Framlína Tékka er ansi sterk en hún er sú sama og spilaði gegn Íslandi í síðustu undankeppni. Sá leikmaður sem við Íslendingar þurfum líklega helst að varast er Adam Karabec, leikmaður númer tíu. Hann spilar fyrir Sparta Prag í heimalandinu, eins og nokkrir aðrir í hópnum.
Við þurfum líka að passa okkur á Vaclav Sejk og Matej Jurasek.
Arnar Laufdal með sínum uppáhalds leikmanni.
Við þurfum líka að passa okkur á Vaclav Sejk og Matej Jurasek.

Arnar Laufdal með sínum uppáhalds leikmanni.
Fyrir leik
Eigum harma að hefna
U21 landsliðið okkar spilaði við Tékkland í umspili um að komast á EM í síðustu undankeppni, en þá töpuðu strákarnir okkar naumlega. Í dag hefnum við vonandi fyrir það súra tap.

Ari Sigurpáls um áhuga erlendis: Tímapunkturinn alls ekki réttur https://t.co/rpaABuSPjy
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 11, 2023
Kristall sáttur við að yfirgefa Rosenborg - „Það kom margt upp" https://t.co/GNnr7JErSY
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 11, 2023
Andri Lucas: Frábært að fá að sýna hvað ég get í fótbolta aftur https://t.co/IkdSLowyPB
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 11, 2023
Óskar um skiptin til Noregs: Gerðist á einhverjum 2-3 dögum https://t.co/PlUwlcSCZl
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 11, 2023
Geggjað að hoppa beint í U21 - „Vona að ég hafi fengið smá af því líka" https://t.co/FBHPIyBMWV
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 11, 2023
Fyrir leik
Sölvi Geir mættur í teymið
Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, er kominn inn í teymið hjá U21. Hann hefur verið að koma inn í teymið hjá Davíð Snorra í undanförnum gluggum en hann kemur inn með mikla reynslu úr landsliðsumhverfinu.
Þá er Atli Guðnason, goðsögn úr FH, kominn inn í teymið sem leikgreinandi og mun hann einnig aðstoða við þjálfun. Atli hefur einnig verið að leikgreina fyrir FH í sumar.
Þá er Atli Guðnason, goðsögn úr FH, kominn inn í teymið sem leikgreinandi og mun hann einnig aðstoða við þjálfun. Atli hefur einnig verið að leikgreina fyrir FH í sumar.

Fyrir leik
Myndir frá æfingu í gær
Íslenska liðið æfði á Víkingsvelli í gær. Hafliði Breiðfjörð skellti sér á heimavöll hamingjunnar og tók nokkrar myndir. Ekki vantaði stemninguna.



Fyrir leik
Hópurinn hjá Íslandi
Lúkas J. Blöndal Petersson – Hoffenheim (2004)
Adam Ingi Benediktsson - IFK Gautaborg (2002)
Ólafur Kristófer Helgason – Fylkir (2002)
Andri Fannar Baldursson – Elfsborg (2002)
Kristall Máni Ingason – SönderjyskE (2002)
Óli Valur Ómarsson – IK Sirius (2003)
Ólafur Guðmundsson – FH (2002)
Valgeir Valgeirsson – Örebro (2002)
Danijel Dejan Djuric – Víkingur R. (2003)
Ísak Andri Sigurgeirsson – IFK Norrköping (2003)
Jakob Franz Pálsson – KR (2003)
Ari Sigurpálsson – Víkingur R. (2003)*
Oliver Stefánsson – Breiðablik (2002)
Logi Hrafn Róbertsson – FH (2004)
Orri Hrafn Kjartansson – Valur (2002)
Andri Lucas Guðjohnsen – Lyngby (2002)*
Anton Logi Lúðvíksson – Breiðablik (2003)
Davíð Snær Jóhannsson – FH (2002)
Óskar Borgþórsson – Sogndal (2003)
Bjarni Guðjón Brynjólfsson – Þór Ak. (2004)
Eggert Aron Guðmundsson – Stjarnan (2004)
Guðmundur Baldvin Nökkvason – Mjallby (2004)
Hlynur Freyr Karlsson – Valur (2004)
Örvar Logi Örvarsson – Stjarnan (2003)
Eyþór Aron Wöhler - Breiðablik (2002)
Adam Ingi Benediktsson - IFK Gautaborg (2002)
Ólafur Kristófer Helgason – Fylkir (2002)
Andri Fannar Baldursson – Elfsborg (2002)
Kristall Máni Ingason – SönderjyskE (2002)
Óli Valur Ómarsson – IK Sirius (2003)
Ólafur Guðmundsson – FH (2002)
Valgeir Valgeirsson – Örebro (2002)
Danijel Dejan Djuric – Víkingur R. (2003)
Ísak Andri Sigurgeirsson – IFK Norrköping (2003)
Jakob Franz Pálsson – KR (2003)
Ari Sigurpálsson – Víkingur R. (2003)*
Oliver Stefánsson – Breiðablik (2002)
Logi Hrafn Róbertsson – FH (2004)
Orri Hrafn Kjartansson – Valur (2002)
Andri Lucas Guðjohnsen – Lyngby (2002)*
Anton Logi Lúðvíksson – Breiðablik (2003)
Davíð Snær Jóhannsson – FH (2002)
Óskar Borgþórsson – Sogndal (2003)
Bjarni Guðjón Brynjólfsson – Þór Ak. (2004)
Eggert Aron Guðmundsson – Stjarnan (2004)
Guðmundur Baldvin Nökkvason – Mjallby (2004)
Hlynur Freyr Karlsson – Valur (2004)
Örvar Logi Örvarsson – Stjarnan (2003)
Eyþór Aron Wöhler - Breiðablik (2002)
Fyrir leik
Fyrsti leikur í riðlinum
Þetta er fyrsti leikurinn í riðlinum hjá strákunum okkar í nýrri undankeppni. Ásamt Tékklandi þá eru Danmörk, Litháen og Wales með í riðlinum. Fyrirfram er búist við því að Ísland verði mögulega í baráttu við Tékkland og Danmörku um að komast upp úr þessum riðli. Því er mikilvægt að byrja á góðum úrslitum í dag.

Byrjunarlið:
16. Lukas Hornicek (m)
2. Martin Vitík

3. Martin Suchomel
4. Stepan Chaloupek

6. Patrik Vydra
8. Jakub Kristian
('77)

9. Václav Sejk
('65)


10. Adam Karabec
('85)

12. David Tkac
('65)

19. David Jurásek
('77)

20. Michal Cernak
Varamenn:
1. Matyas Vagner (m)
4. Denis Halinsky
('85)

7. Daniel Fila
('65)

11. Christophe Kabongo
('77)


13. Filip Vecheta
('65)

15. Daniel Kastanek
('77)

17. Albert Labik
18. Lukas Endl
21. Sebastian Bohac
Liðsstjórn:
Jan Suchopárek (Þ)
Gul spjöld:
Stepan Chaloupek ('21)
Martin Vitík ('78)
Václav Sejk ('86)
Rauð spjöld: